Dagur - 03.06.1987, Síða 6

Dagur - 03.06.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 3. júní 1987 Námsstefna um sorg og sorgarviðbrögð Sorgin er alls staðar þar sem lifað er, sagði í tilkynningu þar sem námstefna um sorg og sorgarviðbrögð var kynnt. Námstefna þessi var haldin í Gler- árkirkju í síðustu viku. Frummælendur voru Páll Eiríksson geðlæknir, séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur, Þóra Karlsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Sigrún Proppé listmeðferðarfræðingur. Að loknum framsögu- erindum voru pallborðsumræður þar sem fyrirspurnum var svarað, en hingað til Akureyrar komu nokkrar konur sem allar hafa misst nána ástvini. Þessar konur hafa í vetur hist og deilt reynslu sinni og upplifun af sorginni. Að þeirra sögn hefur það gert þeim gott að vinna sig út úr sorg- inni á þennan hátt og ráðlögðu þær öllum sem tækifæri hefðu á að gera slíkt hið sama. Á fundinum í Glerárkirkju kom fram mikill áhugi á að stofna til sams konar hópa hér á Akureyri. Páll Etíksson geðlæknir: Aðeins fólk sem forðast ást getur forðast sorg „Enginn hefur talað betur um sorgina, en Egill Skallagrímsson er hann missti son sinn Böðvar og skrifaði Sonartorrek." Þetta sagði Páll Eiríksson geðlæknir, sem talaði á námstefnu um sorg og sorgarviðbrögð. Hann sagði að í þessu ljóði Egils hafi öll stig sorg- arinnar komið vel fram; fyrst örvænting og uppgjöf, síðan reiði og loks hafi hann gert sér grein fyrir að hann gat engu breytt og sætti sig við orðinn hlut. Páll sagði að allir sem upplifað hefðu missi ástvinar vissu að það væri sársaukafull upplifun. Hann sagði það mjög mikilvægt fyrir fólk að vinna sig út úr þessum sársauka, en því miður væru margir sem ekki gerðu það og stöðnuðu í sinni sorg. Maðurinn hefur mikla þörf fyr- ir að mynda tengsl við aðra og þegar þessi tengsl bresta fylgir því mikil örvænting. Páll sagði að strax í æsku kæmi það fram hjá börnum að þau vilja ekki yfirgefa þann sem þau hafa myndað sterkust tengsl við. Hvernig unn- ið væri úr þessu, sagði hann mjög mikilvægt. Ef foreldrum tekst vel til þá væru börnin síðar betur fær um að hjálpa öðrum og fá hjálp þegar eitthvað bjátar á. Illa undir áföli búin Páll nefndi að á sjúkrahúsi einu í Bandaríkjunum væru á milli 10- 15% þeirra sem þangað hefðu leitað með óleyst sorgarviðbrögð og að fólk væri í vaxandi mæli farið að leita sér hjálpar. í kjölfar þjóðfélagsbreytinga væri fólk far- ið að syrgja á annan hátt en áður. Samheldni hafi verið meiri áður og fólk hafi dáið á heimilum sínum. Nú hefðu stofnanir tekið við því hlutverki sem heimilin áður höfðu. Fólk vinnur nú baki brotnu og foreldrar hefðu lítinn tíma til að tala saman. Uppeldi barnanna hefur færst yfir á skól- ana, sem eru illa undir það búnir. Petta leiðir til þess, sagði Páll, að fólk er illa undir áföll búið. Hann sagði einnig að ef fólk kæmist ekki yfir ákveðin verkefni sem fylgja sorginni, þá kæmi það í veg fyrir vöxt og viðgang sálar- innar. Hann nefndi fjögur verk- efni sem komast þyrfti yfir. Að horfast í augu við staðreyndir Fyrsta verkefnið væri að gera sér grein fyrir raunveruleika missis- ins. Sú tilfinning væri oft sterk hjá þeim sem eftir lifa, að þetta hefði ekki gerst í raun. Margir reyndu að komast hjá því að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Sumir leituðu á náð- ir spíritismans, en oft væri það einhvers konar flótti. Annað verkefnið væri að gera sér grein fyrir sársaukanum. Til- finningar manna væru mismun- andi við lát ástvina, en því fylgdi alltaf sársauki. Hann sagði að samfélaginu fyndist það óþægi- legt þegar fólk bæri sorg sína á torg og sumir reyndu því að úti- loka hana. Aðrir reyna að