Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 11
10. ágúst 1987 - DAGUR - 11 Hjónaminning 'tt' Hólmfríður Pálsdóttir U F. 1. okt. 1900 - D. 20. maí 1987 Ketill S. Guðjónsson F. 11 okt. 1900 - D. 20. júlí 1987 Þann 27. júlí s.l. fór fram jarðar- för Ketils S. Guðjónssonar, fyrr- um bónda á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi, frá Grundar- kirkju í Eyjafirði. Hann lést þann 20. júlí í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, eftir stutta legu. Ketill missti konu sínu Hólm- fríði Pálsdóttur, réttum tveim mánuðum fyrr, eða þann 20. maí s.l. og var hún jarðsungin 27. maí frá Grundarkirkju, svo ekki varð langur aðskilnaður þeirra hjóna. Með þessum ágætu hjónum eru horfnir glæsilegir fulltrúar bændastéttarinnar í Eyjafirði. Pau voru bæði fædd í október árið 1900, svo aldurinn var orð- inn hár, en andlegum kröftum sínum héldu þau til æfiloka. Þau reistu bú á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi árið 1923. Þá var sú jörð ekki í miklu áliti, en ungu hjónin voru samhent og tóku til við ræktun og aðrar umbætur, svo ekki leið á löngu þar til jörðin var komin í röð stórbýla. Öll hús þurfti að byggja upp á jörðinni og var það mikið átak. Þau hjón stóðu föstum fót- um í búmenningu fortíðarinnar, en voru áhugasöm um allar nýjungar sem komu til sögunnar í þeim efnum og tóku í sína þjón- ustu allar vélar og hjálpartæki við búskapinn, eftir því sem slíkt barst hingað til lands. Þau voru bæði af góðu bænda- fólki komin, trúðu á landið og nýttu gæði hinnar eyfirsku mold- ar út í ystu æsar. Ketill hafði stundað nám við bændaskólann á Hvanneyri. Var hann prýðilegur námsmaður, vel máli farinn og hafði mjög fagra rithönd. Hann naut mikils trausts Borgarbíó Mánud. kl. 9.00 og 11.00 Leikið til sigurs Mánud. kl. 9.10 Peggy Sue Mánud. kl. 11.10 Með tvær í takinu samferðamanna sinna, var kos- inn í fjöldamörg störf fyrir sveit- arfélagið, sem of langt yrði að telja og einnig fyrir héraðið allt, var t.d. búnaöarþingfulltrúi um margra ára skeið. Hólmfríður Pálsdóttir, kona Ketils, fæddist á Grund í Eyja- firði og ólst þar upp að miklu leyti, var bróðurdóttir Magnúsar Sigurðssonar stórbónda og kaup- manns á Grund. Hún þótti snemma hinn ágætasti kvenkost- ur, fríð sýnum og hörkudugleg við hvað sem var og var sérstak- lega sýnt um allt sem við kom bú- skap. Um tvítugt lærði hún karl- mannafatasaum og átti það eftir að koma henni að miklu gagni í heimilishaldinu er út í lífsbarátt- una kom. Hún ræktaði garðinn sinn á Finnastöðum í fleira en í einum skilningi. Heimilið var henni hjartfólgið, hún var vak- andi og sofandi á verði um ham- ingju þess og barnanna, en þau urðu sex. Hreinn í Sunnuhlíð, útibús- stjóri Samvinnubankans á Sval- barðseyri, kvæntur Huldu Hall- dórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigríður, búsett á Akureyri, fyrrum húsfreyja í Torfum gift Helga Sigurjónssyni og eiga þau níu börn. Óttar, starfsmaður við Krist- nesspítala, kvæntan Sigrúnu Halldórsdóttur, eig þau þrjú börn. Einnig á Óttar þrjú börn frá fyrra hjónabandi, með Elínu Halldórsdóttur. Margrét, búsett á Akureyri á sjö börn. Var áður gift Frey Gestssyni. Auður, búsett í Lambanesi í Fljótum gift Hermanni Jónssyni og eiga þau einn son. Gylfi, forstjóri „Draga“ á Akureyri á fimm börn. Glæsilegur afkomendahópur Hólmfríðar og Ketils er orðinn fjölmennur og flestallir búsettir hér á þeirra heimaslóðum. Síð- ustu ár þeirra áttu þau heimili sitt á Akureyri, þegar starfsgetan var þrotin og afkomandi þeirra tek- inn við jörð og búi. Þó mun hugur þeirra löngum hafa dvalið á Finnastöðum, við heimili þeirra þar sem þau hófu lífstarf sitt, full bjartsýni og þar sem þau áttu símar bestu ævist- undir. Elli kerlingu fær enginn yfir- bugað. Líkamlegt atgerfi þrýtur að lokum, öll hverfum við úr heimi hér. Það er hinn óumbreyt- anlegi straumur lífsins og dauð- ans. Þessi elskulegu hjón eru nú bæði horfin sjónum okkar, en þakkir okkar sem enn þraukum fylgja þeim að síðustu, fyrir alla vinsemd, hjálp og samstarf. Blessun guðs hvíli yfir þeim. Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth. Fiskeldi Bændaskólinn á Hólum óskar eftir sérfræðing í fiskeldi. Verkefni: Kennsla - rannsóknir - leiöbeiningar. Umsóknir sendist til landbúnaöarráöuneytisins fyrir 1. september n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 5. ágúst 1987. n Öll börn eiga rétt á að sitja í bílbelti! UMFERÐAR RÁÐ FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Bæjarmálafundur verður mánudaginn 10. ágúst ki. 20.30 að Hafnarstræti 90. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnar nk. þriðjudag. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Hrossarækt + Tamningar + Reiðkennsla Kennari óskast að Bændaskólanum á Hólum. Aðalkennslugreinar: Hrossarækt, tamningar og reið- mennska, ásamt umsjá með hrossarækt kynbóta- búsins á Hólum. Umsóknir sendist til landbúnaöarráöuneytisins fyrir 1. september n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 5. ágúst 1987. Tilboð óskast í að rífa og fjarlægja vörugeymslu á lóð Skipagötu 9. Geymsluna þarf aö fjarlægja sem fyrst. Tilboö óskast sent til aðalfulltrúa KEA fyrir 18. ágúst n.k. og gefur hann allar frekari upplýsingar. Kaupfélag Eyfirðinga. Stýrimann vantar á MB Áskel ÞH48 til þorsknetaveiða frá Grenivík. Upplýsingar í síma 96-23167. HF. Gjögur. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Vistheimilið Sólborg Óskum eftir starfsfóiki í eftirtaldar stöður á íbúð- ardeildum: Heilar stööur: Ein staöa nú þegar, aörar frá 1. september, 15. sept- ember og 1. október. Hlutastööur: 50%-80% frá 1. september. Jafnframt vantar í afleysingar: 50% staöa meö lyfjaábyrgð (lyfjatæknir, hjúkrunar- fræöingur, þroskaþjálfi) frá 17. ágúst til 11. sept- ember. Hægt er aö semja um vinnutíma. Allar nánari upplýsingar í síma 21755. Forstöðumaður. Starfsfólk óskast strax og 1. september. Upplýsingar á staönum. Leikfatiga- marímurim HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI AKUREYRARBÆR LEIKSVIÐ VIÐ GÖNGUGÖTU ( ágústmánuði geta félagasamtök, fyrirtæki, hljómlistarhópar eða aðrir áhugahópar feng- ið afnot af leiksviði (senu) við göngugötuna á Akureyri. Nánari upplýsingar og pantanir á aðstöðu í síma 21000. Afmælisnefnd Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.