Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 4
4-DAGUR-1. júní 1987 ,_á Ijósvakanum. Kl. 22.00 verður í Sjónvarpinu bresk heimildamynd um tónlist og tíð- aranda árið 1967. Koma Bítlarnir þar við sögu. SJONVARPr MÁNUDAGUR 1. júní 18.30 Hringekjan. (Storybreak.) - Sjötti þáttur. 18.55 Steinn Markó Pólós. (La Pietra di Marco Polo). Þriðji þáttur. 19.20 Fréttaágrip á tákn- máli. 19.25 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Madur er manns gaman. 2. Svava Pétursdóttir á Hrófbergi. Árni Johnsen heilsar upp á Svövu Pétursdóttur hrepp- stjóra á Hrófbergi í Stein- grímsfirði og Sigurjón Sig- urðsson, bónda í Græna- nesi. 21.10 Setið á svikráðum. (Das Rátsel der Sandbank) Þýskur myndaflokkur í tú þáttum. - Annar þáttur. 22.00 Það var fyrir tuttugu árum. (It was Twenty Years Ago Today) Bresk heimildarmynd um tórúist og tíðaranda árið 1967 en einkum og sér í lagi hljómplötu Bítlanna „Stg. Pepper’s Lonely Hearts Club Band" sem út kom 1. júní það ár og þotti marka tímamót. Myndin verður sýnd samdægurs í mörgum löndum í tilefni af tuttugu ára útgáfuafmæli Sergeant Pepper plötunn- ar. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 23.55 Dagskrárlok. © RAS 1 MÁNUDAGUR 1. júní 6.45 Veðurfregnir • Bæn, séra Hjörtur M. Jóhanns- son flytur. (a.v.d.v.) 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagð- ar kl. 8.30. Flosi Ólafsson flytur mánudagshugvekju kl. 8.35. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sögur af Munda" eftir Bryndísi Víglunds- dóttur. Höfundur les (4). 9.20 Morguntrimm - Jón- ína Benediktsdóttir (a.v.d.v.) Tónleikar. 9.45 Búnaðarþáttur. Ólafur R. Dýrmundsson talar um mörk og mar- kaskrár. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lífið við höfnina. Umsjón: Birgir Svein- bjömsson. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Á frivaktinni. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Þátturinn verður endur- tekinn á Rás 2 aðfaranótt föstudags kl. 02.00). Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá • Tilkynn- ingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Réttarstaða og félagsleg þjónusta. Umsjón- Hjördís Hjartar- dóttir. (Þátturinn verður endur- tekinn n.k. þriðjudags- kvöld kl. 20.40). 14.00 Miðdegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Kristjánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (27). 14.30 íslenskir einsöng- varar og kórar. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Þrastakvintettinn. Umsjón: Birgir Svein- björnsson. (Frá Akureyri). 16.00 Fréttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið. Umsjón: Einar Kristjáns- son og Sverrir Gauti Diego. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Um daginn og veginn. Sigurður Pálsson málari talar. 20.00 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.40 Þak yfir höfuðið. Umsjón: Kristinn Ágúst Friðfinnsson. (Áður útvarpað í þáttaröðinni „í dagsins önn" 18. maí sl.) 21.10 Gömul danslög. 21.30Útvarpssagan: „Leikur blær að laufi" eftir Guðm- und L. Friðfinnsson. Höfundur les (5). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Umkomuleysið var okkar vörn. Þáttur um varnarmál. íslendinga fyrr og síðar. Umsjón: Þorsteinn Helga- son. 23.00 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir. 00.10 Stundarkorn í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. (Endurtekinn þáttur frá föstudagskvöldi). 01.10 Veðurfregnir. & MANUDAGUR 1. júní 6.00 í bítið. Snorri Már Skúlason léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. 9.05 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Hall- dórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Sveiflan. Vernharður Linnet kynnir djass og blús. 22.05 Kvöldkaffi. 23.00 Á mörkunum. Umsjón: Sverrir Páll Erlendsson. 00.10 Næturvakt Útvarps- ins. Magnús Einarsson stend- ur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10,11,12.20,15,16,17,18, 19, 22 og 24. RÍKJSUrVARPH) AAKUREyRI. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. , MÁNUDAGUR 1. júní 18.03 Pálmi Matthíasson fjallar um íþróttir og það sem er efst á baugi á Akureyri og í nærsveitum. Hljóðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 1. júní 6.30 í bótinni. Morgunþáttur í umsjá Benedikts og Friðnýjar. 9.30 Þráinn Brjánsson stjórnar fram að hádegi. 12.00 Skúli Gautason sér um hádegið. 13.30 Síðdegi í lagi. Ómar Pétursson stjórnar góðri tónlist og spjallar við gesti og gangandi. 17.00 Milli fimm og sjö. Hanna og Rakel hafa íslenska tónlist í hávegum. 19.00 Dagskrárlok. 989 BYLGJAN MANUDAGUR 1. júní 07.00-09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. 09.00-12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráð- andi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. 14.00-17.00 Jón Gústafsson og mánudagspoppið. 17.00-19.00 Ásta R. Jó- hannesdóttir í Reykjavík síðdegis. