Dagur - 19.06.1987, Síða 11
19. júní 1987- DAGUR- 11
Krist.ján Arason verður í eldlínunni hér fyrir norðan um helgina. Mynd: Rl>B
Handbolti:
Landsleikur við
Dani á Akureyri
- í kvöld kl. 18.30 og á Húsavík á morgun kl. 16
I kvöld fer fram stórviðburður
á sviði íþrótta hér á Akureyri
en þá leika Island og Danmörk
landsleik í handbolta. Lcikur-
inn fer fram í Iþróttahöllinni
og hefst kl. 18.30. Á morgun
laugardag, verður þessi við-
burður síðan endurtekinn en
þá leika liðin í nýju íþrótta-
höllinni á Húsavík og hefst sá
leikur kl. 16. Þriðji leikur lið-
anna fer svo fram í Laugardals-
höllinni á sunnudagskvöld kl.
20.
Bæði löndin mæta með sitt
sterkasta lið og í liði íslands
verða nt.a. stórskytturnar Alfreð
Gíslason, Kristján Arason,
Sigurður Gunnarsson, Atli
Hilmarsson, Páll Ólafsson og
Sigurður Sveinsson. í liði Dana
verða einnig snjallir kappar, eins
og þeir Michael Fenger horna-
maðurinn snjalli, Erik Veje
Rasmusen, Morten Stig Christ-
ensen og Hans Henrik Hattesen,
svo einhverjir séu nefndir.
Eftir leikinn í kvöld fer fram
annar stórleikur hér á Akureyri
en þá leika KA og Völsungur í
SL mótinu 1. deild. Sá leikur fer
fram á Akureyrarvellinum og
hefst kl. 20.15. Leikmenn fslands
og Danmerkur ætla að mæta á
völlinn eftir landsleikinn, fylgjast
með leiknum og gefa þeim sem
áhuga hafa eiginhandaráritanir.
Það er því óhætt að tala um sann-
kallaða íþróttaveislu hér á
Norðurlandi i dag og á ntorgun
og ættu íþróttaáhugamenn ekki
að láta þessa viðburði fram hjá
sér fara.
Knattspyrna helgarinnar:
KS fær Selfoss
- í heimsókn - Leiftur mætir ÍR í Reykjavík
KS og Selfoss leika á Siglufirði
í kvöld kl. 20 í 2. deild Islands-
mótsins í knattspyrnu. KS-ing-
ar þurfa nauðsynlega á sigri að
halda, eftir slæmt tap gegn
IBV í Eyjum um síðustu helgi.
Á sunnudag kl. 16 leika ÍR og
Leiftur í Reykjavík í sömu
deild og er það einnig mikil-
vægur leikur fyrir Leifturs-
menn, sem eru í toppbaráttu
eins og KS-ingar. Leiftur lagði
UBK að velli um síðustu helgi
í Ólafsfirði. ÍR-ingar hafa verið
að sækja sig að undanförnu og
búast má við jöfnum leik.
Á laugardag kl. 16 leika KA og
Valur á KA-velli í 1. deild
kvenna. Á Sauðárkróki leika
Tindastóll og Reynir og á Nes-
kaupstað Þróttur og HSÞ-b í 3.
deild. Leikirnir heljast kl. 14. Á
sama tíma lcika í 4. deild, Hvöt
og Kormákur á Blönduósi,
Árroðinn og Neisti á Laugalandi
og HSÞ-c og Vaskur að Ýdölum.
Kvennalið Þórs í 2. flokki leik-
ur tvo leiki fyrir sunnan um helg-
ina. Á morgun laugardag gegn
Val á Hlíðarenda og á sunnudag
gegn Stjörnunni í Garðabæ. Þá
verða nokkrir leikir á íslandsmóti
yngri flokka, KS og KA leika á
Siglufirði á sunnudag í 5., 4. og 3.
flokki og á Sauðárkróki leika
Tindastóll og Þór f sömu
flokkum. í Ólafsfirði leika Leift-
ur og UMFS í 4. flokki og á
Blönduósi leika Hvöt og Völs-
ungur í sama flokki.
SL mótið 1. deild:
Þórsarar heillum horfnir
Hún varð skammvinn sælan
þeirra Þórsara eftir sigurinn á
Skagamönnum á dögunum.
Þeir magalentu á KR-vellinum
í gærkvöld þar sem þeir stein-
lágu gegn frískum KR-ingum.
