Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 30. mars 1987 30. mars 1987 - DAGUR - 9 Ekkert hátalara- kerfi í Höilinni Eftir leik Pórs og ÍBV á föstudagskvöld voru leikmönnum liðanna afhentir verðlaunapen- ingar frá HSI, Þórsarar fengu silfurpeninga fyrir 2. sætið í deildinni og Eyjamenn brons- peninga fyrir 3. sætið. Það setti hins vegar strik í reikninginn að fulltrúi HSÍ gat ekki gert grein fyrir því hvað um væri að vera þar sem ekkert hátalarakerfi er í Höllinni og hávað- inn í áhorfendum það mikill eftir leikinn að ekki heyrðist mannsins mál. Vonandi taka þeir sem hafa ineð slík mál að gera, við sér og koma upp almennilegu hátalarakerfi í Höllinni svo hægt sé að gera hluti sem þennan á sómasamlegan hátt í framtíðinni. Loks má geta þess að KA-menn færðu Þórsurum heljarmikinn blómvönd eftir leik- inn, um leið og þeir buðu þá velkomna í hópinn. Gunnar Gunnarsson fyrirliði Þórs með blóm- vöndinn frá KA. Mynd: ri>b Handbolti: Dregið í bikamum Á laugardaginn var dregiö um það í beinni útsendingu í sjónvarpinu hvaða lið leiki sam- an í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, karla og kvenna. í bikarkeppni karla leika annars vegar Víkingur og Stjarnan og hins vegar Valur og Fram. Lcikirnir fara fram á mið- vikudaginn kemur. í bikarkeppni kvenna leika saman FH og Valur og Fram og Ármann. Valur og UMFN leika til úrslita - í úrvalsdeildinni í körfubolta Það verða liö UIVIFN og Vals sem leika til úrslita í úrvalsdeildinni í körfuknattleik að þessu sinni. Valsmenn unnu Keflvíkinga á laugardag í þriðju viðureigninni í undanúrslit- um. Valsmenn unnu fyrsta leikinn en Kefl- víkingar snéru dæminu við í öðrum leiknum. Því þurfti þriðju viðureignina til að fá úr því skorið hvort iiðið léki til úrslita og þá höfðu Valsmenn betur sem fyrr sagöi. Njarðvíkingar unnu KR-inga örugglega í hinum undanúrslitaleikjunum fyrir skömmu og unnu sér rétt til þátttöku í úrslitaleiknum. Þessi lið leika einnig til úrslita í bikarkeppni KKÍ. Jþróttir- Umsjón: Kristján Kristjánsson Handbolti 2. deild: Svanur Valgeirsson lcikmaður KA hefur sloppið í gegnum vörn Hauka og skorar eitt marka sinna í leiknum. Mynd: g Handbolti 1. deild: KA vann Hauka og sendi liðið í 2. deild „Ég er mjög svekktur. Við börðumst af krafti í þessum leik en það dugði ekki til. Við höfum tapað mjög dýrmætum stigum í vetur, eins og gegn Víkingi, Val, Ármanni og Fram og það kemur okkur í koll núna. Hvað mig sjálfan varðar að þá hef ég enga ákvörðun tekið með framhald- ið. Maður fer að syngja sitt síð- asta í þessu. Við eigum góðan efnivið og munum leika í 1. deild á ný áður en langt um líöur,“ sagði Gunnar Einars- son markvörður Hauka í hand- bolta eftir tapið gegn KA á laugardaginn. Með þessu tapi féllu Haukar endanlega í 2. deild ásamt Ármanni. Fyrri hálfleikur var nokkuð sveiflukenndur og liðin skiptust á um að hafa forystu. KA-menn voru yfir í upphafi, síðan náðu Haukar yfirhöndinni en KA- menn komust aftur yfir fyrir hlé og leiddu með einu marki í hálf- leik 11:10. Jón Kristjánsson stór- skytta