Dagur - 10.04.1987, Page 13
SVONA GERUM VIÐ
12 - DAGUR - 10. apríl 1987
10. apríl 1987 - DAGUR - 13
UTHUITUN HOFUNDARLAUNA
í IANDSBANKANUM
ER MEÐ HEFÐBUNDNUM H/ETTI:
KJÖRBÓKAREIGENDUR
FENGU TSFAR 69 MIIUÓNIR
NÚ UM MÁNADAMÓHN
Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að
vera ánægðir með uppáhaldsbókina.
Nú um mánaðamótin fengu þeir greiddar tæpar
69 milljónir í uppbótá innstæður sínar fyrir síðustu
3 mánuði vegna verðtryggingarákvæðis
Kjörbókarinnar.
Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á ári.
1. þrep (16 mánuðir) 21,4%
2. þrep (24 mánuóir) 22%
Ársávöxtun á Kjörbók miðað við fyrstu 3 mánuði
ársins er 25% og enn hærri á þrepunum.
Svo má ekki gleyma því
að Kjörbókin er óbundin.
Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir
bjarta framtíð.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
//
Mér fannst þetta
ansi skondið"
segir Ólafur J. Eyland sem „varð fyrir því" að mynd var
birt af öðrum manni á forsíðu Dags
„Eg komst einu sinni í blöðin
fyrir mörgum árum þegar
skógarþröstur tók upp á því að
verpa undir bíl sem ég átti. Ég
man nú ekki hvaða ár þetta var
en Erlingur sem þá var ritstjóri
skrifaði um þetta. Þess vegna
fannst mér þetta ansi skondið
þegar ég var búinn að súpa úr
kaffibollanum í gærmorgun og
næ í blaðið, þegar mér sýndist
vera mynd af mér á forsíð-
unni,“ sagði Ólafur J. Eyland
þegar hann heimsótti okkur á
ritstjórn Dags á miðvikudags-
morguninn.
Það er einkennilegt að segja
frá því að Ólafur hafi orðið fyrir
því að mynd var birt af öðrum
manni. Myndin á forsíðu mið-
viku-Dagsins var nefnilega ekki
af Ólafi heldur einhverjum öðr-
um sem er nauðalíkur honum.
„Fyrst þegar ég sá þetta skaut
upp þeirri spurningu hvenær þið
hefðuð náð þessari mynd af mér,
en svo sá ég nú að þetta var ein-
hver annar. Þegar ég svo fór á
mína venjulegu morgungöngu
fékk ég náttúrlega ekki frið fyrir
fólki sem minntist á myndina.
Fólk átti erfitt með að trúa því
þegar ég sagði að þetta væri ekki
ég og lögregluþjónn sem ég hitti
sagði að ég gæti ekki afsannað
það. Þá ákvað ég að rölta til ykk-
ar því mér þótti þetta kúnstugt,“
segir Ólafur og hlær að öllu
saman.
„Ég veit að vinnufélagar mínir
halda margir í.fljótu bragði að
þetta sé ég og þeir eiga ábyggi-
lega margir eftir að minnast á
þetta,“. segir Ólafur. Hann segist
hafa verið með miklu síðara
skegg fyrir jól og stafinn hafi
hann eignast nýlega.
„Það er langt síðan ég hef sest
þarna á bekkinn. Ég kom þarna
oft eftir vinnu. Við hittumst
þarna nokkrir og spjölluðum
saman. Einstöku sinnum hef ég
fengið mér pylsu þarna í vagnin-
um en þá hef ég nú yfirleitt bara
staðið við að borða hana.“
Ólafur, sem verður 67 ára í
haust, er fæddur í Kaup-
mannahöfn. Hann ólst upp í
Reykjavík en í september 1937
fluttist hann til Akureyrar og hef-
ur búið þar síðan. Hann á því 50
ára „Akureyrarafmæli“ um það
leyti sem Akureyrarkaupstaður
verður 125 ára.
„Lengst af var ég vörubílsstjóri
á Stefni en svo var ég líka hjá
Jóni Egils bæði við að aka strætis-
vagni og rútunni í Mývatnssveit.
Einnig var ég um tíma á Möl og
sandi en síðan um mitt ár 1969
hef ég verið lyftarastjóri hjá Eim-
„Það er langt síðan ég hef sest þarna á bekkinn.“ Ólafur heldur á blaðinu
með myndinni góðu Mynd. rþb
skip,“ segir Ólafur.
Hann er nú að bíða eftir að
komast i hjartaþræðingu á
Landspítalanum. „Þess vegna er
ég nú að ráfa hérna um göturnar.
