Dagur - 10.04.1987, Page 3
10. apríl 1987 - DAGUR - 3
Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferðir •
Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar
Húsavík - Akureyri - Húsavík
12/4 - 25/4 1987
Frá Húsavík Frá Akureyri
Sunnudagur 12/4 kl. 18.00 kl.21.00
Mánudagur 13/4 kl. 11.00 kl. 16.15
Þriöjudagur 14/4 kl. 09.00 kl. 16.15
Miðvikudagur 15/4 aukaferð kl. 09.00 kl. 17.00
Fimmtudagur 16/4 skirdagur
Föstudagur 17/4 föstudagurinn langi
Laugardagur 18/4 engin ferð
Sunnudagur 19/4 páskadagur
Mánudagur 20/4 annar í páskum kl. 18.00 kl.21.00
Þriðjudagur 21/4 kl. 09.00 kl. 16.15
Miðvikudagur 22/4 aukaferð kl. 09.00 kl. 17.00
Fimmtudagur 23/4 sumardagurinn fyrsti
Föstudagur 24/4 kl. 09.00 kl. 17.00
Síðan venjuleg vetraráætlun.
Bernt Carlsson, yfirmaður þeirrar deildar sænska utanríkisráðuneytisins sem hefur með samstarf Norðurlandanna
að gcra, kom í stutta heimsókn til landsins í vikunni. Bernt skrapp m.a. til Akureyrar í boði samstarfsráðherra
Norðurlandanna á Islandi, Halldórs Asgrímssonar. Þar heilsaði hann upp á Sigfús Jónsson bæjarstjóra og heimsótti
nokkur fyrirtæki, þar á meðal Slippstöðina, Iðnaðardeild Sambandsins og Útgerðarfclag Akureyringa í fylgd Jóns
Júlíussonar deildarstjóra í viðskiptaráðuneytinu og Gunnlaugs P. Kristinssonar, ræðismanns Svía á Akureyri. A
myndinni eru þeir Jón, Bernt og Gunnlaugur í heimsókn hjá ÚA. Mynd kþb.
Bókamarkaðurinn:
íslensk-rússnesk orðabók sló í gegn
Sérleyfishafi.
Bókamarkaðurinn á Óseyri
gekk stórvei og seldust yfír 10
tonn af bókum að sögn Svavars
Ottesen bókaútgefanda. Hann
sagði að fólk hefði verið mjög
ánægt yfír því að fá þetta tæki-
færi og sumir hefðu notfært sér
það óspart, jafnvel komið á
hverjum degi. Aðspurður
sagðist hann ekki geta sagt
hvað þeir sem drýgstir voru
keyptu mikið af bókum en gat
þess að sá sem keypti 60 bækur
á fyrstu dögunum hefði komið
oft eftir það.
Svavar sagði að tugir þúsunda
eintaka hefðu selst á markaðin-
um. Þeir fengu í byrjun 1.700
titla og yfirleitt um 10 eintök af
hverjum titli. Það gera 17 þúsund
bækur. Síðan var alltaf verið
panta fleiri bækur eftir því sem
gekk á lagerinn.
Til gamans má geta þess að
íslensk-rússnesk orðabók sló í
gegn á bókamarkaðinum og seld-
ist í tugum eintaka. Að sögn
Svavars seldist hún samtals í tæp-
lega 300 eintökum í Reykjavík
og á Akureyri. Svo virðist sem
rússneskunám sé helsta tóm-
stundagaman íslendinga um
þessar mundir.
Söluhæsta bókin á Akureyri
„Flestir ánægðir
með samningana"
- segir Jenný Jakobsdóttir, formaður
Póstmannafélags íslands
„Ég held að flestir póstmenn
séu ánægðir með samningana
og þeir geta líka verið það en
auðvitað eru alltaf einhverjar
óánægjuraddir. Við náðum
ekki fram kauptryggingu eins
og háskólamenn eru að berjast
fyrir en ég treysti mér ekki til
að leiða 800 manna félag út í
verkfall fram yfír kosningar út
af því atriði,“ sagði Jenný
Jakobsdóttir, formaður Póst-
mannafélags Islands, í tilefni af
undirritun kjarasamninga
félagsins og ríkisins í gær.
Að sögn Jennýjar er samningur
póstmanna mjög á svipuðum nót-
um og samningur Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar og
launahækkun á samningstím-
anum er 24 til 25%, en samning-
urinn er til tvdggja ára. 13,3%
hækkun verður á launum póst-
manna frá 1. febrúar sl.
