Dagur - 20.02.1987, Síða 9

Dagur - 20.02.1987, Síða 9
8 - DAGUR - 20. febrúar 1987 „Já, já, þetta var mjög gaman og heilmikið mál. Það var lítill tími til æfinga. Hljómsveit Ingimars var ekki á staðnum fyrr en kl. 18 á laugardaginn og þá var maraþon að fara yfir lögin með Þorvaldi sem þá var að koma í bæinn. Við höfðum ekki sungið sum lögin í 15 ár, en það var alveg merkilegt hvað þetta gekk vel, þetta var allt saman í undirmeðvitundinni. Við vorum sjálf mest hissa á því, þetta gleymist ekki svo glatt." Við erum komin í heimsókn til hjónanna Helenu Eyjólfsdóttur og Finns Eydal og þau sögðu hér í upphafi frá því hvernig var að standa á sviðinu í Sjallanum um síðustu helgi og skemmta fólkinu á Bylgjuballinu svokallaða. „Það var virkilegt stuð og Þorvaldur var afskaplega kátur yfir þessu, það er orðið svo langt síðan hann hefur skemmt í Sjallan- um." Pað eru að verða þrír áratugir síðan þau Helena og Finnur komu fyrst fram saman og á síð'- asta ári var Finnur búinn að starfa með hljómsveitum í 30 ár samfellt, þó ekki hafi það verið með sömu hljómsveitinni öll árin. Þau Helena og Finnur eru orðin afi og amma, eiga þriggja ára dótturdóttur, en syngja enn og spila vítt og breitt um landið. Þau segja það ekkert einsdæmi að fólk endist þetta lengi í þess- um „bransa“ og geta nefnt ótal dæmi um tónlistarmenn sem voru að byrja á sama tíma og þau að skemmta og eru enn að. Sótti hana suður Flestir halda eflaust að þau Helena og Finnur séu bæði Akur- eyringar, svo samgróin eru þau bænum, rétt er það að Finnur er Akureyringur en Helena er úr Reykjavík. „Ég sótti hana suður,“ segir Finnur. „Það var þannig að okkur vantaði söng- konu. Ég og Ingimar bróðir vor- um með kvartett sem við kölluð- um Atlantic og við fengum leyfi hjá forráðamönnum Alþýðuhúss- ins til að ráða Helenu í mánuð að sumri til, en það teygðist nú eitthvað úr því. Á þessum árum spilaði ég með Atlantic á sumrin en Svavari Gests í gamla Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík á vet- urna.“ - Pekktust þið Helena þá? „Við þekktumst ekki en ég hafði heyrt Helenu syngja og þótti hún góð. Það var þannig að þegar ég var að spila með Svavari vorum við einhverju sinni að spila á árshátíð málarameistara og þá var Helena fengin sem skemmtiatriði og þá heyrði ég fyrst í henni.“ Það var árið 1958 sem Helena byrjaði að syngja með Atlantic í gamla Alþýðuhúsinu og síðan má segja að þau Finnur hafi verið óaðskiljanleg, þau trúlofuðu sig 1959 og giftu sig 1961. „Ég var nú reyndar búin að taka eftir Finni áður en ég fór að syngja með Atl- antic, það var árið 1956. Það var á balli í Alþýðuhúsinu og ég bara 14 ára gömul. Ég kom hingað til Akureyrar fyrst 11 ára gömul og tók strax óskaplega miklu ást- fóstri við staðinn. Ég kom svo alltaf öðru hvoru hingað og var þá alltaf með Eddu Þorsteins, við fengum stundum að fara inn í eldhúsið f Alþýðuhúsinu á kvöld- in og kíktum þá oft fram. Þá sá ég Finn spila, hann var þá 16 ára.