flytja búferlum, drekkja sorgum sínum, en fyrr eða seinna brotna þeir niður sem reyna að flýja sorg sína. Priðja verkefnið er að aðlagast umhverfi þar sem hinn látni er ekki lengur þátttakandi. Og fjórða verkefnið er endurupp- bygging tilfinninga, sem Páll sagði að væri erfiðasta verkefnið. Þegar menn eru færir um að hugsa um hinn látna án sársauka er talið að sorgarferli sé lokið. Páll sagði að reiði væri eðlileg tilfinning við missi og stafaði hún annars vegar af örvæntingu vegna þess að ekkert hefði verið hægt að gera til að forða dauðanum og hins vegar vegna tilfinningarinn- ar um að geta ekki lifað án við- komandi. Pá nefndi hann að sektarkennd væri algeng hjá syrgjendum sem og kvíði, hjálp- arleysi, doði og tilfinningaleysi. Líkamleg einkenni gerðu einnig vart við sig, svefntruflanir, svimi, sjóntruflanir, tómleiki í maga og Næstur talaði séra Sigfinnur Þor- leifsson. Hann talaöi um sam- band trúarbragðanna og læknis- fræöinnar og sagði að nú væri endurnýjuðum þrótti blásið í slit- ið samband, sem kannski hefði í upphafi verið stofnað til á röng- um forsendum. Meta þyrfti allar þarfir mannsins, þegar leitast væri við að svara erfiðum spurn- ingum. Hann sagði ekki forsvar- anlegt að sniðganga nánustu aðstandendur krabbameinssjúkl- inga og gefa þeim loöin svör. Stundum væri slíkt gert af ótta cða misskilinni hlífð. Sigfinnur talaði eins og Páll um aö reynsla okkar af dauðanum væri frábrugðin reynslu annarra kynslóða. Aður hefði dauðinn verið nátengdur hcimilinu og ver- ið hluti af lífinu. Nú dæi fólk á sjúkrahúsum í umsjá faglærðra. Dauðinn ætti ekki heima í dag- legu tali, fólki fyndist efnið óþægilegt. Börn mættu helst ekki heyra minnst á dauðann. En það gerði illt verra, þar sem þau sætu uppi með ófyllt tómarúm. Að hafa einhvern til að tala við Sigfinnur talaði um hlutverk prestsins er dauðann ber að garöi. Hann sagði að þeir sem valið hefðu sér hlutverk hjálpar- ans ættu að deila kjörum með meðbræðrum sínum, vera ferða- félagar, en standa ekki álengdar og horfa á. Hann talaöi um cinstaklinga sem lægju á sjúkrahúsum og sagði að gagnkvæmt traust yrði að myndast á milli þeirra og heil- brigðisstéttanna. Ekki mætti líta á einstaklinginn sem tilfelli, held- ur manneskjur með tilfinningar, vonir og vonbrigði. Margir hefðu þörf fyrir að tala þcgar að þeim þrengdi. Tilfinningarnar væru oft flóknar og ruglingslegar og úr þeim þyrfti að vinna. Kistuiagningu og jarðarfarir sagði Sigfinnur þjóna þeim til- gangi að hjálpa syrgjendum að vinna með tilfinningar sínar og nauðsynlegt væri aö þau tengsl sem mynduðust á milli prests og sóknarbarna héldu áfram. Ekki væri nóg að ieiða þessar athafnir og láta þar við sitja. Sigfinnur talaði einnig um hversu mikilvægt væri fyrir þá sem misst hefðu ástvin að hafa einhvern til að tala víð. Pað að vera til staðar skipti miklu, að hlusta og vcra maður sjálfur. Hann sagði að vegna þess hversu dauðinn væri óþægilcgt umræðu- efni vildu menn helst ekki ræða hann. Eftir jarðarför væri algengt að menn létu sem allt væri búið, allt væri orðið eins og það var. Hins vegar kæmu erfiöustu til- finningarnar oft ekki fram fyrr en eftir þá athöfn. En við vildum því miður oft þröngva öðrurn til að vera eins og við viljum hafa þá. Aö jokum talaði Sigfinnur um þá tilhneigingu að verðleggja til- finningar. Ætti það t.d. við ef menn væru aldraðir er þeir létust, að þá væri það ekki eins sárt og einnig nefndi hann að foreldrar þroskaheftra barna sem dæju fengju oft þau skilaboð frá sam- félaginu að þetta væri ákveöin lausn. Allur dauði veldur sárs- auka og siðferðilega megum við ekki verðleggja tilfinningar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.