KA meiddist illa snemma í fyrri hálfleik og var úr leik það sem eftir lifði leiksins. Sigurjón Sigurðsson stórskytta þeirra Haukamanna var aldeilis í essinu sínu í fyrri hálfleik og skoraði 7 af 10 mörkum liðsins í hálfleikn- um. Haukamenn jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks en þrjú mörk í röð frá Friðjóni Jónssyni breyttu stöðunni KA í vil á ný. Jafnræði var með liðunum fram yfir miðj- an hálfleikinn en þá komu þrjú mörk frá Haukum í röð og staðan orðin 18:17 fyrir KA. En KA- menn voru mun sterkari á enda- sprettinum og sigruðu örugglega 27:23. Þaö fór vel á því að einn af framtíðarleikmönnum KA Svanur Valgeirsson, skoraði þrjú síðustu mörk liðsins. Leikurinn var lítið fyrir augað og greinileg taugaveiklun í leik- mönnum beggja liða. Menn voru að missa boltann úr höndum sér í tíma og ótíma. Axel Björnsson og Hafþór Heimisson voru skást- ir KA-manna en í liði Hauka var Sigurjón Sigurðsson langbestur. Haukar þurfa nú að horfa á eftir þeim snjalla leikmanni en hann hafði gefið þá yfirlýsingu að ef Haukar féllu, færi hann frá lið- inu. Mörk KA: Axel Björnsson 6, Friðjón Jónsson 6, Svanur Valg- eirsson 4, Hafþór Heimisson 3, Eggert Tryggvason 3(1), Pétur Bjarnason 3(2), Jón Kristjánsson 1 og Guðmundur Guðmundsson 1. Mörk Hauka: Sigurjón Sig- urðsson 12(4), Helgi Harðarson 3, Sindri Karlsson 2, Jón Örn Stefánsson 2, Jón Þórðarson 2, Pétur Guðnason 1 og Jón Hauks- son 1. Dómarar voru þeir Björn Jóhannsson og Sigurður Baldurs- son og dæmdu ágætlega en voru helst til glaðir við að reka menn útaf. „Þórsarar léku vel og skynsamlega ' - segir Eyjólfur Bragason þjálfari IBV Handboltalið Þórs og Týs í Eyjum voru sameinuð í eitt, fyrir íslandsmótið og áttu margir von á þeim sterkum til leiks. Liðið náði sér þó ekki á strik fyrr en langt var liðið á mótið. Blaðamaður Dags hitti Eyjólf Bragason þjálfara og leikmann ÍBV að máli eftir leikinn við Þór og spurði hann fyrst um sjálfan leikinn. „Ég vil byrja á því að óska Þórsurum til hamingju með þennan árangur. Þeir voru betri en við að því leyti að þeir náðu að klára sín færi en við ekki. Það er mjög erfitt að spila hér á Akureyri og það er greinilegt að Þórsliðið á öflugan stuðnings- mannahóp. Stærsta ástæðan fyrir þessu tapi okkar er sú að þetta er þriðji úrslitaleikurinn hjá okkur í vikunni. HSÍ sýndi okkur mikil óliðlegheit í því sambandi. Allir þessir þrír leikir voru upp á allt eða ekkert og álagið var einfald- lega of mikið. Þórsliðið spilaði mjög skynsamlega og vel í kvöld. Árni Stefánsson styrkti liðið mikið, þó strákurinn sem hafi leikið á línunni í vetur sé einnig góður.