Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 2
2-DAGUR-1. júní 1987 DAGUE ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Framtíðarspá um landbúnað Það hefur færst 1 vöxt hér á landi, að reynt sé að skyggnast inn í framtíðina - gera sér grein fyrir mannfjöldaþróun, atvinnulífsþróun, þró- un í menningar- og menntamálum, væntan- legum breytingum á neysluvenjum, svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, beitti sér fyrir stofnun nefndar um framtíðarkönnun, sem þegar hef- ur sent frá sér nokkrar skýrslur. Slíkar kann- anir eru gerðar víða um lönd og hafa það meg- in hlutverk að stýra þróuninni í takt við það sem ætla má að komi þjóðfélögunum best. Könnun á þróun atvinnulífs var nýlega birt í Noregi og þar er að finna athyglisverðar upplýsingar, sem íslendingar gætu haft gagn af að kynna sér. Meðal annars var fjallað um þróun landbúnaðar í Noregi, en spáð er mikl- um breytingum á honum á næstu 20-30 árum og er það í samræmi við það sem vænst er hér á landi. Samkvæmt spá Norðmannanna mun land- búnaðarframleiðslan verða fjölbreyttari en nú er, þannig að fleiri tegundir lífvera verða hagnýttar og líftækni við framleiðsluna eykst. Umhverfisvernd verður mun hærra skrifuð en nú er og mun hafa áhrif á alla framleiðslu, hverju nafni sem nefnist, og þó einkum þá sem er í nánustum tengslum við náttúruna. Þá gera Norðmenn ráð fyrir að alþjóðlegur markaður búvara muni opnast meira en nú er, aukin tækni muni leiða til þess að bændum muni fækka og meira af framleiðsluferlinum flytjist frá býlunum til úrvinnslunnar. Sérhæf- ing mun aukast svo og kröfur um þekkingu og dugnað bænda og gert er ráð fyrir að bændum í hlutastarfi muni fjölga. Vafalaust getur þessi norska spá um þróun landbúnaðar átt við um ísland að verulegu leyti. Hún er ekki að öllu leyti uppörvandi, fremur en sú þróun sem þegar er hafin hér á landi. Hins vegar geta spár sem þessar hjálp- að til við að stýra þróuninni. Bændum mun fækka og úrvinnsla aukast og þá er t.d. spurn- ing hvar þessi úrvinnsla fer fram, hvort henni verður dreift meira um landið en nú er til mót- vægis við fækkun bændanna. Til þessa og margra fleiri álitamála þarf að taka afstöðu og nauðsynlegt er að líta til framtíðarinnar með þessum hætti, þannig að þróunin verði ekki handahófskennd, heldur markviss. HS -viðtal dagsins. Á dögunum heimsótti miðillin Moich Abrahams ísland, og dvaldist meðal annars um tíma á Akureyri. Svona nokkuð vekur forvitni hjá allflestum, einnig undirritaðri, svo leitast var við að fá Moich í viðtal. Hann varð fúslega við þessari beiðni, og mætti á tilsettum tíma, nývaknaður, þveginn og strokinn, og alls ekki eins og blaðamaður hélt að miðlar litu út. Dökkt útlit hans, og nafnið bendir ekki til að hann sé Englendingur, svo umræðan beindist fyrst að því. Hans upprunalega nafn er Martin, en hitt nafnið tók hann upp sjálfur sem nokkurs konar gælunafn, og segir það vera gyðingaættað; eins og hann sjálfur. En hann er fæddur og uppalinn í Letchworth á Eng- landi. Þar gekk hann í skóla, er stærðfræðingur að mennt og hefur einnig farið í listaskóla. Hann er nokkuð kunnur fyrir málverk sín og hefur haldið sýningar á þeim. Hann vildi rökkva herberg- ið, bað um kaffi, og svo gaf hann merki um að byrja. Moich Abrahani „Lærði líka að verða galdralæknir" - Moich Abraham, miðiil, andaiæknir, o.fl. í viðtali dagsins - Hvert er þitt aðalstarf nú? „í>að er að vera sérkennari í London, en ég er smátt og smátt að færast yfir í miðilsstörfin ein- göngu.“ - Stærðfræðingur, listmálari og miðill! Hvað er sameiginlegt með þessu? Tengir þú þessar greinar? „Já, sem miðill geri ég mikið af því að meta lífið og rannsaka raunveruleikann. Stærðfræðin hjálpar mér við að mæla, og gera módel af veraldlegum raunveru- leika.