Dagur - 20.02.1987, Síða 1
70. árgangur
Akureyri, föstudagur 20. febrúar 1987
35. tölublað
Hestur í Þingeyjarsýslu:
Fékk hurðar-
húninn upp
í augað!
- og hurðin fór af hjörunum
Hestur í Suður-Þingeyjar-
sýslu varð nýlega fyrir mjög
sérstæðri lífsreynslu. Hestur-
inn, sem var í húsi við bæinn
Rangá í Köldu-Kinn, ákvað
einn daginn að snúa sér við í
krónni, þá vildi svo slysalega
til að hurðarhandfang rakst
upp í augað á honum. Lét
hesturinn illa við þessum
aðskotahlut í líkamanum og
lyfti höfðinu, en tók við það
hurðina, sem handfangið var
á, af hjörunum.
Pegar komið var að hestinum
var hann því með hurðina á
hausnum og handfangið á kafi í
auganu. Sáu menn ekki annað
ráð vænna en að lóga hestinum
umsvifalaust en þar sem engin
byssa var við hendina var hringt
í Bárð Guðmundsson dýralækni
á Húsavík og spurt hvort nokk-
ur möguleiki væri á að bjarga
lífi hestsins. Bárður brá skjótt
við en meðan hann var á leið-
inni í Rangá var hurðin skrúfuð
af handfanginu í höfði hestsins.
„Þetta var svo sérstakt að það
er varla hægt að lýsa því, ég hef
aldrei séð neitt svona fyrr,“
sagði Bárður þegar Dagur
spurðist fyrir um málið.
„Þetta var ekki faeurt en eftir
ég hafði deyft hestinn vel gat ég
losað handfangið. Augað virtist
ekki hafa skemmst svo ég skol-
aði út og lagfærði brot í ennis-
beininu eins og hægt var.“
Nú virðist hesturinn, sem er
fjögurra vetra, ætla að ná hesta-
heilsu á ný. Ótrúlega vel virðist
hafa tekist að gera að meiðslum
hans og hann virðist hafa haldið
sjóninni á auganu. IM