Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 5
1. júní 1987-DAGUR-5 nú fullfrískur. Þetta hljómar ótrúlega, en staðreyndin er sú að barn hefur sömu mótefni og móðirin fyrstu 9 mánuði ævinnar, en myndar síðan eigin mótefni. Börn eyðnisjúklinga geta því annað hvort fengi eyðni eða orð- ið frísk þegar þau mynda sjálf mótefni. Þetta eru niðurstöður nýjustu rannsókna. Gerda og Erich höfðu reynt að eignast barn í 12 ár. Gerda hafði gengist undir þrjár aðgerðir til að reyna að verða ófrísk en ekkert gekk. Fyrir 4 árum sóttu þau um barn á ættleiðingarskrifstofu. Það var fyrir tilviljun að þau horfðu á sjónvarpsþáttinn þar sem móðir Rudis kom fram. Hún sagðist eiga erfitt með að láta hann frá sér en það væri eina von hans til að lifa. Það voru alls 33 hjón sem sóttu um að fá Rudi, það voru því ekki aðeins Gerda og Erich sem höfðu fallið fyrir brosinu hans. Þann 1. september fengu þau svo að vita að þau fengju Rudi. Daginn eftir fóru þau á barnadeildina í Linz og fengu að halda á Rudi í fyrsta sinn. Gerda fær tár í augun þegar hún minnist þessa dags. Þann 6. september fengu þau svo að fara með Rudi heim og hamingjan var fullkomin. Nýtt Flugleiðaumbóð Umboðsmaður okkar á Grenivík er Haukur Ingólfsson, Túngötu 23, sími 33202. FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi Þær Hjördís og Anna María, Lyngholti 18 og Eva Hrönn og Katrín, Litlu- hlíð 6, héldu hlutaveltu um daginn og rann ágóðinn, 1000 kr., til styrktar Barnadeildar F.S.A. Kærar þakkir. Tómas Jónsson met- sölubók komin út á ný Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsögu Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson metsölubók. Þetta er endurútgáfa sögunnar sem kom fyrst út haust- ið 1966. Hún seldist þá upp á örskömmum tíma og hefur síðan verið ófáanleg. Tómas Jónsson metsölubók vakti bæði úlfúð og aðdáun þegar hún kom fyrst út, segir í frétta- tilkynningu frá Forlaginu. Menn skiptust í flokka, með eða á móti skáldverkinu, og margir sökuðu höfundinn um niðurrifsstarfsemi. Þar örlaði hvergi á „heilbrigðu mótvægi við sorann“. En aðrir tóku Tómasi Jónssyni afburða- vel og spáðu nýjum tímum í íslenskum bókmenntum. Ólafur Jónsson, sem þá var einn ágætasti gagnrýnandi hér á landi, líkti sögunni m.a. við kraumandi seiðketil, „þar sem nýtt efni, nýr stíll kann að vera á seyði. Fátt er líklegra en að sagan verði þegar frá líður talin tíma- skiptaverk f bókmenntaheim- inum: Fyrsta virkilega nútíma- sagan á íslensku." Skáldið og gagnrýnandinn Sigfús Daðason sagði: „Guðbergur Bergsson hef- ur í ritum sínum brotið nýjum veruleika braut inn í íslenskar bókmenntir, auðgað þær af nýrri tóntegund.“ Guðbergur Bergsson ritar for- mála að endurútgáfu sögunnar þar sem hann lýsir viðhorfum sín- um til íslenskrar menningar og íslenskra bókmennta á þeim tíma sem hann samdi söguna og rekur þar hvernig hugur hans stefndi að því að „skapa táknmynd hinna trénuðu afla í þjóðfélagsgarð- inum, skapa mann af hinni títt umræddu „aldamótakynslóð". Hún hafði áður verið frjótt hreyfiafl, einkum íslensks sjálf- stæðis, en var nú orðin voðalegur dragbítur á öllum framförum. Kynslóðin var jafnvel orðin ógn við sjálfstæðið sem hún barðist fyrir,“ segir Guðbergur m.a. í formála sínum. Aðalfundur Dagsprents M. verður haldinn fimmtudaginn 18. júní kl. 16.00 að Strandgötu 31. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Atvinna Getum bætt við nokkrum starfsmönnum á kvöldvakt og næturvakt í Skinnaiðnaði. Sumarvinna kemur til greina. Bónusvinna. Upplýsingar hjá starfsmannastjórá. IDNAÐARDEILD S? SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 Gámurinn góði sem fangarnir verða ekki geymdir í heldur hráefni til brauð- gerðar á Siglufirði. Óróaseggir „gámaðir" á Siglufirði? Því hefur verið haldið á lofti á Siglufírði að undanförnu, að það neyðarástand sem ríkt hef- ur hjá lögreglunni á staönum með fangageymslur hafi nú verið leyst til bráðabirgða. Það var fyrir nokkru þegar gámi var komið fyrir norðan við húsvegg lögreglustöðvarinnar, sem þessi orðrómur fékk fljót- lega vængi, og fannst mörgum þetta bara þokkaleg lausn að „gáma“ óróaseggina meðan mesti móðurinn rynni af þeim. En hið rétta er að enn situr við sama með fangageymslumál á Siglu- firði. Að sögn Ólafs Jóhannsson- ar lögregluþjóns nú fvrir helgina, voru dælurnar á fullu að dæla vatni úr fangageymslunum, en fangaklefarnir eru innsiglaðar, að undanskildum einum sem notað- ur er í neyðartilfellum. Til stend- ur að í sumar verði hafist handa við byggingu húss fyrir lögregl- una og bæjarfógetaembættið á Siglufirði og er það heitasta ósk lögreglunnar að hægt verði að taka nýja lögreglustöð ásamt fangaklefum fljótlega í notkun. Því eins og ástandið er nú geta lögreglumenn þar þurft að sitja næturlangt yfir mönnum við að róa þá, verði menn á annaðborð vitlausir. Um gáminn er það að segja, að hann er þarna tilkominn vegna bakarísins sem er til húsa í grennd við lögreglustöðina. í honum voru flutt hráefni til brauðgerðar. -þá Kvikmyndaleikur íbúar Húsavik, Mývatnssveit ocj nágrenni Okkur vantar fólk í hópatriði í kvikmyndina „I skugga hrafnsins“ Þeir sem hafa áhuga á að vera með og sjá hvernig kvikmyndataka fer fram eru vinsamlegast beðnir um að koma á Hótel Reynihlíð, mánudaginn 1. júní kl. 18.00 eða á Hótel Húsavík kl. 21.00 sama dag. Þá verður málið skýrt nánar. Cinema Art Productions F.I.L.M.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.