Dagur - 12.02.1987, Síða 14

Dagur - 12.02.1987, Síða 14
14 - DAGUR - 12. febrúar 1987 Til sölu kringlótt eldhúsborö (lítiö). Einnig boröstofuborö sem hægt er að stækka, kojur og fjögur leðurpils (lítil númer). Uppl. í síma 21324. Til sölu Mercedes Bens 180 D ný vél, byggð upp af verkstæði Þ. Jónsson og Co. Hentug í lyftara. Upplýsingar í síma 95-5292 á Sauðárkróki eða 91-27461 í Reykjavík. Óska eftir að kaupa notað trommusett. Má kosta 10-12 þús. Uppl. í síma 21846 eftir kl. 20.00. Getum bætt við nemendum í eftirtaiin námskeið: ★Málun. ★Skartgripagerð (hefst 16. febr.) ★ Föndrað með eigið efni. ★Fluguhnýtingar (hefst 14. feb.) Innritun í sima 27144 frákl. 14-16. Dráttarvélar Dráttarvél - Úrvals tæki. Til sölu Fendt Farmer 306 LSA 70 ha, 4x4, árg. '85. Aukabúnaður ma. aflúrtak og beysli að framan, vinnuljós að aftan og framan, loft- púðasæti og fleira. Gott verð góð kjör. Uppl. í síma 93-5742. Gleðistundir Orðsending til skemmtinefnda og annarra. í Laxdalshúsi getur þú haldið árs- hátíð og veislur hvers konar fyrir hópa frá 10-50 manns í notalegu og rólegu umhverfi. Upplýsingar í símum 22644 og 26680. ATH. Enn eru nokkrir fermingar- dagar lausir til veisluhalda. Með kveðjum, Örn Ingi. Til sölu segulband, plötuspilari, magnari og tveir hátalarar. Teg- und Onkio. Uppl. í síma 26990 eftirkl. 17.00. Getum bætt við nemendum í eftirtalin námskeið: ★ Myndvefnaður. ★Gróðurhús og sáning sumar- blóma. ★Að vera foreldri unglings. Innritun í síma 27144 frákl. 14-16. Fyrirtæki - Starfsmannafélög. Því ekki að breyta til og halda árs- hátíðina í Hrísey? Ferðalagið ekkert mál, við sjáum um það. Veitingahúsið Brekka, símar 61784 og 61751. Salur til leigu. Hentugur fyrir árshátíðir, ferming- ar, samkvæmi og margt fleira. Uppl. veittar í símum 24550 og 22566. Trillubátur. Einar EA 209 sem er 3.3 tonna plastbátur frá Skel. Hann er búinn 30 ha. Sabb vél, vökvaskipti með skiptiskrúfu. Keyrð 900 tíma. 24ra mílna radar, loran, olíueldavél, 2 rafmagnsdælum handdælum, gúmmíbát og ýmsum aukahlutum. Allar uppl. gefur Sigurður B. Jóns- son í síma 21155. Ungur maður óskar eftir að kynnast öðrum ungum manni á aldrinum 20-30 ára. Svar ásamt mynd sendist á afgreiðslu Dags fyrir 21. febrúar merkt „L-99.“ Til leigu 2 góð herbergi með sérinngangi og aðgangi að eld- húsi. Upplýsingar í síma 21794 milli kl. 17.30 og 19.00. Einbýlishús til leigu. Nýtt einbýlishús, 6 km. austan Akureyrar til leigu. Uppl. ísíma 24911 eftir kl. 19.00. íbúð óskast til leigu. 2ja eða lítil 3ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 26793 (Arnsteinn) og 22470 (Unnur). Til sölu 4ra herb. eldri íbúð. Selst á góðum kjörum. Uppl. í síma 26558 eftir kl. 20. Til sölu Daihatsu Charade 1986, sem nýr. Ek. 6.000 km eingöngu í bænum. Sumardekk og snjódekk. Sanngjarnt verð gegn stað- greiðslu. Uppl. í síma 23061 á daginn og 25435 á kvöldin. Rússajeppi, árg. ’77 til sölu, ekinn 20 þús. km. Klæddur að innan og sæti fyrir 12 manns. Uppl. í síma 96-44262 (Gísli Árnason). Til sölu frambyggður Rússa- jeppi, árg. ’75 með Land-Rover vél, ek. 35 þús. km. Uppl. í síma 96-61908 og 96- 25864 eftir kl. 19.00. Námskeið í almennum vefnaði verður haldið á vegum félags- ins Nytjalistar. Uppl. og skráning í síma 25774. Þórey Eyþórsdóttir. Við minnum á opið hús á fimmtudagskvöldum, þá verður jafnan tekið á móti munum til sölu í Gallery Nytjalist. Félagið Nytjalist. MESSUR SAMKOMUR FUNDIR Möðruvallaklaustursprestakall. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjón- usta í Möðruvallakirkju sunnud. 