Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 9
10. ágúst 1987 - DAGUR - 9 Smiðurinn keppist við vinnu sína. - Fara skinnin héðan svo aðal- lega á uppboð á Norðurlöndun- um? „Minkauppboðin eru í Dan- mörku. Að vísu er dálítil sam- keppni um Norðurlandaskinnin milli markaðarins í Danmörku sem loðdýraræktarsamböndin á Norðurlöndum standa að og hins vegar Hudson Bay í London. Það er umboðsmaður frá Hudson Bay á íslandi sem hefur keppt við Danmerkurmarkaðinn um skinn. En langstærsti markaðurinn er þó í Danmörku; Danir sjálfir eru líka með stóran hluta af heims- framleiðslunni. Finnar eru hins vegar stærstir í refaræktinni.“ Litlir og Ijótir Ég þakkaði Jóhannesi Sigvalda- syni fyrir spjallið en það er greinilega hlaupin mikil gróska í minkaræktina eins og gjarnan gerist með atvinnugreinar sem ganga vel. Enda telja menn nauðsynlegt að efla nýjar búgreinar, svo sem loðdýra- rækt, fiskeldi og ferðamanna- þjónustu, þegar offramleiðsla er á landbúnaðarvörum og útséð að bændur þurfi að draga saman seglin í hefðbundnum búgrein- um. Ég fylgdist með því þegar byrj- að var að flytja minkana úr gömlu hlöðunni í nýja sóttkvíar- búið á Möðruvöllum. Starfs- mennirnir fluttu 10 eða 12 minka í einu á pallbíl þannig að þeir áttu greinilega margar ferðir fyrir höndum. Blaðamaður spurði í fávisku sinni hvort þetta væru fullorðin dýr sem þeir voru með þarna, fannst þau ansi lítil og frekar ljót. Jú, vissulega voru þetta rígfullorðnir minkar og þegar betur var skoðað var feldur þeirra mjúkur og gljáandi, verð- mæt afurð. Ekki voru allir minkarnir á því að fara í nýju búrin, skræktu og góluðu, þannig að ýta þurfti á eft- ir þeim með hanskaklæddri hendi. Eins gott að þetta eru þykkir gúmmíhanskar því tennur minkanna eru hvassar. Flestir virtust þó ánægðir með nýju búr- in þegar upp var staðið. Olíkt eru þetta þó minna aðlaðandi dýr heldur en blessuð sauðkindin, svo maður tali ekki um kýrnar, en hitt er svo vissulega satt að ekki er minkapelsinn neitt slor. SS „Þetta bar nú dálítið brátt að,“ sagði Jóhannes Sigvaldason um nýbygg- inguna. ii Norræn leiklistar- miðstöö áhugafólks Norræna áhugaleikhúsráðið - NAR - hélt sinn 20. aðalfund í Lýðháskólanum í Rómaríki í Noregi fyrir skömmu. Þar var samþykkt menningarstefnu- skrá fyrir NAR, sú fyrsta í sögu ráðsins. I stefnuskránni er lögð áhersla á að varðveita og þróa áhugaleikhúsið sem kraftmikla hreyfingu, þar sem allir geti verið með, óháð kyni, aldri, stöðu, uppruna og stjórnmálaskoðunum. Áhugaieikhúsið skipar núorðið þann sess í menningarlífi á Norðurlöndum og í norrænni samvinnu, að NAR mun í fram- tíðinni leggja megináherslu á að koma á fót norrænni leiklistar- miðstöð. í slíkri miðstöð kæmu allir þættir áhugaleikhússins saman, en menntun og upplýs- ingamiðlun sætu þar í fyrirrúmi. Bandalag íslenskra leikfélaga hefur frá 1970 tekið virkan þátt í NAR og íslenskt áhugaleikhús hefur eflst mjög af því samstarfi. Eitt gleggsta dæmið þar um er norræna leiklistarhátíðin sem haldin var s.l. sumar í Reykjavík. Auk þess hafa íslensk leikfélög átt þess kost að fara í leikferðir til Norðurlandanna og sækja nám- skeið í háum gæðaflokki. Aðalfund NAR í Rómaríki, leiksmiðju og námskeið í tengsl- um við hann sóttu 23 íslendingar frá leikfélögum alls staðar að af landinu. Formaður NAR er Ella Rpyseng frá Noregi, en varafor- maður Einar Njálsson, Húsavík. Astrid og Sólveig ásamt hestinum Hrímfaxa frá Hrafnagili í Eyjafirði „Þeir eru himinlifandi ao finna mýktina í íslenska hestinum" - segir Sólveig Ólafsdóttir hjá Hestasporti „Takiö meö ykkur hlý föt, regngalla, vettlinga, stígvél og svefnpoka. Einnig falleg lög og fyndnar sögur en skiljið áhyggjnrnar eftir heima.