Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 18. maí 1987
Leeds og
Charlton
leika um
lausa sætið
- í fyrstu deild að ári
Það verða Leeds og Charlton sem leika um
lausa sætið í I. deild að ári. Þíkj h '-fðu bæði
betur í viðureignuin sínum við Oldham og
Ipswich. Leeds vann Oldham a heimavelli
á föstudaginn 1:0 en tapaði í gær 1:2 á úti-
velli í framlengdum leik en kemst áfrain á
útimarkinu.
Charlton og Ipswich gerðu inarkalaust jafn-
tefli á heimavelli Ipswich á föstudaginn en í
gær var leikið á heimavelli Charlton og þá
sigraöu heimamenn 2:1. Leeds og Charlton
ieika tvo leiki um lausa sætið, þ.e. heima og
heiman og verður fyrri leikurinn leikinn á
föstudaginn kemur en sá seinni annan mánu-
dag.
Það var einnig leikið um laus sæti í 2., 3.
og 4. deild og þar gerðist það helst, að Sund-
eriand féll í 3. deild í fyrsta sinn í sögu félags-
ins og Bolton féll í 4. deild í fyrsta sinn í sögu
félagsins.
- hann og Gylfi Birgisson
leika einnig með liðinu
Þeir félagar Hermundur Sigmundsson og
GylH Birgisson handknattleiksmenn úr
Stjörnunni í Garöabæ ætla að leika knatt-
spyrnu með HSÞ-b í Mývatnssveit í sumar og
mun Hermundur jafnframt þjálfa liðið. Gylfi
hefur verið einn besti leikmaður Stjörnunnar
í vetur, geysileg skytta og verður fróðlegt að
fylgjast með honum í knattspyrnunni í
suinar. Hann sagði í samtali við blaðamann
Dags að hann myndi síðan leika áfram hand-
knattleik með Stjörnunni næsta vetur, ncnia
citthvað mjög sérstakt kæmi upp á.
HSÞ-b vann sér sæti í 3. deild á ný eftir að
hafa leikiö í þeirri fjórðu á síðasta ári. Hörð-
ur Benónýsson þjálfari og leikmaður liðsins í
fyrra hefur gengið til liðs við VÖIsung en að
öðru leyti verða litlar breytingar á liðinu.
i
! '
---------------------------------
Jafnt hjá ÍR
og Einherja
- og í leik ÍBV og Selfoss
ÍR og Einherji gerðu jafntefli á laugardaginn
í fyrsta leiknuin í 2. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu. Leikurinn fór fram á gervigras-
inu í Laugardal og skoraði hvort liö eitt
mark.
í gær voru þrír leikir, KS sigraði ÍBÍ 2:1 á
Siglullrði, Víkingur sigraði Leiftur 2:1 á
gervigrasinu og í Vestinannaeyjum gerðu
heimamenn jafntefli við Selfyssinga 2:2.
Síðasti leikurinn í fyrstu untferð fer frain í
kvöld en þá mætast Þróttur og Breiðablik á
gervigrasinu í Laugurdal.
íþróttÍL
Gústaf Óniarsson leikmaður Leifturs og Jóhann Þorvarðsson Víkingur berjast um knöttinn í leiknum í gær.
Mynd: Róbert.
íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild:
Víkingur sigraði Leiftur
í slökum leik
- á gervigrasinu í Laugardal
Víkingur sigraði Leiftur frá
Ólafsfírði þegar liðin mættust
á gervigrasinu í Laugardal í
gær í fyrstu umferð 2. dcildar
Islandsmótsins í knattspyrnu.
Víkingar skoruðu tvö mörk
gegn einu marki Ólafsfirðing-
anna í fremur litlausnm og ris-
litlum leik.
Víkingar hófu leikinn mun
betur, héldu boltanum ágætlega
og réðu gangi leiksins framan af.
Þeir áttu þó í erfiðleikum með að
skapa sér færi en Leiftursmenn
voru hins vegar tvisvar nálægt því
að skora. Fyrst á 11. mín., þegar
Hafsteinn Jakobsson átti þrumu-
skot af löngu færi rétt yfir þver-
slána og síðan á 27. mín., þegar
Óskar Ingimundarson lék laglega
á einn varnarmanna Víkings inn í
teig og rendi boltanum fyrir
markið en þar missti Steinar
bróðir hans af honum í upplögðu
færi. Leiftursmenn komust síðan
æ betur inn í leikinn en þrátt fyrir
það voru það Víkingar sem fengu
næsta færi. Einn varnarmanna
Leifturs hugðist þá senda boltann
aftur til Þorvaldar í markinu en
sendingin var of laus og Trausti
Ómarsson komst á milli en Þor-
valdur bjargaði með góðu út-
hlaupi. Fyrsta markið kom síðan
á 37. mín, Trausti Ómarsson stóð
þá skyndilega einn í opnu færi,
eftir barning í vítateig Leifturs-
manna og skoraði með lágu skoti
undir Þorvald. Staðan 1:0 og
þannig var hún í hálfleik.
Víkingar mættu ákveðnir til
síðari hálfleiks og tóku strax öll
Handbolti:
Hafnfirð-
ingar sigmðu
- í bæjakeppninni
Hafnfirðingar sigruðu í bæja-
keppninni í handbolta sem lauk í
gær. Þeir unnu nágranna sína úr
Garðabæ í úrslitaleik 30:28.
