Dagur - 20.02.1987, Side 7
20. febrúar 1987 - DAGUR - 7
„Hvað ætlar Gylfi Þ. að gera núna?“ Námsmcnn mótmæla, Guðmundur kominn með konu og barn, en brátt fer
hann að skvetta úr klaufunum svo um munar. __ Mynd: ri>b
Leikfélag Öngulsstaðahrepps:
Láttu ekki deigan
síga Guðmundur
- Frumsýning í kvöld
Leikfélag Öngulsstaðahrepps
frumsýnir í kvöld gaman- og
ádeiluverkiö „Láttu ekki deig-
an síga Guðmundur“ eftir þær
Eddu Björgvinsdóttur og Hlín
Agnarsdóttur. Tónlistin er eft-
ir Jóhann G. Jóhannsson,
söngtextar eftir Þórarinn Eld-
járn og Anton Helga Jónsson.
Leikstjóri er Svanhildur
Jóhannesdóttir.
Það eru Leikfélag Önguls-
staðahrepps og Ungmennafélag-
ið Árroðinn sem standa að sýn-
ingunni en sýningar verða í Frey-
vangi. Petta er afmælisverkefni
leikfélagsins sem á 25 ára afmæli
á árinu og til að halda veglega
upp á það var ráðist í svona stóra
sýningu. Alls vinna um 30 manns
að sýningunni, þar af 17 leikarar
sem bregða sér í ýmis hlutverk.
Aðalhlutverkið leikur hinn
geðþekki og skemmtilegi prestur
í Eyjafirði, séra Hannes Örn
Blandon sem leikur Guðmund.
Garpur Snær, sonur Guðmund-
ar, er leikinn af Ingólfi Jóhanns- <
syni og Höllu, sem er fyrsta kon-
an í lífi Guðmundar og móðir
Garps, leikur Elín Sigurðardótt-
ir. Állir leikararnir eru úr sveit-
inni eða tengjast henni á ein-
hvern hátt og eru þeir með mis-
mikla reynslu á þessu sviði.
Blaðamenn litu á æfingu og
skemmtu sér konunglega. „Láttu
ekki deigan síga Guðmundur" er
verk sem spannar ein 20 ár í lífi
Guðmundar, frá því hann var
stúdent og fram til dagsins í dag.
Form leikritsins er þannig að þeir
Garpur og Guðmundur ræðast
við í nútímanum og rifja upp
fortíðina sem birtist þá ljóslif-
andi, hvert skeiðið af öðru. Guð-
mundur kynnist Höllu í mennta-
skóla og er þau setja upp stúd-
entshúfurnar tilkynnir hún að
hún sé ófrísk.
Þau eru af ’68 kynslóðinni og
lenda í námsmannamótmælum
og ýmsum hræringum. Fljótlega
eftir að Garpur fæðist verður
Halla ófrísk aftur en þá er Guð-
mundur orðinn óforbetranlegur
kvennabósi og áhrifagjarn með
afbrigðum. Þau skilja. Þannig
gengur þetta hjá Guðmundi,
Inga, Dröfn, Rós, Sigurbjörg,
Arna, allt eru þetta konur í lífi
Guðmundar sem ekki lætur deig-
an síga.
Guðmundur (séra Hannes) og Halla
’68 kynslóðinni.
Ýmsar bráðskemmtilegar
uppákomur eru í þessu leikriti.
Guðmundur er litrík persóna
sem þarf að reyna allt. Opið
kynlíf, mótmæli gegn stríði í
Víetnam, barátta verkalýðsins,
austurlensk speki og eiturlyf,
Danmörk, jafnréttisbarátta,
gömul hús, allt þarf Guðmundur
að reyna og ávallt tengist ný kona
nýju skeiði. Enda þykir Garpi
nóg um þegar þeir eru að rifja
þetta upp og hæðist óspart að
föður sínum fyrir kvensemina.
Aftur til upphafsins, gæti loka-
atriði leikritsins heitið, en ekki
vil ég segja meira frá efni þess.
Allt orðbragð og æði leikaranna
er skondið, stundum gróft, bún-
ingar í anda hvers tíma, tónlistin
góð og textar smellnir, sniðugar
(Elín) sem stúdentar. Lífsglatt fólk af
Mynd: Rí>B
úrlausnir varðandi sviðsmynd,
háðskar senur, skemmtilegt
leikrit. í raun furða hvað tekst að
gera löngu tímabili með því að
draga fram einkennandi atriði
hverju sinni. Áhorfendur nær og
fjær geta því búist við góðri
kvöldstund í Freyvangi.
Atli Guðlaugsson stjórnar tón-
listinni í verkinu en flytjendur
eru Þórdís Karlsdóttir og Eiríkur
Bóasson. Helga Alís veitti aðstoð
í dansatriðum, Halldór Sigur-
geirsson annast lýsingu. Eins og
fyrr segir verður leikritið frum-
sýnt í kvöld. Önnur sýning verð-
ur á sunnudag en framvegis verða
sýningar á föstudögum og laugar-
dögum og jafnvel í miðri viku.
Hægt er að panta miða í síma
24936. Góða skemmtun. SS
Til sölu Zuzuki Fox, árg. ’83,ek. 40 þús. km.
Aukabúnaður: Fm útvarp, yfirstærð af dekkjum, leður-
klæddur að innan, grjótgrind. Verð kl. 330.000.-
Uppl. gefur Úlfar í símum 26510, 26515 og 26111.
Útihurðir, gluggar
og gluggagrindur
Framleiðum útihurðir, glugga og gluggagrinduraf
mismunandi gerðum, kaupandi getur valið um
ýmsar viðartegundir, svo sem teak, oregon pine,
mahogni, furuo.fi. Gluggaviðgerðir
Allar hurðir og gluggagrindur eru með innfræst-
um þéttilista.
Sérsmíðum eftir ósk kaupanda.
Gerum verðtilboð.
Bílskúrshurðir
Bilskúrshurðajárn
(a ^ ~l TRÍSMIDJAN
^IDRKURÍ
Fjölnisgötu 1a
Akureyri
Sími 96-21909
AFMÆLISPLATTAR
BORÐFÁNASTANGIR
BRÉFAPRESSUR
DYRAPLATTAR
KLUKKUSKÍFUR
LEGSTEINAR
PENNASTATÍF
VERÐALAUNAGRIPIR
STEINSÖGUN OG SLÍPUN
Sérunnin gjafavara úr íslenskum og bergtegundum
ALFASTEINN %
720 - Borgarfirði eystri - Sími 97-2977
Fáið myndbækling hjá okkur eða í KA-húsinu, Akureyri.
_jleiklist:
Höfum opnað stórglæsilega
Sólbaösstofu
að Geislagötu 12.
Nuddpottur og vatnsgufubað
Sér aðstaða fyrir hvern mann.
Verið velkomin.
sími 25856.