Dagur - 03.04.1987, Síða 21

Dagur - 03.04.1987, Síða 21
3. apríl 1987- DAGUR-21 jsl^ & FÖSTUDAGUR 3. apríl 6.00 í bítið. 9.05 Morgunþáttur. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. 16.05 Hringiðan. Síðdegisútvarp rásar 2, fréttatengt efni og tónlist. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Lög unga fólksins. 21.00 Merkisberar. 22.05 Fjörkippir. 23.00 Á hinni hliðinni. 00.10 Næturútvarp. 02.30 Ungæði. Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10, 11, 15, 16, 17, 18, 22 og 24. LAUGARDAGUR 4. apríl 6.00 í bítið. 9.03 Tíu dropar. 11.00 Lukkupotturinn. 12.45 Listapopp. 14.00 Poppgátan. (Þátturinn verður endur- tekinn nk. þriðjudagskvöld kl. 21.00.) 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. 18.00 Frettir á ensku. 18.10 Tilbrigði. (Þátturinn verður endur- tekinn aðfaranótt miðviku- dags kl 02.00.) 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Með sínu lagi. 20.00 Rokkbomsan. 21.00 Ámörkuniun. - Jóhann Ólafur Ingvason. (Frá Akureyri). 22.05 Snúningur. 00.05 Næturútvarp. Fréttir sagðar kl. 7, 8, 9, 10, 12, 16, 22 og 24. SUNNUDAGUR 5. apríl 6.00 í bítið. 9.03 Perlur. 10.05 Bamastundin. 11.00 Gestir og gangandi. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Heilmikið mál. Gísli Sigurgeirsson endui skoðar atburði nýliðinnar viku. (Frá Akureyri). 14.00 í gegnum tíðina. 15.00 75. tónlistarkrossgát- an. Jón Gröndal leggur gát- una fyrir hlustendur. 16.05 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika þrjátíu vinsælustu lögin á rás 2. 18.00 Gullöldin. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ungæði. (Þátturinn verður endur- tekinn aðfaranótt laugar- dags kl. 02.30.) 20.00 Norðurlandanótur. 21.00 Á sveitaveginum. 22.05 Dansskólinn. 23.00 Rökkurtónar. 00.10 Næturútvarp. Fréttir sagðar kl. 8.10, 9, 10, 16, 22 og 24. RlKISÚIVARPfÐ AAKUREYRI< Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. FÖSTUDAGUR 3. apríl 18.00-19.00 Inga Eydal rabbar við hlustendur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tón- list og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. LAUGARDAGUR 4. apríl 18.00-19.00 Um að gera. Þáttur fyrir unghnga og skólafólk. SUNNUDAGUR 5. apríl 10.00-12.20 Sunnudags- blanda. Umsjón: Gísli Sigurgeirs- son. 989 BYLGJAN, FOSTUDAGUR 3. april 07.00-09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. 09.00-12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. AfmæUskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og matar- uppskriftir. 12.00-12.10 Fróttir. 12.10-14.00 Á hádegis- markaði með Þorsteini J. Vilhjálmssyni. Fréttapakkinn. 14*00-17.00 Pótur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síð- degis. 19.00-22.00 Tónlist úr ýms- um áttum. 22.00-03.00 Haraldur Gísla- son nátthrafn Bylgjunnar kem- ur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. i LAUGARDAGUR 4. apríl 08.00-12.00 Valdís Gunnars- dóttir. 12.00-12.30 í fréttum var þetta ekki helst. Randver Þorláksson, Júlíus Brjánsson o.fl. bregða á leik. 12.30- 15.00 Ásgeir Tómas- son á iéttum laugardegi. 15.00-17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsælustu lög vikunnar. 17.00-19.00 Laugardags- popp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. 19.00-21.00 Rósa Guðbjarts- dóttir Utur á atburði síðustu daga, leikur tónUst og spjaUar við gesti. 21.00-23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. 23.00-04.00 Þorsteinn Ásgeirsson nátthrafn Bylgjunnar held- ur uppi stanslausu fjöri. 