Dagur - 03.04.1987, Page 5
3. apríl 1987 - DAGUR - 5
„ Býst við
mikilli keppni
- segir Þröstur Guðjónsson
formaður skíðaráðs
//
Riiiing...
íþróttaskemman.
- Góðan dag, er þetta
Pröstur?
- Já, það er hann.
- Sæll vertu, Stefán Sæ-
mundsson hér á Degi.
- Já, komdu sæll.
- Pú sem formaður Skíðaráðs
Akureyrar getur væntanlega
frætt mig um Unglingameistara-
mót íslands á skíðum sem fer
fram í Hlíðarfjalli um helgina.
Segðu mér til dæmis hvað eru
margir keppendur og hvaðan
þeir koma.
- Já, það skal ég gera. Kepp-
endur eru frá Reykjavík, Isa-
firði, Siglufirði, Dalvík, Ólafs-
firði, Akureyri, Húsavík, UÍA
og Ólafsvík sem ekki hefur áður
sent keppendur á slíkt mót.
Skráðir keppendur eru 162 og
skiptast þannig að það eru 18 í
göngu, 3 í stökki og 141 í alpa-
greinum.
- Hvenær hefst síðan mótið?
- Það verður sett í kvöld í
Akureyrarkirkju. Þar verður
meðal annars á dagskrá tón-
listarflutningur og flugeldasýn-
ing að setningu lokinni. Á morg-
un verður keppt í flokki 15-16
ára og 13-14 ára flokki stúlkna
og drengja, svigi og stórsvigi.
Við byrjum klukkan hálf tíu og
verðum að til klukkan þrjú.
Keppni í göngu hefst hálf ellefu
og það má búast við að henni
ljúki um hálf tvö. Sunnudagur-
inn verður ósköp svipaður hvað
alpagreinar varðar en þá verður
einnig keppt í stökki og byrjar
það klukkan tvö. Á mánudaginn
verður keppt í boðgöngu og
flokkasvigi. Lágmarksfjöldi er
þrír í sveit í boðgöngu en fjórir í
flokkasvigi.
- En segðu mér Pröstur, nú
þegar Fjallið er undirlagt af
mótinu þýðir þá nokkuð fyrir
almenning að fara á skíði?
- Jú, jú, vissulega. Þetta er
mjög útbreiddur misskilningur.
Lyfturnar eru opnar fyrir alla,
keppendur hafa engan forgang í
ákveðnum svæðum en það er
samt sem áður nóg af svæðum
fyrir almenning. Aðstaðan í
Hlíðarfjalli leyfir það að halda
stór mót og að hafa opið fyrir
almenning samtímis. Síðan er
þetta auðvitað kjörið tækifæri
fyrir fólk að sjá þetta efnilega
skíðafólk sem er farið að banka
á bakið á því besta.
- Já, keppendur eru upp í
16 ára, ekki satt?
- Jú, og í öllum héruðum eru
efnilegir krakkar og margir
mjög góðir. Ég býst við því að
það verði þarna mikil keppni
um sætin, allir reyna að ná sér í
gott sæti, þannig að þetta á eftir
að vera mjög spennandi.
- Verður ekki einhvers konar
lokahóf að lokinni keppni eins
og títt er?
- Jú. Að lokinni keppni
klukkan þrjú á mánudag verður
mótinu slitið með verðlauna-
afhendingu í Alþýðuhúsinu. Þar
býður bæjarstjórnin keppendum
og starfsliði í kaffi.
- Já, fyrst þú minnist á
starfslið. Parf ekki mikinn fjölda
starfsmanna við svona stórt mót
og fer ekki mikill tími í undir-
búning?
- Til þess að halda mót sem
þetta þurfum við að eiga góða
að. Starfsemi okkar byggist á
betli, styrkjum og æfingagjöld-
um og við höfum fengið mjög
góðar undirtektir. Við þetta mót
fáum við sérstakan stuðning frá
Slippstöðinni, Kaffibrennslunni
og Mjólkursamlaginu. Enda
væri þetta ógjörlegt án aðstoð-
ar. Lauslega áætlað kostar
svona mót 200 þúsund og er þá
sjálfboðavinna ekki talin með.
