Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 10. ágúst 1987 Nvtt sóttkvíarbú á Möðruvöllum: Tilraunastöðin á Möðruvöllum í Hörgárdal er í vexti um þess- ar mundir. Þar er tilraunafjós, þar sem gerðar eru fóður- tilraunir. Einnig er þar aðstaða til rannsókna á kali í túnum. Nýverið var ákveðið að reisa sóttkvíarbú fyrir minka á Möðruvöllum og um þarsíð- ustu helgi var verið að flytja dýrin í búið sem verið er að leggja síðustu hönd á. Heil- brigðisnefnd Akureyrarbæjar hefur fyrir sitt leyti veitt Jóhannesi Sigvaldasyni, fyrir hönd Ræktunarfélags Norður- lands, starfsleyfi fyrir sótt- kvíarbúið. „Þetta bar nú dálítið brátt að,“ sagði Jóhannes Sigvaldason um nýbygginguna. „Yfirdýralæknir gaf ekki leyfi fyrr en allt í einu í vor, en annars var búið að skipu- leggja þetta bú í vetur. Þegar leyfið kom svo snögglega var gripið til þess ráðs að skella dýr- unum þarna í hlöðuna,“ sagði Jóhannes og benti á gamla hlöðu þar skammt frá, „og þá var ákveðið að byggja hér í hvelli. Við höfum drifið þetta upp á ein- um og hálfum mánuði og eru framkvæmdir nú á síðasta snún- ingi.“ Sóttkvíarbúið er um 650 fer- metrar að flatarmáli en einnig verður reist aðstöðubygging, fyr- ir rannsóknir o.fl., sunnan við búið. Sveinn Jónsson í Kálfskinni sá um að reisa húsið, hreiður- kassar eru smíðaðir m.a. hjá Ham s.f. á Akureyri og búrin eru sett saman af starfsfólki á staðnum. Aukin gæði - hærra verð - Hvað eruð þið með mörg dýr þarna niður frá Jóhannes? „Þetta voru 200 læður sem við fengum í vor frá Danmörku, en ætli við séum ekki með í kringum 900 dýr núna. Þetta eru kynbóta-. dýr sem á síðan að dreifa til bænda þegar sóttkvínni lýkur næsta sumar. Ætlunin er að fjölga þeim enn frekar í vetur. Allar frambærilegar læður verða settar á þannig að þær eignist hvolpa fyrir næsta sumar sem síð- an verða seldir til minkabænda.“ - Er það þá um ár sem mink- arnir þurfa að vera í sóttkví? „Ég held að markið sé 14-16 mánuðir núna. Ég vonast til að við fáum að fara með þá út í lok júní á næsta ári en þeir komu í apríl og þá verða liðnir 14-15 mánuðir.“ - Stendur Ræktunarfélag Norðurlands að baki þessu sótt- kvíarbúi? „Meðal annars. Aðilar að þessu eru raunar Samband íslenskra loðdýraræktenda, Bún- aðarfélag íslands og landbún- aðarráðuneytið. Það varð sam- komulag um það að Ræktunar- félagið eigi þessa byggingu en Tilraunastöðin á Möðruvöllum reki búið. Samband loðdýra- bænda á raunar mestra hagsmuna að gæta, að það komi betri stofn til landsins.“ - Hefur ekki lítið verið um kynblöndun á minkum miðað við refina? - segir Jóhannes Sigvaldason Sóttkvíarbúið á MöðruvöUum hefur sprottið upp á tveimur mánuðum. „Öll árin hefur verið reynt að velja úr hér innanlands, það hef- ur verið metið á haustin og reynt að velja bestu dýrin úr. En við höfum samt litið svo á að bót væri í því að fá stofn erlendis frá sem væri virkilega góður.“ - Og þetta er að sjálfsögðu gert til þess að auka gæði skinn- anna? „Já, skinnin verða betri með bættum stofni og dýrin jafnvel frjósamari líka.“ Minkurinn kemur betur út Jóhannes sagði að minkarnir hefðu vakið mikla athygli þegar þeir komu til landsins í vor. Útvarpið og Sjónvarpið hefðu mætt á flugvöllinn með öll sín tól og tæki undir eftirliti dýralækna. Það eru því fleiri sem telja að hér sé áhugavert starf á ferðinni en ég spurði Jóhannes næst um stöðu þessarar búgreinar í dag: Myndir & texti: SS Starfsmaöur kemur búrunum fyrir, Jóhannes Sigvaldason fylgist með. „Litlir og ljótir,“ sagði greinarhöfundur í fyrstu en skipti síðan um skoðun. Búrin sem minkarnir voru fluttir í á milli húsa. Þessir eru númer 174-180 en fengu að flytja fyrstir. „Minkaræktin gengur ágætlega í dag en hins vegar eru nokkrir erfiðleikar með refinn. Verðið á refaskinnum var Iágt í fyrra mið- að við tilkostnað." - Já, er ekki mun ódýrara að reka minkabú? „Jú, og verðið á minkaskinn- um var hlutfallslega miklu hærra í fyrra. Nágrannaþjóðir okkar voru himinsælar, sérstaklega Danir, en þeir hafa haft mjög gott upp úr minknum undanfar- ið. Minkurinn hefur bara ekki verið svo áberandi hér að undan- förnu, það fóru flestir í refinn. Það er fyrst nú á síðustu árum sem menn eru að skipta yfir í minkinn, til dæmis hafa margir farið út í minkarækt í sumar enda gengur hún betur en refaræktin." - En er markaðurinn ekki dálítið sveiflukenndur? „Hann er það nú ögn. Verðið hefur verið þokkalegt nú í nokk- urn tíma en í fyrra var það mjög gott.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.