Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 1
Innflutningur notaðra bíla: Hægt að græða hundmð þúsunda á hverjum bíl - ekki ryðvarðir samkvæmt íslenskum kröfum Innflutningur notaðra bifreiða til landsins virðist vera gífur- legur um þessar mundir. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Nýr slökkvi- bíllá Hofsós - eykur öryggi okkar verulega, segir sveitarstjórinn Hofsósbúar eru að fá nýjan slökkvibíl sem keyptur var af álverinu í Straumsvík. Bfllinn er nú á Sauðárkróki þar sem verið er að yfírfara hann. Verið er að byggja aðstöðuhús undir slökkvilið, sjúkrabíl og björgunarsveit um 210 fermetra að stærð. Um er að ræða við- byggingu við hús sem brunavarn- ir Skagfirðinga hafa haft undir sína starfsemi. Fyrir eru á Hofsósi tveir slökkvibílar, dælubíll og tankbíll. „Þegar nýi bílinn kemur eykur það öryggi okkar verulega,“ sagði Ófeigur Gestsson sveitar- stjóri, en hann sagði bílinn mjög öflugan. Brunavarnir Skagafjarðar ná yfir allt héraðið og er aðalaðsetur þeirra á Sauðárkróki. Útibú er á Hofsósi og í Varmahlíð. mþþ Dagur hefur aflað sér, eru það nær eingöngu einstaklingar sem stunda þennan innflutning og þá í hjáverkum. Sumir flytja inn í smáum stfl, og græða e.t.v. ekki mikið, en til eru menn sem hafa flutt inn allt að 50 bifreiðir á þessu ári og geta þeir, ef þeir eru séðir, grætt frá 100-300 þúsund fyrir hvern bfl. Hjá skipadeild Sambandsins og Eimskipafélagi íslands fengust þær upplýsingar, að innflutningur sem þessi hafi stóraukist frá því á síðasta hausti. Það eru að sögn nær eingöngu einstaklingar, flest- ir frá Keflavík, sem stunda þetta en Dagur hefur heimildir fyrir því að „stórir" aðilar séu í þessum viðskiptum á Akureyri. Einn slíkur sem að vísu hefur stundað þennan innflutning í fjölmörg ár, hefur á þessu ári selt á bilinu 40- 50 bíla á Akureyri. Heimildamenn Dags segja að mikil alda innflutnings af þessu tagi hafi riðið yfir á þessu ári. Flestir eru smáir og flytja inn 1-5 bíla t.d. um leið og þeir koma úr sumarfríum. Nefnd voru dæmi um að einn aðili hafi selt þrjá meðalstóra fólksbíla, og fengið um 15-20 þúsund í gróða fyrir hvern bíl. Þetta er ekki nema rétt fyrir ferðakostnaði og tæplega ómaksins vert. Ef viðkomandi kaupir hins vegar bifreið af dýrari gerð gæti hann hugsanlega grætt einhver Miklar hafnarfram- kvæmdir á Siglufirði - Fyllt upp í stórt svæði og byggður flóðvarnagarður- Byrjað að dýpka í haust Töluverðar framkvæmdir eru nú í gangi við höfnina á Siglu- firði. Verið er að fylla upp á norðanverðri eyrinni og búa til land fyrir olíufélögin sem hyggjast setja þar upp olíu- tanka. Þá munu dýpkunar- framkvæmdir hefjast við höfn- ina í september. Að sögn Sveins Björnssonar, formanns hafnarnefndar á Siglu- firði, hófst uppfyllingin fyrir ein- um mánuði og hefur gengið mjög vel en meiningin er að fylla upp í gríðarstórt svæði í framtíðinni og er nú verið að vinna að fyrsta áfanganum. Pá er einnig verið setja upp flóðvarnagarð á eyrinni til að hindra að brimið gangi inn á hana, en þar eru iðnaðarfyrir- tæki sem sjór hefur gengið yfir á veturna. 