Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 30. mars 1987 61. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta! FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 - Pósthólf 198 gæðaframköllun W Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Laugar í Reykjadal: Nýr framhaldsskóli næsta haust Að öllum líkindum mun næsta haust taka til starfa nýr fram- haldsskóli á Laugum í Reykja- dal. Þar mun fara fram tveggja ára kennsla á bóknámsbraut, matvælatæknabraut, íþrótta- braut og viðskiptabraut. Skólastjóri og skólanefnd Héraösskólans á Laugum lögðu nýlega fram tillögu um rekstur framhaldsskóla á Laugum. Grundvöllur þeirra tillagna var sameining héraðs- skólans og húsmæðraskólans í einn framhaldsskóla. Að sögn Steinþórs Þráinssonar skólastjóra héraðsskólans stend- ur lítill hópur kvenna, með fyrr- um skólastýru í fararbroddi í vegi fyrir sameiningu skólanna. Á þessu strandaði málið, og skömmu eftir að áðurnefndar til- lögur voru sendar til ráðuneytis var sett á fót nefnd, undir forsæti Halldórs Blöndal, til þess að fjalla um framtíð Húsmæðraskól- ans. í framhaldi af þessu var safnað 811 undirskriftum í héraði um stuðning við tillögur um samein- ingu skólans. Þessar undirskriftir voru afhentar ráðherra, en til þessa hafa starfsmenn ráðuneytis haldið því fram að ekki væri vilji fyrir sameiningunni hjá heima- mönnum. Fyrir helgina héldu svo skóla- stjóri og skólanefndarformaður héraðsskólans á fund Sverris Hermannsonar. Að sögn Stein- þórs er nú farið að vinna með til- lögur þeirra hjá ráðuneytinu og eiga niðurstöður að liggja fyrir í apríl. „Ráðherra sagði mér að miða kennararáðningar og annan undirbúning fyrir næsta vetur við þessar tillögur okkar,“ sagði Steinþór í samtali við Dag. ET Borgaraflokkurinn: Býður fram um allt land Nú er Ijóst orðið að í Norður- landi eystra verða níu listar í boði í komandi kosningum til Alþingis og átta listar í Norðurlandskjördæmi vestra . Þetta varð Ijóst á föstudaginn þegar hinn nýstofnaði Borgara- flokkur undir forystu Alberts Guðmundssonar tilkynnti framboð í öllum átta kjördæm- um landsins. Bæjarstjóri á Húsavík: 5 umsóknir Fimm umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra á Húsavík. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út á föstudag og höfðu þá fimm umsóknir borist. Fleiri umsóknir gætu þó hafa verið póstlagðar áður en umsóknar- frestur rann út. Bjarni Aðalgeirs- son bæjarstjóri vildi ekki upplýsa hverjir hefðu sótt um stöðuna, þar sem ekki er búið að kynna umsóknirnar fyrir bæjarráði. 1M Mjög ólíklegt var talið að boð- ið yrði fram á Norðurlandi eystra en heyrst hafði að um einhvers konar samstarf við framboð Stef- áns Valgeirssonar yrði að ræða. í þremur efstu sætum listans í Norðurlandskjördæmi vestra eru Andrés Magnússon yfirlæknir, Siglufirði, Hrafnhildur Valgeirs- dóttir hárgreiðslukona, Blöndu- ósi og Runólfur Birgisson skrif- stofumaður, Siglufirði. I efstu sætum flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra sitja Guðmundur Lárusson deildarstjóri, Akureyri, Val- gerður Sveinsdóttir verslunar- maður, Akureyri og Héðinn Sverrisson verktaki, Mývatns- sveit. Kosningastjóri þar er Matt- hías Gestsson kennari. Nú er unnið að gerð endan- legrar stefnuskrár flokksins og sagðist Guðmundur Lárusson ekkert vilja segja um helstu bar- áttumál fyrr en hún væri fulIgerð.„Þetta er hægrisinnaður lýðræðisflokkur sem byggist upp á fólki með frjálsar skoðanir,“ sagði Guðmundur. ET Á föstudaginn gangsetti Gígja Birgisdóttir feguröardrottning fóðurverk- smiðju Istess við hátíðlega athöfn. Á myndinni sést hvar Gígja þrýstir á ræsi- hnappinn en Einar Sveinn Olafsson verksmiðjustjóri fylgist með. Mynd: EHB Kennaradeilan: Óljós staða Mikil fundahöld voru í kjara- deilu rikisins viö kennara í HIK um helgina. A laugardag- inn lagöi samninganefnd ríkis- ins frain nýtt tilboö í deilunni og varð það til þess aö aukinn- ar bjartsýni gætti um að samn- ; ingar tækjust um helgina. Svo varð þó ekki. Samningafundur stóð til klukkan 20.00 á föstudagskvöldið og þá var haldinn fundur í full- trúaráði HÍK sem stóð til mið- nættis. Klukkan 13.00 á laugar- dag hófust samningaviðræður að nýju og stóðu mestallan daginn. 