Dagur - 15.04.1987, Qupperneq 14
, 14 tiDAGUR — 15. apcíl 1987
Orð og athafnir
LACOSTE
Peysur — Boiir
Jogginggallar
Frönsk úrvalsvara
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
„Við íbúar á Norðausturlandi
verðum að temja okkur þann
hugsunarhátt að líta á þennan
landshluta sem eina heild.“
Einhver myndi nú verða til að
nefna þessi ummæli Jóhannesar
G. Sigurgeirssonar kokhreysti,
þegar haft er í huga að Fram-
sóknarflokkurinn hafnaði þeim
fulltrúa sínum, sem helst má með
fyllstu sanngirni benda á, að
þjónað hafi öllu kjördæminu með
þingmannsstörfum sínum.
Víst er Stefán Valgeirsson val-
inn til framboðs af Eyfirðingum
og nýtur þess, en hann er kjörinn
þingmaður með stuðningi fram-
sóknarfólks í öllu kjördæminu.
Hann hefur frá fyrstu tíð gert sér
grein fyrir þessari staðreynd og
starfað í samræmi við það. Betur
væri, ef allir áhrifamenn vildu
sem hann ganga á vegi sannleik-
ans og til að mynda hafa færri orð
en láta athafnir fylgja.
Jóhannes Geir nefnir á öðrum
stað að lykillinn að því að íbúar á
Norðurlandi eystra hafi afl til
þess að ná málefnum sínum fram
gegn miðstýrðu ofurveldi höfuð-
borgarsvæðisins sé samstaða.
Miðstýrður Framsóknarflokkur
sýndi okkur ýmis orð og athafnir
í þessa veru að undanförnu, en
gætti þess ekki að hlýða á rödd
fólksins, því að lítill samhentur
flokkur skyldi vera betri en stór
frjálslyndur.
Svo upptekin hefur flokksfor-
ystan verið við að sinna aðkall-
andi málum - reyndar að sumu
leyti óskyldum okkur framsókn-
armönnum, eins og því að halda
Sjálfstæóisflokknum saman, sem
alþjóð veit nú hverjar lyktir á
urðu - að grunntónn flokksins,
bændafylgið, hefur orðið horn-
reka.
Flokkstónninn er orðinn
Sími
96-31129.
Garðyrkjustöðin á Grísará
Opið skírdag, laugardag 18. apríl og
annan í páskum frá kl. 1-6.
KJORSTAÐUR
við alþingiskosningar er fram eiga að fara laugardaginn 25.
apríl 1987 verður Oddeyrarskólinn á Akureyri.
Kjörfundur hefst kl. 9.00 f.h. og lýkur eigi síðar en kl.
23.00 e.h. sama dag.
Bænum hefur verið skipt í kjördeildir sem hér greinir:
I. kjördeild: Aðalstræti - Bjarkarstígur.
II. kjördeild: Bjarmastígur - Fróðasund.
III. kjördeild: Furulundur - Heiðarlundur.
IV. kjördeild: Helgamagrastræti - Kolgerði.
V. kjördeild: Kotárgerði - Möðrusíða.
VI. kjördeild: Möðruvallastræti - Skarðshlíð 22.
VII. kjördeild: Skarðshlíð 23 - Tjarnarlundur 5.
VIII. kjördeild: Tjarnarlundur 6 - Ægisgata svo og býlin.
í kjörstjórn Akureyrar:
Hallur Sigurbjörnsson, Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Sigurður Ringsted.
falskur. Eða eigum við að trúa
því, að það sé í reynd stefna
Framsóknarflokksins að vegið sé
að hornsteini hinna dreifðu
byggða fjölskyldubúskapnum,
mér liggur við að segja með bein-
um þjófnaði til þess að rétta
miklum minnihluta bænda upp í
hendurnar illa fenginn hlut, ef
þeir ættu með því hægara að
sanna tilverurétt sinn.
Slíkur búskapur byggir á
aðkeyptu vinnuafli, sem hafði
þær afleiðingar að þessir bændur,
ef til vill tilknúnir, virtu að vett-
ugi opinber tilmæli um aðhald í
hefðbundinni búvöruframleiðslu.
Með stjórnvaldsaðgerðum hafa
þessir óstéttvísu og óþjóðhollu
framleiðendur verið slegnir til
riddara, en litli maðurinn - fjöl-
skyldubóndinn - sleginn undir
beltisstað.
Allt í sómanum eða hvað?
Ég veit að einn þingmaður
Framsóknarflokksins vildi kafa
dýpra ofan í þessi mál og ætla sér
aðeins rýmri tíma til að ná góðri
niðurstöðu. Það er engin tilviljun
að þessi þingmaður heitir Stefán
Valgeirsson.
Annar þingmanna okkar var
tvístígandi í málinu. Því vil ég
spyrja Pál Pétursson. Hvenær
varð það stefna þín og Fram-
sóknarflokksins að gera hinn
almenna bónda að fátæklingi og
jafnvel eignalausan, en hygla
stórbændum að sama skapi? Er
það kannski liður í því að endur-
skapa lítinn og samhentan flokk?