“ Tók strax ástfóstri við Akureyri - Þú komst hingað fyrst 11 ára gömul segirðu? „Já, pabbi minn dó veturinn áður og ég kom hingað til að dvelja hjá föðurbróður mínum og konu hans. Þau áttu 5 stráka og það eru Kennedy bræður. Þetta sumar passaði ég þann yngsta, Eyjólf. Ég var sem sagt í vist. Það var merkilegt hvað mér leið strax óskaplega vel hérna. Ég hafði alltaf verið óttalega hor- uð og það gekk illa að fá mig til að borða, en þetta sumar á Akur- eyri hreinlega hljóp ég í spik. Það sýnir best hvað mér leið vel. 16 ára kom ég síðan hingað til að syngja með Atlantic og upp úr því varð trúlofun. Við vorum síð- an alltaf hér á sumrin að spila en í Reykjavík á veturna. Þannig gekk það í 4 ár. Eftir að við gift- um okkur settumst við alveg að í Reykjavík og bjuggum þar í 5 ár. 1966 fluttum við svo norður og höfum búið hér síðan “ Hljómsveit Ingimars Eydal þarf ekki að kynna fyrir fólki, en hún var stofnuð árið 1963 eða um leið og Sjálfstæðishúsið var opnað. Þegar þau Finnur og Helena fluttu norður gengu þau til liðs við Ingimar og félaga, Finnur strax 1966 en Helena 1967. „Fyrsta veturinn sem Finnur var með Ingimar í Sjallan- um var ég að spila á Hótel KEA með annarri hljómsveit," segir Helena. „Það var hljómsveit Páls Helgasonar. Þá var Erla Stefáns að syngja með Ingimar, hún hætti síðan til að sinna barnauppeldi, þá vantaði söngkonu og það þótti nærtækast að grípa mig og við vorum síðan með Ingimar til 1976 er hljómsveitin hætti eftir að Ingimar lenti í bílslysi.“ Einn sjónvarpsþátt á vorin og annan á haustin Þegar Finnur byrjar að spila með Hljómsveit Ingimars eru þeir Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Þor- valdur Halldórsson að syngja með hljómsveitinni, auk Erlu. „Síðan hætta Vilhjálmur og Erla, Helena kemur í staðinn og hljómsveitin var lengst af skipuð okkur, Ingimar, Þorvaldi, Hjalta Hjaltasyni og Friðriki Bjarna- syni. Við erum nýbúin að eignast sjónvarpsþátt á myndbandi sem var gerður 1968 og það er alveg dásamlegt að horfa á hann,“ segir Finnur. „Við gerðum marga sjónvarpsþætti á þessum árum, en því miður á Sjónvarpið þá ekki lengur. Þeir voru svo fátækir að það var tekið yfir filmurnar aftur og aftur og nú naga þeir sig í Enn að spila og hafa gaman af handarbökin. Á þessum árum gerðum við alltaf einn sjónvarps- þátt á vorin og annan á haustin og gáfum út plötu um leið. Það var alltaf mjög mikið að gera hjá okkur. Hljómsveitin varð mjög vinsæl, lögin okkar voru leikin í útvarpinu og við fórum vítt og breitt um landið. Þetta var óskaplega gaman. Við fórum allt- af suður og héldum böll í Stapan- um og þegar við komum suður og sáum röðina sem beið eftir að kaupa miða lá við að maður skammaðist sín. Mér er líka mjög minnisstætt þegar við spil- uðum í Valaskjálf á Egilsstöðum. Það voru um 1200 manns í húsinu og eftir ball var búið að eyði- leggja mjög mikið, en við gátum ekki tekið ábyrgð á því hvernig fólkið hegðaði sér.