Dagur - 04.05.1987, Side 2

Dagur - 04.05.1987, Side 2
2- DAGUR-4. maí 1987 DAfiUR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðar[_______________________________ Uppgjör hjá Alþýðubandalagi Úrslit alþingiskosninganna á dögunum eru verulegt áfall fyrir Alþýðubandalagið. Þetta er mesti kosningaósigur sem það hefur orðið fyrir, allt frá því Alþýðubandalagið bauð fyrst fram til þings árið 1956, þá sem kosningabandalag Félags jafnaðarmanna og Sósíalistaflokksins. í fyrsta sinn í sögunni er Alþýðubandalagið orðið minna en Alþýðuflokkurinn. Ósigurinn er enn meiri þegar haft er í huga að Alþýðubandalagið var stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn allt síð- asta kjörtímabil og var sem slíkur í bestri aðstöðu til að höfða til þeirra sem voru óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar. Nöldur og óánægja í garð ríkisstjórnarinnar var reyndar þunga- miðja kosningabaráttu alþýðubandalagsmanna en úrslitin sýna að sú baráttuaðferð brást ger- samlega. Það er einkum tvennt sem mestu ræður um þetta tap Alþýðubandalagsins. Annars vegar þær hatrömmu deilur og þau átök sem verið hafa innan flokksins, og þá sérstaklega í Reykja- vík, á undanförnum árum. Hins vegar sú stað- reynd að kjaramálapólitík forystumanna Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni hefur sýnt sig að vera röng og kjósendur eru ekki tilbúnir til að taka því þegjandi. Alþýðubandalagið á við tilvistarvanda að stríða og innan þess berjast nú tvær andstæðar fylkingar, Æskulýðsfylkingin og svokallað flokks- eigendafélag. Ungu fólki finnst það vera afskipt í flokknum og hefur gert margar tilraunir til að komast til aukinna áhrifa - án mikils árangurs. Þessi valdabarátta hefur birst í mörgum myndum. Nægir þar að nefna átökin sem urðu um skipan framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík við síðustu sveitarstjórnarkosningar og deilurnar um ritstjórnarstefnu Þjóðviljans. Kosningaúrslitin nú gera stöðu yngra fólksins í flokknum sterkari en áður. Svavar Gestsson, núverandi formaður Alþýðubandalagsins, lætur af því embætti á næsta landsfundi flokksins, samkvæmt reglum flokksins um að sami formaður megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í senn. Fylgishrunið nú hefur dregið verulega úr áhrifum Svavars og fylgismanna hans innan flokksins. Það verður fróðlegt að fylgjast með uppgjör- inu sem framundan er í Alþýðubandalaginu. Það uppgjör mun skera úr um það hvort flokkur- inn nær að snúa þróuninni við og auka fylgið á ný, ellegar halda áfram að minnka jafnt og þétt á komandi árum. BB. viðtal dagsins. Kaupþing Norðurlands h.f. hefur nýhafið starfsemi sína og er það í eigu nokkurra aðila, þeir eru Kaupþing h.f., Akur- eyrarbær, KEA og 7 sparisjóð- ir á Norðurlandi. Segir í frétta- bréfi frá Kaupþingi Norður- lands að í starfi Kaupþings hafi oft komið sárlega í ljós hve erf- itt er að veita einstaklingum og fyrirtækjum utan Reykjavíkur góða þjónustu. T.d. hafa verðbréf með veði í fasteign á Akureyri selst á lægra verði en verðbréf með veði í fasteign í Reykjavík þar sem skuldari og veð eru ekki þekkt á verð- bréfamarkaði í Reykjavík. Sala einingabréfa og þó sér- staklega fjármálaráðgjöf í sam- bandi við hana hefur verið erfið. Ráðgjöf við fyrirtæki og lánsfjár- útboð fyrir þau hafa verið af skornum skammti. Á öllu þessu verður ráðin bót með stofnun Kaupþings Norðurlands hf. Andrea Rafnar, viðskipta- fræðingur mun annast reksturinn fyrst um sinn en auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjóra sem tekur við af Andreu. Andrea er hér komin í viðtal til að fræða lesendur örlítið um þjónustu Kaupþings. „Þjónum bæði einstakl- ingum og fyrirtækjum“ - segir Andrea Rafnar hjá