„Með tilliti til þess að þetta er
mikið láglaunafélag fengum við
launaflokk, sem á að koma 1.
janúar til viðbótar fyrir alla
ásamt áfangahækkunum, flýtt
þannig að hann kemur á nokkur
starfsheiti strax frá 1. apríl. Við
sömdum líka um að nokkuð stór
hópur lægst launaða starfsfólks-
ins fær að fara á námskeið sem
gefa eins launaflokks hækkun á
næsta ári. Póstmenn hafa dregist
mjög aftur úr öðrum stéttum
undanfarin ár og við höfum verið
nokkuð lengi á botninum miðað
við önnur félög BSRB," sagði
Jenný Jakobsdóttir. EHB
var hins vegar blómabók frá Máli
og menningu, Kaktusar og þykk-
blöðungar, sem seldist í um 100
eintökum. Margir aðrir titlar
urðu einnig fljótt uppseldir.
Afgangurinn af bókunum
verður sendur til forlaganna fyrir
sunnan og eitthvað verður til sölu
áfram. Svavar vissi a.m.k. til þess
að Mál og menning yrði með
útsölu á sínum bókum áfram. Þá
heldur bókamarkaðurinn áfram í
smækkaðri mynd í fornbóka-
versluninni Fróða, Kaupvangs-
stræti, og hefst hann þar kl. 14 á
laugardaginn. Par verður hluti
þeirra bóka sem gengu af á bóka-
markaðinum á boðstólum og
verður því enn um sinn hægt að
fá ódýrar bækur á Akureyri.
Að sögn Olgu Ágústsdóttur
hjá Fróða verður bókamarkaður-
inn þar í gangi nú á laugardaginn
og sunnudaginn frá kl. 14-19 og
virka daga á sama tíma. Þetta
verður síðasta tækifærið til að
gera reyfarakaup á bókum því
ekki er búist við að hliðstæður
bókamarkaður verði haldinn fyrr
en eftir 2-3 ár. SS
Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi
Lítið inn í dag föstudag
á kynningu frá kl. 3-7
Kjötiðnaðarstöð KEA kynnir
tvær tegundir af
lifrarkæfu (Pate)
Einnig verður kynning á
hvítlaukspylsum
* Allt ný framleiðsla *
Kynningarverö
Velkomin í Hrísalund
Hrisalundi.
Alþýðuhúsið á Akureyri:
Forsætisráðherra með
fund a sunnudaginn
Á sunnudaginn er boðaö til
fundar með Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra og
formanni Framsóknarflokksins
í Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4
hæð. Fundurinn hefst kl. 15.00
og er öllum opinn.
Á fundinum fjallar forsætisráð-
herra um stjórnmálaástandið og
stöðu landsmála auk þess sem
hann svarar fyrirspurnum fund-
armanna. Fund þennan átti að
halda fimmtudaginn 2. apríl en af
því varð ekki vegna veðurs og
ófærðar.
Auk Steingríms Hermannsson-
ar verða efstu menn B-listans í
Norðurlandskjördæmi eystra á
fundinum og er ástæða til aö
hvetja fólk til að leggja leið sína í
Alþýðuhúsið á sunnudaginn og
fylgjast með því sem fram fer.
BB.
Blönduós:
Héraðshælinu færð góð gjöf
Fyrir skömmu gaf Alþýðubankinn, Héraðshæli Austur-Húnvetninga rúm sem ætlað er til að flytja sjúklinga inilli
staða, eins og t.d. frá sjúkrastofuin í bað cða að skurðstofu o.þ.h. Það var útibústjóri Alþýðubankans á Blönduósi,
Örn Björnsson, sem færði Héraðshælinu þessa gjöf og sagði hann við það tækifæri að það væri táknrænt að gjöfln
væri ætluð til að létta starfsfólkinu störfln. Rætur Alþýðubankans væru í verkalýðsfélögunum og því væri eðlilegt
að bankinn hefði hug á að létta undir með fólkinu svo sem unnt væri. Jón ísberg sýslumaður veitti gjöfinni viðtöku
fyrir hönd stjórnar Héruöshælisins en auk hans voru viðstaddir afhendinguna fleiri fulltrúar stjórnar og starfsmanna
Héraðshælis Austur-Húnvetningu. G.Kr.