Dagur - 18.05.1987, Síða 11

Dagur - 18.05.1987, Síða 11
18. maí 1987- DAGUR - 11 Stéttarsamband bænda: Vill leiðrétta misskilning Akureyri: Námskeið í samskipta- tækni - haldið 11., 12. og 13. júní nk. Fyrirtækið Sálfræðistöðin sf. mun verða með námskeið á Akureyri 11., 12. og 13. júní í samskipta- tækni. Stofnunin sem hefur starf- að um þriggja ára skeið getur nú boðið upp á fjölbreytta þjónustu. Námskeiðahald fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir, hæfileika- mat og einkaviðtöl hafa verið fastir liðir í starfsemi stöðvarinn- ar. Sálfræðistöðin hefur nýlega flutt í nýtt húsnæði og getur boð- ið upp á ýmiss konar nýjungar. Námskeiðahald á landsbyggð- inniverður aukið, ný námskeið í slökunartækni, hjónanámskeið ásamt námskeiðum fyrir yfir- menn fyrirtækja verða haldin með reglulegu millibili. Auk fyrirhugaðs samskipta- námskeiðs á Akureyri í júní er ætlunin að halda námskeið í haust um samskipti foreldra og barna. Eigendur Sálfræðistöðvarinnar eru Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir. Nýtt húsnæði er að Þórsgötu 24 í Reykjavík og er síminn 623075. vegna búvörusamningsins Vegna misskilnings sem hvað eftir annað hefur komið fram og nú síðast í yfirlýsingum stjórn- málamanna í tengslum við vænt- anlega stjórnarmyndun, vill Stéttarsamband bænda koma eftirfarandi á framfæri varðandi nýgerðan búvörusamning milli ríkisins og Stéttarsambands bænda: 1. Heildarverðmæti þeirra afurða sem um er samið er um 7 milljarðar króna á ári miðað við núgildandi verðlag. Þessi upphæð er að langstærstum hluta söluverðmæti vörunnar á almennum markaði eins og neysla þessara afurða hefur þróast á undanförnum árum. 2. Með samningnum tekur ríkið að sér að ábyrgjast bændum verðlagsgrundvallarverð eins og það er á hverjum tíma fyrir tiltekið magn mjólkur og kindakjöts. Öll framleiðsla umfram það magn er á ábyrgð bænda sjálfra. 3. Ákvörðun verðlagsgrundvall- arverðsins er sem áður í hönd- um verðlagsnefndar búvara og í engum tengslum við þessa samningagerð. 4. Ekki eru ákvæði í samningn- um um niðurgreiðslu búvara. 5. Hið umsamda afurðamagn mjólkur er 103 millj. lítrar á því verðlagsári sem hefst 1. september 1988 en 104 millj. lítrar verðlagsárin 1989-1991. Mjólkurneysla íslendinga fer nú vaxandi og er áætluð 101 milljón lítrar á þessu ári. Mið- að við svipaða þróun næstu ár felur samningurinn ekki í sér þörf fyrir útflutning mjólkur- vara umfram það sem óhjá- kvæmilegt er ef unnt á að vera að halda uppi því fjölbreytta framboði mjólkurvara sem nú er völ á hér á landi. Verði mjólkurneysla meiri en fors- endur samningsins gera ráð fyrir eykst framleiðsluréttur bænda um % þess sem neyslan fer umfram áætlun. Umsamið magn kindakjöts á samnings- tímanum er 11.000 tonn á ári. Gert er ráð fyrir að út verði flutt að meðaltali um 1.740 tonn af kindakjöti árlega á samningstímanum. Búvöru- lögin gera ráð fyrir minnkandi útflutningi kindakjöts og er þetta um 35% minni útflutn- ingur en verið hefur að meðal- tali síðustu ár. Miðað við forsendur samnings- ins er gert ráð fyrir að birgðir mjólkurvara og kindakjöts verði komnar í eðlilegt horf í lok samn- ingstímans. Með búvörusamn- ingum er því ekki stofnað til nýrra eða aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð nema verulegar breyt- ingar verði á neysluvenjum þjóð- arinnar á samningstímanum. 29. apríl 1987. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. __j\ Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Að Menntaskólanum í Reykjavík vantar stundakennara næsta vetur. Kennslugreinar: íslenska, eðlis- og efnafræði, stærðfræði, tölvufræði, líffræði og lífræn efnafræði. í sumum greinum getur verið um heilar stöður að ræða. Umsóknir sendist skólanum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 1. júní. Menntamálaráðuneytið. Aflaverðmæti Nökkvans yfir 20 milljónir Nökkvi HU 15 hefur nú farið þrjár veiðiferðir frá því hann kom til Blönduóss þann 28. febrúar síðastliðinn. Óhætt er að segja að gengið hafí vel hjá Nökkvanum í þessum þrem veiðiferðum þar sem hann er kominn með um 225 tonna rækjuafla samtals úr þessum þrem veiðiferðum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér þá telja eigendur skipsins að til þess að reksturinn sé tryggður þá þurfi skipið að afla um eitt þúsund tonna af rækju á heilu ári og sam- kvæmt aflatölum úr þessum fyrstu túrum er ekki annað að sjá en það muni takast. Skipting afl- ans hefur verið nokkuð góð og sem dæmi má nefna að rúmlega 30 prósent aflans í síðasta túr fór í pakkningar en mun betra verð fæst fyrir þá rækju. Aflaverðmæti þess afla sem Nökkvi hefur borið að landi mun vera liðlega 20 mill- jónir. Þá hafa Gissur hvíti og Sæborgin sem eru í eigu rækju- vinnslunnar Særúnar einnig verið á úthafsrækjuveiðum undanfarið og hefur veiði verið ágæt, þó einkum hjá Gissuri hvíta sem hefur komið með 15-16 tonn eftir hvern fimm daga túr. G.Kr. Trésmiðir Slippstööin hf. óskar aö ráöa trésmiöi til starfa. Mikil vinna, mötuneyti á staönum. Uppiýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 96-21300. IWwl slippstödin. Atvinna í boði Óskum eftir aö ráöa trausta menn til næturvörslu frá 1. júní. Æskilegur aldur 30-45 ára. Upplýsingar veittar næstu daga frá 10-12 ekki í síma. HAGKAUP Norðurgötu 62. Óskum að ráða starfsmann í pökkun og útkeyrslu, 18 ára eöa eldri, (þarf aö hafa bílpróf). Upplýsingar gefnar á skrifstof- unni, ekki í síma. Brauðgerð Kristjáns Jónssonar Hrísalundi. Tvo kennara vantar að Þelamerkurskóla í Hörgárdal. Meöal kennslugreina, íslenska og handmennt. Mjög ódýrt húsnæði á staðnum, frír hiti. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 21772 eöa 26555 og hjá formanni skólanefndar í síma 21923. Verkstjóri Viljum ráöa ábyggilegan, laghentan mann til aö stjórna einni deild verksmiöjunnar. Þarf aö vera kunnugur vélum. Vel launað framtíöarstarf. Upplýsingar gefnar í síma 21466. K.Jónsson & Co hf., Niðursuðuverksmiðja Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.