“ Svo segir í upplýsingabæklingi frá fyrirtækinu Hestasporti í Skagafirði sem stúlkurnar í Varmahlíð, nánar tiltekið í skúrnum við gatnamót Sauðár- króksbrautar og Norðurlands- vegar, létu blaðamann Dags fá að skilnaði þegar hann kom við hjá þeim um daginn. í kringum skúrinn, sem merkt- ur er með skilti sem á stendur Hestasport, er bjálkagirðing sem geymir nokkra fallega hesta. Þeg- ar barið var að dyrum kom dökk myndarleg stúika til dyra. Blaða- maður sem þekkir Magnús Sig- mundsson annan eiganda fyrir- tækisins spurði hana hvort hún væri konan hans Magnúsar. Hún fór að hlæja um leið og hún svar- aði spurningunni neitandi. Kvaðst vera bara 15 ára og heita Sólveig Ólafsdóttir, og helst vildi hún vera laus við að komumaður væri að gifta hana. Með Sólveigu þarna var þýsk stúlka, en spurn- ingarnar beindust fyrst til Sól- veigar. Hvað kom til að hún Reykjavíkurstúlkan fór að vinna hjá Hestasporti? „Ég hef gaman af hestum og svo þekki ég fólkið á Varmalæk, en hinn eigandi Hestasports Björn Sveinsson er þaðan.“ - Og hvað gerirðu svo hérna? „Ég lít eftir hestunum sem við erum með og fer í styttri ferðir með túristana. í þeim ferðum er farið hérna um Hólminn og Vallabakkana. Þetta er rosalega gott útreiðarsvæði, allt slétt og mjög gott undir fæti.“ - Eru ferðamennirnir hrifnir að þessu? „Alveg rosalega. Sérstaklega hafa þeir gaman af að fara á tölt; og finna þýðleikann í hestunum. Þeir verða alveg himinlifandi að koma af þessum höstu brokkur- um erlendu og finna mýktina í íslenska hestinum.“ - Hefur verið mikið að gera? „Já, það held ég að verði að teljast. Þetta hefur gengið nokk- uð vel. Það er mikið um að fólk komi og vilji fara í 1-2 tíma reið- túr. Fólk sem er ekki svo vant hestum. En ég hef ekki farið í lengri ferðirnar, eigendurnir hafa alveg séð um þær.“ - Velur ferðafólkið hestana sjálft? „Nei, við veljum fyrir það og förum þá eftir því hvað fólkið er mikið vant hestum. Það mundi ekkert þýða að láta fólkið velja sjálft. Það mundi bara velja eftir lit og svoleiðis." Þessum orðum Sólveigar fylgir hlátur. - Hvernig finnst þér svo að vera í Skagafirði? „Það er gaman að vera hérna og ég er reyndar ekki að kynnast Skagafirði fyrst núna í sumar. Ég er nefnilega búin að vera hérna síðan ég var 5 ára. Ég var alltaf í sveit í Lyngholti í Skarðshreppi við Sauðárkrók. Svo er ég ættuð héðan, langafi minn hét Jón Jónsson og var bóndi á Hofi á Höfðaströnd,“ sagði Sólveig Ólafsdóttir. Þýska stúlkan sagðist heita Astrid Neitzel og vera 19 ára að aldri. Hún er frá Hattingen, sem að hennar sögn er smábær í útjaðri Bochum, með 45 þúsund íbúum. Sólveigu fannst fyndið að tala um smábæ sem hefur helm-J ing af mannfjölda Reykjavík- ur. Astrid kom hingað 16. júní og farmiðinn hennar gildir í 2 mán- uði, en hún er mest að hugsa um að fá því breytt. Henni finnst svo gaman hérna. Hún sagðist hafa lengi haft áhuga á að koma til íslands, þar sem hún þekkir fólk sem á íslenska hesta. Hún var að spá í ferðir til landsins en fannst þær of dýrar. Svo gerist það á Equitana hestasýningunni (þar sem hestar alls staðar að í heim- inum eru sýndir) í Essen í vor, að hún hitti Magnús Sigmundsson annan eiganda Hestasports að máli. Hann sagðist bráðvanta þýska stelpu til að vinna og bauð henni starf.“ - Og þér líkar vel? „Já, mér finnst yndislegt hérna. Mér finnst landið fallegt og mér líkar vel við fólkið,“ sagði Astrid. „íslendingar eru svo frá- brugðnir Þjóðverjum, miklu opn- ari en þeir. í Þýskalandi er þér ekki boðið inn og ævisagan sögð yfir kaffibolla. Þar er bara opnuð smá rifa á dyragættinni og skellt á nefið ef þú ert ókunnugur. Svo eru margir Þjóðverjar sem koma> hingað og finnst svo mikið varið í ísland, vegna þeirrar frelsistil- finningar sem það finnur til, í íslensku náttúrunni. Þeir koma kannski úr þéttbyggðum héruð- um þar sem næstum þvi ekkert hreint loft er, eins og t.d. í Ruhr héraðinu. Astrid er þaðan,“ sagði Sólveig að lokum. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.