Dagur - 04.05.1987, Síða 12

Dagur - 04.05.1987, Síða 12
Akureyri, mánudagur 4. maí 1987 MADE IN AUSTRIA Lánveitingar Byggðastofnunar: Vanskil minnst á Norðurlandi Þokuljós - Affurljós &b»v*u Bakkljós - Slefnuljós CM CM s <0 Twin Otter - flugvél Flugfélags Norðurlands sést hér með skíði, en þau voru sett á vegna leiðangurs, sem flugvélin verður send í. Á skíðunum getur flugvélin lent á ís og snjó. Búnaðurinn var prófaður á Vaðlaheiðinni. Breytingarnar á Sléttbaki: Verkinu miðar vel - en seinkar eitthvað þar sem ýmsir verkþættir hafa bæst við Á þeim 15 mánuðum sem liön- ir voru í byrjun ársins frá því Byggöastofnun hóf starfsemi sína hafði hún lánað 1.444 milljónir til 646 aðila. Þar af voru 359 milljónir veittar á árinu 1985. Samkvæmt lögum skal stofnunin njóta framlags af fjárlögum til starfsemi sinnar. Á síðasta ári nam þetta Kópasker: 55% heimila í héraðinu reyklaus - aðeins 18,5% íbúa reykja Sigurður Halldórsson læknir á Kópaskeri gerði nýlega könn- un á hve margir íbúar í hérað- inu reyktu. I Ijós kom að í Kelduhverfi, Óxarfirði og Presthólahreppi reykja 18,5% íbúanna en 55% heimila á svæðinu eru reyklaus. Siguröur sagði að samkvæmt þessum tölum væru reykingar í héraðinu talsvert undir lands- meðaltali, miðað við þær tölur sem hann hefðRil samanburðar. Fyrir rúmlega ári héldu Sigurð- ur og kona hans Ingunn Svavars- dóttir sálfræðingur tvö námskeið til að aðstoða fólk sem vildi hætta að reykja. Alls sóttu 22 þessi námskeið, hópurinn kom saman þegar ár var liðið frá því að nám- skeiðin hófust, þá kom í Ijós að 11 manns eða 50% þátttakenda voru enn reyklausir. Sigurður sagðist telja þetta nokkuð góðan árangur en þess bæri að gæta að síðasta ár hefði verið mjög hagstætt þannig að mikil umræða hefði verið í gangi um skaðsemi reykinga. Það var eftir fundinn með þátt- takendum námskeiðsins sem Sigurður gerði könnunina í hér- aðinu, hann sagðist vera ánægöur með niðurstöðurnar en nú þyrfti að herða baráttuna gegn reyking- um. IM Óli Halldórsson látinn Þann 2. maí lést Óli Halldórs- son, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Öli var 63ja ára er hann lést, fædd- ur 1. ágúst 1923. Óli var um áratuga skeið fréttaritari Dags í Þistilfirði. Hann var barnaskólakennari og gegndi mörgum trúnaöarstörfurn fyrir sitt heimahérað. Óli var vinamargur og þjóðkunnur maður. Eftirlifandi kona Óla er Hólmfríður Kristdórsdóttir. framlag 80 milljónum króna og það hefur dregist saman undanfarin ár. Vegna minnkandi framlags ríkissjóðs hefur stofnunin lent í þröngri stöðu til ýmissa verkefna sem eru jákvæð fyrir byggðaþró- un en ráða ekki við lántökur. Þetta gerir stofnuninni einnig erf- itt fyrir að standast áföll hjá stór- um lánþegum. Ef undan eru skildar lántökur ríkisstofnana vegna vegagerðar og hafnarfram- kvæmda skulda 40 stærstu lán- þegarnir yfir 40% af heildarskuld fyrirtækja við stofnunina. Öll eru þessi fyrirtæki í útgerð og fisk- vinnslu utan tvö. Þessar upplýs- ingar koma frarn í ársskýrslu 1986. Eftirstöðvar lána Byggðastofn- unar eru samtals 2.983 milljónir og skiptast þær þannig eftir kjör- dæmum að 7,91% eru í Reykja- vík, 