Dagur - 04.05.1987, Qupperneq 9
4. maí 1S87 - DAGUR - 9
Unglingarnir fjórir sem dönsuðu maraþondans í Ýdölum í 26 klukkutíma.
að detta niður um morguninn, þá
hefði hann bæði verið syfjaður og
lúinn. Hann sagðist ætla að sofa
sem lengst að dansinum loknum.
Valtýr sagðist geta haldið
áfram þar til hann dytti niður en
hann væri ekkert kominn að því
að gefast upp. Erfiðast væri að
halda sér vakandi og það væri
vafamál hvort hann vildi taka
þátt í maraþondansi aftur. Sig-
mar sagðist vera orðinn frekar
leiður á hvað þetta tæki langan
tíma en hann væri minna lúinn
núna heldur en um morguninn.
Fimm mínútna hvíldartíminn
var fljótur að líða og þá hófst
dansinn á ný, komið var með tvo
bala með köldu vatni fyrir dans-
arana, annar var til að kæla höf-
uð þeirra en hinn til að kæla fæt-
urna.
Haraldur Þórarinsson kennari
fylgdist með dansinum en alls
höfðu níu kennarar skipt með sér
vöktum meðan á dansinum stóð.
Haraldur sagði að þegar rætt
hefði verið um fjáröflunarleiðir
hefðu krakkarnir endilega viljað
dansa maraþondans í 26 tíma.
Kennararnir hefðu ekki átt von á
því að þau héldu þetta út því þau
hefðu ekki verið undir þetta búin
og einnig hefðu þau byrjað á
slæmum tíma, betra hefði verið
að byrja að morgunlagi.
Sigmar Ólafsson skólastjóri
sagði að hann hefði ekki verið
hræddur um að krakkarnir mis-
byðu sér. Haraldur, sem reyndar
væri driffjöðrin í öllu félagslífi
við skólann, hefði skipulagt
maraþondansinn vel og aflað sér
upplýsinga frá stöðum þar sem
þetta hefði verið gert áður. Einn-
ig væri gott að hafa hjúkrunar-
konu viðstadda til að veita
krökkunum aðstoð og leiðbein-
ingar.
Þetta er í annað sinn sem
nemendur Hafralækjarskóla
vinna að fjáröflum með svipuð-
um hætti, 1983 hlupu þau áheita-
hlaup um allt skólahverfið.
Hlaupið hófst utan við Máná á
Tjörnesi og hlaupið var suður
Reykjahverfi, norður Aðaldal og
alla leið út að Björgum í Kinn,
eða alls um 80 km. Áheitin sem
þá fengust dugðu að verulegum
hluta fyrir upphituðum íþrótta-
velli við skólann.
Aðspurður sagði Haraldur að
félagslíf við skólann væri nokkuð
blómlegt, nemendafélag starfaði
og innan þess væru fimm
klúbbar. Þrjár vikur í mánuði er
reynt að halda klúbbakvöld,
diskótek eða annað slíkt en reynt
væri að hafa eina viku í mánuði
fría, þó vildi þetta skipulag riðl-
ast þegar til stæði að halda árs-
hátíð eða þorrablót. IM
Haraldur Þórarinsson kennari situr við borð.
til að rétta hjálparhönd hverjum
þeim er með þurfti svo fremi að
það stæði í hans valdi. Þá var
ekki spurt að því hvort það kæmi
honum sjálfum vel eða illa.
Ánægjan yfir því að verða öðrum
að liði réð þar öllu. Hann var
ekki auðugur maður í þess orðs
merkingu, en hann átti annan
auð öllum auðæfum betri, gott
hjartalag og hjálpsemi. Nú er
langri vegferð lokið, vegurinn var
ekki alltaf blómum stráður, en sá
er hann gekk kvaddi sáttur við
allt og alla sem endranær. Hann
vissi að hverju dró og þegar hann
þungt haldinn talaði við mig í
síma fór hann með sína loka-
kveðju til mín og minnar fjöl-
skyldu í bundnu máli. Við rædd-
um þá um skepnuhöld, veðrið og
síðast en ekki síst fjölskylduna.
Enn var hugsun hans skýr og
minnið sem áður. Hann þurfti að
fá fregnir af langafabörnunum
hvernig þeim vegnaði í skólanum
og hvort þau væru nú ekki frísk.
