Dagur - 15.04.1987, Qupperneq 4
4 - DAGUR — 15. apríl 1987
Vörukynning
í dag miðvikudag 15. aprfl
frá kl. 4-6.
Kjötiðnaðarstöð KEA kynnir
hvítlaukspylsur
★ Ný framleiðsla ★
Kynningarverð.
Kjörbúð KEA
Höfðahlíð 1.
Vísindastyrkir
Atlantshafsbandalagsins 1987
Atlantshafsbandalagiö leggur árlega fé af mörkum til aö
styrkja unga vísindamenn til rannsókna eöa framhalds-
náms erlendis. Fjárhæö sú er á þessu ári hefur komiö í
hlut íslendinga í framangreindu skyni nemur um 2,2 millj.
ísl. kr. og mun henni varið til aö styrkja menn er lokið hafa
kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda til rannsókna
eöa námsdvalar viö erlendar vísindastofnanir, einkum í
aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins.
Umsóknum um styrki af fé þessu - „Nato Science Fellow-
ships“ - skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfis-
götu 6,150 Reykjavík fyrir 1. júní nk. Fylgja skulu staðfest
afrit prófskírteina og meðmæla, svo og upplýsingar um
starfsferil og ritverkaskrá. Þá skal tekið fram hvers konar
rannsóknir eða framhaldsnám umsækjandi ætli aö stunda,
viö hvaöa stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina
ráögeröan dvalartíma. Umsóknareyðublöö fást í ráðuneyt-
inu.
Menntamálaráðuneytið, 9. apríl 1987.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Mið-Samtúni, Glæsibæjar-
hreppi, þingl. eigandi Ingi Guðlaugsson o.fl., ferfram í dómsal
embættis Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri miðvikud. 22.
apríl kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins,
bæjarsjóður Akureyrar og Gunnar Sólnes hrl.
Sýslumaðurinn i Eyjafjarðarsýslu.
Vomáraskeið
hefst 21. aprfl (6 vikur)
Innritun er hafín
Jazzdans - frá 7 ára aldri
byrjendur og framhald.
Jazzleikfími - fyrir konur
byrjendur og framhald.
Styrkjandi æfingar,
teygjur og þrek.
Róleg leikfimi - fyrir konur á
öllum aldri byrjendur og
framhald. Styrkjandi
æfingar og teygjur.
Aerobic - byrjendur og
framhald. Þrekþjálfun.
Ícmsstudiói
'cdke
Sími 24979'
Innritun í síma 24979
milli kl. 17 og 19.
Nemendasýning verður að
loknu námskeiði.
Sturtur, sauna, te, kaffi.
Sólstofa - séraðstaða með
sturtum og sauna.
Nýjar perur í lömpum.
Úrval af fallegum dans- og
leikfimifatnaði.
Tryggvabraut 22
Akureyri
r~
VISA C
Húsnæðisstofnun
ríkisins:
582 láns-
umsóknir
frá íbúum á
Norðurlandi
— bárust á tímabilinu
frá 1. september
86 til 1. febrúar 87
421 aðili á Norðurlandi eystra
og 161 á Norðurlandi vestra
sótti um lán til Húsnæðisstofn-
unar ríkisins á tímabilinu frá 1.
september 1986 til 1. febrúar
1987, samkvæmt yfirliti sem
stofnunin hefur sent frá sér.
Alls bárust 5282 umsóknir um
lán til Húsnæðisstofnunar á
þessu tímabili og eru því
umsóknir frá Norðurlandi 11%
heildarfjöldans.
Af 5282 umsækjendum ætluðu
langflestir, eða 3603, að kaupa
notaða íbúð. Á Norðurlandi
sóttu t.d. 433 af 583 um lán til
kaupa á notaðri íbúð.
Ef litið er á skiptingu lánsum-
sókna eftir kjördæmum kemur í
ljós að 2360 lánsumsóknir eru frá
íbúum í Reykjavík og 1293 frá
íbúum á Reykjanesi og samtals
koma því 69,2% umsókna frá
íbúum þessara tveggja kjör-
dæma. Þá er einnig athyglisvert
að 75,8% þeirra sem sækja um
byggingarlán búa í þessum tveim-
ur kjördæmum. 292 umsóknir
koma frá Vesturlandi, 159 frá
Vestfjörðum, 212 frá Austur-
landi og 341 af Suðurlandi.
Ekki kemur fram í fréttatil-
kynningu Húsnæðisstofnunar,
hversu margar þessara umsókna
fengu jákvæða afgreiðslu á þessu
tímabili, né heldur hvernig lán-
veitingar skiptast eftir kjördæm-
um. BB.
Skyldi verða svona ■ Hlíðarfjalli um páskana? Það veit víst enginn á þessari
stundu, en við vonum það besta. Þessar tvær heiðursfrúr höfðu dregið stól
út á malarbinginn einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu og sátu þar og sóluðu
SÍg. Mynd: RPB
hér og þar_
Þijúböm
áþremur
ámm
Seinnipartinn í sumar eiga Karó-
lína Mónakóprinsessa og Stefano
Casiraghi von á sínu þriðja barni
og það á þremur árum. Það virð-
ist vera vinælt meðal kóngafólks í
Evrópu að eiga slatta af börnum
ár eftir ár og hætta svo bara.
Beatrix Hollandsdrottning var
ennþá duglegri en Karólína því
hún eignaðist þrjú börn á liðlega
tveimur árum. Margrét Dana-
drottning lagði einnig sitt af
mörkum og það var svo stutt á
milli sona hennar að þeir voru
saman í bekk í skóla.
Það gæti farið svo að sonur
Karólínu, Andrea, verði fursti í
Mónakó vegna þess að Albert
virðist eiga erfitt með að gera