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Bjarni Ólafur Guðmunds- son. .hér og þar- Rudi er 15 mánaða gamall dreng- ur og var fyrsta barnið í Austurr- íki sem fékk eyðni. Á Rudi hefur hins vegar gerst læknisfræðilegt kraftaverk, því líkami hans hefur á einhvern hátt unnið á sjúk- dómnum og er nú algjörlega frískur. Þegar Rudi fæddist í Linz í Austurríki þann 28. janúar á síð- asta ári var hann fyrsta barnið þar sem bar HIV veiruna í sér. Móðirin, sem var 26 ára gamall eiturlyfjaneytandi, hafði fengið veiruna í sig með því að sprauta eiturlyfjum í æð. Þann 14. ágúst kom hún fram í sjónvarpinu og sagðist vera að leita að góðum foreldrum fyrir son sinn vegna þess að blóðprufur sýndu að hann var smitaður af HIV veir- unni sem endar vanalega með því að sjúklingurinn fær eyðni á loka- stigi og deyr. Grable hjónin höfðu beðið í 4 Líkami hans vam á eyðniveirumi ár eftir að fá barn ættleitt og hafði verið sagt að þau væru næst í röðinni að fá heilbrigt barn ætt- leitt. Þrátt fyrir það heillaði litli Rudi þau, þau sóttu um að fá að ættleiða liann og fengu það. „Hann var svo fallegur en ein- mana í sjónvarpinu og við Erich vorum sammála um að þessi drengur þyrfti á hjálp og um- hyggju að halda,“ segir Gerda. Hamingjan var mikil á báða bóga þegar Grable hjónin fengu Rudi heim og ekki minnkaði hún þegar niðurstöður úr síðustu blóðprufum lágu fyrir. Þær sýna nefnilega að Rudi hefur myndað mótefni gegn HIV veirunni og er „Ólafur, taktu ekki embættinu“ Kæri Dagur! Ég get ekki orða bundist vegna forsíðufréttar í blaðinu í gær um nýjasta þáttinn í fræðslustjóra- málinu svokallaða. Þar er viðtal við nýsettan fræðslustjóra, þar sem hann telur heilagt hlutverk sitt vera að koma á friði í fræðsluumdæminu. Hefur mað- urinn búið á Mars? Hefur hann virkilega ekki áttað sig á því að mikill friður og eindrægni ríkir meðal allra þeirra, sem látið hafa sig þetta mál varða? Alvarleg deila er í gangi, en hún er ekki milli fólks hér fyrir norðan, held- ur við miðstýrt vald með aðsetur í Reykjavík. Það er hrapalegur misskilningur, ef fræðslustjórinn nýsetti heldur að hann leysti þá deilu með því að setjast í emb- ætti. Þá fyrst hefur hann firrt Sverri Hermannsson þeirri ábyrgð, sem hann ber sem ráð- herra, nefnilega að leysa þá deilu, sem hann sjálfur kom af stað í janúar sl. og skapað hefur alvarlegan trúnaðarbrest milli ráðuneytis, menntamála og heimaaðila varðandi samstarf um framkvæmd fræðslumála. Beri Ólafur þessi hag umdæmisins virkilega fyrir brjósti, eins og hann reyndar hefur lýst yfir, er það eina sem hann getur gert, sóma síns vegna, að draga sig til baka og gefa þannig ráðherra rækifæri til að leysa þessa deilu að siðaðra manna hætti. Sem foreldri barns á grunn- skólaaldri ber ég nokkurn ugg i brjósti til þess ástands, sem ég er hrædd um að skapist, taki Ólafur þessi við fræðslustjórastarfinu. Sjálfsagt er hann hinn besti náungi, en mikið hefði ég nú ver- ið rólegri ef ég gæti litið til fram- tíðar með þá vissu, að hæfasti maður eða kona hefði valist í þetta starf. Hins vegar var sú raunin, að þeir, sem hlustað hafa á tilmæli stéttarfélaga sinna, sóttu ekki um þetta starf. Það sem okkur er því boðið hér í umdæminu er einhver, sem fékk stöðu þessa vegna skorts á sam- keppni. Reyndar leyfir ráðherra sér að hundsa 2 hæfustu umsækj- endurna. Við þessar aðstæður leyfi ég mér að skora á Ólaf Guðmunds- son að taka ekki við þessu emb- ætti, sem Sverrir Hermannsson er að bjarga eigin skinni með því að setja Ólaf í fræðslustjóraemb- ættið‘ Foreldri. Uthlutað ferðastyrkjum Úthlutað hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. í tilefni ellefu alda afmælis íslandsbyggaðar 1974 samþykkti norska stór- þingið að færa Islendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Ráðstöfunar- féð eru vaxtatekjur af höfuð- stólnum og skal fénu varið til Þökkuð gjöf Rétt fyrir jólin 1986 barst Minja- safnskirkjunni á Akureyri góð gjöf. Þetta voru 40 sálmabækur gefnar til minningar um hjónin Þórð Friðbjarnarson og Önnu Sigurgeirsdóttur. Það voru ætt- ingjar þeirra sem gáfu bækurnar. Þórður var fyrsti safnvörður Minjasafnsins á Akureyri. Hann starfaði þar í um 22 ár, eða frá árinu 1962 til ársins 1984. Upp- bygging Minjasafnsins á Akur- eyri er því að miklu leyti hans verk. Stjórn Minjasafnsins á Akur- eyri þakkar þessa góðu gjöf. hópferða íslendinga til Noregs. í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að fyrst hafi styrkjum úr sjóðnum verið úthlutað árið 1976 og fór nú fram ellefta úthlutun. Úthlutunarupphæð nú var 681 þúsund krónur og bárust 26 umsóknir. Eftirtaldir aðilarfengu ferðastyrk að þessu sinni: Barna- list, Dalvíkurskóli, Krabba- meinsfélag íslands, Foreldrafélag norskunema, Sambýli fatlaðra, Skátafélagið Hraunbúar, Sund- deild Vestra og Pálmi, félag æskulýðsfulltrúa. Að sögn Trausta Þorsteinsson- ar, skólastjóra Dalvíkurskóla, mun ferðastyrkur nemenda skól- ans ekki verða nýttur þar sem ekki tókst að safna nægu fé til Noregsferðarinnar. Dalvíkur- nemar brugðu sér því til Vest- mannaeyja að þessu sinni. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.