Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. ágúst 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR PÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÖRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðart_______________________________ Blettur á bænum Fyrir skömmu skrifuðu íbúar við nokkrar göt- ur í miðbæ Akureyrar bréf til bæjaryfirvalda þar sem þeir fóru fram á stóraukna löggæslu í miðbænum á kvöldin og um helgar. Auk þess kröfðust íbúarnir þess að hringurinn við Ráðhústorg yrði lokaður á ákveðnum tímum um helgar og komið yrði á einstefnuakstri í Skipagötu á sömu tímum. Ástæðan er óskap- legur hávaði á þeim tímum sem tilgreindir eru í bréfi fólksins sem enn býr í miðbænum. Það hvílir lítill menningarbragur yfir því aksturslagi er tíðkast á Akureyri um helgar og á kvöldin. Glæsikerrur fara hvern hringinn á fætur öðrum umhverfis Ráðhústorg og öku- menn þeyta flautur bíla sinna og spóla á mal- bikinu. Til þess að lífga enn meir upp á umhverfið eru hljómtæki þanin svo óskaplega að engu lagi er líkt. í stuttu viðtali sem Dagur átti við Ragn- heiði Kristjánsdóttur, sem býr við Skipagötu, kom fram að ónæði það sem íbúarnir verða fyrir er með ólíkindum. Kvöld eftir kvöld getur fólk ekki náð að festa svefn vegna hávaða frá ökutækjum og hljómtækjum. Við Skipagötu er gistiheimili og sagði Ragnheiður að það hefði komið fyrir að gestir hefðu hreinlega neitað að greiða reikninginn vegna hávaða nætur- innar. Ferðamannabærinn Akureyri fékk ekki já- kvæða umfjöllun í síðasta tölublaði Time, en þar fjallaði blaðamaður um þennan sérkenni- lega anga umferðarmenningar á Akureyri. Þar lýsir hann m.a. hvernig stuðari eltir stuð- ara umhverfis Ráðhústorg og segir frá hávaða sem standi til klukkan fjögur á morgnana — og stundum lengur. Hægt er að koma í veg fyrir frásagnir af þessu tagi — ef bæjaryfirvöld leggja sitt af mörkum. Miðbæjarskipulag Akureyrar gerir ráð fyrir því að hætt verði að aka umhverfis Ráðhús- torg og nú er að fara af stað samkeppni um gerð og frágang Ráðhústorgsins. Ætlunin er að samkeppnin fari fram í haust og að niður- stöður eiga að liggja fyrir í vetur. Vonandi munu bæjaryfirvöld sjá til þess að fram- kvæmdir við torgið hefjist strax næsta vor þannig að tónlistarglamur og dekkjaískur hverfi úr Miðbænum. Hins vegar er fátt eins auðvelt og að banna nú þegar umferð umhverfis torgið og eftir Skipagötunni á þeim tímnum sem íbúarnir fara fram á í bréfi sínu til bæjaryfirvalda. Það telst til menningar- auka að hafa fallegan miðbæ og vissulega má segja að miðbær Akureyrar sé fallegur — og hann á enn eftir að batna — en sú ómenning sem þar hefur ríkt um nætur er okkur Akur- eyringum síður en svo til álitsauka. ÁÞ. Skátamót í Vaglaskógi hefst á fimmtudaginn - Tívolí og varðeldur á laugardagskvöld, allir velkomnir Um næstu helgi verður haldið heilmikið skátamót í Vagla- skógi. Mótið hefst á fimmtu- dagskvöldið þann 13. ágúst og því lýkur á sunnudaginn 16. ágúst. Það er skátafélagið Klakkur á Akureyri sem stend- ur fyrir mótinu og hefur undir- búningur þess staðið í nokkra mánuði. Mótið er m.a. haldið í tilefni 70 ára skátastarfs á Akureyri og 75 ára skátastarfs á íslandi. Á mótinu verða þátttakendur á aldrinum 11-15 ára og koma þeir víðs vegar að af landinu. Áuk krakkanna verða vinnubúðir þar sem verða skátar frá 16 ára aldri og uppúr. Þá verða reistar fjöl- skyldubúðir sem opnar verða