Dagur - 20.02.1987, Side 10

Dagur - 20.02.1987, Side 10
10 - DAGUR - 20. febrúar 1987 «J Ferðaklúbburínn 4x4, Bflaklúbbur Akureyrar og Bflvirki sf. halda stærstu jeppasýningu sem haldin hefur verið til þessa, sunnudaginn 22. februar kl. 1347, að Fjölnisgötu 6. Milli 70 og 90 best útbúnu og stærstu jeppar landsins koma Sprengi- sandsleið frá Reykjavík og nágrenni til Akureyrar. Verður ferð þessi og sýning haldin sem fjáröflun til byggingar fjallaskála Ferðaklúbbsins 4x4 sem reistur verður á hálendinu á næstunni. Ferðaklúbburinn 4x4 Lifandi ord „ Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ Matt. 6,10. Guð hefir opinberað vilja sinn á margvíslegan hátt, en fyrst og fremst í Heilagri ritningu. Par höfum við full- gildan mælikvarða á vilja hans. í Biblíunni er að finna þá viljayfirlýsingu, sem Guð hefir gefið okkur mönnun- um. Líf Jesú sýnir vilja Guðs í framkvæmd. í orðum hans og verkum, sjáum við hann framkvæma vilja Guðs. Hann sagði: „Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig og fullkomna hans verk.“ Jóh. 4,34. Okkar vilji stangast oft á við vilja Guðs. Við höfum sterkan og eigingjarnan vilja. Samt höfum við frjáls- an vilja að velja og hafna. Það gerir ábyrgð mannsins mikla. En best er, þegar vilji Guðs fær að ráða. Hann veit fyrirfram hvað er best; þess vegna þurfum við að biðja í einlægni „verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni“. Á himni ræður hinn algóði vilji Guðs og allt lýtur stjórn alvisku hans. Það er vilji Guðs, að allir rnenn eignist trúna. Að allir megi komast til „þekkingar á sannleikanum“. 1. Tím. 2,4. Að menn gjöri iðrun, og læri að hlýða háleitum boðorðum hans. Það er köllun sérhvers kristins manns, að leitast við að framfylgja vilja Guðs hér á jörðu. Frá örófi alda, hefir gróf- lega verið brotið gegn vilja Guðs. En allt frá því að mannkynið féll í synd, vegna óhlýðni gegn Guði; hefir hann verið að opna mönnunum hjálpræðisleið. Kærleiksríkur vilji Guðs birtist í Kristi og hjálpræðis- verki hans. „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.“ 2. Kor. 5,17. Að lokum vil ég setja hér það sem Páll postuli segir um vilja Guðs: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.“ Róm. 12,2. SAMKOMUR FUNDIR l,Li. HUITASUnHUmKJAH V/5KARÐ5HLÍÐ Föstudagur 20. feb. kl. 20.00, æskulýðsfundur 12 ára og eldri (Grundargötu 5). Sunnudagur 22. feb. kl. 11.00, sunnudagaskóli. Sama tíma Helg- unarsamkoma. Sama dag kl. 20.00, almenn sam- koma. Gideonfélagar kynna starf- semi sína. Ræðumaður Jógvan Purkhus,' Fórn verður tekin til Gideon- félagsins Allir eru hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. Hjálpræðisherinn. Föstud. 20. feb. kl. •17.00 opið hús, kl. 20.00 æskulýðsfundur. Sunnud. 22. feb. kl. 13.30 sunnu- dagaskóli, kl. 20.00 almenn sam- koma. Mánud. 23. feb. kl. 16.00 heimila- samband, kl. 20.30 hjálparflokk- ur. Þriðjud. 24. feb. kl. 17.00 yngri- liðsmannafundur. Krakkar: Takið eftir. Barnavikan byrjar mánudaginn 23. febrúar. Samkomur á hverjum degi kl. 18.00. Það verður margt skemmti- legt á dagskrá. Allir krakkar vel- komnir. Trúfastir þjónar Jehóva munu sjá þegar hann hrósar sigri í Harma- gedón. Opinber biblíufyrirlestur fluttur af Guðmundi H. Guðmundssyni í Ríkissal votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akureyri. Allt áhugasamt fólk velkomið. Vottar Jehóva. Vinarhöndin, styrktarsjóður Sól- borgar selur minningarspjöld til stuðnings málefnum barnanna á Sólborg. Minningarspjöldin fást í Bókabúð Jónasar, Bókvali, Huld Hafnarstræti, Kaupangi og Sunnu- hlíð og hjá Judith í Langholti 14. □ HULD 95872236-VI-3 Framtíðarkonur. Munið skemmtifundinn með Kvenfélaginu Vöku á Dalvík, föstudaginn 27. febrúar. Lagt verður af stað frá Landsbankanum kl. 19.00. Vinsamlegast hringið um helgina og tilkynnið ykkur í síma 24012 (Guðrún), 23419 (Ásta) og 21024 (Guðrún). Mætum allar eldhressar. Stjórnin. Frá Guðspekifélaginu. Fundur verður haldinn sunnud. 22. feb. kl. 16.00 í Hafnarstræti 96, efstu hæð. Úlfur Ragnarsson flytur erindi. Kaffi. Stjórnin. Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður n.k. sunnudag kl. 11. f.h. Öll börn hjartanlega velkomin og fullorðnir einnig. Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 23-299-293-295-524. B.S. Messað verður á Dvalarheimilinu Hlíð n.k. sunnudag kl. 4 e.h. Þ.H. Glerárkirkja. Barnamessa kl. 11.00 sunnud. 22. febrúar. Öll börn velkomin. Guðsþjónusta kl. 14.00. Biblíu- dagurinn. Pálmi Matthíasson. Stærri Árskógskirkja. Guðsþjónusta n.k. sunnudag 22. febrúar kl. 14.00 Biblíudagurinn. Pétur Þórarinsson. Dal víkurprestakall. Barnaguðsþjónusta verður í Dal- víkurkirkju sunnud. 22. feb. kl. 11.00. Sóknarprestur. Hríseyjarkirkja. Guðsþjónusta verður í Hríseyjar- kirkju sunnud. 22. feb. kl. 20.30. ATH. breyttan messutíma. Ferm- ingarbörn aðstoða. Sóknarprestur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.