Dagur - 03.04.1987, Síða 24

Dagur - 03.04.1987, Síða 24
Akureyri, föstudagur 3. apríl 1987 LjGiMiúsgestir" Gerið góða kvöldstund enn betri. Leikhústilboð Smidjunnar. Rjómalöguð humar- og krabbasúpa bragðbætt með koníaki. Glóðarsteiktar lambalundir bornar fram með rjómasoðnum kartöflum. Kaffi og konfekt. Slysið á Árskógssandi: Veður hefur hamlað leit Leitin að Svavari Guðmunds- syni hafði engan árangur borið þegar haft var samband við Árskógssand í gær. Að sögn Sigurðar Konráðssonar skip- stjóra á Særúnu var ráðgert að senda kafara niður að Reyni um sexleytið á miðvikudag en veður og aðstæður gerðu það ókleift. I gær versnaði veður enn og ekkert hægt að aðhafast á sjó. Gengnar voru fjörur og svipast um eftir fremsta megni en án árangurs. Björgunarmenn verða að bíða eftir því að veður gangi niður og þá verða kafarar tafar- laust sendir niður að flakinu. SS Öxnadalsheiði: Fimmtíu bílar veðurtepptir Kosningabaráttan er nú hafin fyrir aivöru en þó hefur veðrið sett dálítið strik í reikninginn. hannig varð að fresta fundinum með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra sem vera átti á Hótel KEA í gærkvöld. Þessi mynd var tekin er efstu menn B-listans í Norðuriandskjördæmi eystra komu við á kaffistofunni í Sana á Akureyri í gær og ræddu við starfsmenn. Mynd: Rl>B MA og VMA: Sárafáir hafa hætt námi - páskafrí styttist um fimm daga Rétt fyrir miðnætti í fyrra- kvöld náðist að opna Öxna- dalsheiðina og komust þá um 50 bflar yfir, þ.á m. bílar með nemendum sem voru að koma til náms í menntaskólann að loknu verkfallinu og höfðu verið veðurtepptir í Varmahlíð á annan sólahring. Engar áætl- unarferðir voru milli Reykja- víkur og Akureyrar í gær, vegna þess að heiðarnar voru kolófærar. Starfsmenn Vegagerðarinnar voru að störfum alla fyrrinótt við að jafna út ruðningana á Öxna- dalsheiði. Vegagerðarmenn frá Sauðárkróki komu til síns heima kl. 8 í gærmorgun og voru 3 klukkustundir frá Fremri-Kotum Stjórn Byggðastofnunar sam- þykkti á fundi sínum á mánu- daginn að reisa hús undir stjórnsýslumiðstöð á Akur- eyri. Byggðastofnun og Hús- næðisstofnun ríkisins verða eignaraðilar að húsinu. Þessar stofnanir hafa augastað í Norðurárdal og niður að Silfra- stöðum. Þessi kafli sem venju- lega er ekinn á stundarfjórðung var orðinn mjög þungfær. Að sögn Gísla Felixsonar hjá vegagerðinni á Sauðárkróki voru vöruflutningabílar um miðjan dag í gær að reyna að brjótast yfir Vatnsskarðið. Fært var fyrir jeppa og stóra bíla út í Fljót og vegurinn út Blönduhlíð fær að Silfrastöðum. Þá var Hólmurinn og Sauðárkróksbraut fær, en lítið vitað um færð í Lýtingstaða- hreppi og fram Kjálka. Mjög eril- samt hefur verið hjá starfsmönn- urn Vegagerðarinnar síðustu daga og eru þeir búnir að leggja mikið á sig við að reyna að halda vegum færum. -þá á lóð við Strandgötuna gegnt BSO og hefur bæjarstjórn Akur- eyrar gefið vilyrði fyrir lóð á því svæði. Hugsanlega munu fyrr- nefndar- stofnanir taka húsnæði undir stjórnsýslumiðstöð á leigu þar til byggingaframkvæmdum lýkur. Frá því verkfalli HÍK lauk hafa kennarar og skólastjórar í framhaidsskólum landsins ráö- ið ráðum sínum um það hvern- ig vinna megi upp þær tvær vikur sem féllu úr kennslu. í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum verða kenndir þrír dagar í dymbilviku og einnig sumar- dagurinn fyrsti. Páskafrí í skólunum styttist því um fimm daga. Bernharð Haraldsson skóla- meistari VMA og Jóhann Sigur- jónsson skólameistari MA voru sammála um að flestir nemendur hefðu gert eitthvað sér til gagns meðan á verkfallinu stóð og með góðri vinnu og ítrasta aðhaldi varðandi öll frí, væri vel mögu- legt að komast yfir námsefnið. Ekki verður kennt á laugardög- um í skólunum en búast má við að einhverjir kennarar hraði yfir- ferð í kennslustundum. í skólunum tveimur hafa sárafáir nemendur sagt sig frá námi. Vegna þess hvernig veður hefur verið síðan verkfall leystist er þó ekki orðið endanlega ljóst Stefán Guðmundsson stjórn- arformaður Byggðastofnunar sagði í samtali við Dag að við stjórnsýslumiðstöðina kæmu til með að starfa heldur fleiri en starfa hjá Byggðastofnun í dag og því væri um verulegan flutning þjónustustarfa frá höfuðborginni út á landsbyggðina að ræða. BB. hver þessi fjöldi verður. Helst eru það nemendur í yngri bekkj- unum eða nemendur sem féllu á „Það er ekki hægt að líta á að héðan sé fólksflótti í merkingu þess orðs. Heldur er þetta afleiðing af því ástandi sem við göngum í gegnum,“ sagði Róbert Agnarsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn, um töluverða hreyf- ingu á starfsfólkinu hjá verk- smiðjunni Nokkuð er um að starfsmenn taki sér frí í 3 til 6 mánuði og fari til starfa annars staðar. Margir fara á sjó og aðrir jafnvel til ann- arra landshluta til að keyra trukka. Allt er þetta gert til að auka tekjurnar. „Þessa hreyfingu má rekja allt til ársins 1985, en það var metár hjá verksmiðjunni og bónus- greiðslur í toppi, eða allt að 18%. Á síðasta ári gekk ekki nógu vel hjá verksmiðjunni, bónusinn fell- ur og menn bera ekki eins mikið úr býtum. Auk þess sem borga þarf skatta af launum ársins á undan. Ástandið er svipað um þessar mundir, svo bónusinn hækkar ekki. Svo er líka það að þetta er yfirlýst skattlaust ár og margir vilja bæta tekjurnar þess vegna. Þetta er mín skoðun á málinu, því hér hefur verið mjög lítil hreyfing á starfsfólki," sagði Róbert. fyrri önn sem hætt hafa námi og flestir hafa þeir boðað komu sína aftur næsta haust. ET Um þessar mundir er verið að undirbúa samninga innan verk- smiðjunnar og sagðist Róbert vonast til þess að þeir gætu bætt mönnum upp verri afkomu síð- asta árs. eei- Norðvesturland: Vegir illfærir í gær var talið jeppafært milli Skagastrandar og Blönduóss og víða um sveitir aðeins fært stórum bílum og jeppum. Þá var ófært í Svartárdal og aust- anverðum Vatnsdal, Víðidalur illfær. Vatnsskarð var alveg talið ófært og ekkert rutt í gær. Ráðgert var að ryðja í dag ef veður leyfði. Hjá Vegagerðinni á Hvamms- tanga fengust þær upplýsingar að það væri sæmilega fært vestur á bóginn, í áttina að Blönduósi, en þó aðeins talið jeppafært eða jafnvel lokað við Giljá. Þá var meira eða minna ófært um alla sýsluna vegna veðurs. SS/G.Kr Þetta er algeng sjón við þjóðvegina norðanlands þessa dagana. Mymi: rþb Akureyri: Byggóastofnun byggir stjórnsýslumiðstöð Mannabreytingar hjá Kísiliðjunni: „Afleiðing skatt- lausa ársins“ - segir Róbert Agnarsson framkvæmdastjóri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.