Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 2. september 1987 2. september 1987 - DAGUR - 9 Aukafulltrúafundur KEA, dialdinn 4. september 1927, ákvað að mjólkursamlag skyldi stofnað á vegum kaupfélagsins - Um þessar mundir eru því 60 ár fná því þessi merka ákvörðun var tekin laginu. Þetta atriði þótti sýna og sanna að eyfirskir bændur væru öruggir og traustir samvinnu- og félagshyggj umenn. Að aflokinni sláturtíð haustið 1927 var hafist handa við að breyta gamla kaupfélagsslátur- húsinu í mjólkurstöð og var því verki lokið í byrjun mars næsta ár. Fyrsta starfsdaginn lögðu bændur inn rúmlega 1600 lítra en samkvæmt áætlun hafði verið reiknað með 600 lítra meðalinn- leggi á dag. Þetta var dæmigert fyrir það sem koma átti því bændur lögðu mun meiri mjólk inn á hverju ári en gert hafði ver- ið ráð fyrir og gekk þetta svo ára- tugum saman. Gamla mjólkur- stöðin var í upphafi búin góðum vélum til framleiðslu á mjólkur- vörum og var gert ráð fyrir að tækin nægðu til að taka á móti einni og hálfri milljón lítra af mjólk á ári. Eftir níu ára rekstur tók stöðin þó á móti 3 milljónum lítra árlega eða helmingi meira magni en gamla stöðin hafði ver- ið innréttuð fyrir. Fljótlega varð því ljóst að nauðsynlegt væri að reisa nýtt hús undir starfsemina og var jáví valinn staður í Kaupvangsstræti. Mjólkursamlagið flutti í nýja húsnæðið árið 1939, á ellefu ára afmæli sínu. Á þeim tíma virtist mörgum að í of stóra framkvæmd hefði verið ráðist og húsið væri óþarflega stórt, en það var miðað við umtalsverða aukningu á inn- lögðu mjólkurmagni í framtíð- inni. Árið 1966 var þó svo komið að innvegin mjólk hafði sjöfald- ast á 27 árum og var orðið erfitt um vik að hafa undan í vinnsl- unni þá mánuði sem mjólkur- framleiðsla var í hámarki. Hús mjólkursamlagsins í Kaupvangsstræti var 1560 fer- metrar á fjórum hæðum. Árið 1949 var byggð allstór viðbygging austan við húsið, tvær og hálf hæð 350 fermetrar. Viðbyggingin var aðallega notuð fyrir ostagerð- ina en kæligeymsla fyrir skyr var undir innkeyrslunni að bakhlið aðalhússins. Margir muna eflaust eftir mysuostagerðinni í kjallara ketilhússins en þurrmjólkur- vinnslan fór fram í húsi gömlu mjólkurstöðvarinnar neðar í Grófargili. Vélakostur mjólkur- stöðvarinnar var stóraukinn og endurnýjaður árið 1962 og færð- ur til samræmis við kröfur tímans. Ákveðið var að hefja undir- búning að byggingu nýrrar mjólkurstöðvar vestan við Lund, en þar var lengi starfrækt búfjár- ræktarstöð SNE. Húsið var nokkur ár í byggingu og var hönnun þess nokkuð breytt á byggingartímanum vegna þess að framfarir urðu miklar í mjólkur- iðnaði. Nýja mjólkursamlagshús- ið var tekið í notkun árið 1980 og var tækjakostur mestallur endur- nýjaður enda aðstaða öll mun rýmri en áður. Er óhætt að segja að með nýju mjólkurstöðinni hafi verið stigið stórt og gæfusamt framfaraspor enda nauðsynlegt að fylgjast vel með kröfum tím- ans í svo mikilvægri grundvallar- atvinnugrein landsmanna. „Mjólkursamlagíð er í stöðugrí þróun“ - rætt við Þórarin E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóra Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamiagsstjóri, var önnum kafínn eins og vanalega þegar blaðamann bar að garði. Hann gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum um sam- lagið, starfsemi þess og eðli. - Hvað ert þú