Sigur KR-inga verður að vísu
að teljast í stærra lagi ef tekið
er mið af því að Þórsarar
höfðu í fullu tré við þá allt
fram í síðari hálfleik, nánar til-
tekið fram á 57. mínútu er KR-
ingar skoruðu sitt annað mark.
Eftir það var aðeins eitt lið á
vellinum, uppgjöf Þórsliðsins
var alger líkt og í Keflavík á
dögunum. Það hlýtur að vera
áhyggjuefni hversu auðveld-
lega liðið missir dampinn þeg-
ar á móti blæs.
Fyrri hálfleikur var með ágæt-
um af hálfu beggja liða og knatt-
spyrnan var höfð í fyrirrúmi. KR-
ingar náðu marki strax á 8. mín-
útu er Björn Rafnsson skoraði
eftir góðan samleik. Þórsarar
bitu frá sér og gerðu harða hríð
að KR-markinu. Kristján Krist-
jánsson átti ágætt skot úr auka-
spyrnu á 12. mínútu en rétt yfir.
A 24. mínútu komst Hlynur í
gott færi en skaut naumlega
framhjá. Loks fór Siguróli illa að
ráði sínu í dauðafæri er hann var
of svifaseinn og lét markvörð
KR-liðsins hirða knöttinn af sér.
Höfðu því KR-ingar yfir 1:0 í
leikhléi eftir jafnan og skemmti-
legan fyrri hálfleik þar sem Þórs-
arar voru óheppnir að vera undir.
Siguróli var aftur á ferðinni á
55. mínútu þegar hann skaut rétt
yfir af vítateigslínu. Annað niark
KR-kom síðan á 57. mínútu en
þá skoraði Andri Marteinsson
með þrumuskoti rétt utan víta-
teigs. Framgöngu Þórsara eftir
þetta var lýst í upphafi og verður
hún ekki tíunduð frekar en
- Steinlágu gegn KR 5:0
markasúpa KR í lokin var fram-
reidd á eftirfarandi hátt:
Á 71. rnínútu skallaði Pétur
Pétursson fyrirgjöf Rúnars Krist-
inssonar í netiö, 3:0. Á 86. mín-
útu fékk Pétur stungusendingu
inn fyrir vörn Þórsara og vippaði
yfir Baldvin í markinu. 4:0. A 87.
mínútu skaut Björn Rafnsson
þrumuskoti utan af kanti, af
u.þ.b. 25 metra færi, beint í vink-
ilinn fjær. Stórglæsilegt mark og
súpan var þar með framreidd,
5:0.
Árni Stefánsson er enn meidd-
ur og kom það niður á lcik varn-
arinnar, einkum vegna þess hve
Guðmundur Valur Sigurðsson var
skástur Þúrsara í gærkvöld.
Vormót KRA:
KA sigraði í
keppni liðanna
Keppni á vormóti KRA í
knattspyrnu, var fram haldið
fyrir skömmu en þá léku KA
og Þór í 3. flokki kvenna, a, b
og c. KA sigraði í keppni a lið-
anna en í keppni b og c liðanna
höfðu Þórsstelpurnar betur.
KA sigraði nteð einu marki
gegn engu í keppni a liðanna og
skoraði Ingibjörg Símonardóttir
mark KA. I leik b liðanna sigraði
Þór 3:0 og skoruðu þær Inga
Stelia Pétursdóttir 2 og Brynhild-
ur Smáradóttir mörkin. Þór hafði
einnig betur í leik b liðanna. Úr-
slitin urðu 5:1 og skoruöu þær
Freydís Freysdóttir 4 og Harpa
Frímannsdóttir mörk Þórs en
Sigríður Kristinsdóttir svaraði
fyrir KA.
Næstu leikir í mótinu fara fram
á morgun en þá leika KA og Þór
í 7. flokki a, b og c. Leikið verður
á KA-velli og hefst fyrsti leikur-
inn kl. 14.
góðar gætur Nói þurfti að hafa á
Pétri Péturssyni. Auk þess fór
Jónas Róbertsson út af í hléi
vegna smávægilegra meiðsla í
nára. í hans stað kom Sigurbjörn
og var hann allfrískur framan af.
Guðmundur Valur Sigurðsson
var einna skástur Þórsara en dal-
aði þegar á leið. Baldvin verður
varla sakaður um mörkin.
Rúnar Kristinsson og Andri
Marteinsson voru bestir KR-
inga. Dómari var Eysteinn Guð-
mundsson og dæmdi hann þokka-
lega. Gaf hann einurn Þórsara og
tveimur KR-ingum gula spjaldið.
