Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. ágúst 1987 jþróttic Skíðamót Islands í Hlíðarfjalli: Keppir Bojan Krizaj sem gestur? Fimmtugasta Skíðamót íslands verður haldið í Hiíðarfjalli við Akureyri á næsta ári. Vonir standa til að núverandi hand- hafí heimsbikarsins í svigi, Júgóslavinn Bojan Krizaj keppi á mótinu sem gestur. Bojan var staddur hér norðan- lands fyrir og um helgina en hann dvaldist hér á landi í vikutíma við myndatökur fyrir júgóslavneska sjónvarpið. Forráðamenn Skíða- ráðs Akureyrar höfðu spurnir að veru meistarans, komu að máli við hann og nefndu þessa hug- mynd sina við hann. Að sögn Þrastar Guðjónssonar formanns SRA tók kappinn mjög vel í hug- SL-mótið 1. deild: Null og nix í Hafnarfirði - FH og KA gerðu markalaust jafntefli í gærkvöld KA-mönnum tókst ekki að hrísta af sér falldrauginn í leik sínum við FH syðra í gær og verður það að teljast hálfgerð- ur klaufaskapur í Ijósi nokkurra ágætra marktækifæra þeirra. KA verður að teljast betri aðil- inn í þessum frekar þófkennda leik. Þeir voru grimmari á bolt- ann og virtust hafa mun meiri vilja til að knýja fram sigur en Hafnfirðingar sem sýndust sáttir við skiptan hlut. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill framan af en á 13. mín. fékk KA hornspyrnu og eftir hana renndi Steingrímur knettinum út á víta- teigshorn til Sigurðar Más sem skaut góðu skoti á fjærhorn uppi en markvörður FH, Jónas Hjartarson, varði hreint meist- aralega. Á 30. mín. náði svo FH stór- sókn sem endaði með skoti framhjá af stuttu færi og þremur mínútum síðar áttu KA-menn að skora. Þeir léku í gegn, Sigurður steig á boltann á markteig, Þor- valdur kom aðvífandi og skaut í slá og út til Tryggva sem skaut yfir. Svipað var uppi á teningnum á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Sigurður og Jón Sveinsson hik- uðu báðir í dauðafærum og varn- armenn FH komust á milli. Örstuttu síðar var Tryggvi einn gegn markverði í miðjum teig en tilraun hans til að leika á hann mistókst hrapalega og þar fór afburðagott færi í vaskinn. Það er ekki á hverjum degi sem marka- kóngurinn Tryggvi vinnur svona illa úr hráefninu. Fátt var síðan um færi til loka utan þess að Hörður Magnússon FH-ingur skaut fram hjá KA- markinu úr dauðafæri á 76. mín. KA sótti og sótti í lokin en ekkert varð úr. Bestir KA-manna voru Stein- grímur og Jón Sveinsson sem er mjög vaxandi leikmaður. Þor- valdur var og frískur en Erlingur með slappasta móti. Hörður Magnússon var einna sprækastur FH-inga og gerði Erlingi oft lífið leitt Magnús Jónatansson dæmdi leikinn og hefur oft gert betur. GÞE SL-mótið 1. deild: Völsungar í alvarlegri fallbaráttu „Manni fínnst eins og það sé búið að ákveða einhvers staðar annars staðar en á vellinum hvernig leikir eiga að fara, svo furðulegir eru margir dómar sem maður hefur séð hér í undanförnum leikjum,“ sagði vonsvikinn áhorfandi á Húsa- vík á iaugardaginn eftir að KR hafði unnið Völsung 1:3 þar - eftir 1:3 tap fyrir KR sem Völsungar léku einum færri í tæpar 70 mínútur. 2. deild: Víkingar að hressast Eftir langan ófarakafla í 2. deild karla tókst Víkingum lokst að vinna sigur á fímmtu- dagskvöldið þegar þeir fengu lið KS í heimsókn. Leiknum lauk með 2:0 sigri Víkinga eftir að staðan í leikhléi var 1:0. Fyrra mark Víkinga gerði Atli Einarsson skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en það síðara gerði Trausti Ómarsson úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Víkingar voru sterkari aðilinn lengst af í leiknum og fengu fjöl- mörg færi, sérstaklega í síðari hálfleik. En fleiri urðu mörkin ekki. Leikurinn var jafn í byrjun og virtist sem liðin væru að þreifa fyrir sér. Á 17. mín. voru KR-ingar í sókn en Helgi Helgason náði boltanum og sendi boltann til markvarðar. Þorsteinn Guðjóns- son KR-ingur renndi sér þá beint í fætur Helga aftan frá og skellti honum. Brot þetta var mjög gróft en Þorsteinn slapp með gult spjald. Jafnræði var með liðunum þar til á 23. mín. Eftir að hafa misst boltann til andstæðings sfns tók Snævar Hreinsson upp á því að sparka hann niður. Nú kom Eyjólfur Ólafsson dómari hlaup- andi með rauða spjaldið á lofti. Sennilega var dómurinn hárrétt- ur en brot Snævars var þó mun minna en Þorsteinn hafði gert sig sekan um skömmu áður. Eftir þetta náðu KR-ingar tök- um á leiknum og fengu færi sem ekki nýttust. , Enn eitt umdeilt atvik varð í fyrri hálfleik. Jónas Hallgrímsson var í þann veginn að sleppa fram hjá tveimur KR-ingum þegar Þorsteinn felldi hann