Dagur - 20.02.1987, Side 16
Eiginmenn
Gefið konunni frí á konudaginn.
Ðjóðið fjölskyldunni á Bautann
eða Smiðjuna.
Sértilboð fyrir börnin.
Dögun á Sauðárkróki:
„Rekstrarerfið-
leikar að baki í bili“
„Síðasta ár kom ágætlega út
fyrir okkur og það má segja að
þeir rekstrarerfiðleikar sem
fyrirtækið hefur átt við að
stríða síðustu misseri séu að
baki í biii,“ sagði Garðar
Sveinn Árnason framkvæmda-
stjóri rækjuvinnslunnar
Dögunar á Sauðárkróki.
í Dögun vinna 8 manns og
hefur vinna verið þokkaleg
undanfarið, þrátt fyrir að aðeins
einn bátur, Röstin, sem er í eigu
fyrirtækisins leggi þar upp afla.
Garðar Sveinn sagði að með vor-
inu yrðu eins og síðasta vor fengin
fleiri skip til að afla hráefnis, en
útilokað sé að fá skip meðan
vetrarvertíðin stendur sem hæst.
Þá er reiknað með að ef Drang-
ey fer á frystingu eins og ráðgert
er, muni Dögun fá smæstu rækj-
una, þá sem ekki fer til Japans til
vinnslu. Það myndi koma sér vel,
því þar sem frosin rækja er ekki
það bundin vinnsludegi, yrði hag-
stætt að dekka með henni þann
tíma sem ferskt hráefni er ekki til
staðar. -þá
Dalvík:
Þrir togarar
í viðgerð
„Björgvin landaði 90 tonnum á
þriðjudaginn en hann er eini
Dýpkun
fyrir 5,4
milljónir
Bæjaryfirvöld á Ólafsfírði hafa
samþykkt að ganga til samn-
inga við Hafnarmálastofnun
um að stofnunin sjái um dýpk-
un hafnarinnar þar. Mun dýpk-
unarskipið Hákur verða not-
að við verkið.
Dýpkunarmálin á Ólafsfirði
hafa verið í sviðsljósinu í nokk-
urn tíma, og var fyrirtækið
Björgun í Reykjavík inni í þeirri
umræðu um tíma. Þá var einnig
rætt um þann möguleika að
efni úr höfninni yrði dælt suður á
nýja íþróttavallarstæðið en frá
því hefur nú verið horfið. Eftir
að endurskoðuð áætlún Hafn-
armálastofnunar um kostnað
vegna verksins lá fyrir - -hún
nemur 5,4 milljónum króna - var
ákveðið að stofnunin myndi ann-
ast verkið, og er vonast til að það
geti hafist sem fyrst. gk-
togari okkar sem er á veiðum
núna. Björgúlfur er í viðgerð í
Hollandi, Dalborgin er í Slipp-
stöðinni á Akureyri og Baldur
er í viðgerð hér við bryggju,“
sagði Valdimar Bragason hjá
Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf. í
gær.
Þegar Valdimar var spurður að
því hvaða áhrif það hefði á
atvinnulífið á Dalvík að þrír
togarar eru frá vegna viðgerða
sagði hann: „Baldur fer líklega á
veiðar aftur í næstu viku. Það
hefur verið samfelld vinna í
frystihúsinu eftir að sjó-
mannaverkfallið leystist og ég á
ekki von á að það breytist. Við
höfum fengið lánaðan fisk frá
Grenivík og svo eigum við eftir
að fá fisk sem við lánuðum í
fyrra. Ég held að okkur takist að
halda a.m.k. átta tíma vinnu í
frystihúsinu.“
Að sögn Valdimars er verið að
yfirfara spillagnir á dekki Baldurs
og einnig stendur yfir viðgerð á
stýriventlum í spili. Þegar Baldur
var tekinn í slipp var sett í hann
ný ljósavél og nú er verið að
vinna við hana. Bílaverkstæði
Dalvíkur annast viðgerðirnar.
EHB
Það er vor í lofti í febrúar og menn eru spekingslegir þar sem þeir virða fyrir sér trillurnar í Sandgerðisbótinni
á Akureyri. Mynd. RPB
Samningar Sovétmanna og Jðnaðardeildar SÍS:
„Rússamir tregari
nú en í
- sagði Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri
„Jón Sigurðarson og Ála-
fossmenn eru ennþá að semja
við Rússana og það eru ein-
hverjar líkur á að samkomulag
náist um síðir,“ sagði Aðal-
steinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Ullariðnaðar-
deildar SIS á Akureyri í gær,
en hann er nýkominn frá
Sovétríkjunum þar sem unnið
er að samningum um sölu
ullarvara.
