Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 13
30. mars 1987 - DAGUR - 13 __af erlendum vettvangi. Hákarlar geta lært Enda þótt hákarlar hafi helst orð á sér fyrir að vera hin verstu átvögl, eru þeir alls ekki hæfileikasnauðir. Þjálfurum hjá Aval Oceans Systems Centre í San Diego hefur tekist að fá unga hákarla til að leysa sömu verkefni og hinir gáfuðu höfrungar voru áður æfðir til að leysa. - Við vildum komast að því, hvað hákarlinn gæti lært. Við töldum, að hann væri greindari en af er látið. Hákarlinn er t.d. heppilegur til að finna hluti á hafsbotni, segir Scott Johnson, sem er einn áhuga- samasti þjálfarinn. Þegar um það er að ræða að leita á botninum, er mikið hagræði að því fyrir hákarl- inn að þurfa ekki upp á yfirborðið til að draga andann. Johnson segist hafa byrjað þjálfunina, þegar hákarlarnir voru um það bil þriggja feta langir. Hann notaði sömu aðferðir og við höfrunga. Hákarlarnir fengu meira að segja að borða úr hendi hans. Þeir lærðu að hlýða bjöllumerkjum og rafsnertingu. Smám saman lærðu átvöglin að sækja ýmsa hluti til þjálfarans, þegar kallað var á þá. (videnskab for aiie 1/87. - t>ýð. þ.j.) SOfiirvafiiingar breyta sögu Biblíunnar Blódsugumar komnar aftur - Iglur á ný teknar í þjónustu læknisfræðinnar Tveir litlir silfurvafningar, sem fundist hafa, munu leiða til endurskoðunar á sögu Biblí- unnar, telur blaðið Discover. Ástæðan er sú, að þeir gefa vís- bendingu um, að Mósebækurnar hafi verið skrifaðar fyrr en hing- að til liefur verið talið. Flestir Biblíukönnuðir hafa dregið í efa, að það hafi verið Móses, sem skrifaði Mósebæk- urnar. Menn hafa talið, að þær hafi verið skrifaðar miklu síðar og verið ritaðar á löngu árabili, en ritun þeirra hafi lokið seint á fimmtu öld fyrir Krist, eftir her- nám Babylóníumanna á sjöttu öldinni. Aðeins bókstafstrúarmenn hafa haldið fast við það, að Mós- es hafi sjálfur skrifað bækurnar á Sinaífjalli á þrettándu eða fjórt- ándu öld f.Kr. En við uppgröft í Jerúsalem fann svo Gabriel Barkey, forn- leifafræðingur við háskólann í Tcl Aviv, þessar tvær silfurrúllur, sem einhvern tíma hafa vcrið bornar sem verndargripir. Silfrið hefur verið barið út, þar til það var orðið þunnt ens og vindlinga- pappír, og það var einstakt þolin- mæðisverk að vefja rúllurnar upp. Þegar það loks hafði tckist, sáu menn, að á silfrið hafði verið skrifað með svo smáu letri, að jafnvel undir smásjá var ótrúlega erfitt að lesa það. En textinn reyndist vera á forn-hcbresku og skrifaður við lok sjöundu cða byrjun sjöttu aldar f.Kr. Eða með öðrum orðum ca. 60 árum fyrir herleiðinguna til Babylon og minnst 500 árum fyrr en næstelsta Biblíuhandrit, sem þekkt er, var skrifað - Jesaja-vafningurinn, sem er meðal þeirra vafninga er fundust við Dauðahafið. Það sem mesta athygli vakti við rúllurnar var, að þar var nafn Guðs letrað að hætti Gamla testa- mentisins, YHWH (Jahve), en það orð tóku trúaðir gyðingar sér aldrei í munn. Aðeins æðstu prestum leyfðist að nota þetta nafn og textinn á vafningunum virðist vera blessunarorð prest- í byrjun áttunda áratugarins varð bandaríska fjölskylduhljóm- sveitin The Osmonds heimsfræg eftir að hafa komið fram í skemmtiþætti Andy Williams. Smellir eins og „One Bad Apple“ gerðu þessa strangtrúuðu morm- ónafjölskyldu að milljónamær- ingum. Síðustu tónleikar þeirra anna í 4. Mósebók. Þannig að enda þótt þessi fundur sanni ekki að Móses hafi skrifað Mósebækurnar, þá bendir hann til þess, að bækurnar hafi að minnsta kosti verið ritaðar áður en gyðingarnir voru reknir burtu úr Jerúsalem. (fýtt. - t>.j.) voru árið 1982. Nú reynir elsti bróðirinn, Alan, 37 ára, að halda við Osm- ondshefðinni með sonum sínum. Þeir eru á aldrinum tveggja til tíu ára og heita Nathan, Michael, Douglas, David, Scott og Jon- athan. Drengirnir sex hófu söng- feril sinn í kirkjukórnum í Salt Árþúsundum saman áður en tölvuskjáir eða gervihjartað Jarv- is 7 litu dagsins Ijós, lét enginn læknir með snefil af sjálfsvirð- ingu sér til hugar koma að fara í sjúkravitjun án þess að hafa með- ferðis birgðir af Hirudo medicin- alis