Dagur - 02.09.1987, Side 1

Dagur - 02.09.1987, Side 1
Alþýðubandalagið: Næsti formaður af Norðurlandi? „Ég hef ekki gefið kost á þessu þótt talsvert hafi verið hringt til mín. Fólk í flokknum er ýmis- legt að hugsa og athuga hvaða möguleikar séu til,“ sagði Sig- ríður Stefánsdóttir bæjarfull- trúi á Akureyri, en hún og Steingrímur J. Sigfússon þing- maður hafa verið nefnd sem hugsanlegir formenn Alþýðu- bandalagsins. Sigríður og Steingrímur voru spurð að því hvort þeim fyndist heppilegra að næsti formaður Alþýðubandalagsins yrði úr dreifbýli. Sigríður sagði: „Ég lít ekki svo á að ég sé í framboði og ég dæmi fólk ekki eftir búsetu. Óneitanlega væri sterkt að for- maðurinn kæmi af landsbyggð- inni en þó tel ég það ekki aðalat- riðið.“ Steingrímur J. Sigfússon sagði að hann teldi að mörgu leyti æskilegt að næsti formaður kæmi af landsbyggðinni enda væri regl- an sú hjá flokknum að formenn væru til skiptis úr þéttbýli og dreifbýli. Hvað hlutverk næsta formanns áhrærði væri nauðsyn- legt að efla tengsl forystunnar við flokksfélögin og stokka upp ýmsa hluti í innanflokksstarfinu. EHB Verkmenntaskólinn settur í gær: Gefið ykkur tíma til góðra verka -sagöi Bernharð Haraldsson skólameistari „Mér líst vel a mig her. Starfsandinn er goður,“ sagði Sigurður Hallmarsson hinn nýi fræðslustjóri sem hóf störf á fræðsluskrifsofunni í gær. Mynd: tlv Vona að veturinn verði mildur - segir Sigurður Hallmarsson nýr fræðslustjóri á Norðurlandi eystra „í dag eru tímamót, skil tveggja lífsþátta okkar, sumar- starfinu með leik sínum og gleði er lokið, við tekur vetrar- önnin, annar vettvangur, ef til vill eilítið alvarlegri, en engu að síður nauðsynlegur,“ sagði Bernharð Haraldsson skóla- meistari Verkmenntaskólans á Akureyri í upphafi ræðu sinnar við setningu skólans í gær. Ræðu sína nefndi Bernharð: Gefðu þér tíma til góðra verka. í skólanum í vetur verða um 800 nemendur í dagskóla og um 100 í öldungadeild. Um þriðj- ungur nemenda á lögheimili Akureyrar og sagði Bernharð það nokkurt áhyggjuefni að ekki væri hægt að bjóða utanbæjar- nemendum aðgang að heimavist. Fastir kennarar við skólann eru 47. í ræðu sinni kom Bernharð inn á tímamótin sem eru mörg og margvísleg í lífi okkar. „Við ætt- um ef til vill að staldra oftar við og líta til baka, líta í eigin barm til að sjá hvernig til hefur tekist, gera upp við okkur eigin afrek, stór og smá.“ Síðar í ræðu sinni sagði Bernharð: „Allir hlutir eru að verða svo sjálfsagðir að okkur er að verða vandi á höndum hvað gera skal næst, eftir hverju á að Vetur er í nánd. í það minnsta fór kuldahrollur um fólk er litið var í átt að Hlíð- arfjalli í gærmorgun og ekki var um það að villast; snjóað hafði niður í miðjar hlíðar. Ekki voru þó hitastigstölur mjög slæmar, því klukkan sex í sækjast. En velmegunin er ekki aðeins efnaleg, hún er líka andleg, hún á ekki aðeins að hlaða upp efnislegum verðmæt- um, heldur jafnframt og alls ekki síður að skapa okkur andlegt líf, þar sem rækt er lögð við hugðar- efni og hæfileika einstaklings- ins.