Dagur - 03.04.1987, Page 8

Dagur - 03.04.1987, Page 8
8 -DAGUR - 3: apríl 1987 Landbúnaðarráðstefiia Laugarborg 10. apríl kl. 20.00. AÐLÖGUN OG UPPBYGGING Landbúnaðarráðstefina framsóknarflokksins. Frummælendur: Jón Helgason, landbúnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Guðmundur Stefánsson Fundarstjóri: Sveinn Jónsson. Það kemst til skila í Degi Áskrift og auglýsingar ® (96) 24222^^ Unglingameistaramót íslands á skíðum: Frestast um einn dag Vegna veðurs hefur dagskrá Unglingameistaramóts íslands á skíðum farið úr skorðum. Setningin átti að fara fram í Akureyrarkirkju í gærkvöld og keppnin sjálf að hefjast í Hlíð- arfjalli í dag. Forsvarsmenn SRA sem er framkvæmdaaðili mótsins hafa ákveðið að flytja dagskrá mótsins því aftur um einn dag. Það þýðir að mótið verður sett í kvöld kl. 19 í Akureyrarkirkju og á morg- un hefst keppnin í Hlíðarfjalli. í blaðinu í gær er dagskrá mótsins eins og hún var upphaflega ákveðin en hún færist nú öll aftur um einn dag og mótinu lýkur því á mánudag. Úrslit í bikarnum Úrslitaleikirnir í bikarkeppni Blaksambands íslands í flokk- um karla og kvenna fara fram á laugardaginn. í karlaflokki leika KA og ÍS en UBK og ÍS í kvennaflokki. Leikirnir fara fram í íþrótta- húsinu í Digranesi í Kópavogi og hefst karlaleikurinn kl. 14 en kvennaleikurinn hefst strax að honum loknum. Páll Jóhannesson: Söngtónleikar Páll Jóhannesson óperusöngv- ari heldur tónleika um helgina á Akureyri og Húsavík. Páll hefur sungið í vetur við ýmis tækifæri og hefur hann fengið góðar viðtökur áheyrenda. Páll hefur dvalist um árabil á Ítalíu við nám hjá færustu kennurum. Tónleikarnir á Akureyri verða á laugardaginn í Samkomuhúsinu kl. 16.00. Þá mun Páll syngja í Húsavíkurkirkju á sunnudaginn kl. 16.00. Á efnisskránni, sem er mjög fjölbreytt. eru m.a. lögeftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sig- valda Kaldalóns, Beethoven, Verdi og Donizzetti. Páll er nú að undirbúa hljómplötuútgáfu og vafalaust munu margir vilja hlýða á söng hans. EHB af erlendum vettvangi. Smjöiflöll og vínhöf - eru að sliga efnahag ríkja í Vestur-Evrópu Árum saman hafa Evrópumenn vanist við það, að verulegur hluti skattgjalda þeirri rynni til kaupa á umframframleiðslu af víni, smjöri og kjöti. Stöðug þörf á að fjármagna „smjörfjöll“ og „vín- tjarnir" virtist hóflegt gjald til að viðhalda góðri afkomu í landbún- aðinum. En nú er dæmið orðið alvarlegra en áður hefur þekkst. Söfnun birgða af landbúnaðar- vörum og kostnaður við geymslu þeirra hefur náð því marki, að lengra verður ekki haldið, ella er hætta á að Evrópubandalagið verði gjaldþrota innan eins eða tveggja ára. Thatcher hin breska, sem að undanförnu hefur setið í forsetastól Bandalagsins er ákaf- ur talsmaður þess að skera útgjöld þessi niður til mikilla muna eða jafnvel hætta þeim með öllu. Og það er ekki að ástæðu- lausu, að Thatcher er áhyggju- full. Óseljanlegar birgðir hafa þrefaldast síðan 1984. Birgðir undanrennudufts hafa aukist um 50 prósent og umfang smjörfjalls- ins