Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 15
30. mars 1987 - DAGUR - 15 Nýr forstööumaður Náttúrugripasafnsins Eins og getið var hér í blaðinu hefur Helgi Hallgrímsson for- stöðumaður Náttúrugripasafns- ins, sagt starfi sínu lausu frá sl. árarr.ótum, og var það auglýst til umsóknar í des. sl. Tvær umsóknir bárust og ákvað umhverfismálanefnd bæjarins að leggja til við bæjarstjórn, að Hörðu.r Kristinsson grasa- fræðingur yrði ráðinn til starfsins. Var sú tillaga samþykkt í Bæjar- stjórn Akureyrar þann 11. febrúar sl., og mun Hörður taka við starfinu 1. júlí næstkomandi. Hörður er Eyfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Akureyri 29. nóv. 1937, en fluttist 1940 að Arnarhóli í Kaupangssveit, með foreldrum sínu, Kristni Sig- mundssyni og Ingveldi Hall- mundsdóttur, og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA vorið 1958, stundaði háskólanám í Freiburg og Göttingen í Þýska- landi, með grasafræði sem aðal- grein, og tók doktorspróf við Göttingen háskóla 1966, með plöntusjúkdóma að sérgrein. Fjallaði ritgerð hans um nokkra sníkjusveppi á smára og skyldum jurtum. Að prófi loknu hóf hann að rannsaka fléttuflóru íslands og ferðaðist í því skyni um allt landið, sumrin 1967 og 1968, en vann á vetrum við rannsókn fléttusafnsins við Duke-háskóla í Durham (Norður-Karólínu) í Bandaríkjunum. Einnig tók hann þátt í rannsóknum á landnámi jurta í Surtsey, gróðurrannsókn- um í Þjórsárverum o.fl. Árið 1970 flutti Hörður til Akureyrar og fékk hálft starf við Náttúrugripasafnið og Lystigarð Akureyrar, og aðstöðu til að halda áfram flétturannsóknum sínum, en stundaði jafnframt kennslu við Menntaskólann á Akureyri, næstu tvö árin. Hann var síðan í fullu starfi við Náttúru- gripasafnið og forstöðumaður þess árin 1974-1977. Á þeim tíma stundaði hann flóru- og gróður- rannsóknir á Norðurlandi og víðar, og fékkst einnig við rann- sóknir á kalsveppum, mengun í Akureyrarpolli, og flétturann- sóknir. Einnig sá hann um nám- skeið í sveppa- og fléttufræði við hina nýstofnuðu náttúrufræði- deild Háskóla íslands. Árið 1977 var Hörður ráðinn prófessor í grasafræði við Háskólann, og fluttist þá til Reykjavíkur, þar sem hann hefur búið síðan. Hann hefur fengist nokkuð við plöntuljósmyndun, og nýlega sent frá sér „Plöntu- handbókina“, með litmyndum af flestum tegundum íslenskra há- plantna. (Sjá ritdóm í Degi, 20. nóv. sl.). Fyrirhugað er að sam- eina Náttúrugripasafnið og Lysti- garðinn í eina stofnun um næstu áramót, og verður Hörður þá yfirmaður hennar. Þjóðarflokkurinn: Ótímabært frumhlaup Nýr stjórnmálaflokkur hefur litið dagsins ljós, Þjóðarflokkurinn. Tilurð hans hefur vakið undrun mína og fjölda annarra, sem tekið hafa þátt í starfi Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Sam- tökin voru, sem kunnugt er, stofnuð til þess að jafna aðstöðu manna í þjóðfélaginu og draga úr þeirri háskalegu miðstýringu, sem nú viðgengst í krafti órétt- látra laga og peningavalds. í Samtökunum starfar breiðfylking fólks með ýmsar stjórnmála- skoðanir, og einmitt það er styrk- ur þeirra. Á síðasta landsfundi Samtakanna á Laugarvatni í júlí ’86, var ákveðið að halda barátt- unni áfram á þann hátt, að kynna málstað og skoðanir Samtakanna og þrýsta á