Ég veit ekkert hvenær ég verð
kallaður suður. Mér var bannað
að vinna nokkuð eftir að þetta
kom upp og það er víst betra að
hlýða læknunum. Ég bjóst hins
vegar aldrei við að svona myndi
fara, ég hélt ég gæti unnið þang-
að til ég fengi eftirlaunin mín.“
ET
Iðnaðardeild SÍS á Akureyri hef-
ur um áratuga skeið staðið írndir
verulegum hluta atvinnutækifæra
á Akureyri. Forráðamenn Iðn-
aðardeildarinnar hafa lagt sig
fram um að fylgjast með tækni-
framförum og nýjungum á sviði
iðnaðar, bæði til að vera sam-
keppnisfærir á erlendum
mörkuðum og til að bæta vinnu-
aðstöðu starfsmanna. Þeir, sem
þekkja til verksmiðjanna á Gler-
áreyrum, vita að þar eru gerðar
miklar kröfur um vöruvöndun og
frágang, og ein ástæða þess að
svo vel hefur tekist til gegnum
árin er að bæði yfirmenn og
almennir starfsmenn hafa lagt
metnað sinn í að vanda öll vinnu-
brögð.
Til þess að kröfur um tækni og
vöruvöndun skili sér í fullunnum
afurðum þarf samstarf stjórn-
enda og verkafólks að vera sem
mest og best og á því er ekki
skortur í verksmiðjum SÍS. Einn
þáttur þeirrar keðju sem vöru-
vöndun grundvallast á eru hóp-
fundir starfsmanna á einstökum
vöktum með verkstjórum og
framkvæmdastjórum deildanna.
Þessir fundir eru haldnir með
reglulegu millibili og eru þeir vin-
sælir meðal allra sem hlut eiga að
máli. Nútímaleg stjórnun fyrir-
tækja krefst þess að óheft
skoðanaskipti geti átt sér stað
milli þeirra sem stjórna og
almennra starfsmanna. Þá er
nauðsynlegt að starfsmenn fái
upplýsingar um stöðu fyrirtækis-
ins og framleiðslu ásamt vitn-
eskju um breytingar, ef einhverj-
ar eru á döfinni.
Aðalsteinn Helgason á fundi með starfsfólki loðbandsdeildar
Starfsmannafundir á verksmiðium SÍS
Blaðamaður sat einn slíkan um vöruvöndun og hversu mikil
Linar Eyland á fundi með starfsfólki prjónadeildar
fund með starfsfólki á kvöldvakt
loðbandsdeildar fyrir skömmu..
Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri ullariðnaðar,
mætti á fundinn ásamt Einari
Eyland framleiðslustjórá. Einar
byrjaði fundinn á því að bjóða
starfsmenn velkomna og þakkaði
þeim fyrir vel unnin störf sem
stjórnin kynni að meta. Talaði
hann m.a. um framleiðslu fyrstu
tveggja mánaða ársins og bar
hana saman við framleiðslú ann-
arra mánaða. Þá þakkaði hann
starfsmönnum fyrir að vera vilj-
ugir til að vinna aukavinnu þegar
þörf krefði og sagði að hverju
fyrirtæki væri nauðsynlegt að
hafa úrval góðra og ábyrgra
starfsmanna.
Þá tók Aðalsteinn Helgason til
máls og talaði um stöðu ullariðn-
aðarins á íslandi og hvaða stefnur
og straumar ríktu um þessar
mundir. Hann talaði sérstaklega
Hagkaup au tilboð til pá Hangilæri m/beini Hangilæri úrbeinað Hangiframpartur m/beini .... Hangiframpartur úrbeinaður . Bayonneskinka Svínakambur Londonlamb Lambahamborgarhryggur ... Kalkúnar glýsir ska á kr. 470.- kr. 650.- kr. 285.- kr. 545.- kr. 598.- kr. 565.- kr. 498.- kr. 385.- kr. 522.- kr. 477.-
Endur
HAGKAUP Akureyri
Útvarp, laugardag kl. 16.00: Kynning á Fram- sóknarflokknum Þrjár nýjar kiljur UGLAN - íslenski kiljuklúbbur-
Undanfarna daga hefur staðið
yfir kynning á stjórnmála-
flokkunum og stefnuskrám
þeirra. Á morgun, laugardag,
milli klukkan 16.00 og 17.00
verður Framsóknarflokkurinn
kynntur. Það er hinn kunni
útvarps- og tónlistarmaður og
bítlavinur Jón Ólafsson sem hef-
ur umsjón með þættinum. Sem
fyrr segir hefst kynningin á Fram-
sóknarflokknum kl. 16.00. Sent
er út á miðbylgju.
Jón Ólafsson.
Nemendur í 9. bekk GA:
Nýstárleg Ijársöfnun
ábyrgð starfsmanna væri gagn-
vart fyrirtækinu og kaupendum
vörunnar og væri mikið í húfi að
þau mál væru í sem bestu horfi.
