Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 3
Hækkun kjarnfóðurverðs: „Kemur illa við alla fram- leiðendur" - segir Jónas Halldórsson, kjúklingabóndi í Sveinbjarnargerði Eift af þeim markmiðum sem komu í framkvæmd samkvæmf stjórnarsáttmála nýrrar ríkis- stjórnar var að lagt verði sér- stakt kjarnfóðurgjald á innflutt kjarnfóður. Gjaldið er 4 kr. á hvert kiló og samkvæmt áætl- unum á það að skila ríkissjóði 80 milljónum króna á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. ..Þessi hækkun á fóðrinu veld- ur því að við þyrftum að hækka verðið á kjúklingakjötinu unr 9- 10%. Við settum hluta af þessari hækkun út í verðlagið, þ.e 5%, fyrir um viku og" ætlum ekki að hækka meira í hili en samt sem áður þurfum við að hækka verðið seinna því að ekki greið- um við þessa kjarnfóðurhækkun úr eigin vasa," sagði Jónas Halldórsson, kjúklingabóndi í Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd er hann var inntur eftir áhrifum þessarar fóðurhækkunar. Jónas sagði að sala á kjúklinga- kjöti væri heldur rninni á þessu ári en því síðasta. Hann sagði að sennilega hefði salan náð hámarki í fyrra þar sem að óeðli- lega margar útsölur hefðu verið á kjúklingavörum. Verð hefur haldist í meðallagi síðan um ára- mót og hefur það þýtt ögn minni sölu. Einnig hafi salmonella- umræðan valdið einhverri sölu- tregðu. „Við höfum enga samninga við ríkisstjórn og því höfum við enga tryggingu fyrir því að fá ekki hækkun sem þessa á okkur. Þetta kemur sér illa fyrir alla fram- leiðendur þar sem verð er á mörkunum að vera nógu hátt. Eg átti alls ekki von á þessari hækkun, sérstaklega vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur höfðu margoft lýst því yfir að þeir vildu fella niður kjarnfóðurgjald," sagði Jónas Halldórsson. JÓH Nýr starfs- mannastjóri hjáKEA Fyrir skömmu var gengið frá ráðningu nýs starfsmanna- stjóra hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Guðbjörn Gíslason tók við starfmu af Áskeli Þóris- syni. Guðbjörn hefur starfað í Tölvudeild KEA síðan 1979. í orðsendingu frá kaupfélags- stjóra segir að Guðbjörn muni í starfi sínu annast ráðningu á starfsfólki til hinna ýmsu starfs- deilda félagsins í samráði við yfir- menn deildanna og fjalla um kaup og kjör starfsfólks. Launa- deildin verður þannig innan umsjónarsviðs hans en deildar- stjóri Launadeildar er Brynja Skarphéðinsdóttir. Þá mun Guð- björn sjá um námskeiðahald og fræðslumál starfsmanna og tengsl félagsins við Starfsmannafélag KEA. 10. ágúst 1987 - DAGUR - 3 Menn gera sér ýmislegt til dundurs þegar veðrið er gott. Þessi piltur hefur dregið fram veiðistöngina þrátt fyrir að ekki sé talið gott að fiska í sólskini. Ekki fylgir sögunni hver aflinn varð. Mynd: gt Kelduhverfi: Um 500 manns gistu Ásbyrgi um verslunar- mannahelgina Mikill ferðamannastraumur hefur verið um Ásbyrgi og í Kelduhverfi í sumar. Um verslunarmannahelgina gistu í Ásbyrgi þegar flest var um 500 manns. Þetta var mestmegnis fjölsky Idtifólk og erlendir ferðamenn, og var þar allt með kyrrum kjörum. Veðrið í sveitinni hefur verið hlýtt en skúrasamt og því ekki sama blíðan og var þar í fyrra. í Skúlagarði er rekið hótel á sumrin. í vor hóf fyrsti bóndinn í Kelduhverfi hefðbundna ferða- þjónustu. Hann býður til leigu sex manna hús að Lyngási. Húsið er búið öllum þægindum og er stutt þaðan bæði í verslun og gott berjaland. Á næsta bæ við, á Hóli er rekin hestaleiga fyrir þá sem áhuga hafa. Enn mun ekki vera fullbókað á Lyngási í ágúst, en einnig verður hægt að fá húsið leigt yfir vetrar- tímann t.d. yfir helgar. VG Ályktun dýralækna: Settar verði upp rannsóknarstofur í sláturhúsum Fyrir stuttu hélt Dýralæknafé- lag íslands fund þar