stjórnmálamenn og flokka til þess að fá þá til að taka upp baráttumál okkar. Ef seinna kæmi í ljós, að þessi aðferð dygði ekki, þá kæmu aðrar leiðir til greina. í leiðara Útvarðar, blaðs Samtakanna, sem Pétur Valdi- marsson skrifaði í lok nóvember ’86 segir hann m.a. „Nú starfa stjórndeildir Samtakanna í 5 fylkjum, eins og gert er ráð fyrir í stjórnarskrárdrögum okkar. Stjórndeildirnar eru að vinna upplýsingar um tekjuöflun hvers fylkis, þjónustu ríkisins i mennta- málum, heilbrigðismálum, sam- göngumálum, iðnaðar- og orku- málum og margt fleira. Þegar þessar athuganir liggja fyrir mun- um við kynna landsmönnum niðurstöður þeirra svo hægt sé að lialda baráttunni áfram á þeim grundvelli sem lagður hefur verið.“ Ef við nú skoðum kosn- ingastefnuskrár flokkanna eða hlustum á málflutning frambjóð- endanna, koma í ljós verulegar breytingar í átt til hugmynda Samtakanna um jafnrétti milli landshluta. Það sýnir okkur best, hverju breiðfylking fólks fær áorkað. Með áframhaldandi umræðu og aðhaldi að stjórnmála- flokkunum er sjálfsagt að gefa þeim tækifæri til að „sýna í verki viljann góða“ næsta kjörtímabil. Þetta var skoðun landsfundarins ’86 og skoðun formannsins í nóvember, eins og kom fram í til- vitnuninni hér að framan. Mér er því óskiljanleg skyndileg stefnu- breyting Péturs og nokkurra ann- arra úr fremstu röðum Sam- takanna, að hafa að engu eigin yfirlýsingar, segja sig úr stjórn Samtakanna og stofna nýjan stjórnmálaflokk. í símtali sem ég Alltaf eitthvað nýtt kjólar ★ blússur ★pils ★peysur. Myndateppin vinsælu. Ungbarnafatnaður. Sundbolir, handklæði. Rúmfatnaður í úrvali. Gjörið svo vel að líta inn. Sigurbar GÆmndssonarhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI TOM5TUNDA Alþýðuhúsinu SKOLINN? Ný námskeið Ættfræði (helgarnámskeið) Þorsteinn Jónsson. Silkimálun. Hrönn Vilhelmsdóttir. Vorverk í görðum. Björgvin Steindórsson. Innritun og allar nánari upplýsingar TOM5TUNDA á skrifstofunni Alþýðuhúsinu 3ju hæð l^l^l og í síma 27144 kl. 14-16 þessa viku. )|\wLlrtri átti við Pétur, sem almennur félagi í Samtökunum, þegar það fór að kvisast að stjórnmála- flokkur væri í fæðingu, þá þóttist hann ekki koma þar nærri! Þessi ákvörðun, ég vil kalla hana ótímabært frumhlaup, er þungt högg í bak Samtakanna og gæti valdið því að fólk missti álit á þeim, teldi að þarna væru ein- ungis á ferðinni einhverjir, sem vildu koma sjálfum sér á fram- færi. Ég álít þó, að svo sé ekki, sem betur fer, að minnsta kosti ekki lengur, nú eftir stofnun Þjóðarflokksins! Halldór Guðlaugsson Málmiðnaðarmenn Rafvirkjar Slippstöðin hf. óskar að ráða málmiðnaðarmenn og rafvirkja til starfa. Mikil vinna. - Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 96- 21300. slippstödin, // ,#íS£,v< DÖMUR MÍNAR OG HERRAR „VEU<OMIN TILAKUREYRAR ÆÆ LEIKHÚSPAKKAFERÐIR Æf SÖNGLEIKURINN: KABARETT PERLAN í PAKKANUM FLUG - FIMM GISTISTAÐIR - FIMM VEITINGASTAÐIR. PÚ VELUR SJÁLFUR í PAKKANN. Dæmi: Leikhúsmiði + tvær nætur á hóteli með baði. Kr. 2690,- fyrir manninn. Leikhúsmiði + leikhúskvöldverður kr. 1600,-fyrir manninn. ^/SPARNAÐARPAKKIi miðvikudagur - fimmtudagur. IA MIÐASALA 96-24073 leiKFáAG akureyrar fluqfélaq noróurlands hf'. Umboðsmenn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.