04.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. SUNNUDAGUR 5. apríl 08.00-09.00 Fréttir og' tón- list í morgunsáríð. 09.00-11.00 Andri Már Ing- ólfsson leikur ljúfa sunnudags- tónUst. 11.00-11.30 í fréttum var þetta ekki helst. 11.30- 13.00 Vikuskammtur Einars Sigurðssonar. 13.00-15.00 Helgarstuð með Hemma Gunn. 15.00-17.00 Þorgrímur Þrá- insson í léttum leik. 17.00-19.00 Rósa Guðbjarts- dóttir leikur rólega sunnudags- tónlist að hætti hússins og fær gesti í heimsókn. 19.00-21.00 Felix Bergsson á sunnudagskvöldi. Kveðjur til afmæUsbama dagsins. (Síminn hjá Felix er 611111). 21.00-23.30 Popp á sunnu- dagskvöldi. 23.30- 01.00 Jónína Leós- dóttir. 01.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Reyklaus dagur, Góðan daginn vinir og velunnar- ar. Nú er föstudagurinn 3. eftir Albert. Héðan í frá verður tekið upp nýtt tímatal sem miðast við nýjasta píslarvottinn. Já, þetta fórnfúsa skir.n sem var svikinn af samherjum, en sem betur fer átti hann flokksbræður í Sjónvarpinu og gat því komið fram sem sönn- um píslarvotti sæmdi, dýrð og glorí halelúja. í sótsvörtu myrkr- inu tekur gamalt fólk upp vasa- klúta, grætur og minnist hálf- guðsins sem var obbolítill vinur obbolitla mannsins og gerði garð- inn frægan í frans og ég veit ekki hvað og hvað. Hann fékk a.m.k. óáreittur að lýsa eigin ágæti í sjónvarpssal og vinir hans, frétta- mennirnir, voru enn klökkari en hann sjálfur. Ekki orð um þessa hneisu meir. Nú stöndum við líka á nýjum tímamótum (þegar þetta er skrif- að er föstudagurinn 27.03/87 skv. gamla tímatalinu) - því nú er fyrsti í Reyklausum. Já, dagur- inn heitir nefnilega Reyklausi dagurinn. Ætti frekar að heita Vonlausi Dagurinn, eða fyrsti í fýlu. Ég tók nefnilega upp á þeim óskunda að láta berast með tískubylgunni og hætti að reykja, í dag. Helmingnum af ævi minni hef ég eytt með sígarettum, vindlum, pípu og neftóbaki og Hallfreður Örgumleiðason: svo allt í einu stopp, búið og basta. Þegar ég vaknaði í morgun, dálítið seint og illa, þá ætlaði ég að fá mér morgunverð sem samanstendur af tebolla og síga- rettu, stundum nenni ég að vísu ekki að hita te. En nú hitaði ég vatn í potti, lagaði te og fálmaði eftir sígarettupakka. En vei, þú auma tískubóla. Ég var búinn að henda öllu tóbaki út úr húsinu, búinn að leggja allt fé inn á bund- inn reikning og búinn að taka lof- orð af öllum vinum og ættingjum þess efnis að þeir myndu ekki gefa mér sígarettu í dag. Heimur- inn hrundi skyndilega og ljómi hins staðgóða morgunverðar skolaðist niður vaskann ásamt tegutlinu. Ástandið var hroðalegt fram að hádegi. Ég umturnaði íbúð- inni, hélt endilega að ég hefði verið svo forsjáll að stinga nokkr- um rettum undan. Eftir að hafa lagt íbúðina í rúst þá réðst ég á Haukur Kristjánsson annar eigandi Veiðarfæris hf. til hægri ásamt einum starfsmanni fyrirtækisins að útbúa troll. Mynd: -þ;i Gömlu húsin á hafnar- bakkanum rifi n og byggð ný „Þetta verður 620 fermetra hús. Fjörutíu metrar að lengd og þar verður hátt til lofts og vítt til veggja,“ sagði Haukur Kristjánsson annar eigenda neta- og veiðarfærafyrirtækisins Veiðarfæri hf. á Siglufirði, sem í sumar ætlar að byggja verk- stæðishús á suðurkanti hafnar- bryggjunnar. Verða þá öll gömlu húsin og skúrarnir sem standa á hafnarbakkanum rif- in og rýmt til fyrir nýjum húsum. Auk Veiðarfæris ætlar Þormóður Eyjólfsson hf. sem er umboðsaðili fyrir vöruflutn- ingaskip og Skipaþjónustan hf. sem sér um