15. febrúar kl. 11.00. Unglingar lesa og syngja. Séra Svavar Alfreð Jónsson predikar. Sóknarprestur. SAMKOMUR KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. Aðalfundur KFUM verður haldinn mánu- daginn 23. febrúar kl. 20.00 í Sunnuhlíð. Dagskrá: Venjulega aðalfundar- störf. Önnur mál. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Kristniboðshúsið Zíon: Laugardaginn 14. febr. er fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 15.00. Inntaka nýrra félaga. Allar konur hjartanlega velkomnar. Sunnudaginn 15. febr. samkoma kl. 20.30 er Kristniboðsfélag kvenna sér um. Lesnir reikningar félagsins. Ræðumaður Skúli Svav- arsson. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Föstud. 13. feb. kl. 20 ■ æskulýðsfundur. Sunnud. 15. feb. kl. 17 almenn samkoma. Ungbarna- vígsla. Rannveig María, Dag Albert Bárnes, Ann Merethe og Erlingur Níelsson stjórna og tala. Allir hjartanlega velkomnir. Mánud. 16. feb. k. 16 heimilasam- band. Fyrir börnin. Sunnudagaskóli á hverjum sunnudegi kl. 13.30. Yngriliðsmannafundir þriðjudaga kl. 17.00. Opið hús föstudaga kl. 17.00. Allir krakkar velkomnir. Lionsklúbbur Akureyr- ar' » Kvöldfundur á Hótel KEA fimmtudaginn 12. feb. kl. 19.30. Stjórnin. -ÆTHiinm Flóamarkaður. Flóamarkaður verður haldinn í sal Hjálpræð- ishersins að Hvanna- völlum 10 föstud. 13. feb. kl. 14- 18. Mikið af góðum fatnaði. Æ.F.H. nvíTASunnummn Mmsnue Fimmtudagur 12. febr. kl. 20.30 biblíunámskeið. Laugard. 15. febr. kl. 15.00 árs- fundur safnaðarins. Sunnud. 16. febr. kl. 10.30 helgun- arsamkoma. Sama dag kl. 20.00 almenn samkoma. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Mikill og fjölbreyttur söngur. Fórn tekin til kristniboðsins. Allir eru hjartanlega velkomnir. H vítasunnusöfnuðurinn. ATHUGIÐ Munið minningarspjöid kvenfé- lagsins „Framtíðin". Spjöldin fást í Dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer Helgamagrastræti 9, versluninni Skemmunni og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Allur ágóði renn- ur í elliheimilissjóð félagsins. Minningarkort Hjarta- og æðuverndarfclagsins eru seld í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Bókabúðinni Huld. Fræðslurit Ferðafélagsins Guðjón Ó. Magnússon: Göngu- leiðir að Fjallabaki. Fræðslurit F.í. nr. 1. R.vík 1985. (76 bls.) Agnar Ingólfsson o.fl.: Fjörulíf. Fræðslurit F.Í., nr. 2. R.vík 1986. (116 bls.) Tómas Einarsson hafði umsjón með útgáfu. Ferðafélag íslands hefur nýlega hafið útgáfu á nýrri rita- seríu, sem nefnast „Fræðslurit Ferðafélags íslands“. „Erætlunin að koma þar til móts við áhuga- sama ferðamenn og náttúru- skoðendur, er vilja fá fróðleik í handhægum og meðfærilegum bókum, sem þeir geta stungið í vasann og litið á í ferðalögum. Ætlunin er að gefa út 1-2 rit árlega, ef þessi útgáfa fellur í góðan jarðveg," segir á kápu fyrsta bæklingsins. Þessir tveir fyrstu bæklingar, sem út hafa komið, lofa góðu um framhaldið. Sá fyrsti fjallar um gönguleiðir á Fjallabakssvæðinu á Suðurlandi, þ.e. umhverfi Landmannalauga, Torfajökuls- svæðið og allt suður að Þórsmörk. Þetta er smekklegur bæklingur, með skýrum leiðarlýs- ingum og kortum, hæfilega myndskreyttur, og nokkrar upp- lýsingar er þar að finna um jarð- sögu og lífríki svæðisins, svo og um verndun þess. Kverið um fjörulífið er mikil og merkileg nýjung í bókaútgáfu okkar, enda er hann fyrsta ritið sem út kemur hér á landi um fjörulíf almennt, þótt einstökum þáttum þess hafi áður verið gerð nokkur skil í bókum og bækling- um, svo sem í Skeldýrafánu Ingi- mars Óskarssonar (síðasta útgáfa, Leiftur 1982) og í smárit- um Guðmundar Ölafssonar (Námsgagnastofnun 1978 og 1986). Höfundar kversins eru fjórir, Verðlaunaleikritið : Hvenær kemurðu : aftur rauðhærði : riddari ■ Sýningar: ; Föstud. 