faldar í svörtu töskunni sinni. Þessir slepjulegu grágrænu liðormar - almennt nefndir blóð- iglur - voru ómissandi við með- ferð hvers konar krankleika, allt frá háum blóðþrýstingi til liða- gigtar. Síðar hættu læknar að mestu að nota þá og sjúklingar voru því fegnir að losna við litlu blóðsugurnar. En á síðustu árum hafa iglur á ný haldið innreið sína á svið nútíma læknisfræði, eins og Roy Sawyer getur best borið um. Líffræðingur þessi, fæddur í Ameríku, rekur Biopharm, iglu- bú í Wales, sem á síðasta ári seldi þessi litlu, illræmdu kvikindi, til sjúkrahúsa og rannsóknarstofnana um allan heim fyrir jafnvirði 100 þúsund sterlingspunda og hefur hlotið bresku framfaraverðlaunin til smáfyrirtækja fyrir rannsóknir og iðnþróun. Staðbundin blæðing: Á hverju byggist þessi nýi markaður fyrir iglur? í breskum, frönskum og ýmsum amerískum stofnunum eru þær notaðar eftir skurðað- gerðir undir smásjá til að ráðast að nýju á ýmsa litla líkamshluta eins og fingur, tær eða nef. Skurðlæknar verða fyrir því, þeg- ar þeir tengja á ný enda, sem skorist hefur af líkamshluta, að hann eyðileggist á skömmum tíma vegna þess að smágerðum æðum í honum hættir til að stíflast. Igla, sem komið er fyrir á þessum líkamshluta, losar hins vegar um stíflur í litlum æðunum. Iglan sýgur til sín svo sem 30 grömm af blóði, sem þýðir nokk- uð langvarandi blæðingu á þess- Lake City. Þeir hafa einnig kom- ið fram í hálftíma þætti í staðar- sjónvarpinu sem helgaður var þcim. Á hverjum morgni áður en þeir fara í skólann æfa þeir sig. Til þess þurfa þeir að vakna kl. hálf sjö. (Stcrn 44/86 - Þýö áí) um stað, síðan dettur hún niður. Eftir nokkra daga er blóð sjúkl- ingsins farið að renna eðlilega um þennan ágrædda líkamshluta. Það er ekki oft, sem skurðlæknar grípa til iglanna, „en sjáið þið til, þegar þú eyðir heilli nótt til að festa fingur eða eyra á að nýju, þá grípur þú til allra ráða, sem þú þekkir," segir dr. Joseph Upton við Boston's Brigham and Women’s sjúkrahúsið. Ennþá áhugaverðara fyrir framtíðina telur Sawyer þó vera þá lyfjafræðilegu möguleika, sem kunni að felast í munnvatni Hir- udo medicinalis. Hirudin, efni sem finnst í evrópsku iglunni, hindrar blóðstorknun. Hementin, hlið- stætt efni, sem Sawyer einangraði hjá iglutegund á Ámazon-svæð- inu, leysir upp blóðkekki, sem þegar hafa myndast. Það virðist líka vera deyfiefni í munnvatn- inu, trúlega til að koma í veg fyrir sársauka hjá þeim, sem iglan er að draga til sín fæðu frá eða þeg- ar hann strýkur kvikindið burtu Gráöug í drykkinn: Sawver líffræðingur og hjálpardýr. af húð sinni. Loks inniheldur munnvatnið orgelaso, efnakljúf, sem eykur blóðstreymi til vefja, þar sem iglan er að afla sér fæðu. Sawyer telur, að þessi efni, sem varna storknun, svo og orgelase, geti reynst gagnleg við meðferð þeirra, sem verða fyrir hjarta- áföllum, með því að örva blóð- streymi til hjartavöðva, sem kransæðarnar sjá ekki lengur fyr- ir nægri næringu. „Ég tel, að vökvar, sem blóðsugu-kvikindin gefa frá sér séu jafn mikilvægir gagnvart sjúkdómum í blóðrásar- kerfinu og penicillin var gagnvart smitsjúkdómum," segir hann. Þessi 44 ára gamli líffræðingur hóf rannsóknir sínar á iglum í örveru-líffræðideild Berkley- háskóla í Kaliforníu. Búskap sinn í Wales hóf hann fyrir þrem- ur árum og elur upp átta tegundir í þriggja metra þróm, sem hafðar eru í herbergjum með sérstakri hitastillingu. Sawyer tekur það fram, að iglueldi sé ekki auðvelt. „Iglurnar eru mjög viðkvæmar," segir 'narm. „Þetta er ekki ólíkt því að rækta orkideur." Iglurnar ná fullum þroska á sex mánuðum og hver igla fæðir af sér um það bil 150 afkvæmi í einu. En sé hita- stigið ekki hárrétt verður við- koman engin. Umhirða og fóðr- un iglanna er að öðru leyti ekki svo erfið. Þegar igla hefur sogið blóð í 20 mínútur hefur hún fimmfaldað líkamsþunga sinn og þarf ekki á annarri máltíð að halda næsta árið. (Newsweek 5/87. - Þýö. Þ.J.) Draumar um glæsta framtíð. Osmondsbörnin, Nathan, Michael, Douglas, David, Scott og Jonathan með Alan, föð ur sínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.