Dagur - 15.04.1987, Side 2
2- DÁGÍÍfí - Í5. april1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR PÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari._________________________________
Framsókn er
kjölfestan
Þó að draga megi takmarkaðar ályktanir af
skoðanakönnunum, sem gerðar eru nokkuð
löngu fyrir kosningar, virðist mega sjá með
nokkurri vissu hver þróunin er milli sambæri-
legra kannana sem gerðar eru með ákveðnu
millibili. Þá ættu skoðanakannanir nær sjálfum
kosningunum að gefa meiri vísbendingar en
þær sem eru fjær í tímanum. Þá er vert að hafa
í huga, að talið er að um þriðjungur kjósenda
taki endanlega ákvörðun um val á sjálfan
kjördag og meira en tugur kjósenda í kjör-
klefanum.
Það er athyglisvert að bera saman skoðana-
kannanir DV og Hagvangs, sem birtust sama
daginn en voru gerðar með nokkurra daga
miUibih, sú síðarnefnda helgina 11.-12. apríl en
sú fyrrnefnda 1.-8. apríl. Samanburðurinn
bendir ótvírætt til þess að mjög mikil hreyfing
sé á fylgi flokkanna um þessar mundir.
Fylgi Borgaraflokksins rénar augljóslega og
raunar af mjög skiljanlegum ástæðum. Tilfinn-
ingasveiflan sem Albert fékk með sér í þann
mund sem flokksforusta Sjálfstæðisflokksins
hafnaði honum hefur snúið til baka. En hún
hefur ekki snúið til baka til Sjálfstæðisflokks-
ins, hvað svo sem gerist á síðari stigum kosn-
ingabaráttunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur það
sterka afl í íslenskri póhtík sem hann áður var,
þegar fólk sem ekki taldi sig pólitískt sagði
gjarnan: Ég er alveg ópólitískur og kýs bara
Sjálfstæðisflokkinn. Sú þörf sem sumir virðast
haldnir, að fylgja hinum sterka, nýtist ekki
Sjálfstæðisflokknum með sama hætti og áður.
Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn og alþjóð veit
það.
Skoðanakannanir sem Félagsvísindastofnun
Háskólans hefur unnið fyrir Dag benda einnig
ótvírætt th mikilla sviptinga á fylgi flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulega frá fyrri
könnun í mars, en Framsóknarflokkurinn bætir
við sig og er það í samræmi við könnun DV um
síðustu helgi. Töluvert vantar þó á að Fram-
sóknarflokkurinn sé búinn að ná því fylgi sem
hann hafði í kosningum fyrir fjórum árum.
Eins og áður sagði getur allt gerst í kosn-
ingabaráttunni. Framsóknarmenn mega því
ekki láta deigan síga. Nú er svo komið í
íslenskum stjórnmálum að Framsóknarflokk-
urinn hefur tekið við því hlutverki með enn
augljósari hætti en áður að vera kjölfestan.
Hann þarf að auka fylgi sitt verulega svo þetta
verði enn augljósara. HS
^viðtal dagsins..
Árni Ragnarsson.
„Danskt" viðhorf til byggðar
í landinu útbreitt
á Reykjavíkursvæðinu
- Spjallað við Áma Ragnarsson,
skipulagsarkitekt á Sauðárkróki
„Það má segja að skipulag
hinna ýmsu staða úti á Iandi sé
orðið fjarstýrt. Þannig að
syðra er það unnið með það í
,huga að það standist bruna-
málareglugerðir, bygginga-
reglugerðir o.fl., og síðan er
ekkert annað en skella húsun-
um inn í reitina. Mér finnst að
með þessum hætti verði skipu-
lagið deyfðarlegt og held að lít-
ið sé spáð í hvað má betur fara.
Ég hugsa að skipulags- og
bygginganefndir úti um land
séu vel hæfar til að ákveða
stærðir lóða og staðsetningu
leikvalla og göngustíga svo
eitthvað sé nefnt. Og geti ekki
síður en einhverjar stjómir í
Reykjavík metið hvort hlutirn-
ir eru góðir, standist kröfur og
svari þörfum,“ sagði Árni
Ragnarsson skipulagsarkitekt.