Sjálfboðavinnan er í því fólgin
að 10-15 manns innan skíða-
ráðsins eru að vinna að og við
mótið til lengri eða skemmri
tíma. Það er langt síðan við
byrjuðum að undirbúa þetta
mót til dæmis. Og á meðan mót-
ið stendur yfir áætlum við að 50-
60 sjálfboðaliðar vinni við það
allan tímann. Við þurfum
örugglega hátt í 15 manns til að
I
:
gæta brautanna því þarna verða
nokkrar brautir í gangi. Án
sjálfboðaliðanna væri ekki hægt
að halda mót sem þetta og vil ég
nota tækifærið til að þakka öll-
um veittan stuðning, sérstaklega
þeim fyrirtækjum sem aðstoða
okkur við unglingameistara-
mótið.
- En ert þú ekki aðal drif-
fjöðrin í starfseminni. Ber ekki
að þakka þér sérstaklega
Pröstur?
- Ég er bara einn af þessum
stóra hópi. Það er geysilegur
áhugi innan skíðaráðsins og
þetta er mjög öflugur og áhuga-
samur hópur. Þetta hvílir ekkert
sérstaklega á herðum mér, það
er samtakamátturinn sem gerir
það að verkum að þetta er fram-
kvæmanlegt.
- Hvar gistir allt þetta fólk
sem kemur hingað til keppni?
- Skíðastaðir taka inn ákveð-
inn hóp en annars höfum við
þurft að leita til allra aðila í
bænum sem bjóða upp á gist-
ingu fyrir hópa. Aðsóknin hing-
að hefur verið geysileg og stund-
um erfitt að fá gistingu. Sem
betur fer er þetta leyst og við
fáum aðstoð frá Æskulýðsráði
Akureyrar. Jafnvel þurfum við
að leita til Félagsmiðstöðvarinn-
ar í Lundarskóla.
Að lokum Þröstur, hvað viltu
segia um veðrið?
Ég spái aldrei í veðrið fram í
tímann, en auðvitað erum við
háðir veðri. Við gerum ekkert
nema það sé þokkalegt veður.
Við frestum mótinu frekar en að
tefla á tvær hættur. En við skul-
um vona að heppnin verði með
okkur. Veturinn er búinn að
vera mjög góður og við höfum
staðið í mótahaldi frá síðustu
helgi í janúar og verðum að
fram undir síðustu helgi í apríl.
Þá verða Andrésar Andar
leikarnir.
- Ég þakka þér fyrír spjallið
Pröstur og vona að ykkur takist
að halda unglingameistaramótið
um helgina.
- Þakka þér sömuleiðis. SS
...
.:’v
Söngsveit Hlíðarbæjar.
Samsöngur
í Hlíðarbæ laugardaginn 4. apríl kl. 2 e.h.
Stjórnandi og undirleikari: Ragnar Jónsson.
Einsöngvari: Þór Sigurðsson.
Fjölbreytt efnisskrá.
Hestaáhugafólk
Akureyri — Eyjafirði
Fræðslufundur á Hótel KEA sunnudaginn 5. apríl kl.
20.00. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur
flytur erindi og sýnir myndir af síðasta landsmóti og
fjallar einnig um væntanlegt fjórðungsmót.
Mætum vel og stundvíslega.
Fræðslunefnd Léttis.
Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga.
Sambyggð
ferðatæki
PANASONIC
0HITACHI
Margar gerðir.
Verðfrá
kr. 3.985,00.
w
mm m mm w
ÍUIWiBUÐ/N S 22111
8UNNUHUÐ
Því ekki að byrja
leikhusferdina hjá okkur
Opnum fyrir matargesti kl. 18.00
HÖFÐABERG - HÓTEL KEA
•
Dansieikur
laugardagskvöld 4. apríl
Hljómsveitin Helena fagra
leikur f/f kl. 03.00
Verið velkomin.
HÓTEL
/jj
■■ ^JC *■■■
KEA AKUREYRI