á svipaðan hátt og hann hafði fellt Helga fyrr. Eyjólfur teygði sig eftir gula spjaldinu en viti menn. Hann hættir við að sýna spjaldið, kannski vegna þess að Þorsteinn hafði áður fengið gult spjald og hefði þurft að sjá það rauða að þessu sinni. Furðuleg ráðstöfun og mönnum gramdist mjög. Völsungar hófu síðari hálfleik- inn af miklum krafti og eftir 13 mínútur hafði Hörður Benónýs- son skorað. Aðalsteinn lék upp hægri kant og sendi vel fyrir markið þar sem Kristján stökk upp og skallaði til Harðar sem skoraði af öryggi 1:0. En enginn má við margnum og á 20. mín. síðari hálfleiks jafnaði Pétur Pétursson fyrir KR eftir að boltinn hrökk til hans úr þvögu. Þremur mínútum síðar var Pétur aftur á ferðinni og skoraði laglegt mark með skalla eftir fyrirgjöf frá Júlíusi. KR-ingar sóttu nú mun meira og þegar fimm mínútur voru eftir skoraði Björn Rafnsson þriðja markið. Leikur þessi var í meðallagi góður. Völsungar léku oft ágæt- lega og börðust vel. Bestir voru Eiríkur, Aðalsteinn og Jónas. KR-ingar voru daufir í byrjun en hresstust eftir mark Völsungs. AG/ET myndina en gat ekki gefið endan- legt svar þar sem áætlun hans sjálfs fyrir þennan tíma liggur ekki fyrir ennþá. Á síðasta ári var gerð tilraun til að fá erlenda keppendur á alþjóðlegt mót í Hlíðarfjalli. 5000 bréf voru send víðs vegar um heiminn en engar þátttöku- tilkynningar bárust. Hugmyndin með því að fá Bojan á Skíðamót- ið er að sögn Þrastar ekki síst sú að þannig fái ísland og Akureyri kynningu meðal erlendra skíðamanna sem geri alþjóðlegt mót veturinn 1988-1989 mögu- legt. Bojan sagði í samtali við Dag fyrir helgina að honum litist vel á hugmyndina, hann hefði aldrei farið á skíði á íslandi en vildi gjarnan prófa það. í blaðinu á morgun birtist stutt viðtal við Bojan Krizaj heimsbikarhafa í svigi. Úrslitakeppni 4. deildar: HSÞ-c tapaði Þrír leikir voru á laugardaginn í úrslitakeppni 4. deildar í knattspyrnu. Úrslit leikjanna urðu þessi: Árvakur-Bolungarvík 3:4 Grótta-Víkverji 0:1 HSÞc-Huginn 2:3 Næstu leikir í úrslitakeppninni fara fram á miðvikudaginn en keppninni lýkur með úrslitaleik sunnudaginn 6. september. 3. deild B: Magni á toppinn Þrír leikir voru í 10. umferð B- riðils 3. deildar um helgina. Sindri og Reynir Árskógs- strönd gerðu jafntefli 1:1 á Hornafirði, Þróttur N. og Austri skildu jöfn 2:2 og Magni sigraði HSÞ-b á Grenivík með þremur mörkum gegn einu. Ingvar Guðmundsson fellir Halldór Á dæmdi víti. 1. deild Góð hek KA-stúIkurnar gerðu góða ferð suður um heiðar um helg- ina. Á föstudaginn lék liðið gegn KR og lauk leiknum með jafntefli 1:1 og í gær lögðu stúlkurnar svo UBK að velli með einu marki gegn engu. Hjördís Úlfarsdóttir var heldur betur á skotskónum um helg- ina og gerði bæði mörk KA. KA-liðið lék allt mjög vel gegn KR. Hjördís Úlfarsdótir skoraði af öryggi á 20. mín. eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn KR. Skömmu fyrir lok fyrri hálf- leiks skall á þriggja mínútna „fellibylur“ við mark KA og þá 1. deild Tvötöp Fyrstudeildarliði kvenna hjá Þór tókst ekki að ná stigi úr tveimur leikjum sínum fyrir sunnan um helgina. Á föstu- dag töpuðu stúlkurnar fyrir í A 5:1 og í gær var það Stjarnan sem sigraði Þór 3:1. Skagastúlkurnar höfðu tals- verða yfirburði í leiknum á föstu- daginn og komust í 3:0 eftir að staðan í leikhléi var 2:0. Sigurlaug Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir Þór í síðari hálfleik, skoraði örugglega eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn ÍA Eftir markið komust Þórsstúlkurnar meira inn í leik- inn en við 4. mark ÍA hrundi Nissan-mótið í golfi: Guðmundur vann 1 Um helgina fór fram á Jaðars- velli við Akureyri Nissan-mót- ið í golfí. Keppt var í opnum flokki með og án forgjafar og leiknar 36 holur. Guðmundur Sigurjónsson gerði sér iítið fyr- ir og sigraði nokkuð óvænt bæði með og án forgjafar. Guðmundur Iék mjög vel báða dagana og á mótinu lækkaði hann forgjöf sína úr 11,2 og um að minnsta kosti 2,6 högg, niður í 8,6! Keppendur á mótinu voru 34 talsins. Auk verðlauna fyrir efstu sæti voru veitt aukaverðlaun fyrir upphafshögghögg næst holu á 4., 14. og 18 holu. Öll verðlaun á mótinu voru gefin af Nissan- umboðinu á Akureyri, Bifreiða- verkstæði Sigurðar Valdimars- sonar og afhenti Sigurður þau í mótslok. Úrslit á mótinu urðu þessi: Án forgjafar: 1. Guðmundur Sigurjónsson 150 2. Sverrir Þorvaldsson 152 3. Þórhallur Pálsson 157 Verðlaunahafar ásamt Sigurði Vnldim;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.