9,88% á Reykjanesi, 8,71% á Vesturlandi, 13,55% á Vest- fjörðum, 9,91% á Norðurlandi vestra, 14,78% á Norðurlandi eystra, 12,27% á Austurlandi og 13,91% á Suðurlandi. Auk þess eru um 9% eftirstöðva hjá opin- berum sjóðum og stofnunum. Rúmlega 137 milljónir af þess- um eftirstöðvum, eða um 4,6%, eru í vanskilum. Það vekur nokkra athygli að vanskil eru lægst hlutfall eftirstöðva á Norðurlandi vestra eða 2,06% og næstlægst á Norðurlandi eystra eða 2,35%. Hæsta hlutfallið er á Reykjanesi þar sem rúmlega 7% eftirstöðva eru í vanskilum. Aukning vanskila milli áranna 1985 og 1986 skiptist í tvö horn. í Reykjavík, á Vestfjörðum og Austurlandi er aukning vanskila á bilinu 6-9 milljónir en í honum kjördæmunum á bilinu 0,5-1,7 milljónir. ET Nú eru um 5Vi mánuður síðan Sléttbakur fór til breytinga í Slippstöðinni á Akureyri. Verkinu miðar vel að sögn Jóhannesar Óla Garðarssonar sem hefur yfirumsjón með vinnunni. Ýmsir verkþættir hafa bæst við það sem upphaf- lega var gert ráð fyrir þannig að verkinu mun ekki ljúka í júlí eins og upphaflega var áætlað. Bolviðgerðum og lengingu er nú að mestu lokið auk þess sem frágangi á kjölfestukili er að ljúka. Þess má geta að þar er um að ræða rúm 50 tonn sem fest eru neðan í skipið. Breytingum á stálþiljum víðs vegar í skipinu er að mestu lokið. Föstudaginn, 1. maí, var gjald- dagi ýmissa eldri lána frá Húsnæðisstofnun. Margir hafa furðað sig á því hversu seint greiðsluseðlar berast til greið- enda en fyrstu seðlarnir bárust ekki fyrr en á miðvikudaginn. Það er veðdeild Landsbanka íslands scm sér um að senda út alla greiðsluseðla fyrir Húsnæðis- stofnun. Þar fengust þær upplýs- ingar að ástæðurnar fyrir seink- uninni séu margar og keðjuverk- andi. Gögn bárust óvenju seint frá Reiknistofnunn bankanna þar sem henni barst vísitala óvenju Aðalvél hjálparvél og mestur hlutinn af frystibúnaðinum eru komin um borð og nýlega hófst vinna við lagnir sem tengjast frystitækjunum. Þessa dagana er einnig meðal annars verið að vinna við endurbætur á íbúðum. Stærstu verkþættir sem enn eru eftir eru að sögn Jóhannesar frá- gangur á spilkerfi, frystikerfi og vélbúnaði í vélarrúmi. AIls eru það um 70 manns sem vinna við verkið. ET seint. Vegna þessa var ekki hægt að byrja að senda út seðla fyrr en á ntánudag í síðustu viku og þeir síðustu fóru eftir hádegi á mið- vikudag. 1. maí er langstærsti gjalddagi lána frá Húsnæðisstofnun. Þenn- an dag er greitt af þeim lánum sem hafa aðeins eina afborgun á ári auk þess sem þetta er einn af fjórum gjalddögum annarra lána. Alls eru það um 85 þúsund lán sem grcitt er af þennan dag. Það eru þó ekki hundrað í hættunni því eindagi er ekki fyrr en um rniðjan mánuðinn eða í lok hans. ET í gærkvöld var kveikt í sinu brekkunum sunnan við Innbæinn á Akureyri. Slökkviliösmcnn á tveimur slökkvibifreiðum voru talsverða stund að slökkva eldinn, sem magnaöist hratt í snapri sunnanátt. Litlu munaði að eldurinn læstist í tré í skógarreit skammt frá. Mynd: ehb Lán frá Húsnæðisstofnun: Greiðsluseðlar seint á ferð - gjalddagi 85 þúsund lána var 1. maí

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.