búinn að starfa lengi hjá Mjólkursamlagi KEA? „Ég kom hingað fyrst í ársbyrj- un 1979 en þá var verið að byggja húsið og setja niður vélar. Ég vann við hitt og þetta, var við að setja niður vélar og skipuleggja staðsetningu þcirra. Ég var einn- ig við prufukeyrslu og gangkeyrslu vélanna allt þar til samlagið tók til starfa á þessum stað 1980. Ég var í starfi framleiðslustjóra til ársins 1982 en þá tók ég við af þáverandi mjólkursamlagsstjóra, Vernharði Sveinssyni." Fjölbreytt starf - í hverju er daglegt starf mjólk- ursamlagsstjóra fólgið? „Það er nokkuð margþætt. Ein hliðin er samband við utanað- komandi aðila. í sumar hefi ég t.d. þurft að tala heilmikið við blaðamenn vegna þeirra atburða sem hafa verið að gerast í mjólk- urmálum. Þá er í annan stað um að ræða samskipti við aðila land- búnaðarins; framleiðsluráð, Osta- og smjörsöluna, Rannsókn- arstofnun mjólkuriðnaðarins og landbúnaðarráðuneytið. Þá þarf ég að hafa samband við bændur sem leggja hér inn og kaupmenn- ina í bænum, dreifingaraðila og fleiri sem tengjast neyslunni. Vörur frá okkur eru afgreiddar á um 200 stöðum og þetta þarf allt að ganga snurðulaust fyrir sig. Þá er það innri starfsemi fyrir- tækisins. Við mjólkursamlagið starfa nálægt eitt hundrað manns þannig að vinnan skiptist milli margra þátta. Þá má ekki gleyma skipulagningu framleiðslunnar. Ég vil taka það fram að ég geri þetta ekki allt saman einn, þetta er mikið unnið í hópvinnu. Síðast en ekki síst er unnið að vöruþró- un á framleiðsluvörum okkar. Hér innan veggja samlagsins starfar líka annað fyrirtæki. Akva sf. og ber ég ábyrgð á því. í fyrstu grein félagsins stendur að markmið þess sé pökkun, dreif- ing og sala á allskonar drykkjar- vörum. Hingað til höfum við pakkað svolitlu vatni og Blöndu og þetta gerir okkur kleift að stórauka hlutdeild okkar í mark- aðinum og framleiðslu á drykkjar- vörum öðrum en mjólkurvörum." Yöruþróun og framleiöslutækni - Hvað er aðallega að gerast í vöruþróun? Þórarinn E. Sveinsson. „Við erum nýbúnir að láta frá okkur „hnossið," til dæmis. Á síðustu árum höfum við reynt að hressa upp á ferskvörurnar. Dæmi um þetta er jógúrt og kota- sæla. Jógúrtið er reyndar í stöð- ugri breytingu og þróun því við reynum að framleiða sjö til tíu gerðir og skipta út þeim gerðum sem minnst seljast. Þá fellum við einnig út vörutegundir sem ekki seljast, við framleiddum búðinga fyrir nokkru sem ekki gengu nógu vel, þetta voru súkkulaði- og vanillubúðingur og við hætt- um framleiðslu á þeim. Létt- mjólkin og drykkjarjógúrtið eru líka nýlegar tegundir. Á sínum tíma komum við með smjörvann en við erum einu aðilarnir á land- inu sem framleiðum hann. Hann er framleiddur að sænskri fyrir- mynd og í samráði við sænsk mjólkursamlög. Hér fer fram heilmikil vöru- þróun þótt hún sjáist ekki dags daglega, þá er ég að tala um lang- tímavöruþróun. Eins og allir vita þá framleiðum við osta og í sam- bandi við þá framleiðslu er mikil vöruþróun því við erum alltaf að fínpússa ostagerðina. Andlit vör- unnar, þ.e. neytendaumbúðirn- ar, er þróað í samráði við Osta- og smjörsöluna sf. í Reykjavík en hin eiginlega vöruþróun er al- farið í okkar höndum. Ostagerð- in er í stöðugri framför og þróun, t.d. spurningin um hvaða gerla eigi að nota í ár, síðan skiptum við um gerla næsta ár ef við finn- um ódýrari gerðir