Dagur - 20.02.1987, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 20. febrúar 1987
Firmakeppni
í knattspyrnu innanhúss
Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir þátttöku
í firmakeppni innanhúss 1987.
Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri
og í nágrenni. Heimilt er fyrir tvo aöila aö sameinast
um lið í keppnina, ef þeir vegna fámennis hafa ekki
í lið. Meö þátttökutilkynningum skal fylgja nafnalisti
yfir þá leikmenn er þátt taka og er óheimilt að breyta
þeim lista eftir að keppni er hafin.
Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem voru á launa-
skrá fyrirtækis 1. febrúar sl.
Bent skal sérstaklega á að leikið verður samkvæmt
nýjum reglum, er samþykktar voru á síðasta K.S.Í.
þingi.
Þátttökulistum, ásamt þátttökugjaldi, kr. 4.000 fyrir 1
lið, kr. 7.000 fyrir 2 lið og kr. 2.000 fyrir hvert lið
umfram 2, skal skila til Sveins Björnssonar Plastiðj-
unni Bjargi eða Davíðs Jóhannssonar N.T. umboð-
inu, fyrir 23. febrúar 1987.
K.R.A.
Lífeyrisréttur
- Lánaréttur
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda vill að gefnu tilefni vekja
athygli ungs fólks, sem á heimili í sveitum á því að
það á bæði rétt og skyldu til að vera félagar í
sjóðnum, hafi það tekjur af vinnu við landbúnað.
Stjórninni þykir sérstök ástæða til að vekja athygli á
þessu nú vegna þess réttar, sem aðild að sjóðnum
veitir til lána vegna kaupa á húsnæði eða til hús-
bygginga skv. nýjum lögum um húsnæðislán.
Stjórn sjóðsins skorar bæði á unga fólkið sjálft og
vinnuveitendur þess, ekki síst séu það foreldrar
þess, að sjá til þess að iðgjöld séu greidd reglulega
til sjóðsins af öllum vinnulaunum og fríðindum, sem
eru hluti launa. Þar er átt við laun, sem greidd eru
með búvörum, fæði og húsnæði svo og skólakostn-
aður.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Richardshús, s-hluti, Hjalteyri,
þingl. eigandi Sveinn Eðvaldsson o.fl., fer fram á eigninni
sjálfri miðvikud. 25. febr. k. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild
Landsbanka Islands.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Leikféíag
Akureyrai
Verðlaunaleikritið
Hvenær kemurðu
aftur rauðhærði
riddari
Sýningar:
Föstudag 20. febrúar
kl. 20.30.
Laugardag 21. febrúar
kl. 20.30
Síðustu sýningar.
Ath. Sýningin er ekki
ætluð börnum.
Miðasala í Anni, Skipagötu er opin
frá kl. 14.00-18.00, sími 24073.
Símsvari allan sólarhringinn.
Passa-
myndir
Gott úrval
mynda-
ramma
ilnonður.
yffinnynol
Shljósmyndaitofa
Slmi 96-22807 • Pósthólf 464
Glerárgötu 20 602 Akureyri
Hvers vegna jafnrétti
og félagshyggju?
Stuðningsfólk J-listans fundar í Vín
sunnudaginn 22. febrúar kl. 21.00.
Dagskrá:
1. Hvers vegna jafnrétti og félagshyggja? Pétur Þórarinsson.
2. Rætur misréttis - Leiðir til jafnréttis. Karólína Stefánsdóttir.
3. Áhrif mengunar og efnishyggju á umhverfi og mannlíf. Bjarni Guðleifsson.
4. Hugmyndagrundvöllur og stefna:
Umræðuhópar undir stjórn Auðar Eiríksdóttur.
5. Fyrirspurnir - Almennar umræður.
Fundarstjóri: Höskuldur Höskuldsson.
Stuðningsfólk!
Komið og takið virkan þátt í þróun og stefnu framboðsins.
J-listinn.
Norðurland eystra:
Gigtarfélag stofnað
á sunnudag
Þann 8. des. sl. stóð lítill hópur
um málefni gigtsjúkra fyrir
fundi þar sem rætt var um
stofnun gigtarfélags á N.-landi
eystra. Fundurinn var mjög vel
sóttur og einhugur ríkjandi um
nauðsyn þess að gigtsjúkir og
aðrir þeir er málið varðar
hefðu með sér einhver samtök.
Þar var einróma samþykkt að
stofna félag í tengsium við
Gigtarfélag Islands ekki seinna
en í febrúar á þessu ári. Stofn-
fundur þessi verður haldinn á
Hótel KEA, nk. sunnudag kl.
15.00.
Ljóst er að hér á svæðinu er
stór hópur fólks (u.þ.b. 2500
manns) sem á við varanlegan
heilsubrest að stríða af völdum
Akureyri:
Skátafélögin
sameinast
Sunnudaginn 22. febrúar
munu Kvenskátafélagið Val-
kyrjan og Skátafélag Akureyr-
ar sameinast í eitt nýtt skáta-
félag. Þessi dagur er afmælis-
dagur stofnanda hreyfingar-
innar og hefur lengi verið hald-
inn hátíðlegur hjá skátum.