“ Spiluðu öll kvöld nema miðvikudagskvöld - Þetta hefur verið ykkar aðal- starf? „Já, þetta var okkar vinna, við gerðum ekkert annað,“ sagði Helena. „Á þessum árum var Sjallinn opinn öll kvöld nema miðvikudagskvöld. Við spiluðum til hálf tólf á mánudags-, þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum og það var yfirleitt fullt. Yfir sumar- ið var alltaf mjög margt. Það var ekki alltaf troðfullt en alveg grundvöllur til að hafa opið. Það er alveg furðulegt hvað þetta hef- ur breyst mikið, núna er bara opið um helgar, föstudag og laug- ardag og ætli það endi ekki með því að það verður bara opið eitt kvöld. Okkur finnst þetta vera afturför. Fólkið mætti miklu fyrr og ballið var búið fyrr. Núna dregst fólk ekki út fyrr en eftir miðnætti og ballið er til 3 og þá vill fólk helst halda áfram.“ Finn- ur segir að það hafi verið farið að minnka áður en Ingimar lenti í slysinu og hljómsveitin hætti. „Þá var opið fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Tveimur árum seinna fórum við svo aftur að spila í Sjallanum með okkar hljómsveit, spiluðum þar í 3 ár og þá var hætt að hafa opið á fimmtudagskvöldum. “ - Hvemig tóku börnin þessu? „Það er nú það, ætli þau hafi nokkuð verið spurð,“ segir Helena. „Það var gott að eiga góða tengdamömmu sem alltaf passaði. Við vorum heima á dag- inn og amman kom síðan á kvöldin og þetta gekk alltaf mjög vel. Jú, jú, okkur langaði oft til að sitja heima hjá bömunum á kvöldin. Við vorum öfugsnúin við alla aðra, þegar við áttum frí voru aðrir að vinna og öfugt. En þetta komst upp í vana eins og öll vinna gerir. Núna seinni árin höf- um við verið að spila með annarri vinnu. Við erum enn með okkar hljómsveit og núna er þetta engin kvöð á okkur, frekar eins og tóm- stundaiðkun og gefur af sér smá pening. Spilamennskan er nú orðin svo ólík öllu öðm sem við gerum að þetta er ennþá alveg óskaplega gaman.“ 20. febrúar 1987 - DAGUR - 9 Þessi hljómsveit spilaði í Alþýðu- húsinu árið 1960. Á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Reynir Sveins- son, Öm Ármannsson, Sveinn Óli Jónsson, Helena Eyjólfsdóttir, Ijinrnir Eydal og Ingimar Eydal. Helena og Finnur nýtrúlofuð að skemmta í Alþýðuhúsinu. Helena og Finnur að skemmta í Storkklúbbnum árið 1960. „Guðrún spilaði undir og ég söng. Hún sagði mér nákvæm- lega hvernig ég átti að standa og halda höndunum. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Mamma saumaði sérstakan kjól sem ég var í, ég var með gleraugu og hélt hönd- unum samviskusamlega eins og mér var sagt og söng Svanasöng á heiði og það allt. 11 ára gömul söng ég svo jóla- sálma inn á plötu. Tage Ammendrup gaf þá plötu út og nokkrum árum seinna langaði hann að endurútgefa þessa jóla- sálma og bæta við tveimur sálm- um sem ég söng þá til viðbótar. Nei, ég lærði ekki meira í söng. Ég átti að hvíla mig í nokkur ár meðan röddin var að breytast og halda síðan áfram að læra, en það varð aldrei því þá var ég far- in að syngja dægurlög. Ég þurfti ekkert að velja, þetta þróaðist bara svona og það var ekkert lagt hart að mér að fara í nám. En allt sem ég lærði í söngnum sem barn hefur nýst mér mjög vel. Fyrsta danshljómsveitin sem ég söng með var hljómsveit José Riba sem spilaði í Tjarnarkaffi. Ég ætlaði bara að syngja með honum þangað til ég færi norður að syngja með Atlantic. Hann var alltaf að segja við mig að fara Heillaður af Benny Goodman En hvenær skyldi tónlistaráhug- inn hafa kviknað hjá þeim Helenu og Finni eða er