Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 3
30. mars 1987 - DAGUR - 3 „Já, en ekkert aftakaveður samt. Já, þetta stóð glöggt. Ég skaut línu út í togarann Júpiter frá Reykjavík sem bjargaði okk- ur og var svo heppinn að hitta í fyrsta skoti. Petta mátti ekki tæp- ara standa. Elliði sökk á sömu mínútunni og síðustu skipverjun- um var bjargað um borð í Júpi- ter.“ - Hvarflaði ekki að þér að hætta eftir þetta? „Nei, ég skellti mér beint á sjóinn aftur. Það var annað hvort að halda áfram, eða hætta alveg. Ég var síðan með togarann Haf- liða sem gerður var út frá Siglu- firði næstu árin til vorsins 1967, en þá fór ég í land og tók það rólega um sumarið. En ég fékk ekkert að gera í landi sem mér líkaði og fór því veturinn eftir á trollbát frá Keflavík. Árið 1969 var togskipið Margrét leigt hing- að og upp úr því gerðist ég hlut- hafi í Togskipi hf., útgerðar- fyrirtæki sem stofnað var hér og keypti Dagnýju frá Þýskalandi. Ég var skipstjóri á Dagnýju í 9 ár, en síðustu árin var ég með Sigurey og síðast Hafþór sem var leigður hingað. Síðla árs 1983 tók ég svo pokann minn og fór í land.“ Aðspurður sagði Kristján að auðvitað væru sér minnisstæðir þeir tímar af sjónum þegar vel fiskaðist og ekki þurfti að hugsa um neinar veiðitakmarkanir. - Ertu ekki hrifinn af kvóta- kerfinu? „Það getur vel verið að það þurfi að stjórna veiðunum, en ég hefði nú ekki trúað því að óreyndu að til þess þyrfti að koma eftir að við losnuðum við Breta og Þjóðverja af miðunum. Bretarnir voru fyrir austan land, í milli- og smáfiskinum, sumar eft- ir sumar með um 100 skip. Nei, ég sætti mig ekki við þetta miðað við það sem á undan er gengið. Þetta er kannski í lagi fyrir þá sem þekkja ekkert annað en aflatakmarkanir, en ég er hræddur um að það þýddi ekki að bjóða okkur þessum gömlu sem þekkjum óheftar veiðar upp á þetta. Auðvitað hafa veiðarnar áhrif á fiskistofnana. En það er náttúran sjálf sem hefur þó lang- mest áhrif. Það má benda á, að á undanförnum árum hefur alltaf verið veitt meira en það sem fiskifræðingar hafa gefið upp að mætti veiða. Samkvæmt þeirra kokkabókum ætti enginn fiskur að vera í sjónum lengur, en samt er hann alltaf að aukast," sagði Kristján Rögnvaldsson að lokum. -þá Rafmar hf. -Nýtt fyrirtæki á Akureyri Nýtt rafverktakafyrirtæki, Rafmar hf., hefur nú hafið starfsemi á Akureyri. Hluthaf- ar í fyrirtækinu eru níu og hafa átta þeirra áður starfað hjá Slippstöðinni hf. á Akureryri, en fyrir skömmu hættu þeir að vinna þar vegna launadeilna. Að sögn Jóns Kr. Vilhjálms- sonar, hluthafa í Rafmar, mun fyrirtækið sinna allri almennri og sérhæfðri rafverktakaþjónustu og viðgerðum. Fyrirtækið hefur aðsetur að Óseyri 6, á sama stað og Raftækni hf. var áður. Þegar Jón var spurður að því hvernig honum litist á framtíð fyrirtækis- ins sagði hann: „Við erum bjart- sýnir og höldum að það sé góður grundvöllur fyrir þessu hjá okkur. Starfandi rafverktakar hafa haft nóg að gera hér í bæn- um og nágrenninu og við erum vanir allri rafmagnsvinnu, bæði í skipum og húsum.“ EHB Undirbúningur fermingar: Eru 120 þúsund eölilegur kostnaóur? - 270 börn fermd á Akureyri - Veislur allt að 120 manna Nú fer í hönd sá tími sem teng- ist fermingum og þeim undir- búningi sem þeirri athöfn er bundinn. Margir hafa sagt á undanförnum árum að til- standið og „vitleysan“ sem er samfara þessum tímamótum í lífi hverrar kristinnar persónu sé orðið allt of mikið. Að ekki sé talað um þær fermingargjaf- ir sem nú virðast vera sjálf- sagðar. Segja má að þeir sem þurfa að sjá um fermingu barns síns sleppi ekki með minna en 80 til 100 þúsund krónur. Þá er miðað við þær upplýsingar sem blaðið hefur aflað sér í sambandi við undir- búning femingarinnar á heimil- inu. Þegar farið var að skoða þetta mál kom í ljós að kröfur eru mis- miklar. Þó virðist enginn ætla að halda fermingarveislu þar sem gestir eru færri en 25-30 talsins. Tölur um stórar veislur eru allt upp í 120 manns og er þá reiknað með því að matur verði á boð- stólum fyrir þann fjölda. Það fer í vöxt að fermingarbörnin sjálf fái að ráða veisluföngunum og velji þá veislu með kökum og tilheyr- andi. Þó virðist hið sígilda „kalda