o.s.frv." Sífellí fullkomnari tæki í mjólkuriðnaði - Hvemig stendur samlagið í tæknilegu tilliti? „Það er ágætlega fullkomið, ósanngjarnt væri að halda öðru fram. Mikil þróun á sér stað, einkum hvað varðar sjálfvirkni og stýringuna á vinnsluferlinu. Þetta getur þýtt að færri starfs- menn þarf til að vinna verkin en áður. Það var sagt í gamni þegar nýja samlagið var tekið í notkun að það yrði úrelt daginn eftir vígsl- una. Þó að þetta sé brandari er dálítið til í þessu, tölvukynslóð- irnar eru það stuttar að sjálfvirka stýrikerfið sem við tókum í notk- un árið 1980 var að verulegu leyti endurnýjað í fyrra. Þegar við töl- um um að tæki verði úrelt á þenn- an hátt er ekki átt við að þau virki ekki lengur heldur koma önnur fullkomnari fram á sjónar- sviðið sem gera okkur kleift að spara í framleiðslunni og það er jú mjög mikilvægt atriði. Það má líkja þessu við bíla; gamli Skód- inn gengur alveg tíu ár í viðbót en hann þarf geysimikið viðhald og það borgar sig að kaupa nýjan frekar en að gera við þann gamla, einkum þegar til lengdar lætur.“ - Er framtíð samlagsins ekki gulltryggð? Nú hlær Þórarinn og segir; „Jú, hún er kannski gulltryggð eins og annað undir sólinni. En í alvöru talað þá er þetta ein fullkomnasta mjólkurvinnslustöð landsins og hiklaust sú fjölbreyttasta. Þriðj- ungur mjólkurinnar fer í neyslu og ferskvöru og markaðurinn fyr- ir þá vöru er traustur hér í kring- um okkur. Við framleiðum ann- að hvert kíló af osti og viðbiti sem framleitt er á landinu auk þess sem við framleiðum um sex- tíu vörunúmer. Við erum því með breiðari grundvöll en önnur mjólkursamlög landsins. Ef við tökum t.d. Mjólkurbú Flóamanna til samanburðar þá eru þeir eiginlega ekki með neina ostagerð nema Camembertost- inn. En þeir eru sterkir í fram- leiðslu á mjólkurdufti. Eiginlega eru einungis tvö svið sem við erum ekki sterkir í en það er mjólkurduftið og G-vörurnar. En við getum framleitt hálfgerðar G- vörur með Akvavélinni og getum pakkað súrum safa með allmiklu geymsluþoli.“ - Drekkur fólk nógu mikið af mjólk? „Að meðaltali drekkur hver landsmaður 0,6 lítra af mjólk á dag en neyslan mætti að skað- lausu aukast upp í lítra á dag eða svo. Mjólk er holl, eins og flestir ættu að vita.“ EHB Mjólkursamlag KEA á sér langa og merka sögu. Gífurleg þróun hefur orðið í mjólkur- iðnaði þau ár sem það hefur starfað og margt merkra manna hefur komið þar við sögu. Vinnsla mjólkur og mjólkurafurða er auðvitað grundvallaratriði í því mikla landbúnaðarhéraði sem Eyja- fjörður er og mjólkursamlagið hefur verið þekkt fyrir fram- leiðslu sína, gæði og vöruvönd- un allt frá því það tók til starfa fyrir tæpum 60 árum. Stofnun Mjólkursamlags KEA var endanlega afráðin á auka- fulltrúafundi kaupfélagsins 4. september 1927. Þvf má segja að samlagið eigi 60 ára afmæli í viss- um skilningi um þessar mundir þótt það tæki ekki til starfa fyrr en ári seinna, 1928, nánar tiltekið að morgni 6. mars það ár. Fyrsti mjólkursamlagsstjórinn var Jónas Kristjánsson. Hann var fæddur á bænum Viðigerði í Hrafnagilshreppi 18. janúar árið 1895. Hann ólst upp í Víðigerði til 17 ára aldurs en fór þá í kaupa- vinnu og síðar í nám í Bænda- skólann á Hvanneyri. Fyrstu árin eftir að hann lauk námi frá bændaskólanum var hann vinnu- maður á ýmsum stöðum og átti jafnframt sauðfé. Jónas neyddist þó til að hætta