Dagur - 19.06.1987, Síða 16

Dagur - 19.06.1987, Síða 16
xnoR Akureyri, föstudagur 19. júní 1987 Opn iinartím i á Bauta í sumar verður Irá kl. 9.00-23.30. Bifreiðaeftirlitið á Akureyri: - Reksturinn til fyrirmyndar „Bifreiðaeftirlitið á Akureyri er að öllu leyti mjög vel rekið og til fyrirmyndar í rekstri,“ sagði Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri Bifreiðaeft- irlits ríkisins. Opnunartími bifreiðaeftirlitsins í Reykjavík og víðar hefur verið styttur um klukkustund, en það er hluti af margþættu rekstrarátaki eftir- litsins. Miðar það að því að útgjöld fari ekki umfram tekjur, en slíkt myndi verða að óbreyttum rekstri. Ástæða fyrir styttingu opnun- artímans er sú að starfsmenn þurfa að ganga frá ýmsum gögn- um eftir að lokað er og hefur það verið gert í yfirvinnu. Með styttri opnunartíma skapast svigrúm til að vinna þessi verk á dagvinnu- tíma. Nú er verið að endurskoða opnunartíma á öðrum afgreiðslu- stöðum eftirlitsins. Sagði Haukur að mál bifreiðaeftirlitsins á Akur- eyri hefði verið skoðað og það væri til mikillar fyrirmyndar. „Það er alls ekki sjálfgefið að þar verði nýr opnunartími, eða yfir- höfuð nokkur breyting," sagði Haukur. Bifreiðaeftirlitið í Reykjavík hefur að sögn Hauks mun fleiri verkefni á sinni könnu, en eftir- litið á Akureyri þannig að breyt- Þrotabú KSÞ: Ekkert uppboð íbili „Uppboöinu á eignum KSÞ á Svalbarðseyri hefur verið frestað í bili. Ég mun boða til skiptafundar og gera aðilum grein fyrir stöðu mála, síðan verður haldið áfram,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson, skiptastjóri í þrotabúi Kaup- félags Svalbarðseyrar, í gær, en uppboðið átti að fara fram 19. júní. Að sögn Hafsteins er ætlunin að halda skiptafundinn eins fljótt og auðið er, og er verið að vinna að undirbúningi hans. „Það hefur verið reynt að fá til- boð í allar eignirnar á frjálsum markaði og það hefur tekist, en breytt atstaða stærsta kröfuhaf- ans til þess að láta selja eignirn- ar á uppboði varð til þess, að ég verð að skýra öðrum kröfuhöf- um frá gangi málanna," sagði Hafsteinn. Skúli J. Pálmason, lög- fræðingur Samvinnubanka ísiands, lýsti því yfir fyrir skömmu að bankinn sæi hag sínum best borgið með því að kaupa eignirnar á uppboði, því þau tilboð, sem borist hafa, séu allt of lág. EHB ingar í rekstri snerta eftirlitið hér ákaflega lítið. í gær voru tveir menn frá bif- reiðaeftirlitinu á Akureyri á Siglufirði þar sem þeir skoðuðu bílaflota Siglfirðinga. Alls starfa fjórir menn við bifreiðaeftirlitið á Akureyri. mþþ/RMH ! Þensla í Fljótum „Við erum fimm sem vinnum í stöðinni núna. Það er verið að vinna við framkvæmdir líka og ég á von á að ég fjölgi mönnum ef þeir fást. Það er bara svo erfitt að fá fólk. Það er svo bullandi atvinna hér í Fljótum núna að ég hef aldrei vitað annað eins. Þetta er algjör þensla hérna,“ sagði Reynir Pálsson fram- kvæmdastjóri Miklalax. Atvinnan í Fljótum nú er í kringum báðar laxeldisstöðvarn- ar, Miklalax og Fljótalax. Miklar vegaframkvæmdir standa yfir, en leggja á bundið slitlag á veginn frá Stafá að Reykjaá við Lamba- snesreyki, sem er 16 km leið. Unnið er að viðgerð á stíflugarð- inum við Skeiðfossvirkjun og þar er hafin skógrækt á vegum raf- veitunnar og hreppsins. Þá hefur verið unnið að lagfæringum í kirkjunum á Barði og Knapp- stöðum og framundan eru gagn- gerar endurbætur á höfninni í Haganesvík. Og menn eru farnir að byggja hér sumarbústaði. „Það er mjög bjart yfir hlutunum hér. Við erum bara óánægðir með að við skulum ekki vera farnir að heyra í Rás 2 ennþá. Okkur finnst við eiga rétt á þess- ari þjónustu og ekki minnkaði óánægjan þegar margir af bestu þáttunum voru teknir af Gufunni og færðir