Árni er Sauðkrækingur og
lauk námi sínu í Árósum í
Danmörku árið 1977. Hann
hefur unnið að skipulagsmál-
um fyrir bæjarfélög úti um
land, bæði í Reykjavík og
heima í héraði og ef til vill hef-
ur það mótað viðhorf hans til
mála landsbyggðarinnar, sem
hann telur standa mjög höllum
fæti gegn stjórnsýslunni í
Reykjavík.
„Þegar ég kom heim frá námi
fór ég að vinna hjá Skipulagi
ríkisins, að skipulagstillögum,
bæði fyrir Suður- og Norðurland,
en aðallega Norðurland vestra.
Mér fannst mjög erfitt að vinna
skipulag úr svona mikilli fjarlægð
og vera í lítilli snertingu við stað-
ina og fólkið. Það var mjög erfitt
að sjá fyrir hvernig skipulagið
„virkað", en það er einmitt með
skipulag eins og aðra hluti að
maður lærir mest á því að sjá
hvernig til tekst. Það var síðan úr
að Skipulag ríkisins ákvað að
gera tilraun með útibú hér á
Sauðárkróki fyrir Norðurland
vestra, og var það fyrsta útibú
stofnunarinnar og það eina til
þessa. Ég flutti svo hingað norð-
ur 1979 og fór þá að vinna skipu-
lag fyrir nokkra þéttbýlisstaði hér
fyrir norðan. Þetta útibú var síð-
an lagt niður 1983, án þess að
nægjanleg reynsla væri komin á
þessa starfsemi. Mér fannst mun
betra að vinna þessa vinnu á
meðal manna, en embættis-
manna og það held ég að muni
gilda um allar þjónustustofnanir.
En þetta var í rauninni það stutt-
ur tími að maður var ekki búinn
að þróa sínar starfsaðferðir til
fullnustu.“
- Þú eltir starfið hjá skipulag-
inu ekki suður.
# Eftir að fá
skýringar
Og enn af sameiginlegum
framboðsfundi í MA sem sagt
var frá fyrir skömmu. Það vakti
talsverða athygli að þegar
spurningum var beint til fram-
bjóðanda S-listans gat hann
ekki svarað án þess að lesa
beint upp úr hinni mjög
svo málefnalegu stefnuskrá
flokksins. Ef spurningunum
var síðan fylgt eftir heyrðust
gjarnan svör eins og: „Ég á
eftir að fá nánari skýringu á
þessu og get ekki svarað“.
Þetta var til dæmis tilfellið
þegar beðið var um nánari
skýringu á þeim breytingum
sem flokkurinn vill gera á
landvörnum íslands. Á það er
minnt að þarna talaði efsti
maður á lista flokksins í einu
stærsta kjördæmi landsins.
• Lítill
þingflokkur
Það verður þó að segja fram-
bjóðanda S-listans til hróss
að honum tókst með „skýr-
um og skilmerkilegum“ svör-
um sínum að halda uppi léttri
stemmningu á fundinum.
Mesta kátínu vakti svar hans
við annarri spurningu um
utanríkismál sem virðast ekki
vera hans sérgrein. Svarið
var einfaldlega það að þar
sem enn hefði ekki gefist tími
til að kalla saman þing-
flokksfund þá hefði flokkur-
inn ekki tekið afstöðu í mál-
inu. Það er ekki of sterkt til
orða tekið þegar sagt er að
salurinn ærðist af hlátri.
Fundur í þingflokknum?
Hvaða þingflokki og á hvaða
þingi? Svar óskast sent
merkt einkamál.
9 Alberts-
hnefinn
Albert Guðmundsson „sló
hressilega um sig“ á Hótel
Borg á dögunum eins og
menn muna - enginn man
það þó betur en Einar Ólason
Ijósmyndari Þjóðviljans, sem
missti eina tönn en eignaðist
að sögn nýjan vin í staðinn,
því Berti segir þá bestu vini I
dag. Sigtryggi Símonarsyni
varð að orði er hann heyrði
þetta:
Einar mynda Albert vildi,
afar frægan mann.
Albert vin sinn ekki skildi
- og afmyndaði hann.