Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 12
12-DAGUR-1. júní 1987 r Öllum þeim er minntust sextugsafmælis míns þann 20. maí sl., með kveðjum, heillaóskum og gjöfum, færi ég alúðarþakkir. Heill og hamingja fylgi ykkur. STEFÁN Á HLÖÐUM. J Menntaskólinn á Egilsstöðum Skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Tveggja ára brautir: Heilsugæslubraut. Uppeldisbraut. Viðskiptabraut. Þjálfunarbraut. Fjögurra ára brautir: Eðlisfræðibraut. Félagsfræðabraut. Hagfræðabraut. Náttúrufræðibraut. Tæknibraut. Fyrsta flokkst aðbúnaður á heimavist. Mötuneyti fyrir alia sem þess óska. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Skólameistari. Nauðungaruppboð á fasteigninni Lækjargata 3, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Ragnheiður Pálsdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Róbert Árni Hreiðarsson hdl. og Veð- deild Landsbanka Islands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Seljahlíð 9a, Akureyri, þingl. eigandi Guðmund- ur Stefánsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl., Verslunar- banki (slands og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Grundargerði 5a, Akureyri, þingl. eigandi Guðni Jónsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Brekkugötu 27, Akureyri, þingl. eigandi Björn Arason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl 14.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nýútskrifaðir búfræðingar fyrir framan dómkirkjuna á Hólum að loknum skólaslitum. Mynd: Haukur Hafstað Góður námsárangur við Hólaskóla Bændaskólanum á Hólum var slitið 14. maí við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju. Séra Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup flutti hugvekju og blessunarorð, kirkjukór Hóla- kirkju söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar og landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, flutti ávarp og árn- aði nýbúfræðingum heilla. Fjölmenni var við athöfnina. í vetur stunduðu 52 nemendur nám við skólann og luku 25 brottfararprófi í vor, 14 piltar og 11 stúlkur. 9 voru á fiskeld- isbraut og 16 á almennri braut. Námsárangur þeirra var mjög góður og hlutu 17 fyrstu eink- unn. Hæstu einkunn hlutu Sig- ríður Bjarnadóttir frá Eyhild- arholti og Þórarinn Leifsson Keldudal, Skagafirði, ágætis- einkunnina 9,3. Hlutu þau sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, bóka- verðlaun frá Búnaðarfélagi íslands. Næst kom Efemenía F. Val- geirsdóttir Daufá, Skag. 8,9, þá Birna M. Sigurbjörnsdóttir Lang- húsum Skag. 8,8, Eyrún Anna Sigurðardóttir Flugumýri 8,8, Brynjar Skúlason Lynghóli Skriðdal 8,8, Gylfi Halldórsson Stóru-Seylu Skag. 8,7 og Elín- borg L. Ólafsdóttir Reykjavík 8,5. Stéttarsamband bænda veitti viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í bústjórnargrein- um og hlaut þau Eyrún Anna Sig- urðardóttir. Einnig hlaut hún viðurkenningu frá Hrossaræktun- arsambandi Skagfirðinga fyrir bestan árangur í hrossarækt. Viðurkenningu frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda fyrir bestan árangur í loðdýrarækt hlaut Brynjar Skúlason. Frá Landssambandi veiðifélaga fyrir bestan árangur í fiskræktargrein- um og einnig frá Hólalaxi hf. fyr- ir bestan árangur í fiskeldisgrein- um, Elínborg M. Ólafsdóttir. Frá Skógrækt ríkisins fyrir árangur í skógrækt Friðborg M. Elísdóttir Egilsstöðum. Iceland Review veitti viðurkenningu fyrir bestan árangur í ensku og hana hlaut Jó- hann Hafsteinsson Akranesi. Umgengnisverðlaun hlaut Ingi- björg Reynisdóttir Hríshóli A,- Barð. Að lokinni skólaslita- athöfninni í kirkjunni þáðu gestir veitingar í boði skólans. Að sögn Jóns Bjarnasonar skólastjóra var tekið inn í skól- ann í tvennu lagi á fyrra námsári. Nemar á fiskeldisbraut komu í skólann í september og fóru í verknám í fiskeldisstöðvar í janúar. Nemendur á almennri búfræðibraut komu í janúar og fóru í verknám í apríllok. Á fyrra námsári eru nú 15 á fiskeldis- braut og 11 á almennri braut. Kennsla og skólastarfið gekk vel og með hefðbundnum hætti. Fræðsla í fiskeldi og fiskrækt hef- ur nú tekið svip markviss starfs- náms og er verulega sjálfstætt nám innan skólans. Gott sam- starf er við fiskeldisstöðvarnar um verkþjálfun og nemendur virtir starfskraftar að námi loknu. í marsmánuði voru fluttar út vör- ur fyrir 4.666 millj. kr. en inn fyr- ir 4.369 millj. kr. fob. Vöru- skiptajöfnuðurinn í mars var því hagstæður um 297 millj. kr. en í mars í fyrra var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 44 millj. kr. á sama gengi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 9.750 millj. kr. en inn fyrir 11.003 millj. kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn var á þessum tíma óhagstæður um 1.253 millj. kr. en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 441 millj. kr. á sama gengi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 7% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra*). Sjávarafurðir voru um 75% alls útflutningsins og voru 9% meiri að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 30% meiri, en útflutningur kísiljárns var 20% minni en á Á almennri búfræðibraut hefur valgreinin hrossarækt verið stækkuð til muna og er nú veitt ítarleg bókleg kennsla og verkleg í tamningum, hrossadómum, járningum og hirðingu hrossa. f loðdýraræktinni eru nemendum, auk bóklegu kennslunnar, kenndir allir helstu verkþættir í hirðingu loðdýra ásamt skinna- verkun. Kennslan í nautgripa- rækt og sauðfjárrækt er með hefðbundnum hætti. Þá var kennd valgrein f skógrækt og til nýbreytni var boðið upp á áfanga í ensku, landbúnaðar- og fiskeld- isensku. Talsvert var um nám- skeiðahald í vetur á vegum skólans, einkum í loðdýrarækt og varðandi hross og hestamennsku. Gert hefur verið átak í að sníða kennsluna sem best að þörfum atvinnuveganna og síbreytilegum kröfum. -þá sama tíma í fyrra. Útflutnings- verðmæti annarrar vöru var 11% minna fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu þrjá mánuði ársins var 27% meira en á sama tíma í fyrra. Innflutningur til álverk- smiðjunnar var miklum mun rneiri en í fyrra, en hins vegar var olíuinnflutningur sem kemur á skýrslur fyrstu þrjá mánuði ársins mun minni en í fyrra. Innflutn- ingur til stjóriðju og olíuinnflutn- ingur ásamt innflutningi skipa og flugvéla er jafnan breytilegur frá einu tímabili til annars. Séu þess- ir liðir frátaldir reynist annar inn- flutningur (85% af heildinni) hafa orðið um 40% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi*). *) Miðaö er við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða er verð erlends gjaldeyris talið vera 5,3% hærra í janúar-mars 1987 en á sama tíma árið áður. Vöruskiptajöfnuður við útlönd: Óhagstæður um 1.253 milljónir króna - fyrstu þrjá mánuði ársins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.