“ - Nú fór ÍBV-liðið ekki í gang fyrr en seinni part móts. Hvað var að? „Við áttum við innanbúðar- vandamál að stríða. Ég losaði mig við 4 leikmenn sem ekki féllu í hópinn og þá fór hlutirnir að ganga upp á við. Samheldni og góður andi skiptir miklu máli í hópíþrótt og eftir að ég grisjaði hópinn small þetta saman. Við erum að skeyta saman tvö lið, Týr og Þór og það tekur tíma. Úr því sem komið er má segja þó sárt sé, að það sé jafnvel hollt fyrir ÍBV-liðið að vera eitt ár enn í 2. deild," sagði Eyjólfur Braga- son þjálfari ÍBV. Þór endurheimti sæti í 1. deild - Liðið sigraði ÍBV á föstudagskvöld í síðasta leik mótsins 22:20 Þór frá Akureyri endurheimti sæti sitt í 1. deildinni í hand- bolta á föstudagskvöld, er liðið sigraði ÍBV í síðasta leik lið- anna í 2. deild íslandsmótsins. Leikurinn sem fram fór á Akureyri að viðstöddum um eitt þúsund áhorfendum var æsispennandi og það var ekki fyrr en í lokin að Þórsarar tryggðu sér sigur 22:20. Það er ekki hægt að segja að lánið hafi leikið við Eyjamenn í þessum mikilvæga leik. Þeir náðu forystunni í upphafi en höfðu áður skotið í stöng úr víti. Þórs- arar jöfnuðu 1:1 en þá skutu Eyjamenn aftur í stöng úr víti. Síðan náðu Þórsarar yfirhöndinni og náðu fjögurra marka forystu, 8:4 en á þeim tíma varði Axel Stefánsson víti frá Eyjamönnum. Eyjamenn minnkuðu muninn í eitt mark, 8:7 en Þórsarar skor- uðu þrjú síðustu mörkin í hálf- leiknum og höfðu fjögurra marka forystu í leikhléi 11:7. Jóhann Samúelsson skoraði 11. mark Þórsara frá miðju vallarins í sama mund og flautað var til leikhlés. Hagur Þórsara vænkaðist strax í upphafi síðari hálfleiks er Sigurpáll skoraði 12. mark Þórs úr víti. Eyjamenn voru ekki á því að gefast upp og þeir náðu að minnka muninn jafnt og þétt. Á 20. mín. höfðu Þórsarar þriggja marka forystu 19:16 en Eyja- menn skoruðu þá þrjú mörk í röð og jöfnuðu 19:19. Á þessum tíma var farið að fara um ýmsa af stuðningsmönnum Þórs. Árni Stefánsson skorar 20. markið fyr- ir Þór og skömmu síðar varði Hermann Karlsson víti frá Eyjamönnum. Þeir náðu þó að jafna 20:20 en Þórsarar voru ákveðnir í því að sigra, skoruðu tvö síðustu mörkin í leiknum og unnu sanngjarnan sigur 22:20. Þegar flautað var til leiksloka ætl- aði allt vitlaust að verða í Höll- inni og leikmenn voru hylltir lengi og innilega. Eyjamenn voru að vonum vonsviknir enda búnir að spila þrjá úrslitaleiki á 5 dögum, gegn Gróttu á mánudag, gegn Víkingi í bikarnum á mið- vikudag og svo gegn Þór. Þórsarar léku þennan leik ágætlega og það var greinilegt að tilkoma Árna Stefánssonar í hópinn var til góðs. Sigurpáll Aðalsteinsson fór á kostum í þessum leik og skoraði 10 ntörk og þar af 6 úr vítum. Hann skor- aði úr öllum vítum liðsins og fisk- aði sum þeirra sjálfur. Aðrir leik- menn liðsins léku einnig vel og eiga hrós skilið fyrir frábæran árangur. Leikmenn ÍBV eru líkamlega sterkir og víst er að þeir verða til alls vísir á næsta ári. Þeir fóru of seint í gang í vetur og því fór sem fór. Jóhann Pétursson var þeirra besti maður að þessu sinni og einnig var Sigbjörn Óskarsson góður. Mörk Þórs: Sigurpáll Aðal- steinsson 10(6), Jóhann Samúels- son 3, Sigurður Pálsson 3, Gunn- ar Gunnarsson 2, Hörður Harð- arson 1, Erlendur Hermannsson 1, Ólafur Hilmarsson 1 og Árni Stefánsson 1. Mörk ÍBV: Jóhann Pétursson 9(5), Sigbjörn Óskarsson 4, Páll Scheving 4(1), Sigurður Friðriks- son 2 og Eyjólfur Bragason 1. Sigurður Baldursson og Björn Jóhannsson dæmdu leikinn ágæt- lega. „Hef fullan