Dagur - 18.03.1987, Síða 7
18. mars 1987 - DAGUR - 7
stúdent frá MA ’82 og hefur síð-
an verið búsettur í Reykjavík og
Hafnarfirði ásamt konu og barni,
en þau hjónin hafa verið við nám
í Reykjavík. Porsteinn hefur lagt
stund á íslensku við Háskólann
en eins og fleiri þá hefur hann
hægt á sér í náminu og snúið sér
meira að atvinnulífinu. Hann
sagðist vera skráður í einn kúrs
núna og er það nýr kúrs þar sem
Njörður P. Njarðvík leiðbeinir
mönnum til að verða skáld og rit-
höfundar.
Ekki þýddi að trufla Steina
meira að sinni og skaust ég því
gurgeirsson í kaffistofunni í Árnagarði.
a.
ji aftur til Akureyrar,“ segir Kristján
óstinum.
yfir í næsta hús í Ármúlanum þar
sem Helgarpósturinn er til húsa.
Þar hitti ég fyrir Kristján nokk-
urn Kristjánsson. Kristján varð
stúdent frá MA ’82 og fór í
íslensku og almenna bókmennta-
fræði í Háskólanum haustið ’83.
Hann lauk BA námi í almennri
bókmenntafræði síðastliðið haust
og segist spenntur fyrir því að
læra meira seinna. En hvenær
fórstu á Helgarpóstinn Kristján?
„Ég byrjaði núna eftir áramót-
in, nánar tiltekið 26. janúar. Að
vísu var ég búinn að vera free-
lance hjá þeim áður og má skoða
það sem nokkurs konar reynslu-
tímabil."
- Fæstu við einhver ákveðin
verk þarna, ertu til dæmis í slúðr-
inu?
„Ég hef aðallega verið í Lista-
póstinum en líka í almennum
viðtölum og aðeins gripið í slúðr-
ið sem þú kallar svo,“ sagði
Kristján og var býsna ánægður
með starfið.
Ég gerði athugasemdir við rit-
vél sem hann hafði á borðinu hjá
sér og tjáði hann mér þá að verið
væri að tölvuvæða ritstjórnina og
fengi hann því fljótlega tölvu til
að vinna við eins og nú tíðkast
hjá flestum blöðum. Að lokum
spurði ég Kristján hvort Akur-
eyri væri í sjónmáli hjá honum.
„Það er ekki útilokað að mað-
ur flytji þangað aftur en það fer
aðallega eftir því hvort maður fái
góða vinnu þar, vinnu við sitt
hæfi. Þá kemur Akureyri sterk-
lega til greina. Þetta er skemmti-
legur staður og gott að búa þar,“
sagði Kristján að lokum.
Eftir þessum viðtölum að
dæma og því sem ég hafði áður
kynnst, virðist sem landsbyggð-
arfólki gangi frekar illa að láta
enda ná saman þegar það er í
fullu námi. Það er dýrt að lifa,
vont að geta ekki leitað til ætt-
ingja og námslánakerfið er
kannski ekki sérlega réttlátt. Til
dæmis er mönnum refsað fyrir að
vinna. Þokkalegar tekjur leiða af
sér skert námslán sem leiðir af
sér aukavinnu sem síðan leiðir af
sér enn skertari rétt til láns. Sum-
ir geta haft það ágætt; tekjulitlir
einstaklingar sem búa í foreldra-
húsum í Reykjavík og þurfa lítið
sem ekkert að leggja af mörkum
til heimilis. En þetta á sannarlega
ekki við um landsbyggðarfólk,
svo sem hjón með 1-2 börn í
leiguhúsnæði og bæði í námi. En
hér verður ekki frekar farið út í
þessa sálma, enda um heitt póli-
tískt mál að ræða. SS
Árni Hjörvar var bara hress með tilstandið snemma á föstudagsmorgni.
Víða voru hross á bcit, en hvergi sáust kindur né kálfar nema í Skagafirði.
fflðá
auðum vegum
Þessi bíll stóð yfirgefinn á Öxnadalsheiði. Ekki upplífgandi sjón.
Ekki var neinum vandkvæðum
bundið að fara á fólksbíl milli
Akureyrar og Reykjavíkur um
síðustu helgi. Snjór lítill sem
enginn, vegir nokkuð góðir,
útsýni fagurt og mannlíf gott.
Dýralíf var meira að segja með
besta móti miðað við árstíma.
Þó sást glöggt hve veðurfar
getur verið misjafnt eftir
landshlutum.
A fimmtudag lögðum við í
hann suður í þokkalegu veðri,
skýjað og súld með köflum.
Vegirnir voru auðir sem og jörð
yfirleitt. í Skagafirði skein sólin
glatt eins og svo oft áður. Þegar
lengra var haldið ók maður aftur
inn í súld. Þó nokkur snjór var á
Holtavörðuheiði, dálítill skaf-
renningur, en vel fólksbílafært.
Vegir í Borgarfirði voru ansi linir
og nokkuð holóttir í Hvalfirði.
Þegar komið var á Kjalarnesið og
Reykjavík skammt undan brast
hins vegar á hvassviðri og élja-
gangur. Leiðindaveður var í
borginni á föstudag og eitthvað
hefur það víst breiðst um landið.
Á sunndag var svo haldið aftur
til Akureyrar og hafði færðin þá
breyst nokkuð. Jörð var enn hvít-
ari á Suðvesturlandi, vegir hálir
en lítill snjór. Holtavörðuheiðin
svipuð og snjófölin náði lengra
norður. Eins og á suðurleiðinni
skein sólin í Skagafirði og aðeins
þar. Merkilegt fyrirbæri. Þar
voru líka græn tún á köflum, þar
sáust kindur að naga og einstaka
kálfar, fyrir utan öll hrossin sem
Skagfirðingar eru svo stoltir af.
Þarna var auð jörð.
Þegar viö nálguðumst Öxna-
dalsheiði fór aftur að bera á
snjóföl og nú var allnokkur snjór
á heiðinni. Vel fært engu að
síður. Þarna var mannlaus bíll
sem greinilega hafði bilað. Loka-
spretturinn fór síðan fram í élja-
gangi í Eyjafirði.
Þó að næstum því hafi verið
fært fólksbílum á sumardekkjum
milli Akureyrar og Reykjavíkur
um hávetur er öruggara að vera
við öllu búinn. Ekki er fýsilegt að
vera einn uppi á miðri Holta-
vörðuheiði í þæfingssnjó þegar
allt í einu rýkur upp og vegurinn
teppist. En það er sannarlega
gaman að þurfa ekki að vera
lengur en 6-6'A tíma á leiðinni á
þessum árstíma og ekki er síður
gaman að batnandi vegum. SS
Uppi á Öxnadalsheiði á leiðinni til Akureyrar. Færðin var betri en við þorð-
um að vona.