Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 7
Sæluvika Skagfirðinga: Góðir gestir á kirkjukvöld Góðra gesta er von á kirkju- kvöld sem haldin verða í Sauð- árkrókskirkju í kvöld og annað kvöld. I kvöld mun Omar Ragnarsson flytja ræðu kvöldsins og annað kvöld verð- ur sr. Birgir Snæbjörnsson ræðumaður, og Geysiskvart- ettinnn frá Akureyri mun einn- ig syngja nokkur lög. Fyrra kvöldið mun Tim Beilby leika á fiðlu og Rögnvaldur Val- bergsson og Sveinn Sigurbjörns- son leika saman á orgel og trompet. Bæði kvöldin mun Kirkjukór Sauðárkróks syngja undir stjórn Rögnvaldar Val- bergssonar við undirleik Tim Beilby. Einn af kórfélögunum Ragnhildur Óskarsdóttir mun syngja einsöng. Kirkjukvöld í Sauðárkróks- kirkju eru orðin fastur liður í dagskrá Sæluviku, sem nú stend- ur yfir á Króknum. Hófst hún með forsæludansleik á föstudags- kvöld og á dagskrá laugardagsins voru dansleikir fyrir börn og unglinga, skemmtun hjá nemendum efra stigs grunnskól- ans og kvikmyndasýning. Barna- messa og almenn messa voru á dagskrá sunnudagsins, og í vik- unni mun fólki gefast kostur á að horfa á tvö leikrit, margar kvik- myndasýningar verða haldnar og um næstu helgi tveir dansleikir. Með seinni dansleiknum mun hinni eiginlegu sæluviku ljúka aðfaranótt sunnudags. Pá verður lokadansleikurinn í Bifröst og Græni salurinn opinn fyrir þá sem áhuga hafa á söng. -þá Samvinnuferðir - Landsýn: 30 þúsund farþegar 1986 Hinn 18. mars sl. var haldinn aðalfundur Samvinnuferða - Landsýnar hf. Fundurinn var fjölsóttur og má segja að nær allir hluthafar í fyrirtækinu eða fulltrúar þeirra hafi setið fundinn. A aðalfundinum var lagður fram ársreikningur fyrirtækisins fyrir árið 1986. Kemur þar m.a. fram að velta Samvinnuferða - Landsýnar hf. á síðastliðnu ári nam um 592 milljónum króna. Hagnaður ársins var um 9.542 þúsund krónur, eftir að tekið hafði verið tillit til opinberra gjalda að fjárhæð 9.809 milljónir. Fjöldi slarfsmanna á launaskrá var 234. í yfirliti Helga Jóhannssonar, framkvæmdastjóra, kom fram að rekstur skrifstofunnar hafði á síð- asta ári gengið mun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona og varð veruleg aukning á fjölda farþega, hvert sem farið var. Farþegar í skipulögðum hópferðum voru 11.833, en far- þegar í áætlunarflugi 11.450. Innanlandsdeild fyrirtækisins tók á móti um 7.000 erlendum ferða- mönnum, og samtals nam því farþegafjöldi ferðaskrifstofunnar 30.283. Fundurinn samþykkti að gefa út jöfnunarhlutabréf að fjárhæð um 12,6 milljónir króna. Heild- arhlutafé félagsins eftir útgáfu jöfnunarhlutabréfa nemur því um 21,8 milljónum. Sannarlega tími til kominn. Fæstir hafa efni á að sjóða fisk- inn sinn daglega í hvítvíni. Allir hafa efni áMYSU - þið notið hana í staðinn. Mysan hefur mjög svipuð áhrif á bragðgæðin, auk þess sem súrinn hefur þau áhrif að eggjahvítuefni físksins hleypur fyrr og lokar sárinu, en það tryggir varðveislu næringarefnanna. Hvemig væri að prófa eina uppskrift? SOÐIN LÚÐA OG LÚÐUSÚPA: V2 l mysa, Vi l vatn, 2 tsk. salt, 4 lárviðar- lauf 800 g stórlúða, 10-12 sveskjur, 1-2 msk. rúsínur, Vi dl vatn, 1 msk. hveiti, 2 msk. sykur, 2 eggjarauður, 1 dl kaffirjómi (má sleppa). Blandið saman mysu, vatni og salti og látið suðuna koma upp. Setjið lúðuna í sjóðandi soðið og látið hana bull- sjóða í 1-2 mín. Takið pottinn af hellunni og látið fiskinn bíða í soðinu um stund. Færið hann síðan upp á fat og byrgið, til þess að halda honum heitum. Skolið sveskjur og rúsínur og sjóðið í soðinu í 5-10 mín. ásamt lárviðar- laufi. Búið til hveitijafning og jafnið súp- una. Látið sjóða í 5 mín. Þeytið eggja- rauður og sykur í skál. Jafnið nú súpunni út í eggjarauðurnar og hellið henni síðan út í pottinn og hitið að suðu. (Má ekki sjóða). Bragðbætið að síðustu með rjóm- anum. Berið fram soðnar kartöflur, smjör, gúrku og tómata með lúðunni og borðið súpuna með. Nú œtti nýji MYSUBÆKLINGURINN að vera kominn í flestar matvöruverslanir, fullur afgóðum og auðveldum uppskriftum. Njóttu góðs af - nœldu þér í ókeypis eintak. Mjólktundagsnefnd Það hemst til shila í Degi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^"^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.