hua á að þjálfa liðið áfram" - segir Erlendur Hermannsson þjálfari Þórs Árni Stefánsson lék mjög vel meö Þór gegn ÍBV og sýndi hversu mikill keppnismaður hann er. Mynd: rþb Þórsarar hafa endurheimt sæti sitt í 1. deiid í handbolta. Liðið kom bakdyramegin í 2. deild í fyrra, eftir að hafa fallið í 3. deild árið 1985. Liðið fékk 2. deildar sæti vegna þess að fjölgað var úr 8 liðum í 10 í 1. og 2. deild. Hvað um það strákarnir stóðu sig mjög vel og eru vel að þessum árangri komnir. Erlendur Hermanns- son á svolítið skemmtilega sögu að baki í sambandi við það að vinna sig á milli deilda. Þetta mun vera í fjórða sinn síðan hann fluttist norður að hann leikur með liði hér sem flyst úr 2. deild í þá 1. Keppnis- tímabilin ’80-81, '82-83 og '84-85 lék Erlendur með KA er liðið vann sig í 1. deild og svo nú í fjórða skiptið með Þór og þá einnig sem þjálfari. Blaðamaður Dags æddi að sjálfsögðu inn í búningsklefa Þórsara eftir leik og spjallaði við nokkra er þar voru. Frlendur Hermannsson þjálfari og leikmaður Þórs: „Þetta var rosalega erfiður leikur. Strákarnir lögðu sig 100% í leikinn og voru ákveðnir í því að vinna. Arni Stefánsson kom mjög vel út. Ég tók ákveðna áhættu með því að láta hann spila og það gekk upp.“ - Hverju þakkar þú þennan góða árangur í vetur? „Strákunum fyrst og fremst og góðri stjórn deildarinnar. Leik- mennirnir liafa sýnt ntikla elju í allan vetur og þeir ætluðu sér langt. Það hefur verið góður stíg- andi í leik liðsins.“ - Hvað með framhaldið? Þjálf- ar þú Þórsliðið næsta keppnistíma- bil? „Það eru viðræður í gangi unt það mál. Ég hef fullan hug á því að þjálfa liðið næsta kepnnistíma- bil en það er 119% öruggt að ég er hættur sem leikmaður," sagði Erlendur Hermannsson og var að vonum ánægður nteð lífið. Árni Stefánsson: „Þetta var æðislegt, erfitt en virkilega gaman. Það var mikil samstaða í hópnum og góður andi. Menn ætluðu sér þetta og því tókst það.“ - Nú komst þú í hópinn fyrir þennan eina leik. Hvað með næsta ár hjá þér? „Ég stefni að því að leika með liðinu næsta ár. Fyrst við. erum komnir upp, er ekki hægt að snúa við héðan af. Mig langar að þakka áhorfendum fyrir frábæran stuðning, þeirra hlutur var ómetanlegur og án þeirra hefði þetta aldrei tekist,“ sagði Árni Stefánsson. Axel Stefánsson: „Þetta var mikill baráttuleikur frá byrjun. Ég var ekkert tauga- veiklaður í leiknum sjálfum en töluvert fyrir leikinn. Það var fyrst og fremst góð barátta sent skóp þennan sigur. Það var mjög gott að fá Árna í hópinn, bæði upp á móralinn og hann hefur einnig mikla leikreynslu eins og sást best í lok leiksins." - Hverju þakkar þú þennan árangur? „Góðum þjálfara, góðri stjórn og því að allir sem hlut áttu að máli lögðu sig alla fram. Áhorf- endur hafa veitt okkur frábæran stuðning í vetur og eiga þakkir skildar fyrir,“ sagði Axel mark- Hörður „hraðlest“ Harðarson skorar fyrir Þór úr hraðaupphlaupi í leiknum á föstudagskvöld. Mynd: RI'B Skíðaganga: Bikarmót á Siglufirði - Haukur Eiríksson kominn heim og keppti á mótinu vörður en hann er yngsti leikmaður liðsins. Gunnar Gunnarsson fyrirliði: „Þetta var stórkostlegt. Við erum þrisvar að missa tökin á leiknum og þá tóku áhorfendur til sinna ráða og með þeirra frá- bæra stuðningi náðum við alltaf yfirhöndinni á ný. Það var mjög góð barátta í liðinu og ég er ánægður með hlut Árna Stefáns- sonar.