1 gær hófst samningafundur klukkan 10.00 unt morguninn og stóð hann enn þegar blaðjð fór í prentun. Hlé var gert á fundinum meðan kennarar héldu fjölmenna baráttusamkomu í skemmti- staðnum Brodway. Báðir samningsaðilar höfðu í gær ítrekað lýst yfir vilja sínum til að binda enda á verkfallið sem nú hefur staðið í tvær vikur. Hvorugur vildi þó spá neinu ákveðnu um það hvenær þetta yrði og í gær virtist heldur hafa dregið úr þeirri bjartsýni sem ríkti á laugardag og segja má að staðan hafi verið óljós. Þó virðist inega ætla að samkomulag takist á næstu tveimur til þremur dögum. ET Skíðaskip til Akureyrar: Bæjarábyrgð samþykkt - Ferðamannastraumurinn ti{ Norðurlands mun aukast verulega“ segir Örn Snorrason „Þetta þýðir byltingu í ferða- málum norðanlands.“ sagði Orn Snorrason, en hann mun nú í félagi við bróður sinn, Hauk Snorrason, festa kaup á skíðaskipi sem mun fara með ferðamenn á ýmsa staði við Eyjafjörð og víðar á Norður- landi í sumar. Bæjarráð Akur- eyrar hefur samþykkt að veita einfalda ábyrgð bæjarsjóðs að upphæð 6 milljónir króna vegna kaupanna. Félag þeirra bræðra heitir Norðurskip hf. og verða bækistöðvar þess á Akureyri. Kostar rúmlega 100 þúsund að ferma bam? Tími ferminga fer í hönd og þar af leiðandi mikiö að gera í sambandi við undirbúning á mörgum heimilum. Við hringdum í nokkra aðila sem veita þjónustu sem tengist þessari athöfn og veislum á einhvern hátt og fengum upp- gefinn kostnað á ýmsum vör- um og þjónustu. Það kemur í I jós að veislur þar scm gestir eru færri en þrjátíu þekkjast varla. Eru þær allt upp í 120 manna. 1 lauslegum útreikningum blaðsins kemur í Ijós að venjuleg 40 manna veisla og allur undir- búningur kostar rúmlega 100 þús- und krónur. Að þessu sinni verða fermd um 270 börn á Akureyri og verður þá heildarkostnaðurinn rúmlega 32,4 milljónir króna. Auðvitað ber að taka þessar tölu rneð fyrirvara, en við fjöll- um betur um þctta á bls. 5 í dag. gej- Þegar Örn var spurður nánar út í málið sagði hann: „Skipið er pólskt og það var smíðað árið 1977. Það er ellefu metra breitt og þrjátíu og fimm metra langt og þannig gert að það lyftir sér upp á skíðum þegar það kemst á skrið. Það gengur þrjátíu og sex mílur á klukkustund og getur flutt hundrað og tuttugu farþega auk varnings. Við rnunurn sinna farþega- og vöruflutningum til Hríseyjar, Grímseyjar, Siglu- fjarðar og Húsavíkur. Kaupverð skipsins er tíu milljónir króna en Hrísey og Grímsey ábyrgjast sína milljónina hvor. Við bræðurnir leggjum fram tvær milljónir og samkvæmt beiðni Bæjarráðs Akureyrar verður hlutafé aukið um tvær milljónir króna." „Ég væri ekkert að þessu ef ég vissi ekki fyrir víst að skipiö hent- ar vel þeim verkefnum sem markaður er fyrir. Ég hef verið bæði skipstjóri og stýrimaður á svona skipum og ég veit hvað ég er að tala um. Það er ekki hægt að bera þetta saman við venju- legar strandferðir því skipið er svo gangmikið að við erum ekki nema eina klst. og 40 mínútur að sigla til Grímseyjar með viðkomu í Hrísey. Við höfum fundið mikl- ar og góðar undirtektir við þetta mál hjá fólki og íerðaskrifstof- urnar standa með okkur í þessu. Ég spái því að þetta eigi eftir að auka ferðamannastrauminn mik- ið til þeirra staða sem við förum til, það er öruggt mál,“ sagði Örn að lokum. EHB Lögreglan: Mikið spurt um færð Tíu árekstrar voru um helgina á Akureyri. Allir voru þeir smávægilegir nema einn. Á Sauðárkróki urðu tveir árckstrar og á Húsavík varð einn allharður árekstur. í gærmorgun var nokkuð hvasst víða á Norðurlandi og meðal annars þurfti að fresta skíöamóti sem vera átti á Siglu- firði. Matthías Einarsson lögreglu- varðstjóri á Akureyri sagði í sam- tali við Dag að mikill fjöldi fólks hefði hringt í gærmorgun til að spyrja um færð á Öxnadalsheiði. Þar sem engar upplýsingar væri að fá hjá Vegagerðinni um helgar, ættu þeir því miður erfitt með að svara slíkum fyrirspurn- um. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.