Dagur - 03.04.1987, Side 23

Dagur - 03.04.1987, Side 23
□ HULD 5987466 iv/y 3 Kvenfélagið Hlíf heldur fund í Oddeyrarskóla mánud. 6. apríl kl. 20.30. Rætt verður um fjáröflun. Félagskonur mætið vel. Stjórnin. I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99. Fundur mánud. 6. apríl nk. kl. 20.30 að Varðborg. Æðsti templar. Akurey rarprestakall. Fermingarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 10.30. Sálmar 504-256-258. Leið oss ljúfi faðir - Blessun yfir barnahjörð. Sóknarprestar. Glerárkirkja. Barnamessa sunnud. 5. apríl kl. 11.00. Guðsþjónusta sunnud. 5. apríl kl. 14.00. Pálmi Matthíasson. Laugalandsprestakall. Fjölskyldumessa í Kaupangskirkju sunnud. 5. apríl. Safnaðarfundur að lokinni messu. Sóknarprestur. Dalvíkurprestakall. Barnaguðsþjónusta verður í Dal- víkurkirkju sunnud. 5. apríl kl. 11.00. Guðsþjónusta verður á Dalbæ sama dag kl. 14.00. Sóknarprestur. HVÍTASUtimiRKJAH ./skarbshlíð Sunnud. 5. apr. kl. 11.00 sunnu- dagaskóli, öll börn velkomin. Sunnud. 5. apr. kl. 11.00 safnaðar- samkoma, sama dag kl. 20.00 almenn samkoma. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. KFUM og KFUK, \ Sunnuhlíð. Sunnudaginn 5. apríl. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Björgvin Jörg- ensson. Tekið á móti gjöfum í hússjóð. Allir velkomnir. Sjónarhæð. Laugard. 4. apríl. Drengjafundur kl. 13.30. Sunnud. 5. apríl. Sunnudagaskóli Lundarskóla kl. 13.30. Almenn samkoma Sjónarhæð kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. Hvað þýðir það, að vera andlegur maður. Opinber biblíufyrirlestur sunn daginn 5. apríl kl. 14.00 í Ríkissal Votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akur- eyri. Ræðumaður Filip F. V. Veen. Allt áhugasamt fólk velkomið Hjálpræðisherinn. Föstud. 3. apríl kl. 20.00. Æskulýðs- fundur. Sunnud. 5. apr. kl. 13.30. Sunnudagaskóli. kl. 20.00. Almenn samkoma. Mánud. 6. apr. kl. 16.00. Heimilasamband. kl. 20.30. Hjálparflokkur. Priðjud. 7. apr. kl. 17.00. Yngriliðsmannafundur. Allir velkomnir. ATHUGIB Munið minningarspjöld kvenfé lagsins „Framtíðin". Spjöldin fást í Dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer Helgamagrastræti 9, verslununum Skemmunni, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi Allur ágóði rennur í elliheimilis sjóð félagsins. K.F.N.E. og( Framsóknarfélags Akureyrar ve'rður haldin að Hótel KEA miðvikudaginn 15. apríl. Miðapantanir á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90 alla virka daga, sími 27405. Dagskrá auglýst síðar. Stórhátíðarnefnd. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI óskar að taka á leigu hús- næði til eftirfarandi nota: Herbergi með aðgangi að eldhúsi og íbúðir eða ein- býlishús fyrir starfsfólk sjúkrahússins. Húsnæði fyrir rekstur skóladagheimilis (einbýlishús koma til greina). Vinsamlegast hafið samband við skrifstofustjóra í síma 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkis- stjórna Norðurlanda. Á milli hinna árlegu þinga Norðurlanda- ráðs stýrir forsætisnefnd daglegum störfum þess og nýtur við það atþeina skrifstofu Norðurlandaráðs sem er staðsett í Stokkhólmi. Á skrifstofunni, sem hefurstöðu alþjóðlegrar stofnunar, starfa þrjátíu manns og fer starfið þar fram á dönsku, norsku og sænsku. Starfi skrifstofunnar er stjórnaö af aðalframkvæmdastjóra (þresidiesekreterare), tveimur aðstoðarframkvæmdastjórum (stállföretrádande presideiesekreterare) og upplýsingastjóra. Starf það sem auglýst er felst meðal annars í fjárstjórn, starfsmanna- og skrifstofuhaldi, aðstoð við undirbúning funda forsætisnefndar og skipulagningu á störfum ráðsins, auk þess sem viðkomanda ber að fylgjast með stjórnmála- ástandi á Norðurlöndum og vera forsætisnefnd til aðstoðar um erlend samskipti. Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg. Forsætisnefnd leitast við að fá konur jafnt sem karla til ábyrgöarstarfa á skrifstofur Norðurlandaráðs. Samningstíminn er fjögur ár og hefst hann 1. ágúst 1987. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samn- ingstímanum stendur. í boði eru góð laun, en nánari upplýsingar um þau og aðrar aðstæður veita aðalframkvæmdastjóri skrifstofunnar, Ger- hard af Schultén, og aðstoðarframkvæmdastjóri hennar, Áke Pettersson, í síma 9046 8 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs í síma Alþingis 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þær hafa borist til skrif- stofu forsætisnefndar (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) eigi síðar en 27. apríl 1987. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu 1 HEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR Ásgarðsvegi 22 Húsavík. Jónína M. Sigtryggsdóttir, Georg Karlsson, Dagbjartur Sigtryggsson, Lilja Sigurðardóttir, Arngerður Sigtryggsdóttir, Trausti Bjarnason, Hjalti Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. 3. apríl 1987 — DAGUR — 23 Veistu um gott nafn á útvarpsstöð? Viltu vinna þér inn helgarferð til Reykjavíkur? Hljóðbylgjan hf. á Akureyri efnir til sam- keppni um nafn á útvarpsstöð sem byrjar útsendingar fljótlega. Ef þú hefur stutt, þjált og snaggaralegt nafn bak við eyrað skaltu skrifa það á blað og senda til Hljóðbylgjunn- ar hf. Ráðhústorgi 1 • Pósthólf 908 • 602 Akur- eyri. Skilafrestur til þriðjudagsins 7. apríl. Helgarferð fyrir gott nafn. Hljóðbylgjan hf. Óskum eftir að ráða afgreiðslufólk til framtíðarstarfa í hljómdeild og skódeild. Um er að ræða störf allan daginn. Upplýsingar gefa starfsmannastjóri og vöruhússtjóri í síma 21400. Blaðamenn óskast! DAGUR óskar að ráða blaðamenn til starfa. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ritstjóra DAGS Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Óskum að ráða stúlku til afgreiðslu úr kjötborði. Vinnutími 8-13. Upplýsingar gefur verslunarstjóri ekki í síma. Kaupangi. Atvinna Laus er til umsóknar staða bæjarritara hjá Ólafsfjarðarkaupstað. Nánari upplýsingar gefa formaður bæjarráðs, Óskar Pór Sigurbjörnsson í síma 62134 og bæjarstjóri í síma 62214. Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrifstof- una í Ólafsfirði rennur út 15. apríl 1987. Ólafsfirði, 19. mars 1987. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði. Atvinna Laus er til umsóknar staða hafnarvarðar við Ólafsfjarðarhöfn Um er að ræða framtíðarstarf og starfsaðstaða er mjög góð. Æskilegt er að umsækjandi hafi skip- stjórnarréttindi eða starfsreynslu í sjómennsku. Nánari upplýsingar gefa formaður hafnarnefndar, Óskar Þór Sigurbjörnsson í síma 62134 og bæjar- stjóri í síma 62214. Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrifstof- una í Ólafsfirði rennur út 15. apríl 1987. Ólafsfirði, 19. mars 1987. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði. MATVÖRU MARKAÐURINN

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.