vinnumennsku og sveitastörfum þótt honum væri það þvert um geð því læknar ráð- lögðu honum að skipta um starf vegna magakvilla sem þjáði hann þó alla tíð. Jónas vann við bygg- inga- og smfðavinnu á Ákureyri allt til ársins 1924 en þá fór hann til Danmerkur til að læra mjólk- uriðn. Lauk hann námi frá Land- brugs- og Mejeriskolen í Lade- Iund á Jótlandi sumarið 1927 og fór aftur til íslands. Vilhjálmur Þór, hinn merki frumkvöðull og athafnamaður, var kaupfélagsstjóri KEA á þess- um tíma og bar hann fram tillögu þess efnis að stofna til mjólkur- Mörg handtök eru við ostagerðina. Mjólkursamlagsstjórar í 60 ár stöðugu bréfasambandi við Vil- hjálm og Jakob Frímannsson þau ár sem hann var í skólanum. í febrúarmánuði 1927 ákvað stjórn KEA að ráða Jónas sem fastan starfsmann frá 1. júlí það ár til að undirbúa stofnun Mjólkursam- lags KEA og síðar að veita því forstöðu en hann kom heim frá námi í júnímánuði. Sumarið 1927 ferðaðist Jónas um Eyjafjörð og heimsótti um 200 bændur. Ræddi hann við þá um afstöðu þeirra til að leggja inn mjólk hjá fyrirhuguðu mjólk- ursamlagi. Einnig gerði hann úttekt á kúaeign bænda, fékk upplýsingar um kvígur í uppeldi og meðaltöðufeng árlega. I ljós kom að almennur áhugi var fyrir stofnun samlagsins og var Jónasi vel tekið af bændum. Jónas hafði gert áætlun um hvaða verð bænd- ur gætu búist við að fá fyrir hvern lítra og var miðað við 20 aura í fyrstunni. Mörgum bændum þótti verðið nokkuð lágt, einkum þeim sem seldu mjólkina beint til neytenda á Akureyri fyrir 35 til 40 aura lítrann. Allmargir bændur í nágrenni Akureyrar stunduðu þessa sölu og fóru þeir annan hvorn dag með mjólk til sinna viðskiptavina. Það vakti því nokkra furðu að þegar mjólkur- stöðin tók til starfa gerðust nálega allir bændur á félagssvæð- inu þátttakendur í mjólkursam- Gráðostarnir þroskast í sérstakri geymslu við ákveðið hita- og rakastig. Jónas Kristjánsson 1927-1966. Vernharður Sveinsson 1967-1982. Þórarinn E. Sveinsson frá 1982. iðnaðar á félagssvæði kaupfélags- ins. í fyrstu var rætt um mjólk- urniðursuðu og má segja að sú umræða hafi grundvallað það sem síðar varð. Vilhjálmur Þór var mikill áhugamaður um land- búnaðarmál á Eyjafjarðarsvæð- inu, einnig vildi hann gefa íbúum Akureyrarbæjar, sem var í örum vexti, kost á fjölbreyttari neyslu- vörum. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi á erfitt með að ímynda sér þá erfiðleika sem við var að etja á fyrstu áratugum aldarinn- ar. Á þessum árum var innlend þekking á öllum iðnaði mjög tak- mörkuð og menn sem vildu kvnna sér þau efni urðu nærri undantekningarlaust að sækja þá þekkingu til útlanda. Ástandið í mjólkursölumálum Akureyrar- kaupstaðar var frumstætt á þeim tíma sem hugmyndin um mjólk- uriðnað hér í bæ leit dagsins ljós. Unnið við jógúrtframleiðslu. íbúar Akureyrar höfðu þá í mörg ár annað hvort framleitt sjálfir mjólk til heimilisnota eða keypt mjólk og mjólkurvörur beint frá bændum sem sáu flestir sjálfir um að flytja vöruna til neytandans. Oftast var um föst og samningsbundin viðskipti að ræða en þó var þetta að sjálf- sögðu algjörlega ófullnægjandi markaður fyrir bændurna. Jónas Kristjánsson fór til Dan- merkur til að læra mjólkuriðn að undirlagi Vilhjálms Þórs kaup- félagsstjóra, og stóð hann í Skyrinu pakkað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.