tvöfaldast. Skattborgarar Vestur-Evrópu kosta geymslu 16 milljóna tonna af ýmsum korn- tegundum, 645 þúsund tonna af nautakjöti og 1700 milljóna lítra af annars flokks víni. Geymslu- kostnaðurinn einn er yfir 200 milljónir króna á dag. Á síðasta ári eyddi Evrópubandalagið 60 milljörðum króna til kaupa á umfram-mjólk. Og dæmið á enn eftir að versna til muna. Stjórnar- nefndin í Brússel telur, að verði engin breyting í landbúnaðar- stefnu Bandalagsins næstu fimm árin muni birgðir af umframfram- leiðslu komast upp í 80 milljónir tonna og árlegur geymslukostn- aður fara yfir 120 milljarða króna á ári. Ýmsar afleiðingar þessarar óhjákvæmilegu birgðasöfnunar birtast á furðulegan hátt. Þannig eru kálfar í Hollandi aldir á smjöri, sem fengið er úr birgða- skemmum Evrópubandalagsins, en á sama tíma fer mjólkin úr mæðrum þeirra til að bæta við birgðirnar í öðrum skemmum sama bandalags. Smjör, sem Bandalagið keypti fyrir einu og hálfu ári á 3120 dollara tonnið, er nú boðið til sölu í höfnum Mið- austurlanda fyrir 92 dollara tonnið, einfaldlega til að losna við sívaxandi geymslukostnað. Jean-Baptiste Doumeng, sem gengur undir nafninu „rauði milljónamæringurinn“, vegna þess að hann er hvort tveggja í senn franskur viðskiptajöfur og einn af leiðtogum kommúnista- flokksins þar í landi, græddi 150 milljónir dollara á einum samn- ingi á síðasta ári. Hann keypti 3 milljónir tonna af hveitibirgðum Evrópubandalagsins og seldi samstundis til Sovétríkjanna. Kvótakerfi Jafnvel Frans Andriessen, sem fer með stjórn landbúnaðarmála hjá Evrópubandalaginu, Hol- lendingur, segir, að birgða- söfnunin sé komin í algerar ógöngur og því sé þörf róttækra aðgerða. Andriessen vill setja kvóta á alla landbúnaðarfram- leiðslu bandalagsríkjanna, sem að jafnaði er umfram þarfir og setja samhliða á fót sérstakan sjóð, sem gegni því hlutverki að halda uppi tekjum smábænda, sem gjaldþrot myndi ella blasa við. Thatcher væri best að skapi að fylgja fordæmi Ameríku- manna, sem borga bændum fyrir að láta ákveðinn hluta akra sinna ósána hvert ár. En þrátt fyrir það hversu aðkallandi er orðið að grípa til róttækra aðgerða, þá virðist langt í land með það að raunhæfar breytingar verði. Stórblaðið Tim- es í London komst þannig að orði um landbúnaðarstefnu Evrópu- ríkja fyrir ekki margt löngu, að hún væri „algerlega óþolandi stefna, en jafnframt algerlega ómissandi“. Á þeim 28 árum, sem liðin eru frá stofnun Evrópu- bandalagsins (Efnahagsbanda- lagsins) hefur landbúnaðarstefn- an verið eina Evrópupólitíkin, sem greinilega hefur náð tilgangi sínum. Hún hefur útrýmt þeirri óvissu, sem jafnan var fylgifiskur búskapar, dregið úr flótta þeirra bænda úr sveitunum, sem bjuggu við erfiða landkosti, og gert Evr- ópuríkin sjálfum sér nóg á nánast öllum sviðum matvælafram- leiðslu. Bróðurparturinn En hin síðari árin hefur líka afleiðingin orðið sú, að safnast hafa upp birgðir, sem eru svo Stjórnlaus birgðasöfnun: Bændur tóku ærnar með til mótmælagöngu í París.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.