uppskipanir úr tog- urunum og öðrum skipum, að byggja sameiginlega 35 metra langt hús við norðausturkant hafnarbryggjunnar. Burðarvirkið í nýbyggingu Veiðarfæris verður úr límtrjám, sem líklega verður klætt á með Barkareiningum. Sagði Haukur að sér sýndist þessi byggingarað- ferð vera mjög hentug. Veiðarfæri hf. er búið að vera starfandi í tæp 3 ár í sérkennilegu húsi, sem líkist mest löngu og háu tjaldi við hafnarbryggjuna. I fyrstu ætluðu eigendurnir Vern- harður Hafliðason og Haukur Kristjánsson aðeins að vinna þar tveir, en þurftu strax vegna mik- illa verkefna að ráða fleiri menn í vinnu og húsnæðið hefur því allt- af verið of lítið. í dag er fyrirtæk- ið með 6 togara í viðskiptum, rækjubátana og viðgerðir fyrir loðnuskipin. Haukur sagði að frá því í september og fram að ára- mótum hefði verið gert við 62 loðnunætur og þeir þá orðið að bæta við mönnum. Fyrirtækið er í dag mest í gerð og viðhaldi tog- veiðarfæra, en Haukur sagðist reikna með að þegar nýja húsið verður komið upp, verði einnig farið í nótagerð. í dag vinna 7 menn hjá fyrirtækinu. -þá æogó! símakerfið uns það brann yfir. Enginn árangur þar heldur, eng- inn vildi sýna miskunn. Hrínandi af vanlíðan afhýddi ég nokkra banana, skóf innan úr hýðinu og setti afurðina í bakaraofn. Þegar skófin var vel þurr tróð ég henni í pípustert og hugðist bera eld að. Engar eldspýtur. Þá lagði ég Dag á eldavélarhellu og setti á mesta straum. Brátt logaði Dag- ur glatt og ég notaði eldinn til að tendra öll kerti í húsinu. En skelfing var ógeðslegt að reykja þurrkaða bananahýðisskóf, það skyldi enginn reyna. Þá datt mér snjallræði í hug. Ég kviðristi tepoka og tróð duft- inu í pípu. Ahhh, dálítið sterkt að vísu en ekki óreykjandi, í fyrstu. Brátt fékk ég þó svima, ógleði og uppköst og ærðist gjörsamlega af nikótínþörf. Þetta var svipað og að bjóða dauðsolt- inni kjötætu upp á gulrót. Hrika- leg vonbrigði. Éftir að hafa reynt að reykja Italian seasoning gafst ég upp á þessum tilraunum. Þetta var bara fram að hádegi. Ég ætla ekki að reyna að lýsa ástandinu eftir það en nú er að nálgast miðnætti á þessum hroða- lega degi og um leið og klukkan drattast yfir 12 þá . . . ja, þá hvað? Jú, þá er fyrsti í Reyklaus- um liðinn og annar tekur við. Nú skal kné fylgja kviði og barátt- unni haldið áfram. Festa, sókn og framtíð. Því miður býst ég ekki við að fá póst á næstunni. Bless- uð konan sem ber samviskusam- lega út bréfin í hverfinu mínu þorir aldrei að koma nálægt hús- inu framar. Hún kom nefnilega í dag, eftir hádegi, og þá sat ég gólandi frammi í forstofu á brók- inni einni og nagaði kuldaskó. Þegar ég sá hana í gegnum glerið á hurðinni gelti ég ákaflega og stökk á hurðina, krafsandi og ýlfrandi. Hún hljóp veinandi burt, fullvissari en nokkru sinni fyrr um það að skáld og hugsuðir væru viti firrtar mannverur og hættulegir í umgengni. Aumingja konan, þetta var vænsta grey, en viðkvæm eins og gengur og gerist með þessar brothættu verur. Ég vona að öllum hafi gengið jafn vel og mér að hætta þessari dýrðlegu, lostafengnu og ómiss- andi athöfn sem reykingarnar eru. Ég sendi baráttukveðjur til kvenna gegn klámi, kvenna gegn kjarnorkuvá, kvenna gegn körlum, kvenna gegn kynferði og kvenna gegn káljafningi. Ég held þetta ekki lengur út, ég verð að fá mér meira súkkulaði. Þetta er tíunda Lindubuffið í dag og allt kókið, úff. En jæja, maður er þó hættur að reykja í bili. Bless.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.