“ - Hverju þakkar þú árangur- inn? „Góðum þjálfara, góðum leik- mönnum og frábærri stjórn. Þá var samstaðan í hópnum ein- stök.“ - Ert þú hættur með liðinu? „Nei ekki aldeilis. Það er ekki hægt að hætta héðan af og ég mun mæta til leiks næsta haust," sagði Gunnar „gamli“ Gunnars- son. Smári Garðarsson formaður handknattleiksdeildar Þórs: „Ég er hrærður, ég þorði ekki að horfa á þennan leik nema aö iitlu leyti. Ég sá þó mann eins Jóhann Samúelsson sem hefur lítið beitt sér í vetur, sýna hvað hann virkilega getur. Áhorfendur voru frábærir og það var gantan að sjá hér fullt af KA-mönnum hvetja okkur til dáða. Ég hafði strax mikla trú á þessu liði. Þjálfarinn er frábær og þá er hlutur stjórnarinnar einnig mikill. Samvinna allra stjórnar- , manna hefur verið góð og án stjórnar er þetta ekki hægt.“ - Verður Erlendur endurráð- inn þjálfari liðsins? „Það er mikill vilji fyrir því að hann verði áfram með liðið og hef trú á því að svo verði,“ sagði Smári Garðarsson. Bikarmót SKI í skíðagöngu fór fram á Siglufirði á laugardag- inn. Keppt var í fjórum flokk- um karla og tveimur flokkum kvenna. Veður var mjög gott á meðan keppnin fór frani og skíðafærið ákjósanlegt. I gær var síðan keppt í svokölluðu útsláttarmóti, sem er nýtt fyrir- komulag og þar voru karla- flokkarnir tveir en einn kvennaflokkur. Fyrirkomulagið á útsláttarmót- inu er þannig að fjórir keppa í einu í hverjum flokki en. sá sem er síðastur hverju sinni fellur úr keppni en hinir halda áfram. I bikarmótinu var gengið með hefðbundinni aðferð en í út- sláttarmótinu með frjálsri aðferð. Úrslitin á mótunum urðu þessi: Bikarmót SKÍ: Karlar 20 ára og eldri, 15 km: 1. Þröstur Jóhannesson í 49.14 2. Haukur Eríksson A 50.40 3. Magnús Eiríksson S 51.25 Piltar 17-19 ára, 10 km: 1. Rögnvaldur Ingþórsson í 32.54 2. Baldur Hermannsson S 33.08 3. Ólafur Valsson S 33.40 Drengir 15-16 ára, 7.5 km: 1. Sölvi Sölvason S 2. Óskar Jakobsson í Drengir 13-14 ára, 5 km: 1. Guðmundur Óskarsson Ó 2. Steingrímur Ö Gottliebsson S 3. Daníel Jakobsson í Konur 16 ára og eldri, 5 km: 1. Ósk Ebenesardóttir í 2. Eyrún Ingólfsdóttir í 28.07 30.53 17.3! 17.31 17.46 21.11 23.23 Stúlkur 13-15 ára, 2.5 km: 1. Esther Ingólfsdóttir S 9.32 2. Lena Rós Matthíasdóttir Ó 10.42 3. Helga B.Kristjánsdóttir í 10.53 Útsláttarmótið: Karlar 17 ára og eldri, 1.5 km: 1. Haukur Eiríksson A 2. Rögnvaldur Ingþórsson í 3. Baldur Hermannsson S 4. Magnús Eiríksson S Drengir 13-16 ára, 1.0 km: 1. Sölvi Sölvason S 2. Daníel Jakobsson í 3. Gísli Valsson S Konur 16 ára og eldri, 1.0 km: 1. Esther Ingólfsdóttir S 2. Ósk Ebenesardóttir 1 3. Lena Rós Matthíasdóttir Ó 4. Valborg Konráðsdóttir í Verður fjölgað í úrvalsdeiíd? Mikið hefur verið rætt um það í vetur hvort fjölgað verði í