Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 11
24. febrúar 1987 - DAGUR - 11
Örstutt hugleiðing
vegna greinar Óskars Sigtryggssonar sem birtist í Degi 18. febr. sl.
Grein Óskars byrjar á langhundi
um svokallaðan Húsavíkurfund,
sem þegar er búið að skrifa mikið
um og er varla áhugavert lengur.
Þá er í greininni áberandi hnýtt
í Stefán Valgeirsson, rétt eins og
Samtök jafnréttis og félagshyggju
sé einkaframtak Stefáns. Vil ég
upplýsa Óskar og þá aðra, sem
ekki vita betur, að á ellefta
hundrað manns skoruðu á Stefán
Valgeirsson að gefa kost á sér í
fyrsta sæti á lista sérframboðs
framsóknarmanna í kjördæminu.
Bæði þessir ellefu hundruð
áskorendur og atkvæði þeirra eru
greinilega langt fyrir neðan virð-
ingu „allra sannra framsóknar-
manna“. Pess vegna bjóða nú
þessir áskorendur Stefáns Val-
geirssonar fram sér undir nafni
jafnréttis og félagshyggju, vænt-
anlega með listabókstaf J.
Óskar lofar B-listann mikið og
fullyrðir að hann sé best skipað-
ur af öllum listum Framsóknar.
Hér í hlýtur að liggja ómæld
vinna við að kynna sér frambjóð-
endur Framsóknar í öðrum kjör-
dæmum og samanburð við listann
hér í Norðurlandskjördæmi
eystra. Ekki furða þótt blessaður
maðurinn verði að giska á eftir-
farandi: „Par á eru eflaust nöfn
margra mætra manna.“ Þar er
Óskar að tala um lista Samtaka
jafnréttis og félagshyggju.
Óskar tíundar sinn eigin veik-
leika, segist vera þjáður af þrá-
hyggju og skorti á sjálfsgagnrýni
og hafi beðið lægri hlut í glím-
unni við Elli kerlingu. Með þeim
rökum telur hann sig geta for-
dæmt Stefán Valgeirsson.
Nú hafa veður skipast í lofti og
snýst umræðan ekki lengur ein-
göngu um Stefán Valgeirsson.
Um er að ræða hvort við kjósum
okkur umbjóðendur, sem hafa
raunverulega þekkingu á að-
stæðum okkar og sem virða okk-
ar sjónarmið, eða hvort við kjós-
um fjarlæga valdhafa: Hvort
þingmenn okkar eigi að vera
tengiliðir milli landsbyggðarinnar
hér heima og valdakerfis
landsins, sem nú er staðsett í
höfuðborginni eða hvort við eig-
um bara að velja enn fleiri
skrautfjaðrir í yfirbygginguna þar
fyrir sunnan.
Akureyri 20. febr. 1987
Guðmundur Ingólfsson
Vinningstölurnar 21. febrúar 1987
Heildarvinningsupphæð kr. 5.040.147.-
1. vinningur var kr. 2.528.605.-
kom í hlut eins vinningshafa.
2. vinningur kr. 755.929.-
Skiptist á 229 vinningshafa kr. 3.301.- á mann.
3. vinningur kr. 1.757.613.-
Skiptist á 7.293 vinningshafa sem fá kr. 241,- hver.
Alþýðuflokksfólk
Hú verður mikið um að
vera um næstu helgi!
Þess skal getið
sem vel er gjört
Opinn flokksstjórnarfundur í Alþýðuhúsinu Skipagötu
14, laugardaginn 28. febrúar kl. 11.00.
Allt flokksbundið Alþýðuflokksfólk velkomið.
Árshátíð
Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna verður laugardags-
kvöldið 28. febrúar kl. 19.30 í Alþýðuhúsinu.
Miðasala í Strandgötu 9 kl. 19-21 fimmtudaginn 26.
febrúar sími 24399.
Breytingar á breytingar ofan eru
áberandi í afar órólegu og rót-
lausu þjóðlífi okkar nú á dögum.
Fátt fær að vera í friði, breyting-
arnar flæða yfir, og oft er um
hreina byltingu að ræða. Staða,
sem einu sinni þótti bráðnauð-
synleg, verður allt í einu óþörf
talin og hún lögð niður, eða
henni a.m.k. gefið annað heiti,
svo að hægt sé að koma einhverri
breytingu við. Og stofnun sem í
dag stendur á traustum grunni er
gjarnan rifin niður á morgun.
Félagsmálastofnanir hafa um
nokkurt skeið verið fastir punkt-
ar í skipulögðu kerfi þéttbýlis-
staða - hinna stærri, og haft
veigamikil verkefni, og í mörgum
tilvikum mjög vandasöm störf
með höndum. Þær eru þýðingar-
miklir þættir í fjölbreyttu mynstri
nútímaþjóðfélags og höfuð-
nauðsyn að þar sé til staðar í
starfi hæft og traust fólk, sem
auðvelt sé að leita til og þægilegt
og uppörvandi að eiga samskipti
við.