“ - Hvenær varðst þú fyrst var við að þú værir gæddur yfirnátt- úrulegum hæfileikum? „Fyrir sautján árum kynntist ég stúlku sem var mikið fyrir að sækja miðilsfundi. í Englandi eru stór samtök miðla, og fundir sem yfirleitt eru haldnir í kirkjum eru vel sóttir. Ég fór að sækja fundi, og var mér þá oft sagt að ég hefði hæfileika. Fyrir tólf árum fór ég á fund hjá Doris Stokes, sem er nýlátin, og var heimsfrægur miðill. Hún bauð mér að koma á námskeið hjá sér, sem ég þáði. Þá vissi ég ekki, að hægt væri að fara á námskeið til þess að læra að verða miðill. Það þarf ekki endilega að hafa dulræna hæfi- leika til þess að verða miðill. Ef viljinn er fyrir hendi, er það allt sem þarf. Ég hef t.d. verið með námskeið hér á Akureyri meðan ég hef dvalist hér. Það nægja 12 tímar til þess að kenna fólki að verða miðlar. En áfram með mína reynslu. Ég lærði hjá Doris Stokes í eitt og hálft ár, og í fyrsta tímanum, sá ég strax yfir- náttúrulega hluti. Mér fannst ég sjá reyk-S hanga yfir höfðinu á henni, og reyndist faðir hennar sem var látinn hafa heitið Sam, og hjálpaði hann henni oft á sam- komum. Þetta var mín fyrsta reynsla." Moich, hefur líka þann hæfi- leika, að teikna ósjálfráðar teikn- ingar sem hafa svo oftast tals- verða merkingu fyrir þann sem hann talar við. Hann sýndi blaða- manni riss teikningu af konu sem hann hafði teiknað á fundi í Reykjavík. Viðkomandi hafði þekkt konuna sem ömmu sína, og gaf honum ljósmynd af henni sem var óneitanlega sláandi lík teikningunni. Hjá Doris lærði hann líka andalækningar, sem hafa komið ýmsum skjólstæðing- um hans vel. - Hvenær komst þú í fyrsta sinn til íslands? „Það var í fyrra. Þá kom ég aðallega til þess að leiðbeina til- vonandi miðlum. Nú hef ég dval- ist hér í mánuð, og kennt um helgar, en haldið miðilsfundi þess lestra sém á ensku heita „Self Esteem Enhancement." (Á íslensku myndi það útleggjast sem, Sjálfsvirðingarauki. innsk. blm.) # Að kunna fótum sínum forráð Nú þegar tímar sumarleyfa og ferðalaga fara í hönd er betra fyrir ferðalanga að kunna fótum sínum forráð og það í þess orðs fyllstu merk- ingu. Það er nefnilega ekki alveg sama hvar stigið er nið- ur fæti, og á sumum stöðum gæti það m.a. varðað sektum. Þarna er átt við þá staði sem á vaxa friðaðar plöntur sbr. eftirfarandi: Samkvæmt aug- lýsingu nr. 184/1978 eru eftir- farandi plöntutegundir frið- lýstar þar sem þær vaxa villtar. Lagt er bann við að slíta af þeim sprota, blöð, blóm eða rætur, traðka á þeim, grafa þær upp eða skerða á annan hátt. • Óskir sem rætast? Síðan eru taldar upp einar 30 tegundir sem eru friðaðar s.s. nokkrar burknategundir, davíðslykill, línarfi o.fl. En við eina tegundina námum við staðar! Ferlaufasmári. Hvað skyldu þeir vera margir í gegnum tíðina sem hafa leitað að ferlaufasmára í því skyni að óska sér? Allir vita jú að ef ferlaufasmári er slit- inn upp, og á honum haldið meðan maður óskar sér, þá rætist óskin. Þeir sem hér eft- ir verða svo lánsamir að finna ferlaufasmára, ættu að byrja á því að óska sér þess að ein- hver annar verði látinn borga sektina, ef upp kemst, áður en farið verður að hyggja að öðrum óskum. # Halli og hrúturinn Halli Tryggva var, að eigin sögn, mjög þrjóskur í æsku, og vildi oft fá að gera það, sem hann ekki mátti. Faðir hans hafði hrút í skúr bak við hús og vildi Halli endilega láta hann út og sagði hvað eftir annað: „Pabbi, má ég láta út hrútinn!" Lengi var hann að nauða um þetta þar til faðir hans sagði argur: „Jæja, láttu hann þá út.“ En þá labbaði Halli burtu og sagði: „Æ, ég nenni því ekki.“ En sagan er til dæmis um, að Halla þótti ekkert gaman að vesenast í hlutum sem hann mátti gera.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.