Dagur - 15.04.1987, Side 1

Dagur - 15.04.1987, Side 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 15. apríl 1987 73. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta1 FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Hrað- framköllun Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Engar viðræður faríð fram - um myndun nýs meirihluta á Siglufirði Vorsins hvndur vaka yfir/ veiku angaskinni./ Vetur hopar, lambið lifir;/ ljós í sálu minni. -SS Mynd: ri>b Nýr fastlaunasamningur verslunarfólks á landsbyggðinni: Hefur vemlega launa- hækkun í för með sér - til þeirra sem verið hafa á lægstu töxtum og hafa langan starfsaldur að baki. Kaupfélag Eyfirðinga fyrst til að borga út samkvæmt samningum Sem kunnugt er hefur meiri- hlutasamstarfi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á Siglu- fírði verið slitið. Samstarfíð Flug og skemmtanir um páskana Mikil umferð verður um Akur- eyrarflugvöll um páskana og nú þegar hafa verið bókaðir yfír 800 farþegar milli Akur- eyrar og Reykjavíkur og tugir manna eru á biðlistum. Ekkert verður flogið á föstudaginn langa og páskadag og þá eru skemmtistaðir einnig Iokaðir samkv. Iögum um helgidaga. Á Hótel KEA verður fram- reiddur morgunverður, hádeg- isverður og kvöldverður alla helgidagana á sama tíma og venjulega en sterk vín eru ekki framreidd föstudaginn langa, laugardag fyrir páska og á páskadag. Súlnaberg verður opið alla dagana eins og venjulega. Bautinnog Smiðjan verða opn- uð kl. 11.30 föstudaginn langa og páskadag en að öðru leyti verður opið eins og venjulega. í Sjallan- um og H-100 verður opið sem hér segir: Skírdag opið til kl. 23.30, laugardag fyrir páska til kl. 23.30, á páskadagsnótt verður opnað kl. 24.00 og verður opið til kl. 04 um nóttina. Á annan í páskum verður húsunum lokað kl. 01 eftir miðnætti. EHB Ef miðað er við afkomu stór- markaðar KEA í Hrísalundi er ekki fráleitt að áætla sem svo að árlega fari allt að 25 millj- ónir króna frá Akureyri til Reykjavíkur sem hagnaður af verslun Hagkaups. Þetta sam- svarar fímmtíu fímm hundruð þúsunda árslaunum og verður því að telja umtalsvert fjár- magnsstreymi. Á deildafundi Kaupfélags Ey- firðinga sagði Valur Árnþórsson kaupfélagsstjóri að miðað við rekstur verslunarinnar í Hrísa- strandaði endanlega á „bakarísmálinu“ svokallaða en áður munu önnur mál hafa valdið óeiningu. Engar form- legar viðræður hafa farið fram um myndun nýs meirihluta. í sveitarstjórnarlögum eru eng- in ákvæði um það að boða megi til nýrra kosninga þegar staða sem þessi kemur upp og því hlýt- ur flokkunum að vera það kappsmál að myndun meirihluta fari fram. Fjárhagsáætlun bæjar- ins er nú milli umræðna og afgreiðsla hennar og annarra mála kemur til með að ganga mjög hægt án meirihluta þegar semja þarf um hvert einstakt atriði. Siglfirðingar hafa reynslu af bæjarstjórn án meirihluta því sú staða var uppi á síðasta kjör- tímabili. En hvaða möguleikar eru fyrir hendi? A-listi á 3 fulltrúa, B-listi 1, D-listi 3 og G-listi 2. Telja verður ólíklegt að Alþýðuflokkur gangi til samstarfs við neinn hinna flokkanna nema einhver málamiðlun náist um „bakarís- samninginn“ og það virðist fjarlægt. Möguleikar á meirihluta tveggja flokka eru aðeins tveir, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur eða Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur. Guðmundur Skarphéðinsson fulltrúi D-listans vildi ekki útiloka þann möguleika eða neinn annan og svipaða sögu er að segja af fulltrúum annarra flokka. Líklegt er að flokkarnir leggi áherslu á annan þessara mögu- leika því samstarf þriggja flokka getur ekki talist fýsilegur kostur, þó skárri en stjórnarkreppa. ET lundi væri ekki ósennilegt að stórverslun á borð við Hagkaup hefði nettóhagnað á bilinu 15-25 milljónir. Valur sagðist geta þessa af gefnu tilefni því honum hefðu æ ofan í æ borist fyrir- spurnir um þetta atriði. Velta stórmarkaðarins í Hrísa- lundi var á síðasta ári um 250 milljónir án söluskatts og hagn- aðurinn um 12 milljónir. Velta Hagkaups á Akureyri var á síðasta ári um 450 milljónir en ekki reyndist mögulegt að fá uppgefinn hagnað af rekstrinum. Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna hefur gert nýj- an fastlaunasamning við svo kallaðan Landsbyggðarhóp innan Landssambands íslenskra verslunarmanna, sem í Hagkaupi er meira selt af ýmiss konar sérvörum og álagn- ing því sennilega nokkru hærri að meðaltali en í Hrísalundi. Miðað við þetta er áðurnefnd ágiskun um að frá útibúinu hér á Akur- eyri til höfuðstöðvanna í Reykja- vík fari árlega allt að 25 milljónir ekki fráleit. Þess má geta að innkoman hér á Akureyri er að jafnaði lögð vjkulega inn á reikning í Reykja- vík þannig að ekki er einu sinni um það að ræða að fjármagnið stoppist í bönkum á Akureyri. ET stofnaður var í haust. Samn- ingurinn hefur í för með sér umtalsverðar launahækkanir til afgreiðslufólks sem þegið hefur laun eftir lægri töxtun- um, og þeir, sem lengstan starfsaldur eiga að baki, fá mestu hækkunina. Getur hún verið allt að 25%. Aðild að þessum samningi eiga öil versl- unarmannafélög á landinu, nema Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Verslunar- mannafélag Hafnarfjarðar. Samningurinn gildir frá 1. apríl sl. og er nú til umfjöllunar hjá verslunarmannafélögum víða um Iand og er háður samþykki þeirra. Kaupfélag Eyfirðinga mun þó greiða laun samkvæmt þessum samningi þegar í dag, en hjá KEA eru laun greidd út 15. hvers mánaðar. í desembersamningunum svokölluðu var ákvæði um gerð nýs fastlaunasamnings og endur- röðun í launaflokka eftir starfs- aldri og er þetta fyrsti samningur þeirrar tegundar hjá verslunar- fólki og jafnframt fyrsti samning- urinn sem Landsbyggðarhópur- inn gerir fyrir sína umbjóðendur. Vinnuveitendasamband íslands og Kaupmannasamtökin eru ekki aðilar að samningnum. Félag verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri hefur gengið eft- ir því við verslunareigendur á Akureyri að þeir gerist aðilar að samningi þessum og væntanlega mun það skýrast á næstu dögum hvort af því verður. Þetta er tvímælalaust einn hag- stæðasti samningur sem gerður hefur verið lengi fyrir afgreiðslu- fólk í verslunum. Eftirvinnutaxti og næturvinnutaxti verða samein- aðir í einn taxta sem er 1% af mánaðarkaupi, hliðstætt því sem tíðkast hjá ríkisstarfsmönnum. Þar með er sérstakur eftirvinnu- taxti úr sögunni. Sem fyrr segir var greitt út eftir nýja samningnum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í dag. Að sögn Sigurðar Jóhannessonar aðalfull- trúa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga vegur starfsaldurinn langmest í launahækkunum. „Þarna er um verulega hækkun að ræða til þeirra starfsmanna sem voru á lægri töxtum í kjara- samningi verslunarmannafélaga og hafa langan starfsaldur að baki. Þeir fá nú starfsaldur sinn að fullu metinn og einstaka starfsmenn hækka því um allt að 25% í launum f dag,“ sagði Sigurður Jóhannesson. Afgreiðslufólk í verslunum hefur á undanförnum árum dreg- ist nokkuð aftur úr í launum en með fastlaunasamningnum fær það verulega leiðréttingu á kjör- um sínum. BB. Hagkaup á Akureyri: Allt að 25 milljónir suður ár Iwert? - innkoman flutt suður í viku hverri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.