öll- um sem vilja, jafnt eldri skátum sem og þeim sem ekki starfa inn- an skátahreyfingarinnar. Að sjálfsögðu verður hefð- bundin og fjölbreytt dagskrá í gangi alla dagana að hætti sannra skáta. Dagskráin er vel skipulögð frá morgni til kvölds og verða að jafnaði um 30 atriði í gangi á hverjum degi. Á laugardaginn eftir hádegi verður heimsóknardagur og þá eru allir velkomnir að koma í heimsókn og líta á hvernig skáta- lífið gerist best. Þann dag koma einnig yngstu skátarnir, 7-10 ára í heimsókn þannig að búast má við miklu fjölmenni. Á laugardags- kvöldið verður opnað tívolí á svæðinu og klukkan 10.00 verður kveiktur varðeldur og skátasöngv- ar sungnir hástöfum fram eftir kvöldi. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir í tívolíið og á varðeld- inn. Eins og nærri má geta er mikið fyrirtæki að setja upp mót sem þetta og t.d. verður heilu bíl- hlassi af trönum ekið í Vaglaskóg sem notaðar verða í turnbygging- ar af ýmsu tagi. Þá verður gefið út blað á mótinu og þegar hafa tvö tölublöð litið dagsins ljós. Þátt- takendum á mótinu er séð fyrir mat, en þau sjá sjálf um að elda hann. Þá má geta þess í lokin að allir fara á fætur klukkan 8 á morgnana og fara að sofa á skikkanlegum tíma á kvöldin. Mottó mótsins er Sporið, en það má að sögn reynds skáta útfæra og skilja á ýmsa vegu. Aðaltjaldbúðirnar verða á Hró- arstaðanesi, en dagskráin dreifist um allan skóginn. mþþ # Lúpínufræ Þau ánægjulegu tíðindi bár- ust frá Suðurlandi fyrír helgi að nú væri farið að safna saman lúpínufræi á fræ- ökrum með stórvírkri vél. Haft var eftir Andrési Arnalds, beitarþolssér- fræðingi, að þetta skapaði tímamót hjá Landgræðsl- unni. Þetta eru ánægjuleg tíð- indi því í framtíðinni má gera ráð fyrir að iúpínan verði not- uð með góðum árangri á örfoka landi. Starfsmenn Landgræðslu ríkisins hafa sýnt það og sannað að þeir vinna vel og eru vakandi i starfi. Það kom fram í viðtali við einn þeirra að fjármagn vanti í áframhaldandi aðgerð- ir - verkið er nú komið af til- raunastigi og hægt að hefj- ast handa við ræktun lúín- unnar og sáningu þar sem það á við. Vonandi vakna stjórnvöld og sjá tii þess að Landgræðslan verði ekki öllu lengur geymd útí horni eins og óþekkur krakki. # Þorlákur spyr Þorlákur heitir maður Helga- son sem var i þriðja sæti á framboðslista Alþýðuflokks- ins á Suðurlandi í vor. Þorlák- ur var áður í BJ. Hann ritaði á dögunum grein sem birtist í Dagskrá, en það er blað sem kemur út á Selfossi. Þorlákur er lítt hrifinn af stjórnarsam- starfinu og þátttöku Alþýðu- flokksins, en Þorlákur segir m.a. „Jafnaðarmenn stökkva í stjórn með landbúnaðar- sérfræðingum til lands og sjávar. Eðalkratinn boðar ein- földun skattakerfis og verður fjármálaráðherra með þeim afleiðingum að kerfið verður flóknara." • Krydd- leginn grillbiti Og áfram heldur Þorlákur: „Kryddlegni grillbitinn sleppur, en hamborgarinn sem lendir ofan á og undir ostinum er skattlagður 10% ofan á eldra útsöluverð. Harðfiskurinn hans Bóasar verður 10% dýrari en áður vegna þess að hann er ekki heill, flakaður, hakkaður, bútaður, saltaður, siginn, frosinn, reyktur, grafinn kryddleginn eða kæstur. Hvað þá að hann sé í brauð- raspi?“ Bílastæðin við Kringluna nýju í Reykjavík kosta álíka og áætlaðar tekjur ríkisins af matarskattinum, segir Þor- lákur og segir nær að skatt- leggja vitleysu en mat.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.