Kaupþingi Norðurlands „Þetta er fyrst og fremst fjár- málafyrirtæki og í framtíðinni verður hér sama starfsemi og hjá Kaupþingi í Reykjavík. Það er verðbréfasala, alhliða fjármála- ráðgjöf, rekstrarráðgjöf, mark- aðsráðgjöf, fasteignasala og öll þjónusta í kringum fasteigna- kaup. Ef fólk fær t.d. tilboð í fasteign þá getur það fengið framtíðargreiðslur reiknaðar til núvirðis og þar með fengið stað- greiðsluverð fasteignarinnar sam- kvæmt viðkomandi tilboði. I tengslum við áskrift á Vís- bendingu, tímariti sem Kaupþing h.f. gefur út, gefst fyrirtækjum kostur á ráðgjöf í sambandi við gjaldmiðilsstýringu, einkum með tilliti til hagkvæmra samsetninga skulda. Sem dæmi má nefna að það er óhagkvæmt fyrir fyrirtæki að vera með sín lán í einum gjaldmiðli sökum tíðra sveiflna á gj aldeyrismörkuðum. En í fyrstu verður hér einkum um verðbréfa- sölu að ræða, þ.e. við önnumst kaup og sölu verðbréfa, fjár- vörslu, almenna fjármálaráðgjöf og sölu á einingabréfum og líf- eyrisbréfum. Við aðstoðum einnig fólk við að útbúa skulda- bréf, en það hefur mikla þýðingu fyrir sölumöguleika bréfa að þau séu rétt útbúin í upphafi. Við aðstoðum einnig fyrirtæki við skuldabréfaútboð. Ef fyrir- tæki vantar fjármagn til fram- kvæmda getur það aflað þess fjár á verðbréfamarkaði með sölu skuldabréfa.“ - Hingað geta sem sagt bæði einstaklingar og fyrirtæki leitað? „Já, einmitt. Einingabréfin eru t.d. aðallega keypt af einstakling- um. Það sem er svo þægilegt við þessa svokölluðu ávöxtunarsjóði er að þú getur keypt fyrir svo litla upphæð. Áður var það þannig að þú þurftir að finna skuldabréf sem var nákvæmlega jafnhátt þeirri upphæð sem þú hafðir á milli handanna. Nú getur fólk komið og lagt inn allt niður í 5000 kr. Það fé sem þannig kemur inn er síðan ávaxtað með kaupum á öðrum skuldabréfum. Þannig að þeir sem kaupa einingabréf eiga # Þjófurinn og þýfið Það þótti nokkuð skondið, að fyrsta beina útsending Sjón- varpsins frá Sauðárkróki sem fór fram á kosningadaginn, gagnaðist einum bæjarbúa betur en öðrum og rauk sá samstundis upp frá sjónvarp- inu og niður í bæ þangað sem útsendingin fór fram. Hafði maðurinn séð að baki Helga Helgasonar á skermin- um strák á hjóli og þóttist þar kenna sitt hjól, sem einhver hafði tekið ófrjálsri hendi. Reyndist þessi grunur réttur því stráksi var fljótur að taka til fótanna þegar hann varð hjóleigandans var. Þetta dæmi ætti að kenna þeim sem eitthvað óhreint hafa í pokahorninu að vera ekki að sniglast í kringum beinar útsendingar. • Ódýr áskrift? í nýjustu heftum þeirra fjöl- mörgu tímarita sem gefin eru út af tímaritarisanum Frjálsu framtaki eru eins og oft tíðk- ast í slíkum blöðum, sérstök eyðublöð fyrir þá sem óska eftir að gerast áskrifendur að einhverju þessara 11 tíma- rita. Þetta er alþekkt fyrir- bæri. Með þessu fylgir hins vegar annað sem mun gleðja margan auralausan áhuga- manninn um eitthvert það efni sem blöðin fjalla um. Þarna er um að ræða tékka sem á stendur: „Greiðið gegn tékka þessum handhafa fjög- ur hundruð til greiðslu upp í nýja áskrift eftirtalinna tíma- rita“. Síðan eru talin upp öll tímaritin nema „Gróður og garðar“ en ástæðan er senni- lega sú að þar er áskriftar- gjaldið einungis 275 krónur. Sá möguleiki er fyrir hendi fyrir S&S og aðra þá sem eru áskrifendur að tveimur eða fleiri tímaritum frá fyrirtæk- inu, að bæta fleirum við, og græða á því! Með því til að mynda að fara með tvo tékka í banka og gerast síðan áskrifandi að Iþróttablaðinu verður maður 105 krónum ríkari! Þetta er snjallt. Eini gallinn á þessu er bara sá að neðst á tékkanum stendur smáu letri: „Aðeins ein ávís- un gildir fyrir hverja áskrift". Sorry.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.