Á kveðjustund reikar hugurinn
til baka, það er ótal margs að
minnast. Eg veit að þær minning-
ar eru mér sá sjóður er öðrum
sjóðum mun betur reynast í líf-
inu. Ég vil Ijúka þessum fátæk-
legu orðum með ljóðlínum Pét-
urs Aðalsteinssonar frá Stóru-
Borg.
Komdu kvöldid Ijúfa
kært er þór að fagna.
Eftir annir dagsins
allar raddir þagna.
Ljúft er þá að lúta
lögum öllum þínum
manni er hljóður heldur
heim frá störfum sínum.
Blcssuð sé hans minning.
Rcynir Sigursteinsson.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Kaupangi v/Mýrarveg, a-hl.
Akureyri, þingl. eigandi Tryggvi Pálsson, fer fram í dómsal
embaettisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí
kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Skarðshlíð 40e. Akureyri, tal-
inn eigandi Friðrik Bjarnason, fer fram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Eggert B. Ólafsson hdl., Innheimtu-
maður ríkissjóðs, Gjaldheimtan í Reykjavík, Brunabótafélag
íslands og Jón Magnússon hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Smárahlíð 4f. Akureyri, þingi.
eigandi Jón Pálmason, fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 8. maí kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands,
Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Sveinn Skúlason
hdl. og Gísli Baldur Garðarsson hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Konur í
YLF Einingu:
Fundur í Einingarsalnum 2. hæð Alþýðuhússins
þriðjudaginn 5. maí kl. 20.00.
Fundarefni:
Málefni Kvennadeildar Einingar.
Stjórnin.
Vestmannsvatn
Innritun í fullum gangi
96-41668, Gunnar og Steinunn.
96-61685, Jón Helgi.
96-24873, Æskulýðsskrifstofan.
Frá Menntamálaráðuneytinu:
Lausar kennarastöður
við framhaldsskóla:
Við Menntaskólann á ísafirði, kennarastöður í íslensku,
stærðfræði og þýsku, heilar stöður, og hálfar stöður í
efnafræði og frönsku.
Við Menntaskólann í Kópavogi, kennarastöður í
stærðfræði og viðskiptagreinum.
Við Menntaskólann að Laugarvatni, kennarastöður í
stærðfræði og raungreinum.
Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi,
hálf kennarastaða í tónlist og kórstjórn.
Við Fjölbrautaskola Suðurnesja í Keflavík,
kennarastöður í faggreinum rafiðna, faggreinum
hársnyrtigreina, efnafræði, ensku.íslensku, líffræöi,
stærðfræði og viðskiptagreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík fyrir 22. maí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
ÁNORÐURLANDI EYSTRA
Sambýli á Húsavík
fyrir fatlaða
Fyrirhugað er að stofna á Húsavík sambýli fyrir
fatlaða er taka mun til starfa í sept.-okt. nk.
íbúar sambýlisins geta orðið 5-7 og skulu hafa náð
16 ára aldri. Fatlaðir, sem áhuga hafa á búsetu í
sambýli eða aðstandendur þeirra, eru hvattir til að
kynna sér væntanlega starfsemi með því að hafa
samband við starfsmenn Svæðisstjórnar, þau
Bjarna Kristjánsson framkvæmdastjóra og Sigrúnu
Sveinbjörnsdóttur, sálfræðing, er verða til viðtals á
Heilsugæslustöðinni á Húsavík (Gamla sjúkrahús-
inu) miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 13.00-16.00 e.h.
Upplýsingar einnig veittar af sömu aðilum á skrif-
stotu Svæðisstjórnar, Stórholti 1, Akureyri. Sími
26960.
ÍJWcYihg.
BRÉF
Nú kynnir Kaupþing og Kaupþing Norðurlands
ásamt Almennum tryggingum og Almennum
Líftryggingum nýja leið til að tryggja örugga
afkomu - hvað sem á bjátar.
• Þú leggur reglulega til hliðar ákveðna upp-
hæð og safnar þannig smám saman þínum
eigin lífeyrissjóði.
• Upphæð innborgunar ræður þú sjálfur og
getur því hagað greiðslum í samræmi við eig-
in greiðslugetu.
• Inneignin er alltaf laus tii útborgunar ásamt
vöxtum og verðtryggingu.
• Kaupendur Lífeyrisbréfa geta tekið þátt í
tryggingakerfi, þar sem þeim gefst kostur á
ódýrari trygginguin en annars staðar bjóðast.
Kaupþing Norðurlands hf.
Rádhústorgi 5 ■ Pósthólf 914 • 602 Akureyri • Sími 96-24700.