Sameining félaganna verður á
hátíðarfundi síðdegis þar sem
koma skátar 15 ára og eldri ásamt
boðsgestum.
Um kvöldið kl. 20.00 verður
hefðbundin skátakvöldvaka í
íþróttahúsi Glerárskóla og eru
skátaforeldrar hvattir til að
mæta.
Samkomunni verður lokið kl.
21.30 og yngri krökkum sem eiga
lengri veg heim verður hjálpað
með far.
gigtsjúkdóma. Telja má að sam-
eiginleg hagsmunarmál þessa
fólks séu svo mörg og brýn að
ástæða sé til að vinna saman að
framgangi þessara mála.
Gigtarfélag íslands er að vísu
til og hefur unnið mikið og gott
starf, en sú uppbygging hefur
fyrst og fremst miðast við suð-
vesturhornið og nýtist fólki hér
takmarkað.
Með stofnun gigtarfélags hér
nyrðra er vonast til að geta flýtt
fyrir uppbyggingu ýmissar þjón-
ustu fyrir gigtsjúka. Hér er eng-
inn gigtarsérfræðingur starfandi.
Ef til vill er á einhvern hátt hægt
að flýta fyrir því að slík staða
fáist að Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri.
Á svæðinu er engin sérhæfð
þjálfunar- og endurhæfingarað-
staða fyrir gigtsjúka, t.d. engin
sundlaug sem er aðgengileg fötl-
uðum. Ur því þarf að bæta, helst
í samvinnu við aðra sem á slíkri
aðstöðu þurfa að halda. Mikill
skortur er á fræðslu og upplýsing-
um um gigt og réttindi gigtsjúkra.
Það tekur allt of langan tíma frá
því að gigt er greind, þar til við-
komandi einstaklingur hefur
fengið allar upplýsingar sem
hann þarf á að halda. Úr þessu er
hægt að bæta með útgáfu og
fræðslufundum.
Síðast en ekki síst má fullvíst
telja að með því að vera í félagi
geti gigtsjúkir og aðstandendur
þeirra, t.d. foreldrar barna með
Íiðagigt, veitt hver öðrum þann
andlega stuðning sem þeir þurfa
svo mjög á að halda. Það eru
nefnilega svo fáir sem vita að það
er ekkert „bara“ að vera með
langvarandi gigt.
Undirbúningsnefndin vill því
eindregið hvetja alla sem áhuga
hafa á úrbótum í málum gigt-
sjúkra á Norðurlandi eystra að
koma á fundinn á sunnudaginn
og leggja málinu lið.
íþróttir helgarinnar
Það verður mikið um að vera
hjá norðlensku íþróttafólki nú
um helgina sem aðrar helgar. I
kvöld kl. 20 leika Þór og
Grótta í 2. deildinni í hand-
bolta. Leikurinn fer fram í
Höllinni á Akureyri og hefst
kl. 20. Á sama tíma leika
Tindastóll og UMFG í 1. deild-
inni í körfubolta á Sauðár-
króki. Fyrsta deildin í hand-
bolta hefst á ný í kvöld og leika
KA-menn gegn Val í Laugar-
dalshöllinni kl. 20.15. Þriðju
deildar lið Völsungs í hand-
bolta mætir Ögra í kvöld í
Laugardalshöllinni, strax á eft-
ir leik Vals og KA.
KA-liðin íblaki verða í eldlín-
unni í kvöld. Karlaliðið mætir
HSK á Laugarvatni kl. 20.30 og
kvennalið UBK í Digranesi í
Kópavogi kl. 20.
Á morgun laugardag leika Þór
og UMFG í 1. deildinni í körfu-
bolta. Leikurinn fer fram í Höll-
inni á Akureyri og hefst kl. 14.
Strákarnir í blakliði KA leika
seinni leikinn í suðurferð sinni á
morgun en þá mæta þeir Fram í
Hagaskóla íd. 15.15. Völsungur
leikur gegn UMÍB á morgun í 3.
deildinni í handbolta. Leikurinn
fer fram í Ásgarði í Garðabæ og
hefst kl. 14.
Á morgun laugardag fara fram
bikarmót SKÍ í alpagreinum og
göngu í Hlíðarfjalli. Keppt verð-
ur í stórsvigi kvenna, svigi karla
og í göngu með hefðbundinni
aðferð. Keppnin í stórsviginu
hefst kl. 10.30, keppni í svigi kl.
11.15 og keppni í göngu kl. 11. Á
sunnudaginn keppa karlarnir í
stórsvigi ki. 10.30, konurnar í
svigi kl. 11.15 og ganga með
frjálsri aðferð hefst kl. 11.