Pað þýðir lítið að veifa framan í
okkur glænýrri landbúnaðaráætl-
un í fimm liðum, ef framkvæmd
hennar verður með svipuðum
hætti og verið hefur síðustu árin í
landbúnaði.
Páll, ég er viss um að allt lands-
byggðarfólk hefur áhuga á svari
þínu. Neytendur ættu einnig að
gefa því gaum, ekki síst í ljósi
þess, að næsti landbúnaðarráð-
herra gæti sem best heitið Páll
Pétursson. Pið Jóhannes Geir
verðið endilega að bera saman
bækur ykkar, svo að við fáum að
sjá samhenta stefnu í landbúnað-
armálum. Og þá meina ég ekki
loforðalista heldur réttlæti í
framkvæmd. Síðan skuluð þið
bera handritið undir Stefán Val-
geirsson og fá föðurlega blessun
hans, svo að stefnan verði fram-
bærileg við okkur áhugasama
kjósendur.
Já, er ekki Stefán Valgeirsson
formaður framsóknarfélaga í
Eyjafirði og verður það áfram
um sinn. Jóhannes Geir hefði
mjög gott af því að ganga í læri til
Stefáns og það því fremur, ef
hann hyggur til þess að taka við
starfi hans að fjórum árum
liðnum. Það verður nefnilega
ekki fyrr og ræðst alfarið af því
hversu námfús hann verður.
Jóhannes Geir má grunda það
vel, að hann á töluvert í land,
áður en hann öðlast þann trúnað
sem Stefán Valgeirsson hefur
meðal okkar og ekki ólíklegt, að
hann keppi um hylli okkar við -
til að mynda - Pétur Þórarinsson.
Pá þætti mér viðeigandi í
lokin, að Páll Pétursson upplýsti
sem áhrifamaður, hvort það væri
ekki hollráð, að Stefán Valgeirs-
son tæki við þingflokksfor-
mennsku í Framsóknarflokknum
á næsta kjörtímabili, og lyki með
því farsælu þingmannsstarfi,
enda ættum við ennþá samleið.
Síðast en ekki síst vil ég beina
því til forystuafla í Framsóknar-
flokknum, hvort það sé einber
tilviljun, að bæði J-listinn og
Þjóðarflokkurinn spretta af rót-
um sínum í því kjördæmi, sem
réttilega hefur verið nefnt höfuð-
vígi Framsóknarflokksins. Sú var
tíðin að framsóknarmenn áttu
báða þingmenn Eyfirðinga og
samtals fjóra þingmenn af sex á
Norðausturlandi. Viljið þið
viðurkenna, að eitthvað hafi far-
ið úrskeiðis og leitast við að leið-
rétta í samvinnu við fólkið, svo
að J-listafólk og Þjóðarflokkur
geti sameinast móðurskipinu sem
fyrst aftur. Ég trúi því ekki að
það sé óbifanieg tilskipun að
flokknum sé fyrir bestu að vera
lítill og samhentur.
Ég trúi því nefnilega að Fram-
sóknarflokkurinn geti bæði verið
stór, frjálslyndur og samhentur
flokkur eins og honum var ætlað
að verða í upphafi. í því tilfelli
tel ég ekki ráðlegt að flokkurinn
safnist saman á suðvesturhorn-
inu, nema þá til þess að sýna sitt
rétta andlit, og afli sér fylgis í
samræmi við það en ekki með
afskræmingu eða afbökun. Ég
kynntist stefnu flokksins þannig,
að fyrir mér vinnur sannleikurinn
með henni og fyrir hana.
Hvers vegna þá þennan felu-
leik?
J-listafólk - takið vel eftir við-
brögðum við skrifum okkar.
Fyrri blaðagreinar leiddu til
þeirra andsvara, að við værum
verðugt framsóknarfólk, ef við
sættum okkur við að vera þögull
minnihluti og kynnum að meta
flokksræði að sunnan.
Nei, besta ráðið til að fá aukin
völd heim í þetta kjördæmi, sem
og önnur landsbyggðarkjördæmi,
er að tryggja góða kosningu
atorkumanns á borð við Stefán
Valgeirsson, sem í reynd er sann-
ur fulltrúi jafnréttis og félags-
hyggju.
Eftir því yrði tekið.
Þá væri von til þess að Fram-
sóknarflokkurinn fyndi aftur hina
sönnu byggðastefnu, sem hann
týndi á meðan hann var í bland
við frjálshyggjuna og einnig það,
að flokknum gengi þá betur að
láta athafnir fylgja orðum.
Kristján Helgi Sveinsson,
Blómsturvöllum,
601 Akureyri.
Útboð Klæðingar á Norðurlandi vestra 1987.
qy/m f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í
ofangreint verk.
w Lengd vegarkafla 49,3 km, magn
330.000 m2. Verki skal lokið 15. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 4. maí 1987. Vegamálastjóri.