þetta þeim í blóð borið. Við gefum Finni fyrst orðið. „Minn tónlist- aráhugi byrjaði fyrir alvöru er ég heyrði í Benny Goodman í útvarpinu. Ég var þá 11 ára og ég gleymi því aldrei. Ég var þá staddur með foreldrum mínum í Mývatnssveit. Við stoppuðum í Reynihlíð og þá heyrði ég í Benny. Ég vissi ekki hvað þetta var, en þetta heillaði mig svo að ég hringdi í útvarpið og fékk upp- lýsingar um hver þetta hefði ver- ið og síðan hef ég ekki verið sam- ur maður. Þetta byrjaði sem sagt með jazzáhuga. En ég var byrj- aður að læra á píanó, byrjaði á því 8 ára. Það var nú eiginlega tilviljun að ég fór að læra á klarinett. Ég var eitt sinn að gramsa uppi á háalofti hjá afa gamla, Ingimar Eydal og fann þar eldgamalt hljóðfæri. Ég var ákveðinn í því að á þetta hljóðfæri skyldi ég læra, þetta var klarinett og ég lærði á hann. Ég lærði fyrst hér á Akureyri í 4 vetur hjá José Riba. Síðan fór ég í Tónlistarskólann í Reykjavík og var þar í 4 vetur. Þar lærði ég hjá Gunnari Egils- syni og Agli Jónssyni." Sumarið sem Finnur var 13 ára gamall spilaði hann fyrst með hljómsveit. Það sumar spilaði hann á hverju laugardagskvöldi í Brúarlundi í Vaglaskógi. „í þess- ari hljómsveit spiluðu ég, Ingi- mar, Óli danski og Hannes Ara- son, hún hét nú ekki neitt. Þetta var braggi, það var alltaf troðfullt og mikið fyllirí. Ég man eftir því að það kom fyrir að eftir ball var ekki ein einasta rúða heil í bragg- anum. Síðan spilaði ég ekkert á dansleikjum fyrr en ég var 16 ára Hljómsveit Ingimars Eydal eins og hún var skipuð í mörg ár í kringum 1970. Á myndinni eru frá vinstri: Finnur Ey- dal, Hjalti Hjaltason, Ingimar Eydal, Helena Eyjólfsdóttir, Friðrik Bjarnason og Þorvaldur Halldórsson. og síðan hefur ekki orðið hlé á spilamennskunni." 1956 fóru þeir Ingimar og Finnur báðir til Reykjavíkur að spila á Hótel Borg. „Það þótti alveg óskaplega fínt. Þetta var fínasti staðurinn á landinu og þetta þótti svo mikil upphefð að fá að spila þar að það lá við að það væri tekið ofan fyrir okkur úti á götu. Þarna vorum við báðir í skóla og fjármögnuðum námið með spilamennskunni." Fékk áhuga á dægurlögum „Þegar ég var barn lærði ég söng í 2 vetur hjá Guðrúnu Pálsdótt- ur,“ segir Helena. „Ætli ég hafi ekki verið 10 og 11 ára. Ég var víst alltaf syngjandi svo móðir mín fór með mig til Sigurðar Birkis, hann prófaði mig og kom mér til Guðrúnar. Hún var söng- kennari í Melaskólanum og alveg óskaplega fín og rík kona. Hún tók ekki nemendur í einkatíma en hún gerði undantekningu með mig og ég fór til hennar í tíma tvisvar í viku. Mér fannst það óskaplega gaman því ég hafði aldrei komið inn á svona fínt heimili áður. Seinni veturinn fór ég að syngja á skemmtunum,“ segir Helena. „Hún átti nefnilega að verða óperusöngkona," segir Finnur þá, en Helena hlær bara. ekki norður. Hann kenndi mér að spila á alls konar hristihljóð- færi, kenndi mér spænska texta og var mér óskaplega góður en norður fór ég. Það þurfti meira en spænska texta til að halda mér fyrir sunnan. Veturinn eftir var Finnur með Svavari Gests en ég fór að syngja með hljómsveit Gunnars Ormslev í Framsóknar- húsinu sem seinna varð Stork- klúbburinn og loks Glaumbær. Veturinn þar á eftir söng ég með Birni R. Einarssyni á Hótel Borg. Sumarið þar á eftir vorum við fyrir norðan, giftum okkur, fórum suður um haustið og geng- um bæði til liðs við Svavar Gests.