8 milljónir fengust á fjárlögum þessa árs til þessara verkefna. Sveinn sagði að nýstofnað dýpkunarfélag nokkurra Siglfirð- inga og Reykvíkinga væri um þessar mundir að fá dýpkunar- skip til landsins og það væri „eins og að fá jólagjöf eða vinna í happdrætti," eins og hann orðaði það. Fyrsta verkefni þessa skips verður á Raufarhöfn, þaðan fara þeir til Pórshafnar og frá Þórs- höfn fara þeir til Siglufjarðar og byrja að dýpka þar seint í sept- ember. Verða teknir 30 þúsund rúmmetrar til að byrja með. Sagði Sveinn að tilgangurinn með þessum framkvæmdum væri að búa til aðstöðu fyrir loðnuskip meðan sjómennirnir væru í helg- arfríum. Hingað til hefur þurft að geyma þau á Akureyri við mis- jafnar aðstæður. JHB hundruð þúsunda, en á móti kemur að erfit er að selja slíka bíla. Innkaupsverð á þessum bílum mun geta verið hlægilega lágt, þ.e. ef menn eru í réttum samböndum og kaupa í einhverju magni. Pá eru tollar sem borga þarf þegar til iandsins er komið lágir. Svo viðskiptin borgi sig, þarf viðkomandi greinilega að vera vel inni í öllum hliðum málsins. Á Akureyri er á flestum bíla- sölum þó nokkuð um notaða inn- flutta bíla á söluskrá, og gengur víst heldur betur að selja þá en aðra. Ástæðan mun vera sú að þeir líta betur út, t.d. er lakkið betra því þeim hefur eingöngu verið ekið á malbiki. Hins vegar eru þessu bílar í flestum tilfellum ekki ryðvarðir eins og allir bílar sem fluttir eru nýjir til landsins, en að sögn heimilda, „pælir“ fólk ekkert í því. VG Fjöldi seglbáta hefur heimsótt Akureyri í sumar, en hér sést Seyðisfirði renna inn fyrir Oddeyrartanga í gær. „Skúta“ frá Mynd: RÞB Landbúnaðarsýning BÚ ’87: Tvö fyrírtæki frá Akureyrí sýna framleiðslu sína Landbúnaðarsýningin BÚ 87 hefst í nýju Reiðhöllinni í Víði- dal næstkomandi föstudag. Sýningin stendur yfír í 10 daga, lýkur þann 23. ágúst. Fjölmörg fyrirtæki munu kynna fram- leiðslu sína á sýningunni, þar á meðal tvö fyrirtæki á Akureyri en það eru ístess og Kjötiðn- aðarstöð KEA. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ístess sagði að fyrirtækið yrði með kynningu á fóðurvörum sínum, bæði til loð- dýraræktunar og fiskeldis. Einnig verða sýnd tæki á sýningunni sem ístess hefur umboð fyrir, en um er að ræða ýmis tæki sem notuð eru við fóðrun á þurrfóðri því sem fstess framleiðir. Guðmund- ur sagði að ekki væri endanlega ljóst hver kostnaður vegna þessa væri en sennilega væri hann nálægt 200 þúsund krónum. Kjötiðnaðarstöð KEA mun sýna allar framleiðsluvörur sínar, þar á meðal hangikjöt, 11 teg- undir af niðursuðuvörum auk fjölbreytts úrvals af áleggi. Helgi Sigfússon, markaðsstjóri KEA sagði að básinn kæmi til með að heita Kaupfélag Eyfirðinga og auk kjötiðanaðarstöðvarinnar sýnir fyrirtæki Akva sf. vörur sín- ar í honum. Básinn er hannaður af útstillingadeild KEA og að lokinni landbúnaðarsýningunni verður hann tekinn niður og fluttur til Akureyrar þar sem hann verður settur upp á Iðnsýn- ingunni sem haldin verður í lok ágústmánaðar. Helgi sagði að 4-5 starfsmenn kæmu til með að sjá um básinn sýningardagana en kostnað við þessa þátttöku taldi hann verða á bilinu 400-500 þúsund. JÓH Forráðamenn Samvers hf. á Akureyri: Hugleiða kaup á sjónvarpsbíl - Kaupverð sennilega á bilinu 20-30 milljónir króna Forráðamenn Samvers hf. á Akureyri hafa í hyggju að festa kaup á sjónvarpsbfl af full- komnustu gerð. Samkvæmt heimildum blaðsins er hér um að ræða bíl sem kostar á bilinu 20-30 milljónir króna. Einung- is einn slíkur bfll er fyrir á landinu og er hann í eigu Ríkisútvarpsins. Forráðamenn Samvers hf. hafa neitað að staðfesta þetta en heimildir Dags eru mjög áreiðanlegar. Bíllinn mun vera þýskur og af gerðinni Benz en mestallur bún- aður í honum frá Sony. Segja kunnugir að bíllinn sé bylting fyr- ir alla dagskrárgerð, ekki síst á landsbyggðinni en í honum á að verða allur sá búnaður er þarf til kvikmyndatöku og hljóðupp- töku, eins konar stúdíó á hjólum. Verður hægt að aka honum hvert á land sem er og taka þar upp efni eða senda beint með nánast engum fyrirvara. Bíllinn er sagð- ur væntanlegur til landsins á næstunni. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.