borð“ vera efst á vinsældalista- num yfir veislukostinn. En það er best að líta á þá liði sem óhjá- kvæmilega tengjast undirbúningi fermingarinnar. Upplýsingar sem prestarnir á Akureyri gáfu okkur upp voru þær að 154 börn verða fermd í Akureyrarprestakalli, en 110-115 í Glerárprestakalli. Þetta eru því tæplega 270 börn. Undirbúningur fermingarinnar hjá prestunum kostar samkvæmt verðskrá, - sem er vísitölubundin, krónur 2640. En þá er það veraldlegi undirbúningurinn. Fyrst er að nefna fatnað, sem er ómissandi fyrir fermingarbarn- ið. Allt er keypt nýtt, yst sem innst. Jakkaföt virðast vera vin- sæl hjá fermingarbörnunum og kosta þau frá 5780 og upp í 10 þúsund krónur. Þá er eftir skyrta og bindi sem meta má á 2500 kr. Skór kosta frá 2300 upp í rúm- lega 3000 kr. Vinsælast í þeim eru mokkasíur á stúlkur en reim- aðir skór á stráka, sem kosta um 3000 kr. í sumum tilfellum er keypt yfirhöfn. Þó er það heldur fyrir strákana og verður leðurjakki oft fyrir valinu. Samkvæmt upplýs- ingum úr verslunum kostar „góður“ leðurjakki um 14 þús- und krónur og þykir „ódýr“. Þá er það sálmabók og tilheyr- andi vasaklútur á 450 krónur. Hárgreiðsla og skreyting í hár (fyrir stúlkur) krónur 750. Hanskar og slæða þykir ómiss- andi hjá mörgum stúlkum og kostar það um 600 krónur. Kyrtlagjald í kirkjunni er krónur 350. Þá er að skoða það sem lýtur að heimilinu og gestunum sem boðnir eru. Samkvæmt upplýs- ingum sem við öfluðum okkur verður engin veisla með færri gestum en 30. Vitað er um 120 manna veislur. Að sjálfsögðu fer þetta eftir stærð fjölskyldu og vinahóps. Kerti, servíettur og blóma- skreytingar gætu kostað um 2500 krónur. Gosdrykkir og annað krónur 5 þúsund. Þá er það maturinn. Frá veit- ingahúsum kostar hið vinsæla kalda borð um 860 krónur á mann. Einnig er boðið upp á svokallað fermingarborð og kost- ar það 690 krónur á mann. Sögðu veitingamenn að hið hefðbundna borð væri vinsælla, enda mun meira af réttum á því borði. Þá er komið að ljósmyndun- inni sem er ómissandi þáttur fermingarinnar. Ljósmyndun kostar frá 4500 til tæplega 5000 króna. Fer það eftir því á hvaða tíma myndatakan fer fram. Þó er það misjafnt eftir ljósmyndastof- um. Eins eru ekki sömu stærðir á prufumyndum frá stofunum, en 12 myndir eru innifaldar í verð- inu frá báðum stofunum á Akur- eyri. Ef fólk vill láta stækka myndir eftir þessum prufum kost- ar það að sjálfsögðu aukalega. Þá er það stærsti hluturinn í tengslum við ferminguna sjálfa. Það er fermingargjöfin. Hljóm- flutningstæki, tölvur, utanlands- ferðir, húsgögn og margt fleira er á óskalista fermingarbarnanna. Þetta eru hlutir sem kosta frá 25 þúsundum og allt upp í 100 þús- und krónur. Ekki skal lagt mat á það hvað af þessu er vinsælast, en áætla má að fermingargjöf handa mörgu barninu sé 30-40 þúsund króna virði. Eflaust hefur eitthvað gleymst, - eða jafnvel einhverju verið ofaukið í þessari upptalningu. Þó er ekki því að leyna að ferming- arveislur af þeirri tegundinni sem talað er um hér, eru ekki óal- gengar hjá fólki í dag. Sé reiknað með fermingar- veislu fyrir um 40 manns, verður kosnaðurinn samkvæmt upptaln- ingunni um 120 þúsund krónur. Þá er gaman að margfalda það með fjölda fermingarbarnanna, sem er 270 börn. Þá er útkoman um 32 milljónir og 4 hundruð þúsund krónur. Það má enginn taka þessa upptalningu svo að hún sé endanleg og örugg, því hjá mörgum er þetta ekki svona íburðarmikið og hjá öðrum má áætla að þetta verði enn íburð- armeira. gej- PASSAMYNDIR TILBUNAR STRAX ÍIIzKDí IJDSMVNDISTOFXI PAl-^ & 23464 Fundur • ■ . með forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, að Hótel KEA, fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30. NORÐLENDINGAR • Hér er boðað til fundar með forsætisráðherra sem náð hefur einstæðum tökum á stjóm efnahagsmála. • Forsætisráðherra sem mjög hefur aukið hróður íslendinga á alþjóða- vettvangi. • Forsætisráðherra sem nýtur vinsælda og álits umfram alla aðra íslenska stjómmálamenn, skv. niðurstöðum skoðanakannana. ALLIR VELKOMNIR Efstu menn B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra koma einnig á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.