Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 11
30. mars 1987 - DAGUR - 11 Kennaralaun nær tvöfalt lægri en sambærileg laun á almennum vinnumarkaði - Algengur misskilningur að mánuði lengra sumarfrí sé hlunnindi sem nýta megi til tekna Laun í ...................... þÚS jÐ&srvhmttiöttft lcem'íít.x’íí í HiK s HorSurUínHiÍ króna í----------------S££lS‘ ! 1987 B l. I>r-cs> 1 S. O. prep |ÍA«í)«r lokkai' kfívnt-sr<> i HÍK Á HftX'&ttrl&ndJ .eystya á avaí'S 1.98? 136 537 taött&í: iokitttt* Pessar myndir sýna hvernig kennarar í HÍK á Norfturlandi eystra raftast á launaflokka og hvaða laun eru greidd í hverjum flokki. í 136. launaflokki eru t.d. grunnskólakennarar meft kcnnarapróf frá KHÍ. í 140. launaflokki eru t.d. grunnskólakcnnarar með doktorspróf eða framhaldsskólakennarar með MA-, MS- efta Cand. mag.-próf. 1. þrep eru byrjunarluun. 5. þrep eru laun eftir 6 til 8 ára starf. 8. þrep eru hæstu laun í hverjum flokki. Því ná kennarar eftir 15 ára starf. verðum veik og getum ekki stundað vinnu? Ekki greiðum við afborganir með sjúkradagpening- um. Margir foreldrar verða að vinna alla þá kvöld-, nætur- og helgidagavinnu, sem þeim endist orka til, til þess að geta staðið undir greiðslum af íbúðakaup- um. Hver gætir barnanna? Hve- nær á foreldrum að gefast tími til að vera samvistum við börnin sín í ró og næði? Er nokkur furða þó að við blasi að þjóðinni fjölgi ekki meir? Fólk hugsar sig um áður en það ákveður að eignast börn. Erum við samþykk þeirri pólitísku stefnu sem dæmir ungt fólk til þess að koma sér upp húsnæði, með því álagi yfir sér, sem ég hef lýst, á nákvæmlega þeim sömu árum og það er að ala önn fyrir ungum börnum? Og svo eru talsmenn þessarar sömu stefnu að tala um að hlúa að fjöl- skyldunni! Hjá þeim eru það að- eins marklaus orð - en þau fara vel í munni og láta vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja vandann af eigin raun. Kvennalistinn hefur á stefnu- skrá sinni: Að þarfir fjölskyld- unnar verði hafðar að leiðarljósi við stefnumótun í húsnæðismál- um. Að horfið verði frá þeirri eignaíbúðastefnu sem ríkt hefur og fólk hafi raunverulega vai um hvort það kýs að búa í eigin hús- næði eða leigja. Að stórauka framboð á leigu- húsnæði með því að leggja áherslu á byggingu leiguíbúða, bæði á vegum hins opinbera og félagasamtaka. Margir staðir á landsbyggðinni búa við slíkan skort á leiguhúsnæði að það stendur eðlilegu atvinnuástandi og atvinnuþróun fyrir þrifum. Aukið framboð leiguíbúða er lið- ur í því að gera fólki kleift að setjast að annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Kvennalistakonur spyrja: Erum við sáttar við samfélag sem gerir ekki ráð fyrir börnum, tek- ur ekki tillit til þarfa þeirra og tímir varla að sjá af lágmarks- framlögum til umönnunar þeirra, uppeldis og menntunar - lág- marksframlögum sem sífellt er verið að skerða? Umönnun barna er eitt mikil- vægasta verkefni hverrar þjóðar. Dagheimili eru nauðsynleg vegna ört vaxandi vinnu foreldra utan heimilis. / stefnuskrá Kvennalistans segir: Ein meginástæða valda- og áhrifaleysis kvenna í samfélaginu er sú að uppeldi og umönnun barna hvílir nær eingöngu á konum, án þess að það sé metið að verðleikum. Jöfn foreldra- ábyrgð - aukin og bætt þátttaka samfélagsins í uppeldi barna, eru því viðgangsefni sem Kvennalist- inn vill beita sér fyrir. Meirihluti kvenna býr við margfalt álag vegna vinnu, innan sem utan heimilis. Mæður sem vinna utan heimilis búa við stöðuga óvissu barna sinna og standa ráðþrota þegar börnin þurfa sérstaklega á þeim að halda, svo sem við lang- varandi veikindi eða aðlögun að dagvistum og skóla. Geysileg mótsögn er í viðhorf- um til barneigna í þjóðfélaginu. Sjálfsagt þykir að fólk eignist börn, en þegar þau eru fædd má segja að þjóðfélagið sé þeim