yfir á Rásina,“ sagði Reynir Pálsson. -þá Friðarkyndillinn kom til Akureyrar í gærkvöld, en hér taka eyfirsk ungmenni við af þeiin þingeysku á sýslumörk- unum. Mynd: RÞB Góð byrjun í norð- lenskum laxveiðiám Laxveiði í norðlenskum ám hefur almennt farið vel af stað og er jafnvel álitið að þetta verði besta ár í langan tíma ef miðað er við byrjunina. Veiði í Laxá í Aðaldal hefur farið mjög vel af stað og í gær höfðu veiðst 179 laxar og var þá gærdagurinn ekki talinn með. Stærsti laxinn var 22.5 pund og einnig höfðu veiðst þó nokkrir yfir 20 pundum. Smáfiskur sést ekki en meðalþyngdin er um og yfir 12 pund sem þykir mjög gott. Enn er aðeins veitt á 4 stangir í ánni. Veiði hófst 12. júní í Miðfjarð- ará og fyrstu þrjá dagana veidd- ust 57 laxar. Meðalþyngdin var 11.6 pund. í gær var annar hóp- urinn að hætta og höfðu þeir fengið 17 laxa og alla mjög væna. Stærsti fiskurinn í Miðfjarðará til þessa var 25 pund. Heldur treg- lega hefur gengið síðustu daga vegna mikillar birtu. Eftir mjög góða byrjun í Laxá á Ásum kom einhver afturkippur í veiðina en þar höfðu veiðst 107 laxar um hádegi í gær. Sá stærsti var 20 pund en meðalþyngdin var í kringum 11 pund. í Vatnsdalsá fór veiðin mjög vel af stað og fyrsta daginn veidd- ust þar 62 laxar. í gær höfðu náðst á land 127 stykki og var meðalþyngdin um 11 pund en þó nokkrir þyngri en 23 pund hafa veiðst í ánni. í Blöndu höfðu veiðst nærri 240 laxar á fjórar stangir og í Víðidalsá höfðu feng- ist 81 lax og var sá þyngsti 24 pund. Veiði þar hófst þann 15. júní. Mikið er um stóran fisk í ánni og höfðu þó nokkrir stærri en 20 pund komið á land. Enn er ekki hafin veiði í Fnjóská en Sigurður Ringsted sagði í samtali við blaðið að þeir væru farnir að sjá lax í ánni. Veiði í Fnjóská hefst 20. júní. JHB/G.Kr. Þróunarfélag Islands: Hugmyndir um sjálfstæð þróunar- og fjárfestingafélög „Það sem við erum að hugsa er að það hefur verið vaxandi, og að okkar mati réttmæt, umræða í þjóðfélaginu um að ýmis ákvarðanataka mætti gjarnan færast nær mönnum úti á landsbyggðinni. Við telj- um að Þróunarfélagið sé að mörgu leyti á réttri braut með þau mál sem það er að vinna að og að það sé hlutverk fyrir svona fjárfestingafélög og þá ekkert síður úti á landsbyggð- inni,“ sagði Jón Sigurðarson, stjórnarmaður í Þróunarfélagi Islands þegar hann var spurður út í hugmyndir sem komið hafa upp hjá félaginu um sjálfstæð þróunar- og fjárfestingafélög í landshlutunum. Jón sagðist telja að mörg þess- ara mála yrðu mun betur afgreidd ef. heimamenn öxluðu ábyrgðina sem fylgdi ákvarðana- tökunni. „Við viljum því fá menn til að stofna fjárfestingafélög í landshlutunum sem gætu átt við mörg af þessum smærri málum sem annars væru afgreidd fyrir sunnan." Aðspurður hver tengsl Þróun- arfélagsins yrðu við þessi félög sagði Jón að félagið væri tilbúið til að leggja fram um það bil 20% af hlutafé og aðstoð við gangsetn- inguna. „Við erum einnig reiðu- búnir til að hjálpa til með ráð- leggingar og mat á ýmsum hlut- um þar sem þess þyrfti við en annars er meiningin að þessi félög verði nokkuð sjálfstæð. Eitt sem ég vil taka fram er að þar sem Þróunarfélagið leggur fram fé í þetta mun það gera kröfu um að arðsemissjónarmiða verði gætt við úthlutun fjármagns rétt eins og gerist hjá Þróunarfélag- inu sjálfu,“ sagði Jón. Þessa dagana er verið að athuga undirtektir við þessar hugmyndir og sagðist Jón ekki heyra annað en þær væru góðar. Sagði hann að líklega yrði á næst- unni ráðinn starfsmaður til að kanna betur áhugann í héruðun- um og hrinda þessu af stað þar sem hann væri fyrir hendi. JHB Breyttur opnunartími ekki sjálfgefinn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.