GÞE
SL mótið 1. deild:
Tekst Völsungi að
endurtaka leikinn
-frá leiknum við Þór, er liðið
mætir KA á Akureyri í kvöld?
I kvöld kl. 20.15 fer fram stór-
leikur í knattspyrnu á Akur-
eyrarvellinum en þá leika KA
og Völsungur í SL mótinu 1.
deild. KA-menn hafa verið á
miklu skriði að undanförnu og
liðið hefur unnið tvo síðustu
leiki sína í deildinni. Völsung-
um hefur ekki gengið eins vel
og liðið aðeins unnið einn leik
til þessa.
Leikurinn sem Völsungur vann
var einmitt gegn Þór hér á Akur-
eyri í 2. umferð mótsins. Spurn-
ingin er því sú, tekst Völsungi að
endurtaka leikinn við Þór, gegn
KA í kvöld, eða munu KA-menn
halda sínu striki og vinna sinn
þriðja leik í röð? Möguleikar KA
verða að teljast meiri, liðið leikur
á heimavelli og er greinilega í
mikilli sókn. Völsungar eru
þekktir fyrir að leika af sérstök-
um krafti er þeir mæta Akureyr-
arfélögunum og víst er að þeir
munu mæta fílelfdir til leiks í
kvöld.
Dagur hafði samband við Hörð
Helgason þjálfara KA og spurði
hvernig leikurinn legðist í hann.
„Ég er skíthræddur við þennan
leik. Völsungar eru eitilharðir
baráttujaxlar sem erfitt er að
leika gegn. Ég á von á þvt að það
verði allt í járnum en við munum
að sjálfsögðu leika til sigurs,“
sagði Hörður.
Knattspyma 3. deild:
Jafntefli í leik
Reynis og Magna
Reynir og Magni gerðu jafn-
tefli í vikunni, er liðin áttust
við á Árskógsstrandarvelli í B-
riðli 3. deildar á Islandsmótinu
í knattspyrnu. Hvort lið skor-
aði eitt mark og voru þau bæði
skoruð í seinni hálfleik. Með
þessu jafntefli fékk Reynir
fyrsta stigið í deildinni í ár en
liðið hefur leikið þrjá leiki.
Það var ljóst strax í upphafi
leiksins að Reynismenn ætluðu
að selja sig dýrt í leiknum.
Magnamenn fengu lítinn frið til
þess að byggja upp sóknir en þó
tókst liðinu að skapa sér nokkur
góð færi sem ekki nýttust. Reyn-
ismenn náðu upp ágætu spili á
köflum en liðið fékk lítið af
afgerandi færum. Magni fékk
dæmda vítaspyrnu í fyrri hálfleik
en Eiríkur Eiríksson markvörður
og þjálfari Reynis, gerði sér lítið
fyrir og varði frá Jóni Ingólfssyni.
Það voru þó Reynismenn sem
fengu besta færi leiksins, fyrir
utan vítaspyrnuna sem Magni
fékk. Haukur frantherji liðsins
fékk þá boltann óvænt inn fyrir
vörn Magna, komst framhjá Isak
markveröi en skaut framhjá
tómu markinu.
Þegar um stundarfjórðungur
var liðinn af seinni hálfleik náði
Magni forystunni og var það
Sverrir Heimisson sem rak
endahnútinn á ágæta sókn með
marki. Eftir markið sóttu Reynis-
menn nokkuð stíft að marki
Magna og þegar um 15 mín. voru
eftir af leiknum jafnaði Þorvald-
ur Hilmarsson með lúmsku skoti.
boltinn sveif yfir ísak og hafnaði í
markinu. Magnamenn hresstust á
ný eftir markið en fleiri urðu
mörkin ekki og jafntefli því
staðreynd.
Golf:
Jónsmessumót
um helgina
Tvö golfmót fara fram að Jaðri
um helgina og er annað þeirra
opið mót fyrir 50 ára kylfinga
og eldri. Það er keppnin um
Jóhannsbikarinn, leiknar
verða 18 holur með og án for-
gjafar. Mótið hefst kl. 13 á
sunnudaginn.
Á laugardag fer Jónsmessu-
mótið fram og hefst keppni kl. 21
á laugardagskvöld. Jónsmessu-
mót fara einnig fram á Húsavík
og á Sauðárkróki á sarna tíma.