Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 12
BflfamE Akureyri, mánudagur 10. ágúst 1987 ^llllllllllllllllllh................... Hvad ertu bráðlátur? ^Peóíomyndir’ Viltu fá myndirnar þínar eftir 3, 2 eöa 1 klukkustund? Til þjónustu reiðubúin. Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Akureyri: Nýting á hótelum í sumar mjög góð - útlendingar yfirleitt í meirihluta yfir háannatímann Nýting á hótelum á Akureyri hefur verið með mikium ágæt- um í sumar. Svo virðist sem spár um aukinn ferðamanna- straum í sumar hafi ræst. Dag- ur hafði samband við stærstu hótelin á Akureyri og kannaði málin nánar. Dalvík: Vegur milli hafnargarða malbikaður Hafnamefnd Dalvíkur lagði til á síðasta fundi sínum að mal- bikun vegar milli hafnargarða, sem fyrirhuguð var nú í haust, vérði frestað til næsta vors vegna þess hversu áliðið væri sumars. Málinu var vísað til bæjarstjórnar þar sem það var tekið til umræðu á fundi þann 21. júli síðastliðinn. Eftir umræður í bæjarstjórn var ákveðið að leggja á það áherslu að ljúka framkvæmdum nú í haust og að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra mun verktaki sem tók verkið að sér skila veginum fullbúnum und- ir malbik um miðjan þennan mánuð. Ekki er fullljóst hvenær af malbikun getur orðið en Kristján taldi að það yrði gert fyrir fyrstu veður í haust. Vegur þessi tengir syðri og ytri hafnargarð og er því mikið not- aður þegar landað er úr togurum við syðri garð. Mun þessi malbik- un bæta löndunaraðstöðuna mikið og af þeim ástæðum er lögð svo mikil áhersla á að ljúka verkinu sem fyrst. JÓH „Ég hlýt að vera ánægður," sagði Stefán Sigurðsson hótel- stjóri á Hótel Stefaníu. ..Sumarið hefur verið mjög gott og betra en í fyrra. Nýtingin í júní var 90%, í júlí 95% og það sem af er ágúst hefur hún verið 100%. Auk þessa var maí helmingi betri en í fyrra." ..Það er gott í okkur hijóöið. og bjart framundan." sagði Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA. „Nýting á hótelinu hefur verið mjög góð í sumar og einnig var vorið gott. í júní var nýtingin um 80%, í júlí 88% og það sem af er ágústmánuði um 90% nýting. Alls er aukning í fjölda útleigðra herbergja á hótelinu frá áramótum 35% Ef eingöngu eru teknir mánuðirnir júní og júlí er þessi aukning 10%“ Yfir háannatímann hafa útlendingar verið í meirihluta gesta. Þetta eru ekki hinir hefð- bundu hópar sem eru í skipu- lögðum hópferðum, heldur fólk sem gerir meiri kröfur. Gunnar sagði einnig mikla aukningu í veitingasölunni hjá þeim, auk þess sem stöðug aukn- ing væri í funda- og ráðstefnu- haldi á hótelinu enda hefðu þeir lagt sig sérstaklega eftir því. Á Hótel Akureyri fengust þær upplýsingar að ágæt nýting hefði verið á hótelinu í sumar. Sérstak- lega hafa júlí og það sem af er ágúst verið góðir mánuðir og útlit fyrir að áframhald verði á því. Skipting milli útlendinga og íslendinga hefur verið nokkuð jöfn í sumar, þó voru áberandi margir útlendingar þar í júli. Að sögn hefur veitingasala þar einnig gengið ágætlega, sérstaklega á kvöldin. Ekki náðist í Arnfinn Arn- finnsson á Hótel Varðborg. VG Náttfari hinn nýi björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsa- vík. Ekki á að þurfa nema nokkrar mínútur til að komast af stað ef neyðar- Norðurland: Áhugi fyrir að flýta göngum Áhugi virðist nú fyrir því að göngum á komandi hausti verði flýtt og slátrun hefjist því fyrr nú en verið hefur. Þetta er til athugunar hjá nokkrum búnaðarsamböndum hér á Norðurlandi en t.d. í Svarfað- ardal hefur verið ákveðið að flýta göngum um eina viku. Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga, sagði í samtali við blaðið að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort göngum verði flýtt en stefnt væri að því að hefja slátrun á Húsavík þann 9. september. Hreiðar sagðist vona að göngum yrði flýtt í samræmi við þetta en þessi umræða væri til komin vegna þeirrar skoðunar manna að þetta væri rétt, bæði gagnvart markaði og beitilandinu. Hjá Búnaðarfélagi Skagfirð- inga fengust þær upplýsingar að ekki væri enn búið að taka ákvörðun um þetta efni en áhugi væri meðal bænda fyrir að göng- um og slátrun verði flýtt. Mun ákvörðun í málinu verða tekin síðar í mánuðinum. JÓH kall berst. Mynd: IM Björgunarsveitin Garðar á Húsavík: Nýr björgunarbátur tekinn í notkun í gærkvöld tók Björgunarsveit- in Garðar á Húsavík nýjan björgunarbát formlega í notkun. Var hann vígður í Húsavíkurhöfn og honum gef- ið nafnið Náttfari. Báturinn er nýr 26 feta langur álbátur sem Hríseyjarferjan: Farþegaflutningar stóraukast - 937 manns til eyjarinnar á einum degi Hríseyjarferjan Sævar setti met í farþegaflutningum á sunnudaginn er hún flutti 937 manns til eyjarinnar. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Og flutningarnir vaxa hröðum skrefum ár frá ári,“ sagði Smári Thorarensen skip- stjóri á Sævari. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur ferjan flutt 28.000 manns til Hrís- eyjar. í júlí í ár hafa 8900 far- þegar farið með ferjunni, árið 1986 voru þeir 7800 og árið 1985 voru þeir 5700. Á síðustu þremur árum hefur orðið 40% aukning á milli ára í júlímánuði en það er mesti ferðamannamánuðurinn. „Hrísey er að verða meirihátt- ar ferðamannastaður,“ sagði Smári. Gistinýting á Brekku hef- ur aukist mikið frá fyrra ári, en flestir sem til eyjarinnar koma fara heim samdægurs. Menn rölta um eyna, borða nautakjöt og hafa það gott í fallegu umhverfi. Atak hefur verið gert í umhverfismálum og búið er að gróðursetja fjöldann allan af plöntum. Smári sagði að ferðamanna- straumurinn hefði farið seinna af stað nú í ár, en í fyrra og sagði hann að veðrið skipti miklu máli hvað ferðamannastraum til eyjar- innar varðaði. Ferjan fer 5-6 ferðir á dag frá Árskógssandi til Hríseyjar, en einnig er ferð til Dalvíkur einu sinni á dag. „Við erum alltaf að auka þjónustuna," sagði Smári og bætti því við að þörf væri orðin fyrir nýjan bát og væru menn að velta þeim málum fyrir sér. Auk síaukinna farþega- flutninga eru vöruflutningar einnig að aukast og sagði Smári að á milli 3-500 tonn af vörum væru flutt á mánuði til eyjarinn- ar. í sumar er unnið við hafnar- framkvæmdir á Árskógssandi og sagði Smári að aðstaða myndi öll batna til muna er þeim lýkur. „Við höfum alltaf verið á hrak- hólum á Sandinum. Það er svo lítið pláss að við komumst stund- um ekki að fyrir heimabátunum. Þetta bætir aðstöðuna stórkost- lega,“ sagði Smári. mþþ smíðaður var í Noregi og kost- aði um 2 milljónir króna. Bát- urinn er byggður frá grunni sem björgunarbátur þannig að í honum eru mörg flothólf sem gera hann mjög öruggan og færan í flestan sjó. í bátnum eru tvær 100 hestafla utanborðsvélar og getur gang- hraði orðið allt að 40 sjómílur á klukkustund. Hann er útbúinn með fullkomnum siglingatækj- um, lóran, radar og talstöð auk þess sem til stendur að kaupa í hann miðunartæki. Þá er í bátn- um sjúkrakarfa og annar nauð- synlegur björgunarbúnaður. Verður hægt að flytja allt að 4-5 slasaða menn í einu. Jón Kjartansson, formaður Björgunarsveitarinnar Garðars, sagði að bátur þessi breytti mjög miklu fyrir björgunarsveitina sem og þá sem þyrftu á aðstoð hennar að halda. Smábáta- og sportbáta- útgerð hefði farið mjög vaxandi upp á síðkastið og menn hefðu verið farnir að hafa áhyggjur af því að hafa ekki slíkan bát til reiðu, en hingað til hefur sveitin þurft að treysta á litla gúmmí- báta. Jón sagði að þegar væri hafin þjálfun á sérstökum áhöfnum á bátinn. Verður lögð áhersla á að þeir sem fari með bátinn kunni til verka og hafi réttindi. Er gert ráð fyrir að þjálfaðar verði fjórar áhafnir þannig að alltaf verði lið til taks ef til kemur. JHB Siglufjörður: Mikið landað Laust fyrir helgina landaði Siglflrðingur 170 tonnum af heilfrystum flökum á Siglu- flrði. Var flökunum skipað beint yfir í flutningaskipið Hrísey. Stapavíkin kom til Siglufjarðar á fimmtudag með 60 tonn og þar hafði aflinn einnig verið frystur um borð. Á föstudag voru rækjubátarnir allir nýfarnir út eftir hlé það er gert var á veiðunum og voru þeir væntanlegir um eða eftir helgina. Rækjuveiðarnar hafa gengið mjög vel hjá Siglfirðingum það sem af er sumri og eru nú búið að landa vel yfir 2000 tonnum af rækju. Mikil vinna er nú á Siglu- firði, eða eins og einn við- mælandi blaðsins orðaði það: „Það er helst unnið hér alla daga og væri hægt að vinna á nóttunni líka ef það væri nóg fólk.“ JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.