Svo hefur verið með Félags
málastofnun Akureyrarbæjar.
En á vori komanda, munu eftir
því, sem manni skilst, flestöll
þau verkefni, sem hún hefur haft
með að gjöra til þessa, verða færð
til í kerfinu - tekin frá Félagsmála-
stofnun og fengin hópi með viða-
miklu nafni - Öldrunarráði.
Kerfisbreyting þessi mælist mis-
jafnlega fyrir og er álit margra,
að hún muni ekki reynast spor tií
heilla. Framtíðin gefur svarið við
þeim spurningum, sem nú brenna
á margra vörum varðandi þessa
ráðstöfun.
Félag verslunar-
og skrifstofufólks, Akureyri
S(mi 21635 - Skipagötu 14
Leikhúsferð
F.V.S.A. býður félögum sínum 67 ára og eldri í
leikhúsferð að Freyvangi föstudaginn 6. mars.
Fyrir aöra félaga er verö kr: 500.-
Látiö skrá ykkur í síma 21635 fyrir 3. mars n.k.
Félag verslunar- og skrifstofufólks,
Akureyri og nágrenni.
23.-27.
Af tilefni viku
djúpnæringarmeð
Yerið velkomin.
Opið mánudaga -
Laugardaga frá kl.
Félagsmálastofnun mun að
vísu starfa áfram, en að öðrum
verkefnum og í eitthvað breyttri
mynd. Nú kemur til kasta Öldr-
unarráðs að sjá um að sú þjón-
usta sem Félagsmálastofnun hef-
ur haft með höndum verði áfram
í fullu gildi. Hún er mjög
fjölþætt. Eg nefni hér aðeins
heimilisþjónustu, heimsendingu
matar og snjómokstur að
ógleymdum hinum ágætu ferða-
lögum á vegum stofnunarinnar.
Þessir þættir liðveislu við aldraða
og sjúka samborgara hafa verið
einkar vel ræktir af hálfu starfs-
fólks Félagsmálastofnunar og
fært því ánægju og vissa lífs-
fyllingu um leið og það hefur ver-
ið þeim, sem notið hafa, ómæld
hagsbót og liðveisla.
Á síðustu árum þegar ég hef
búið við vaxandi heilsubrest, hef
ég sótt mikið til Félagsmálastofn-
unar, varðandi þá þjónustu sem
hér er tilgreind og notið ríkulegs
skilnings og fyrirgreiðslu slíkrar
að varla verður á betra kosið.
Hlýja í viðmóti, fyllsta tillitssemi
og einlægur vilji til að leggja lið
eftir því, sem frekast hefur verið
unnt, hefur jafnan mætt mér í öll-
um samskiptum við starfslið Fé-:
lagsmálastofnunar.
Og nú þegar innan tíðar verða
þau þáttaskil í starfsemi stofnun-
arinnar, sem hér hefur verið get-
ið vil ég færa þessu ágæta fólki
fyllstu þakkir mínar og óska því
allra heilla á komandi tíð.
Megi ykkur ávallt gefast sú
gæfa að rétta hlýja hönd þeim,
sem liðveislu þurfa að fá notið,
og sem hafa færst inn í þann
skugga sem þungi efri áranna
löngum skapar.
Félagsmálastjóri og staríslið,
heilar þakkir.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
Almennur fundur
Opinn stjórnmálafundur í Alþýöuhúsinu sunnudaginn
1. mars kl. 15.00.
Árni Gunnarsson, Jóhanna Siguröardóttir, Jón Sig-
urðsson og Hreinn Pálsson flytja stutt ávörp.
Almennar umræður og fyrirspurnir.
Allir velkomnir.
Undirbúningsnefndin.
Ertu rösk(ur)
★ Viltu vinna í spennandi verslun
Okkur vantar kvenkynsstarfskraft
í verslun okkar.
★ Einnig vantar okkur duglegan
starfsmann á lager og í
útkeyrslu.
Upplýsingar á staðnum,
ekki í síma.
Brekkugötu 7b
Getum bætt við okkur
starfsfólki
í málningadeild.
Upplýsingar gefur deildarstjóri í síma 21165.
Efnaverksmiðjan
Sjöfn.
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis
Skrifstofan, Gránufélagsgötu 4, III. hæð er opin mánudaga til
fimmtudaga frá kl. 13.00 til 17.00 og á föstudögum frá kl.
11.00 til 15.00.
Símatími er frá kl. 13.00 til 14.00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl.
11.00 til 12.00 á föstudögum.
Sími félagsins er 22506.
Fulltrúi Neytendasamtakanna á Akureyri er Steinunn S. Sigurðardóttir.