sem rætt var um hvernig bæta megi eftirlit með kjöti. Fjörutíu dýralæknar mættu á fundinn og voru fjölmargar ályktanir sam- þykktar sem síðan verða send- ar viðkomandi ráðuneytum til umfjöllunar og ákvarðana- töku. „Við óskum eftir aukningu á möguleikum til rannsókna á slát- urgripum og í framhaldi af því verði settar upp rannsóknarstof- ur á sláturhúsunum eða. að minnsta kosti að kjötvinnslur og sláturhús séu í tengslum við rann- sóknarstofur sem sjái um sýna- töku og rannsóknir á kjöti. Þessu hefur verið ábótavant hingað til og kemur þá sérstaklega til að erfitt hefur verið að fá fjármagni veitt til þessara rannsókna. Þetta miðar að því að eftirlit verði haft með vörunni allt frá slátrun til neytenda en vert er þó að taka það fram að eftirlit með kjöti frá sláturhúsum hér á svæðinu er gott,“ sagði Valdimar Brynjólfs- son, heilbrigðisfulltrúi Eyjafjarð- arsýslu í samtali við Dag, en hann sat þing Dýralæknafélags- ins. Valdimar sagði að þessar til- lögur næðu einnig til kjúklinga- búanna og að dýralæknar hefðu áhuga á að fleiri prufur verði teknar í búunum áður en að dýr- in séu send í sláturhús. Einnig mætti taka sýni úr saur sem gæfu vissar vísbendingar um hvort um sýkingu gæti verið að ræða. Hann taldi að brýna mætti fyrir fólki hvernig farið væri með kjöt við matreiðslu þar sem að ef um rétta og gætilega meðferð á kjöti við matreiðslu væri að ræða ætti ekki að vera hætta á sýkingu. Sýking af salmonella á ekki að vera fyrir hendi eftir suðu á kjöti en fólk yrði að gæta að því að soðið kjöt blandaðist ekki hráu kjöti þar sem að með því gæti nýsmit tekið sig upp. JÓH Marska Skagaströnd: Fyrsta stóra sendingin fer erlendis í næsta mánuði „Framleiöslan gengur vel og þaö er bjart framundan,“ sagði Heimir Fjeldsted hjá Marska á Skagaströnd, en þeir munu í lok næsta mánaðar senda fyrstu stóru sendingu sína á erlendan markað. Áætlað er að flytja út um 100 tonn á ári aðallega af rækju- og ýsurúllum, hliðstæðar þeim er seldar eru hér á innanlandsmark- aði. Rúllurnar fara aðallega til Svíþjóðar og Finnlands, bæði á almennan markað og til hótela og stærri eldhúsa. Heimir sagði ennfremur að þeir væru um það bil að auka vélakost sinn. Keypt hefur verið vél erlendis frá, sem bakar u.þ.b. 50 pönnukökur á mínútu, og svo er verið að smíða aðra sem mun skammta fyllingunni í kökumar og rúlla þeim upp. VG Frystihólf! Vegna breytinga er fyrirsjáanlegur skortur á frysti- hólfum. Af þeim sökum eru þeir sem enn skulda af hólfum sínum hvattir til að gera skil eigi síðar en 31. ágúst 1987. Eftir þann tíma verða hólfin leigð öðrum. Frystihús KEA. Tilboð - Niðurrif Tilboð óskast í niðurrif Strandgötu 29 (Snorrahús) á Akureyri. Verkinu skal lokið fyrir 29. ágúst 1987. Tilboðum skal skilatil Teiknistofunnar FORM í síðasta lagi 12. ágúst 1987. Nánari upplýsingar eru veittar hjá FORM og afgreiðslu DAGS. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna ölium. form ÁRNI ÁRNASON húsgagna- og innanhússarkitekt FHÍ BJARNI REYKJALÍN arkitekt og byggingatæknifr. FAÍ • FTÍ ARKITEKTAR HONNUÐIR KAUPANGl v/MÝRARVEG • 600 AKUREYRI ■ S. 96-26099 Laugalandsmeyj ar Vissuð þið að 3. október n.k. eru 50 ár liðin frá vígslu gamla skólans okkar, og nú skal þess minnst með nemendamóti? Það krefst undirbúnings og fyrsti fundurinn verður 13. ágúst kl. 20.30 í sal Vlf. Einingar, Skipagötu 14 2. hæð. Þið sem búsettar eruð hér á Akureyri eða í nágrenninu eruð beðnar um að sjá til þess að ykkar árgangur sendi einn til tvo fulltrúa. Hjálpumst að við að gera gamlan draum að veg- legum veruleika. Sjáumst hressar. Aslaug sími 24048, Alda sími 21236, Þóra sími 23005.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.