Rekstrarform háskóla á Akureyri:
Ríkisstofnun eða sjálfseignarstofnun?
Aðalsteinn sagði, að hvað
ríkisfyrirtækið Razno snerti, þá
vildu þeir minna Nnagn nú af
ullarvörum en áður': Þá mætti
segja að verðið færi heldur niður
á við því að Rússarnir hækkuðu
það ekki til samræmis við gengis-
sig dollarans, eins og þörf væri á.
Jón Sigurðarson stendur nú í
samningum við sovéska sam-
vinnusambandið, Sojus, og er
ekki vitað á þessu stigi hvaða
samningar nást þar.
- Meirihlutinn vill kanna hvort tveggja en fulltrúi Abl. vill ríkisstofnun
I skýrslu háskólanefndar
Akureyrar er aðeins eitt atriði
sem ekki náðist full samstaða
um í nefndinni, en það er
rekstrarfyrirkomulag skólans.
„Meirihluti nefndarinnar tekur
ekki afstöðu til hvers konar
fyrirkomulag skuli haft á rek-
strinum en bendir á tvo mögu-
leika sem að hans mati ætti að
kanna til hlítar,“ segir í skýrsl-
unni.
Þessir tveir möguleikar eru
annars vegar að um verði að ræða
ríkisstofnun en hins vegar sjálfs-
eignarstofnun. Þannig er þeirri
hugmynd varpað fram að skólinn
verði í eigu ríkis, Akureyrar-
bæjar og einkaaðila og rekinn
með framlögum fyrirtækja og
ríkis auk skólagjalda.
„Þarna er um að ræða náms-
brautir sem eru nátengdar mikil-
vægum atvinnugreinum íslend-
inga. Því er það spurning hvort
ekki sé rétt að gefa aðilum innan
atvinnuveganna kost á að eignast
hlut í skólanum og þá ráða
nokkru um stjórn hans,“ sagði
Tómas Ingi Olrich formaður
nefndarinnar um álit meiri-
hlutans.
„Skólagjöld og fjárhagslegt
sjálfstæði gætu veitt háskólanum
rýmri stöðu í launagreiðslum. í
Háskóla íslands er mikið um það
að stúdentar innritast án þess að
stunda nám af mikilli alvöru.
Skólagjöld gætu dregið úr þess
konar gervinámi. Það er
útbreiddur misskilníngur að
skólagjöld þurfi að leiða til mis-
munandi námsaðstöðu eftir efna-
hag. Skólagjöld geta orðið tilefni
til námsstyrkjakerfis,“ sagði
Tómas.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
nefndinni, Guðlaug Hermanns-
dóttir, telur að háskóli á Akur-
eyri eigi að vera ríkisstofnun rek-
in á sama grundvelli og HÍ.
„Það er grundvallaratriði í
stefnu Alþýðubandalagsins að
nám eigi að vera öllum opið, án
tillits til efnahags. Það er það því
aðeins að það sé kostað af
almenningi,“ sagði Guðlaug í
samtali við Dag.
„Það var full samstaða um það
í nefndinni að eiga gott samstarf
við fyrirtæki og þau gætu styrkt
skólann á ýmsan hátt. Ég tel hins
vegar ekki rétt að þau fái beina
íhlutun í rekstur og stefnumótun
stofnunarinnar,“ sagði Guðlaug.
ET
„Staðan er sú að Rússarnir eru
tregari nú en í fyrra. Þetta bygg-
ist bæði á því að þeir vilja minna
magn nú en áður og verðið sem
þeir bjóða er lágt. Ég geri mér
satt að segja ekki grein fyrir því
hvort þeir hafa yfirleitt áhuga á
áframhaldandi viðskiptum á
þessu sviði eða ekki. Frá árinu
1983 hefur þróunin verið sú að
verð sem fæst fyrir fatnað til
Sovétríkjanna hefur lækkað mið-
að við verð á þessum vörum til
annarra landa. Þó er ekki útséð
með það ennþá hvaða samningar
nást. Það liggur vonandi fyrir í
næstu viku,“ sagði Aðalsteinn að
lokum. EHB