Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 16
Alhliða rafverktakastarfsemi og verslun NORÐURUÚS ht RAFVERKTAKAR FURUVÖLLUM 13-600 AKUREYRI SÍMAR (96)25400 & 25401 Þór í 1. deild í handbolta Kampakátir Þórsarar eftir sigurinn á ÍBV í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Með þeim sigri tryggði liðið sér sæti í 1. deild að ári. Árangur liðsins er stórgóður, en liðið kom upp úr 3. deild í fyrra. Næsta ár verða því tvö 1. deildar lið á Akureyri. Mynd: rþb Fjárhagsvandi Leikfélags Akureyrar: „Ekki endalaust hægt að skera niður“ - segir Pétur Einarsson ieikhússtjóri KSÞ Svalbarðseyri: „Munur á stjórn- endum og stjórnar- mönnum“ „Meirihluti þeirra sem ekki fá greiddar launakröfur sínar er tengdur stjórnendum en ekki stjórn KSÞ. Það má að vísu segja að skeggið sé skylt hök- unni en þarna er þó alveg skýr munur á milli,“ sagði Tryggvi Stefánsson á Hallgilsstöðum, stjórnarformaður KSÞ á Sval- barðseyri. í frétt, sem birtist í Degi 24. mars, er talað um að lagaákvæði kveði á um að ríkissjóður ábyrg- ist launakröfur starfsmanna gjaldþrota fyrirtækja. Þó sé ekki heimilt að greiða þeim starfs- mönnum laun sem tengjast þeim stjórnarmönnum eða stjórnend- um fyrirtækis skyldleikaböndum, sem ættu að vita vegna eðlis starfsins að gjaldþrot væri fram- undan. Þegar Tryggvi var spurður að því hvort stjórn KSÞ hefði ekki unnið beint að fjármálum fyrir- tækisins sagði hann: „Nei, nei. Stjórnin sem slík vinnur að því að leggja línurnar en ekki að dag- legum störfum. Þegar rætt er um stjórn í venjulegum skilningi þá er átt við þessa fimm sem eru kosnir, ekki framkvæmdastjóra eða slíka beina stjórnendur. Þeg- ar verið er að kjósa stjórn KSÞ eða annarra kaupfélaga þá er ekki verið að kjósa framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Það er fyrst og fremst skyldleiki við stjórn- endur fyrirtækisins sem um er að ræða.“ EHB Ef marka má viðtökur við aug- lýsingu sem fyrirtækið Hljóð- bylgjan hf. á Akureyri setti í blöð um daginn, eru margir sem hafa áhuga á því að vinna við útvarp. Hljóðbylgjan hf. aug- lýsti í Degi og einu síðdegisblað- anna í Reykjavík. Umsóknar- frestur rann út 25. mars og höfðu þá borist rúmlega 40 umsóknir. Auglýst var eftir útvarpsstjóra, fréttamönnum, auglýsinga- stjóra og dagskrárgerðar- mönnum. Steindór G. Steindórsson sem á sæti í stjórn nýja útvarpsfélags- ins sagöi að margar umsóknanna væru mjög athyglisveröar, í þeim væri aö finna fólk með reynslu í útvarpsvinnu. Ekki veröur ákveðiö með ráðningar starfsmanna fyrr en útvarpsstjóri verður ráðinn. Það „Borgin styrkir Leikfélag Reykjavíkur með því að borga 42 stöður og sá styrkur þróast í kjölfar launabreytinga. Bær- er á góðri leið hjá okkur og standa yfir samningar við aðila sent hugsanlega tekur að sér starfiö," sagði Steindór. Ekki er endanlega ákveðinn útsendingartími stöðvarinnar, en hann verður að öllum líkindum frá kl. 6.30 til miðnættis. Einnig eru hugmyndir um næturútvarp. Fyrst um sinn nást útsendingar Hljóðbylgjunnar hf. suður eftir Eyjafirði. á Akureyri og norður Eyjafjörð. Munu þá staðir eins og Grenivík, Arskógssandur, Dalvík, Hrísey og Ólafsfjörður ná útsendingunum. í sumar á að setja upp sendi í Grímsey og ger- ir hann þaö að verkum að útsend- ingar ættu að nást frá Sauðár- króki austur að Langanesi. Fyrirhugað er aö hefja útsend- ingar síðari hluta aprílmánaðar. gcj- inn greiðir Leikfélagi Akureyr- ar hins vegar upphæð sem svaraði til 7,4 staða nú um ára- mót. Við höfum enga trygg- ingu gagnvart Iaunabreyting- um eins og Leikfélag Reykja- víkur hefur,“ sagði Pétur Ein- arsson leikhússtjóri þegar hann var spurður um fjárhags- vanda L.A. Þessi samanburður Péturs á styrkveitingum er skiljanlegur. Leikfélag Akureyrar setur upp 5 sýningar á leikári. Það gerir Leik- félag Reykjavíkur einnig. Leik- félag Reykjavíkur hefur hins veg- ar margfalt meiri möguleika á tekjum af aðgöngumiðasölu, en samt sem áður er afkoma þess tryggð með veglegri styrkveit- ingu. Ekki sakar að benda á þá staðreynd að margir aðilar njóta góðs af tilvist leikfélagsins. Flugfélög, veitingastaðir, skemmtistaðir og jafnvel hótel fá stærri skerf af útgjöldum leikhús- gesta en leikfélagið sjálft. Pakka- ferðir eru mjög vinsælar og þar er leikhúsferð aðeins einn liður af mörgum. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að réttast væri að þessir aðilar styrktu Leikfélag Akureyrar. „Það er klárt mál að þetta hús nýtur engan veginn réttlætis. Hingað til hefur alltaf verið brugðist við og skorið niður seinni part ársins. Þegar ljóst er hver styrkurinn verður þá er allt- af gripið til þess að skera niður. Enga leikmynd þarna, fámenn stykki o.s.frv. en þetta kemur niður á standardinum. Það er ekki endalaust hægt að skera niður,“ sagði Pétur Einarsson. SS í frétt í ríkisútvarpinu síðast- liðinn fimmtudag var haft eftir Gunnari Arasyni formanni undirbúningsnefndar að fjar- skiptamarkaði á Norðurlandi að samkvæmt nýsamþykktum lögum um uppboðsmarkaði fái aðeins einn aðili leyfi til að starfrækja fiskmarkaö á Norðurlandi og að Fiskmiölun Norðurlands félli undir þessi lög. „Þetta er í annað sinn sem þessi nefnd vitnar á rangan hátt í þessi lög. Þessi starfsemi scm ég er að koma á fót heyrir á engan hátt undir þessi lög og því vil ég lciðrétta þennan misskilning að valið standi á milli þessara tveggja fyrirtækja,“ sagði Hilmar Daníelsson framkvæmdastjóri og Breytingum á Björgúlfi að Ijúka: Til veiða í apríl- mánuði - Heildarkostnaður rúmlega 70 milljónir í dag mun Valdimar Bragason framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Dalvíkinga fara utan til Hollands þar sem unnið hefur verið að endurbótum á einum togara fyrirtækisins, Björgúlfi, síðan í byrjun febrúar. Með honum í för verður hluti af áhöfn skipsins og á hann að sigla skipinu heim. Sett var ný skrúfa á skipið og nýr gír á milli skrúfu og aðalvél- ar. Þetta kemur til með að auka togkraft skipsins til muna auk þess sem eldsneytiseyðsla ntinnk- ar til ntuna. Auk þessa var aðal- vélin tekin upp, „autotrolli“ og grandaravindum komið fyrir og trolldekk endurbætt. Rúmlega viku seinkun varð á verkinu þar sem tækin bárust ekki öll til stöðvarinnar á réttum tíma. Heildarkostnaður við verkið verður rúmlega 70 milljónir. Að sögn Valdimars fer prufu- keyrsla fram nú á fimmtudaginn og ef allt gengur að óskum verður þá siglt af stað heim. Siglingin tekur um vikutíma og verður komið við í Hull þar sent fiskikassar hafa verið í geymslu síðan landað var á leiðinni til Hollands. Björgúlfur verður því að öllum líkindum kominn til veiða fyrri hluta næsta mánaðar. ET stofnandi Fiskntiðlunar Norður- lands í samtali við Dag. Hilmar sagði að sér virtist til- gangurinn nteð þessum ummæl- um vera að vekja tortryggni kaupenda og seljenda í sinn garð því ólíklegt væri að þeir þekktu lögin ekki betur. Á föstudaginn staðfesti fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins þá túlkun Hilmars um að fiskmiðl- anir féllu ekki undir áðurnefnd lög. „Ég hef ekkert á móti sam- keppni um að selja fiskinn. Hins vegar cr það ástæðulaust að telja fólki trú um að einhver laga- ákvæði gefi þessari nefnd sjálf- dæmi í þessu máli,“ sagöi Hilmar að lokum. ET Hljóöbylgjan hf.: Útsendingar hefjast í apríl - rúml. 40 umsóknir um störf hjá stöðinni Fisksölumál á Norðurlandi: „Tilgangurinn er að vekja torbyggni“ - segir Hilmar Daníelsson um túlkun Gunnars Arasonar á lögum um uppboðsmarkaði fyrir fisk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.