Leikurinn fór fram í íþróttahús-
inu í Hafnarfirði.
völd. Á 11. mín. var Trausti
Ómarsson enn á ferðinni en vipp-
aði þá yfir í góðu færi. Víkingar
skoruðu síðan annað mark sitt
mínútu seinna. Þorvaldur varði
þá þrumuskot utan úr teig en
náði ekki að halda boltanum sem
barst út til Einars Einarssonar
sem skoraði með góðu skoti í
fjærhorn. Víkingar réðu síðan
lögum og lofum nær allan síðari
hálfleik án þess þó að skapa sér
nein afgerandi færi. Það var ekki
fyrr en á lokamínútunum að Leift-
ursmenn komust aftur inn í leik-
inn og sóttu þá án afláts. Þegar 2
mín. voru til leiksloka var brotið
á Steinari inn í vítateig og víta-
spyrna var dæmd sem Hafsteinn
Jakobsson skoraði úr. Leifturs-
menn sóttu síðan látlaust það
sem eftir lifði leiks en náðu ekki
að jafna.
Eins og fyrr segir var leikur
þessi frekar rislítill ef frá er skil-
inn sæmilegur kafli undir lok fyrri
hálfleiks. Litlar tilraunir voru
gerðar til þess að halda uppi spiii,
þannig að leikurinn einkenndist
af baráttu og miðjuþófi.
Trausti Ómarsson var bestur
Víkinga en honum fylgdi ávallt
nokkur hætta við mark Ólafsfirð-
ingana. Jóhann Þorvarðarson var
traustur á miðjunni og Atli Ein-
arsson var sprækur í seinni hálf-
leik. Hjá Leiftri var enginn áber-
andi bestur en þó má nefna að
varnarmaðurinn Guðmundur
Garðarsson barðist mjög vel og
vann mikið af boltum. -JHB
íslands
Glæsil
á
- er heima
KS sigraði ÍBÍ í gær í fyrsta
leik liðanna í 2. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu. Úrslit
leiksins sem fram fór á Siglu-
firði urðu 2:1 fyrir heimamenn
og var sá sigur nokkuð
sanngjarn.
Leikurinn bar þess merki að
vera dæmigerður vorleikur, liðin
sóttu til skiptis en þó voru heima-
menn ákveðnari. Það voru þó
ísfirðingar sem náðu forystunni á
21. mín. Þeir náðu þá góðri sókn-
arlotu sem endaði með því að
Birgir Ólafsson skoraði eftir að
hafa fengið nægan tíma til þess
að athafna sig. En áfram hélt
leikurinn og á 26. mín. fengu KS-
ingar innkast á móts við markteig
ísfirðinga. Tekið var innkast sem
Mark Duffield náði að skalla
áfram inn á Hafþór Kolbeinsson
sem afgreiddi boltann í netið
með skalla. Var mjög vel að
þessu marki staðið.
Þegar leið á leikinn, jafnaðist
hann og var mikið um miðjuþóf.
En á 64. mín. kom fallegasta
mark leiksins. KS-ingar náðu þá
góðum samleik upp hægri kant-
inn sem endaði með fyrirgjöf sem
Bi
Mar
aðal
-er Gi
Lið Akureyrar náði ekki að
komast í úrslit í bæjakeppninni
í handbolta, þar sem liðið tap-
aði fyrir liði Garðabæjar í
framlengdum leik 30:31 í
undanúrslitum. Leikurinn fór
fram í íþróttahöllinni á Akur-
eyri á föstudagskvöld. Mark-
verðir liðanna þeir Brynjar
Kvaran og Jónas Þorgeirsson
voru í aðalhlutverkunum,
vörðu báðir frábæriega og var
frammistaða þeirra það eina
sem gladdi augað, fyrir utan
Brynjar Kvaran átti stórleik í marki
Enska knattspyrnan:
Coventry sigr-
aði Tottenham
- í úrslitaleik í bikarnum
Coventry City varð á laugar-
daginn enskur bikarmeistari í
knattspyrnu. Liðið sigraði þá
Tottenham Hotspur á Wembl-
ey leikvanginum í London með
þremur mörkum gegn tveimur
í framlengdum leik. Gary
Mabbut varnarmaður Totten-
ham skoraði sjálfsmark í fyrri
hálfleik framlengingarinnar og
reyndist það vera sigurmark
leiksins.
Það leit ekki vel út í byrjun fyr-(
ir Coventry, markamaskínan
Clive Allen kom Tottenham yfir
strax á 2. mín. og var þetta mark
hans það 49. í röðinni í vetur. En
leikmenn Coventry létu markið
ekki á sig fá og Dave Bennet
jafnaði fyrir liðið 7 mín. síðar.
Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks
kom Gary Mabbut Tottenham
yfir á ný með nokkru heppnis-
marki eftir aukaspyrnu.
Leikmenn Coventry voru mun
ákveðnari á vellinum og gáfu
leikmönnum Tottenham aldrei
færi á að byggja upp sóknir. Það
var svo framherjinn Keith Hou-
chen sem jafnaði fyrir Coventry á
63. mín. með glæsilegu skalla-
marki. Liðunum tókst ekki að
bæta við mörkum í venjulegum
leiktíma og því varð að fram-
lengja leikinn. Þá skoraði Mabb-
ut sjálfsmark eins og áður er get-
ið og það reyndist vera úrslita-
mark leiksins. Lið Coventry lék
mun betur en Tottenham í þess-
um leik og vann sanngjarnan
sigur.
Sigur liðsins í bikarkeppninni
er sá fyrsti í sögu félagsins en
þetta var í fyrsta skipti sem liðið
leikur til úrslita í keppninni.