13. febrúar ; kl. 20.30. ; laugard. 14. febrúar ; kl. 20.30 ; Sýningum ferað fækka. ; Ath. Sýningin er ekki ; ætluð börnum. ■ Miðasala í Anni, Skipagötu er opin ; frá kl. 14.00-18.00, sími 24073. ■ Símsvari allan sólarhringinn. þeir Agnar Ingólfsson prófessor í vistfræði, Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur, Karl Gunnarsson þörungafræðingur og Eggert Pét- ursson listmálari. Reyndar verður ekki séð, að hlutur vísindamannanna sé stór í þessu verki, því textinn er mjög skorinn við nögl, en burðarás kversins eru svarthvítar teikni- myndir af 147 tegundum dýra og jurta, sem lifa í fjörum eða finn- ast þar oft. Teikningarnar eru gerðar af Eggerti Péturssyni, ungum málara, sem áður hefur komið töluvert við sögu náttúru- mynda hérlendis, þar sem hann málaði fyrir nokkrum árum myndir af nær 300 ísl. jurtateg- undum fyrir „íslenska flóru“ Ágústar H. Bjarnasonar (R.vík 1983), og þótti takast vel eftir ástæðum. Hinar svarthvítu myndir í Fjörulífsbókinni eru vissulega ekki síðri. Þær eru mjög vand- lega og samviskusamlega unnar, og sýna útlitseinkenni lífveranna yfirleitt mun betur en svarthvítar ljósmyndir myndu gera, hversu góðar sem væru. Ef eitthvað má að þeim finna, er það helst, að þær vanti sumar hverjar ein- hverja skerpu, en þar kann prentun að vera um að kenna, enda hef ég ekki séð frummynd- irnar og veit ekki hvernig þær eru gerðar. Að öðru leyti verð ég að segja, að mér finnst bókin heldur lítil- fjörleg sem fræðslurit um fjöru- lífið, þar sem engar lýsingar er að finna á flokkum lífveranna, teg- undalýsingar annað hvort engar eða aðeins fáein orð, og upplýs- ingar um örlendi og útbreiðslu mjög litlar og oft ónákvæmar eða villandi. Segja má að kverið gildi í raun- inni aðeins fyrir Suðvesturlandið, þar sem fjörur eru miklar og lif- auðugar, en sá sem ætlar að nota það við fjörulífsskoðun t.d. hér í Eyjafirði, hlýtur að verða fyrir nokkrum vonbrigðum, því bæði eru fjörutegundir hér miklu færri en Suðvestanlands, og auk þess lifa margar þeirra aðeins neðan sjávarmáls, hér um slóðir, þótt þær finnist ef til vill uppreknar stundum. Þennan mikla mismun á fjör- um landsins hefði verið nauðsyn- legt að skýra nánar í kverinu. Jurtunum (þörungunum) er ekki raðað eftir skyldleika í bók- inni, heldur eftir almennu útliti, en dýrum hins vegar að mestu eftir kerfinu. Veldur þetta ósam- ræmi, sem getur villt menn. Jurtirnar hafa auk þess nær all- ar fengið islensk heiti, en þar vantar alUmikið á, hvað dýrin snertir. Þar eru flokkanöfn oft notuð í staðinn fyrir tegunda- heiti, sem einnig er villandi. Segj- ast þó höfundar hafa „reynt að bæta úr nafnaskorti eftir rnætti." Hvað sem líður þeim aðfinnsl- um, sem hér hafa verið gerðar, efast ég ekki um, að Fjörulífsbók F.í. á eftir að verða kærkominn förunautur þeirra sem leggja leið sína í undraheim fjörunnar á ís- landi, enda standa myndirnar fyr- ir sínu, sem fyrr var getið. Ekki síst ætti hún að gagnast líffræði- kennurum í skólum landsins, sem hafa aðstöðu til að komast að sjó, og auðvelda þeim fjöruskoðun með nemendum og notkun fjöru- lífs við kennsluna, enda er fjaran sá lífheimur sem oftast er aðgengilegastur að vetrarlagi. H.Hg.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.