Nefndi hann sérstaklega dæmi
um að starfsfólkið bæri mikla
ábyrgð á gæðaeftirliti vörunnar.
Ekki eru sérstakir starfsmenn
sem sinna eingöngu gæðaeftirliti í
loðbandsdeildinni og taldi hann
slík vinnubrögð alveg óþörf því
starfsmenn hefðu það ríka
ábyrgðartilfinningu fyrir störfum
sínum og þannig þyrfti það að
vera áfram. Miklir hagsmunir
væru í húfi þar sem vöruvöndun
væri aðalsmerki verksmiðjunnar.
Á fundinum kom fram að tals-
verð eftirspurn er eftir störfum
við ullariðnaðinn vegna góðra
launa, þægilegs vinnutíma og
góðrar vinnuaðstöðu. Mest
áhersla er lögð á að ráða fólk til
langframa því mikinn tíma tekur
að þjálfa það í þeim ábyrgðar-
störfum sem þarna eru.
Neyðin kennir naktri konu að
spinna og víst er að fjársoltnir
menn geta verið hugmynda-
ríkir. Klukkan 16 í dag ætla
nemendur 9. bekkjar Gagn-
fræðaskóla Akureyrar að bera
fólksbifreið dágóða vegalengd
í bænum, „til þess að drýgja
ferðasjóðinn“, eins og fulltrú-
ar þeirra komust að orði.
Áætlað er að hefja burðinn á
Ráðhústorgi.
Þessi fjársöfnun 9. bekkjar fer
þannig fram að þeir safna áheit-
um hjá fyrirtækjum, sem er viss
upphæð á hverja 100 metra sem
þeir bera bílinn. Fyrirtækin fá
auglýsingu á bílinn fyrir greið-
ann. Sex nemendur bera bílinn í
einu og hann á aldrei að snerta
jörðu á þessu ferðalagi um ■
bæinn.
Það er Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar sem lét
nemendum bílinn í té. Þetta er
austantjaldsgripur, tegund sem
fékk dágóða dóma í bílaþætti
Dags fyrir skömmu.
Aö sögn nemenda er verið að
safna fyrir ferðalagi að loknum
prófum. Hingað til hefur verið
safnað fyrir slíkri ferð með dans-
leikjahaldi en salur Gagnfræða-
skólans hefur verið í gagngerum
endurbótum að undanförnu
þannig að nemendur brugðu á
annað ráð að þessu sinni. SS
inn sendi nýlega frá sér fjórða
bókapakka sinn, að þessu sinni
með þremur bókum. Klúbburinn
starfar með þeim hætti að hann
sendir áskrifendum sínum, sem
nú eru tæplega 6000 talsins,
bókapakka með ýmist þremur
eða fjórum bókum á rúmlega
tveggja mánaða fresti. Klúbbur-
inn hefur nú starfað í tæpt ár og
sent frá sér fimmtán bókatitla.
Nýju bækurnar frá íslenska kilju-
klúbbnum eru Stríð og fríður, 4.
bindi, eftir Leo Tolstoj, Illur
fengur eftir Anders Bodelsen og
1. bindi Kvikmyndahandbókar-
innar eftir Leslie Halliwell.
Stríð og frið þarf varla að
kynna, enda er sagan ein fræg-
asta saga rússnesku raunsæis-
stefnunnar á 19. öld og reyndar í
hópi þekktustu verka heimsbók-
menntanna. Verkið kemur nú út
í fjórum bindum og er íslenskað
af Leifi Haraldssyni. Fjórða og
síðasta bindið er 226 blaðsíður að
stærð, prentað hjá Prentstofu G.
Benediktssonar.
Illur fengur er eftir danskan
höfund, Anders Bodelsen. Aðal-
persóna sögunnar er bankagjald-
keri sem lifir viðburðasnauðu lífi.
Hann lætur sig dreyma um auð
og ævintýri uns hann tekur til
sinna ráða í bankanum - þegar
gullið tækifæri gefst. Illur fengur
er Náttugla.
Kvikmyndahandbókin eftir
Leslie Halliwell kemur út í fimm
bindum og mun ná yfir rúmlega
7000 kvikmyndir, gamlar sem
nýjar. í bókinni er að finna efnis-
útdrátt og umsögn um kvikmynd-
ir, nöfn leikstjóra, leikara, hand-
ritshöfunda og annarra sem
standa að gerð myndarinnar, auk
þess stjörnugjöf, verðlaun, fram-
leiðsluár og svo framvegis.
Ég vil ekki fórna því
sem áunnist hefur
Ég byggi upp - með Framsókn
X- •B Guðmundur Stefánsson