fjandsamlegt. Fæðingarorlof er allt of stutt - barnabætur of lágar, skóladagur sundurslitinn og úti á landi þarf fjöldi barna að búa fjarri foreldrum vegna skóla- göngu. Þarfir barna hafa of oft lotið í lægra haldi fyrir þörfum vinnumarkaðarins. Stóraukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu hefur ekki verið mætt sem skyldi með aukinni þjónustu. Samfélaginu ber skylda til að búa vel að öllum börnum. Þau eru framtíð þjóðarinnar og því getur reynst dýrkeypt að spara fé til aðbúnaðar þeirra. í nýlegri grein eftir Magnús Kristinsson menntaskóla- kennara fjallar hann um kjara- mál kennara í HÍK í tilefni af kjaradeilu sem þeir eiga nú í við hið opinbera og staðið hef- ur í rúmar tvær vikur. I grein- inni kemur fram að samkvæmt útreikningum Hagstofunnar voru laun sambærilegra stétta á almennum vinnumarkaði að meðaltali 68,36% hærri en laun kennara í maí 1984. í september síðastliðnum var munurinn orðinn 92,04% og enn hefur hann aukist. Vonir kennara um breytingar til batnaðar hafa orðið að engu og að þeirra dómi gætir mikils misskilnings meðal almennings um eðli starfsins og launakjör. Samkvæmt samningum skal vinnutími kennara í HÍK í skóla með 9 mánaða starfstíma vera sem hér segir: a) Viðverutími, þ.e. kennsla og önnur störf í skólanum(t.d. við- talstímar og foreldrafundir) 28 klst. vikulega á starfstíma skólans. b) Undirbúningur undir kennslu, 20 klst. og 26 mín. c) Undirbúningur undir kennslu utan árlegs starfstíma skólans (þ. á m. sumarnám- skeið), 153 klst eða einn mánuður. Samkvæmt þessu er vikulegur vinnutími kennara til jafnaðar 48 klst og 26 mín. í níu mánuði á ári. A móti kemur einum mánuði lengra sumarfrí en almennt tíðkast. Þriðji sumarmánuðurinn er ætlaður til undirbúnings. Að sögn Magnúsar er það algengur misskilningur að þessi mánuður sem munar á fríi kennara og flestra annara sé hlunnindi sem nýta megi til tekna. Ástæður fyrir yfirvinnu kennara, sem margir sjá ofsjón- um yfir, eru misjafnar. Sumir sjá sig tilneydda vegna lágra launa, en byrjunarlaun kennara með háskólapróf og full réttindi eru 32.851 kr á mánuði. Algengara er þó að kennarar neyðist til að taka að sér mun meiri aukavinnu en þeir kæra sig um. Samkvæmt lög- um getur vinnuveitandi skyldað kennara til að vinna allt að 33% yfirvinnu í heilt ár í senn en það jafngildir 64 klukkustunda vinnu- viku. Með hliðsjón af þessari kvöð er kannski ekki undarlegt að fjármálaráðuneytið sæki fast í yfirstandandi kjaradeilu að lækka yfirvinnuálag kennara úr 40% í 30% til að vega upp á móti lítils- háttar hækkun á dagvinnulauna. „Ef við teljum uppeldi og almenna upplýsingu komandi kynslóða einhvers virði, er sam- komulag sem ekki felur í sér al- gjört endurmat á uppeldis- og kennslustörfum verra en ekkert,“ segir í lok greinar Magnúsar. ET í síðustu viku voru opnaðir söfnunarbaukar vegna Krísuvíkursöfnunarinnar. Krísuvíkursamtökin stóðu fyrir þessari söfnun á dögunuin og á Akureyri söfnuðust 241.380 kr. Peningarnir verða notaðir til að koma á fót aðstöðu í Krísuvík fyrir unglinga sem hafa flækst í net áfengis og eiturlyfja. Forráða- menn söfnunarinnar þakka öllum velunnurum fyrir veitta aðstoð. Mynd: Rl-B H-90 Ungt fólk á Akureyri! Opið hús. Viltu taka þátt í pólitísku starfi og leggja þannig þitt af mörkum við mótun betra þjóðfélags? Komdu þá í Hafnarstræti 90annað kvöld kl. 20.30 og taktu þátt í starfinu. Byggðu upp með okkur - við byggjum upp með þér. B-LISTINN. Viðgerðamiaður Okkur vantar vélvirkja eða mann með hliðstæða menntun til starfa í Viðgerðardeild skinnaiðnaðar. Starfið er fólgið í alhliða viðgerðum og viðhaldi á vélum og tækjum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 3. apríl nk. og gefur hann nánari upplýsingar. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.