“ Nýr bókavörður hefur verið ráðinn að skólanum sem er Sig- ríður Sigurðardóttir. Bernharð sagði að enn væri ekkert bóka- safn við skólann, en við næsta áfanga skólans sem hafist verður handa við á næstunni er gert ráð fyrir veglegu rými fyrir bókasafn. Setningarræðu Bernharðs verð- ur gerð betri skil í blaðinu síðar. „Það hefur borist beiðni til Byggðastofnunar um að sjá um 5 milljónir af þessum 7 og þetta var rætt á stjórnarfundi í gær. Þar var ákveðið að fresta gærmorgun var hitinn á Akur- eyri 7,2 gráður og hafði ekki farið neðar þá nótt. í blaðinu í dag, má sjá töflur um dagsetningar fyrstu frosta og fyrstu snjókoma á Akureyri frá 1951-1986. Þar má m.a. sjá að í fyrra snjóaði fyrst 5. sept- „Mér líst vel á mig hérna. Það var vel tekið á móti mér í morgun og starfsandinn er góður.“ Þetta sagði Sigurður Hallmarsson sem tók við starfi fræðslustjóra Norður- lands eystra í gærmorgun þegar við heimsóttum hann á skrifstofuna. „Ég vona að eitthvað gott leiði af þessari ráðstöfun," sagði Sigurður. „Skólarnir eru nú að málinu til næsta fundar á með- an rætt væri við ráðherra okkar, sem er forsætisráð- herra, um málið. Það hafa engar viðræður farið fram á ember en árið 1985 var það 23. júlí. Á þessu tímabili var það árið 1960 sem snjór koma einna seinast, eða 5. nóvember. Hvað frostið snertir, var það 1974 sem fyrst byrjaði að frysta 27. ágúst og seinast árið 1972, eða 10. október. VG fara í gang og mitt fyrsta verk er að leysa aðkallandi dagleg mál sem ætíð eru fylgjandi skóla- byrjun,“ sagði Sigurður er við spurðum hvert fyrsta verk hins nýja fræðslustjóra hefði verið. Sagði Sigurður að nú vantaði í um 25 stöður kennara í um- dæminu, en vonandi væri ekki alveg útséð um að tækist að fá þá til starfa. Sigurður var skólastjóri á milli okkar og forsætisráð- herra,“ sagði Bjarni Einarsson hjá Byggðastofnun í samtali við blaðið í gær. Leikfélag Akureyrar hefur átt við rekstrarörðugleika að stríða eins og við höfum áður greint frá. Óhætt er að segja að margir höfðu vonast eftir úrbótum í kjölfar 125 ára kaupstaðarafmæl- is Akureyrar og svo virtist sem vonirnar hefðu ræst með sam- komulagi ríkisins og Akureyrar- bæjar við leikfélagið. Að hátíðarsýningu leikfélags- ins, Afmælisveislu handa Eyrar- rós, lokinni greindi Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra frá þessu sam- komulagi sem felur í sér að ríki og bær munu létta á skuldum Húsavík og hefur hann í hyggju að halda heimili sitt áfram þar. Hann kemur því til með að aka nokkuð oft leiðina Húsavík - Akureyri - Húsavík í vetur og féllst hann á að vissulega gæti það orðið þreyfandi. „Vegurinn er góður og ekki nema um klukkustundar akstur á milli staðanna í góðu færi. Ég vona bara að veturinn verði mildur.“ mþþ leikfélagsins og einnig verða fjárframlög til þess aukin. Skuldirnar sem um ræðir eru upp á 7 milljónir. Ríkið greiðir 1 milljón, Akureyrarbær 1 milljón og Byggðastofnun 5 milljónir. Beiðnin kom hins vegar dálítið flatt upp á stjórn Byggðastofnun- ar og ekki útséð um framhald málsins en ljóst að það er hið skringilegasta á þessu stigi. „Við vitum ekki hvernig þeir hugsa sér þetta. Hvort þetta eigi að vera einhvers konar lán eða hvort þetta eigi að koma inn á fjárlög næsta árs. Við höfum ekki hugmynd um það en þessi upp- hæð er einn sextándi af því sem stofnunin fær á fjárlögum og það munar um minna," sagði Bjarni Einarsson. SS Hlíðarfjall byrjað að grána mþþ Skuldir Leikfélags Akureyrar: Byggðastofnun greiði 5 milljónir - „Vitum ekki hvernig þeir hugsa sér þetta, “ segir Bjarni Einarsson

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.