“ Spiluðu fyrir kóngafólk á Spáni Helena og Finnur hafa spilað víð- ar en á íslandi. „Við fórum nokkrar ferðir til útlanda að spila þegar við vorum í Hljómsveit Ingimars. Við fórum fyrst til Kaupmannahafnar, einu sinni til Stokkhólms, þá til Luxemburgar og tvisvar til Spánar að spila á klúbb sem Los Valdimosa átti,“ sagði Helena. „Það var nú létt spilamennska á Spáni, spiluðum kannski ekki nema hálftíma á kvöldi. Þetta var fri fyrir okkur í leiðinni og við höfðum börnin með,“ sagði Finnur. „Þetta var mjög fjölbreytt, eitt kvöldið voru kannski bara Þjóðverjar og það næsta bara Islendingar. Eitt kvöld er okkur mjög minnisstætt, þá var bara kóngafólk. Það var mjög gaman að því. Við spiluðum bara fyrir fjóra gesti, þegar þeir voru komnir inn var klúbbnum lokað. Þetta voru Carlos, Spán- arkonungur, Soffía kona hans, Konstantín Grikklandskonungur og Anna María Danaprinsessa. Þau eru mikið vinafólk Los Vald- imosa. Við vorum boðin að borð- inu til þeirra og það er sérstak- lega gaman að segja frá því. Það kom okkur á óvart hvað þetta var óskaplega myndarlegt og elsku- legt fólk. Ingimar vildi endilega að við tækjum eitthvert danskt lag fyrir Önnu Maríu og eina lag- ið á prógramminu var „Det var en skikkelig bondemann,“ og við spiluðum það.“ Finnur og Helena eru nú í fullu starfi með spilamennskunni. Finnur kennir við Tónlistarskól- ann og Helena vinnur í Sjúkra- samlaginu. Þau spila ekki um hverja helgi og segjast ekki kæra | sig um það, það væri allt of mikið með fullri vinnu. „Við spilum oft 2 helgar og eigum svo þriðju helgina frí. Nei, nei, við hefðum aldrei trúað því þegar við byrjuð- um að við yrðum svona lengi í þessu og við erum ekkert að hætta. Það sem skiptir svo miklu máli er að vera í góðum félags- skap. Ef við værum í hljómsveit þar sem hver höndin er upp á móti annarri þá vildum við eflaust hætta. En að hitta góða félaga eftir erilsaman vinnudag er bara hvíld,“ eru þau hjónin sam- mála um. Þau Helena og Finnur hafa frá mörgu að segja en hér verðum við að láta staðar numið, við skoðum að lokum saman sjón- varpsþættina sem fyrr var sagt frá, annar er frá 1968 en hinn frá 1973 og sá yngri er tekinn á dans- leik í Sjallanum. Þau segja gömlu Sjallastemmninguna ekki vera lengur til, því miður og það sé erfitt að lýsa henni en hún er sem sagt til á myndbandi og vel varð- veitt hjá þeim Helenu og Finni. Ég spyr þau að lokum hvort fólk fái aldrei leið á að fara upp á svið og spila sömu lögin aftur og aftur. „Jú, jú, maður fær oft leið á lögunum, en það skiptir ekki öllu máli ef maður finnur að þau falla í kramið. Við verðum alltaf að hafa það í huga að það að spila í hljómsveit er algjört þjón- ustuhlutverk, við erum fyrst og fremst að þjóna fólkinu en ekki að skemmta okkur sjálfum. Þeir sem hafa það ekki í huga detta fljótt út úr „bransanum“.“ -HJS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.