úrvalsdeildinni í körfubolta fyrir næsta keppnistímabil. Flest allir sem til þekkja eru á því að núverandi fyrirkomulag keppninnar sé orðið úrelt og að breytinga sé þörf. Þó eru nokkuð skiptar skoðan- ir um það hvaða fyrirkomulag sé best. Það sem er mest rætt um í dag, samkvæmt heimildum Dags, er að fara í 12 liða forkeppni í haust með liðunum úr úrvalsdeild og 1. deild. Leikin yrði einföld umferð og þau átta lið sem stæðu best að vígi að henni lokinni lékju í úrvalsdeild. Síðan yrði leikin tvöföld umferð í úrvals- deild en stigin úr innbyrðis viður- eign liðanna í forkeppninni giltu áfrani. 2. deild yrði 1. deild sem leikin yrði eins og 2. deildin í vetur, þ.e. í tveimur riðlum og þau fjög- ur lið sent ekki kæmust í úrvals- deildina úr forkeppninni, féllu í 2. deild, tvö í hvom riðil. Rétt er að ítreka að þessi mál öll eru aðeins á umræðustigi og skýrast ekki fyrr en á ársþingi KKÍ í vor eða sumar. Knatt- spyrnu úrslit Staöan í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar er þessi: 1. deild: Liverpool Everton Luton Arsenal Tottenham Nottm.Forest Norwieh Wimbledon Coventry Watford Chelsea Man.United Q.P.R. Sheff.Wed. West Ham Oxford Southampt. Leicester Charlton Newcastle Man.City Aston Villa 2. deild: Portsmouth Derby Oldhant Ipswich Plvmouth C.Palace Leeds Stoke Sheff.Utd. Rcading Millwall Grimsby Birmingham Blackburn W.B.A. Sunderland Shrewsbury Barnsley Huddersf. Hull Bradford Brighton 35 20- 7- 33 19- 7- 34 16- 9- 33 15-10- 31 16- 6- 34 15- 9- 33 13-15- 32 15- 5- 33 14- 7- 32 13- 8- 33 12- 9- 33 11-11- 34 12- 9- 33 10-11- 33 11- 8- 34 9-11 33 11- 4 34 10- 6 33 7- 9 32 7- 9- 33 6-12 33 7- 9 8 61:34 67 7 60:26 64 9 39:35 57 8 42:21 55 9 52:33 54 10 55:41 54 5 44:39 54 12 44:39 50 12 38:36 49 11 51:39 47 12 42:50 45 11 42:33 44 13 38:43 44 12 44:48 41 14 44:53 41 14 34:55 38 •18 53:58 37 18 47:64 36 •17 30:45 30 ■16 34:53 30 ■15 27:46 30 •17 37:67 30 32 20- 7- 32 19- 7- 3118- 7- 34 15-10- 33 14- 9- 34 16- 3- 32 13- 9- 33 13- 8- 34 11-11- 31 12- 7- 33 12- 7- 34 10-12- 33 9-14 33 11- 8- 33 10- 9- 31 10- 9 34 11- 6 33 9-11 32 32 33 33 9-10- 9- 9- 8- 9. 7- 9- 5 43:18 67 6 51:30 64 6 48:27 61 9 50:33 55 10 52:44 51 15 47:46 51 10 40:35 48 12 49:39 47 12 41:45 44 12 44:44 43 14 33:33 43 12 35:45 42 10 41:48 41 14 32:40 41 ■14 40:38 39 •12 36:41 39 •17 29:42 39 ■13 34:40 38 •13 41:51 36 ■14 28:39 36 ■16 45:53 33 ■17 29:44 30 Úrslit lcikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar um helgina uröu þessi: Staðan 1. deild Arsenal-Everton 0:1 2 Aston Villa-Coventry 1:0 1 Charlton-Chclsea fr. x Leicester-Man.City 4:0 1 Liverpool-Wimbledon 1:2 Luton-Tottenhani 3:1 1 Man.Utd-Nott.Forest 2:0 1 Neweastle-Southampton 2:0 1 Oxford-Sheff.Wed. 2:1 1 Q.P.R.-Norwich 1:1 x West Ham-Watford 1:0 1 Staðan 2. deild Barnsley-Birminghain 2:2 Grimsby-Shrewsbury 0:1 Ipswich-Hull 0:0 Leeds-Plymouth 4:0 Millwall-C.Palace 0:1 Oldham-W.B.A. 2:1 1 Portsmouth-Sunderland 3:1 1 Sheff.Utd.-Bradford 2:2 Stoke-Brighton 1:1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.